Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 15
] þátt í þessu starfi í Iðnó lagði ég til hliðar skáldsögu sem ég var að vinna að og nú tek ég til við hana aftur, auk þess sem ég ætla að koma ljóðum og tónlist fyrir böm á hljómplötu á næstunni." -Er nóg að gert fyrir böm í leik- húsum? „Mér finnst sem á síðustu ámm hafi aukist viðleitni leikhúsanna til að sinna bömum," svaraði Olga Guðrún. „Starfið hefur verið blóm- legt í vetur, til dæmis hafa verið sett upp tvö bamaleikrit í Þjóðleik- húsinu. í Hafnarfirði og Kópavogi hafa einnig verið sýnd bamaleik- rit, svo aðeins sé fátt eitt nefnt. Það þarf hins vegar að efla sam- starf leikhúsanna og skólanna. Böm sem læra að njóta leikhúss ung halda því áfram. Það eflir leik- húsin og er menningarauki fyrir bömin sjálf. Æskilegast væri ef leiksmiðja fyrir böm starfaði og vonandi rætist það þegar Borgar- leikhúsið verður tekið í notkun. Bömin verða að fá að taka þátt í starfinu, en ekki bara sitja á áhorf- endabekknum og svara leikendum á réttum stöðum. Það er aldrei nóg að gert í þessum málum, sérstak- lega nú þegar sjónvarps- og mynd- bandssýkin er að heltaka bömin," sagði Olga Guðrún Ámadóttir. I Ferðinni á heimsenda skipta tvær telpur, þær Ólöf Söebeck og Margrét Guðmundsdóttir, með sér hlutverki álfapinsessunnar. Aðrir leikarar em Kjartan Bjargmunds- son, Valgerður Dan, Margrét Ámadóttir, sem jafnframt er að- stoðarleikstjóri, Edda Björgvins- dóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Stefán Sturla Siguijónsson, Ólöf Sverrisdóttir, Rósa Guðný Þórs- dóttir og Amheiður Ingimundar- dóttir, sem einnig leikur á klari- nett. Leikstjóri er Ásdís Skúladótt- ir. RSv MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Reyjjum, Mosfellsbæ: Skólahljómsveít Mos- fellsbæjar 25 ára ^ Reylgum, Mosfellsbæ. ARIÐ 1989 er að mörgu leyti tímamótaár hjá okkur hér í Mos- fellsbæ og má m.a. nefha það að skólahljómsveitin hefur starfað reglulega í 25 ár og stjórnandi hennar hefir verið frá upphafi Birgir Sveinsson skólastjóri bamaskólans á Varmá. Þá má einnig nefna að Varmárlaug var vígð til almennrar notkunar 17. júni 1964 og við það tækifæri var lúðrasveitin þar í fyrsta skipti til þess að sjá um það ómissandi og nauðsynlega að leika á horn sín fyrir áheyrendur. Við þetta tækifæri var einnig sá merki áfangi að i fyrsta skipti héldu Mosfellingar sina þjóðhátið þann 17. júni á skólasvæðinu við Varmárlaug og með góðri þátttöku ibúa efri hreppanna Kjalarness og Kjósarhrepps og hefir þessi venja hald- ist síðan. í tílefni af þessum áföngum er ákveðið að þetta ár verði haldið hátíðlegt í tilefni af þessum tíma- mótum og settar verði upp ýmis- konar uppákomur á næstu vikum og mánuðum. Byijað verður með stórhljómleika í íþróttahúsinu á Varmá þann 4. mars næstkomandi að frumkvæði skólahljómsveitar- innar sem er nú orðið öflugt félag með miklum stuðningi foreldra og þá aðallega þeirra bama og ungl- inga sem spila með eða hafa áður verið með. Þetta félag nýtur svo forystu sijómandans og einnig og ekki sSður Lámsar Sveinssonar trompetleikara sem er bróðir stofnandans. Upphaflega hófst þetta framtak með lúðrasveit Birgis Sveinssonar með góðum stuðningi þáverandi hreppsnefndar en seinna fluttist Lárus í byggðarlagið og kenndi og þjálfaði hópinn með Birgi. Nokkrum árum eftir tilkomu Tón- listarskólans á Brúarlandi sem stofnaður var 1966 gerðist homa- flokkurinn deild í skólastarfinu og þeir bræður urðu báðir fastir kenn- arar við þann skóla á hálfum laun- um. Saga þessarar hljómsveitar er orðin löng og merkileg enda hefir sveitin ferðast og haldið hljómleika vftt og breytt um landið og einnig til útlanda. í fyrra fór sveitin til ítalfu og Austurríkis við miklar vinsældir og viðurkenning- ar færustu manna þar. Þá var Lárus á fomum slóðum meðal vina því hann stundaði tónlistamám í Vín um sex ára skeið. Þessi saga verður rakin við annað tækifæri af einhveijum vel kunnugum og má þá ekki gleyma því að áhrif sveitarinnar hefir gætt bæði f hljómsveitum og tónlistarskólum þar sem gamlir nemendur héðan hafa verið góðir liðsmenn. Hljómleikamir þann 4. mars nk. verða í íþróttahúsinu og með þátt- töku allra kóra í Mosfellsbæ. Þar verður karlakórinn Stefnir, Kirkju- kórinn í Lágafellskirkju, Mosfells- kórinn, Álafosskórinn og Reykja- lundarkórinn en þeir fjórir síðast- töldu em allt blandaðir kórar. 