Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1989 14 „Ferðin á heimsenda“ í Iðnó: Boðskapur verksins að það er gaman í leikhúsi - segir Olga Guðrún Árnadóttir, rithöfundur Bamaleikritið Ferðin á heimsenda eftir Olgn Guðrúnu Ámadótt- ur, rithöfund, verður frumsýnt f Iðnó f dag, laugardag. Verkið er fyrsta baraasýningin f húsinu í átta ár og jafhframt sfðasta frum- sýning Leikfélags Reykjavíkur f gamla Iðnó. Að sögn höfundarins er leikritið ævintýri og persónurnar þvf hefðbundnar ævintýraper- sónur, álfar, galdrakarl og hetjur. „Leikritið er gamanleikur og fjallar um ferðalag á heimsenda, sem snýst um að koma vemdar- gripnum Geislaglóð til álfaprins- essunnar,“ sagði Olga Guðrún. „Verkið var samið á allsérstakan hátt. Forsagan er sú, að í fyrra starfaði við Leikfélag Reykiavíkur hópur þriggja kvenna, Asdísar Skúladóttur, Margrétar Ámadótt- ur og Soffíu Vagnsdóttur. Þær vom með leiksmiðju fyrir böm og gerðu tilraun til að auka leikhús- reynslu bama með því að láta þau taka virkan þátt í leikhúsinu. Upp úr þessu starfí þeirra kviknaði hugmynd að leiksýningu fyrir böm. Þær leituðu til mín sem höf- undar og Hlín Gunnarsdóttir, leik- myndateiknari, bættist einnig í hópinn. Saman stöndum við fímm að sýningu Ferðarinnar á heim- senda.“ -Er einhver ákveðinn boðskapur í verkinu? „Við veltum því fyrir okkur þeg- ar í upphafi hvaða boðskap við vildum koma á framfæri, eða hvort við vildum það yfírleitt," sagði Olga Guðrún. „Niðurstaðan varð sú, að þetta verk á ekki að vera uppeldisfræðilegt, ef svo mætti að orði komast. Okkar eini boðskapur er sá að það er gaman að vera f leikhúsi. I verkinu er einnig tón- list, sem Soffía samdi. Henni tókst að gera leikhústónlist, það er tón- list sem styður verkið, en dregur ekki athyglina frá því. Mér fínnst tilhneiging til þess í leikhúsi að ofhlaða sýningar með einhverjum „poppnúmemm", en ef verkið er gott þá er slíkt hreinn óþarfí. Böm eiga að geta notið þess sem þau sjá og heyra, án þess að þau séu „hvíld" með tónlist." Olga Guðrún sagði að hugmynd- ina að verkinu ættu þær fimm í sameiningu, en skriftir og úr- vinnsla hugmynda hefði komið í sinn hlut. Jl september síðastliðn- um vom gmnnhugmyndir að hand- riti að mótast og upp úr þeim vann ég vinnusenur fyrir leikara. í októ- ber var spunavinna, og leikarar höfðu þá söguþráðinn og gmnn- hugmyndir að persónum til að styðjast við. Hið eiginlega handrit Morgunblaðifl/Sverrir Olga Guðrún Ámadóttir, rithöf- undur. lá fyrir skömmu fyrir jól, en frá þeim tíma hefur það sffellt tekið breytingum, enda hefur samstarfs- hópur okkar starfað óslitið." -Hvemig fínnst þér útkoman? „Ég hef verið vakin og sofin yfír þessu verki í hálft ár, svo ég á erfitt með að dæma það sjálf,“ Morgunblaðið/Emilía Kjartan Bjargmundsson, í hlutverki Hrapps galdrakarls, reynir að sannfæra álfaprinsessuna, Ólöfu Söebeck, um heiðarleika sinn. Að- stoðarstúlka Hrapps, Skotta, sem leikin er af Margéti Ámadóttur, fylgist spennt með. svaraði Olga Guðrún. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með æfíng- um og held að verkið geti allt eins talist flölskylduverk eins og bama- leikrit. Við í samstarfshópnum höfum reynt að gæta þess að hvergi sé talað niður til bamanna, þó að nauðsynlegt sé að halda ákveðnum einfaldleika. Textinn er eins knappur og hægt er án þess að það komi niður á söguþræði og persónusköpun. Skilningur bama takmarkast af aldri þeirra. Við þurfum að gæta þess að hafa verk- ið ekki of flókið, en við megum heldur ekki misbjóða bömum með einföldunum. Viðbrögð þeirra bama, sem séð hafa æfingar, gefa okkur tilefni til bjartsýni." -Hvemig gekk þessi nána sam- vinna ykkar fímm? „Samstarfíð hefur verið mjög farsælt. Það er í raun kraftaverk, því við höfum eiginlega verið sam- an öllum stundum þessa mánuði '<íj og oft tekist á um sköpunarverk hverrar og einnar. Ég er viss um að við höfum allar hagnast veru- lega á samstarfinu. Sem höfundur hef ég til dæmis lært mjög mikið á að vera með í starfínu frá upp- hafí til enda, en það hef ég aldrei gert áður. Þegar bamaleikritið „Amma þó“ var sett upp í Þjóðleik- húsinu árið 1984 skilaði ég tilbúnu handriti og ég hefði áreiðanlega gert margt öðruvísi, ef ég hefði haft þá reynslu af leikhúsi sem ég hef nú. Þó verð ég að viðurkenna, að ég hlakka mjög til að setjast aftur ein að skriftum. Þegar ég af nýjungagimi féllst á að taka 7 UTSALA Einstakttilboð! Seljum útlitsgallaða skápa og hús- gögn á stórlækkuðu verði. Komið Á Smiðjuveg 9 í Kópavogi og gerið ha'- stæð kaup. ASKAPUM ■^Fa SIÐASTI DAGUR Fataskáparnir frá AXIS henta allstaðar! k AXIS SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.