Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Hvalveiðarnar og bandarísk fyrirtæki: Minnka eða hætta að kaupa íslenskan físk MRIFSTOFUTMM NÁMSKEIÐIÐ ER AÐ BYRJA! Upplýsingar og innritun í dag milli 12 -16. hófdrykkjukvenna reyndust standa sig talsvert verr á greindar- prófum en böm þeirra sem ekkert drukku. Greindarvísitala bama hófdrykkjumæðranna var að jafn- aði 105 stig en 110 stig hjá hinum bömunum. Viðbrögð bama þeirra voru hægari og eftirtektarhæfí- leikinn minni en hjá hinum böm- unum. „Áhrifín em mjög mismunandi eftir einstaklingum," sagði sál- fræðingurinn, sem stjómaði könn- uninni. „Mörg böm, sem urðu fyr- ir áfengisáhrifum í móðurkviði, virðast ekki hafa orðið fyrir nein- um skaða." Athyglisvert er að nið- urstöðumar bentu til þess að áfengi hefði skaðlegri áhrif á and- lega getu en ýmis önnur efni sem menn hafa haft illan bifur á, t.d. nikótín, koffín, aspirín og mariju- ana. Merrild -hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi. Áróðurinn gegn hvalveiðum er nú loksins farinn að hafa veru- leg áhrif á smekk og matarvenjur bandarískra neytenda. Kem- ur þetta fram i bandaríska blaðinu Joumal of Commerce 17. þ.m. en í þvi er fjallað um viðskiptamál. Segir þar, að kunnir veitinga- og skyndibitastaðir viða um landið séu farair að draga úr eða afturkalla pantanir á íslenskum físki vegna óánægju neytenda með hvalveiðar íslendinga. Robert E. Bauer, innkaupastjóri grænfriðungar hafí boðað aðgerðir Wendy’s Intemational Inc., sem rekur fjöldann allan af skyndibita- stöðum í Bandaríkjunum, segir í viðtali við blaðið, að fyrirtækinu hafí borist mikið af bréfum frá fólki og áskorunum um að hætta að kaupa islenskan físk enda hafí nú verið dregið verulega úr því. Sömu sögu sé að segja um Burger King Corp., Long John Silver Inc. og Shoney’s Inc. og ætlar síðast- nefnda fyrirtækið að hætta öilum viðskiptum við íslendinga. Fram kemur, að Long John Silv- er hafí afturkallað níu milljón doll- ara (um 450 millj. kr.) pöntun hjá Sambandsfrystihúsunum í október sl. og í júlí í fyrra minnkaði Burger King kaupin á íslenskum físki um 20%. Þá segir einnig, að gegn Marriott-hótelkeðjunni, Art- hur Treachers-skyndibitakeðjunni og Red Lobster-veitingahúsunum í því skyni að fá þessi fyrirtæki til að hætta að skipta við íslend- inga. Talsmaður Marriott segir hins vegar, að ekki standi til að hætta að kaupa íslenskan físk en talsmaður Red Lobster segir að boðaðar aðgerðir séu út í hött því að fyrirtækið sé nú þegar hætt öllum fískkaupum frá íslandi. í símum 687590 og 686790. JÖLVUFRÆÐSIAN Borgartúni 28 Þú getur valið um þijár mismunandi tegundir af Meriild-kaífi. 103 - Millibrennt 304 - Dökkbrennt 104 — Mjög dökkbrennt Merrild-ilmandi og ljúffengt kaffi, sem bragð er af. Sjö farast er skrúfu- þota hrapar í Finnlandi Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttarit- ara Morgunblaðsins og Reuter. TVEGGJA hreyfla skrúfúþota með átta manns innanborðs hrapaði rétt fyrir lendingu við flugvöllinn í Helsinki á fímmtudagskvöld. Sjö manns fórust, allt Finnar, en einn fár- þeganna komst af. Vélin var skráð í Bandaríkjun- um, af gerðinni Fairchild Swear- ingen Merlin og í einkaeign. Mun hún hafa verið á leið frá Southend í Englandi til Helsinki en hvarf af ratsjám flugtumsins nokkrum mínútum fyrir áætlaða lendingu. Orsakir slyssins eru ekki kunnar en skyggni var slæmt. Þetta er mannskæðasta flugslys í Finnlandi á þessum áratug. Metsöhtbla) á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.