15 Morgunblaðid/Jón M. Guðmundsson Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er 25 ára um þessar mundir og í til- efni af því eru ýmsar uppákomur á næstu vikum og mánuðum. Byrjað verður með stórhljómleikum í íþróttahúsinu á Varmá þann 4. mars nk. Kóramir hafa æft hver í sinu lagi lögin á dagskránni og síðan sam- æfingar á sunnudögum. Úr efnis- skránni má nefna t.d. Fangakórinn úr Nabucco, eftir Verdi og Land- kennong eftir Grieg o.fl. Á hljóm- leikum þessum koma þvf saman fast að 100 blásarar og hljóð- færaleikarar og væntanlega 150 til 160 söngvarar og flytja ýmis verk sameiginlega. Þá má einnig nefna að hljóm- sveit Tónlistarskólans í Stykkis- hólmi kemur og verður með á þess- um hljómleikum og hátíðahöldum en sfjómandi og skólastjóri þar er Daði Þór Einarsson einn af fyrr- verandi meðlimum skólahljóm- sveitarinnar hér. Þau em orðin mörg heimilin sem hafa átt bömin sín undir handleiðslu þeirra bræðra Lámsar og Birgis og nú er tækifæri alls þessa fólks að sfna viðurkenningu sína í verki með því að gleðjast með glöðum á þessum tímamótum og stuðla með því að eflingu menningar í sveitarfélag- inu. Eins og áður er getið er þetta byijun á afmælisárinu okkar og ýmis fleiri atriði em áformuð og í því sambandi heimsóknir annarra kóra seinna í vor. Þá má einnig nefna það hér að Karlakómum Stefni hefir verið boðið að sjmgja á 50 ára afmælishátíð vinabæj- anna sem haldin verður í Thisted í Danmörku f sumar og kemur þar fram fyrir hönd bæjarfélagsins og samstarfs norrænna félaga. Kór- inn á að sjmgja við opnunarhátf- ðina en þar verða væntanlega mættir forysta sveitarfélaganna f Danmörku og ef tíl vill frá íslandi en Danadrotting er heiðursgestur þessarar samkomu. - Fréttaritari. Myndskreytt Egils saga BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafélagsins hefúr gefið út Egils sögu Skalla-Grímssonar, myndskreytta af Einari Hákon- arsyni. Umsjónarmaður útgáf- unnar er Eirikur Hreinn Finn- bogason. í fréttatilkynningu frá bóka- klúbbnum segir „Kjami Egils sögu er vfkingurinn, bóndinn og skáldið, Egill Skalla-Grímsson. Verk eða öllu heldur stórvirki þessa gamla en þó síunga ásatrúarmanns eru víst flestum íslendingum kunn, en hinu ættum við þó að átta okkur á að þessi karl er ef til vill ein fyrsta verulega flókna persónan sem lýst er í gjörvöllum heims- bókmenntunum. Á jrfirborðinu gífurleg harka, kraftur og eigingimi, undir niðri sjóðandi tilfinningar og þær eru svo magnaðar að þær bera stund- um þennan þróttmikla mann ofur- liði. Úr slíkri samsetningu hefði þó ekki orðið annað en fáránleiki og ósigrar ef ekki hefði fylgt mik- ið mannvit, orðsnilld og óvenjulegt hugmjmdaflug. Þessi útgáfa bókarinnar er myndskreytt af Einari Hákonar- sjmi. Mjmdir hans eru vissulega merkilegt framlag til mjmdskreyt- inga Islendingasagnanna. Þær leggja ekki aðaláherslu á atburði og afhafnir eins og algengast hef- ur verið f slíkum myndum, heldur skapgerð og tilfinningar - að því er Egil snertir hið margbrotna og flókna líf. Þyrfti engum að koma á óvart þótt þessar myndir ættu eftir að hafa sín áhrif á mynd- skreytingu íslendingasagna yfir- leitt." Bókin er 248 bls. að stærð. Setn- ingu, fílmuvinnu, prentun og bók- band annaðist P*rentsmiðjand Oddi hf. NYR OG BETRI MERCURY MEÐ DRIFIA ÖLLUM FRAMDRIF: VERÐ FRA 1.199 ÞUS. KR. ALDRIF: VERÐ FRÁ 1.359 ÞÚS. KR. * I '■‘■’vsWkV' “v Hönnun og tækni sem er öðrum til fyrirmyndar. Mercury Topaz er ekta amerískur lúxusbíll, með sjálfskipt- ingu, vökvastýri og framdrifi, eða drifi á öllum hjólum. I FRAMTIÐ VIÐ SKEIFUNA SIMAR: 689633 & 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.