Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 31
m MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 31 Kristján Karl Péturs- son frá Skammbeins- stöðum - Minningarorð Þann 13. febrúar sl. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands Kristján Karl Pétursson frá Skammbeins- stöðum í Holtahreppi. Hann verður jarðsunginn frá Marteinstungu- kirkju í dag klukkan 14.00 Karl Pétursson fæddist á Skammbeinsstöðum þann 27. nóv- ember árið 1909, sonur hjónanna Péturs Jónssonar frá Stokkalæk á Rangárvöllum og Guðnýjar Krist- jánsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvol- hreppi, en sagt er nánar frá ætt- boga hennar í bókinni um Víkings- lækjarætt. Þau Pétur og Guðný fluttust að Skammbeinsstöðum árið 1900 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim varð 10 bama auðið, einn son, Kristján, misstu þau í frumbemsku en hin níu komust til efri ára. í aldursröð var systkinahópurinn frá Skammbeinsstöðum þessi: Jón Óskar, bóndi á Skammbeinsstöðum, Kristrún, húsfreyja í Reykjavík, Guðjón, húsgagnasmiður í Reykjavík, en þessi þrjú elstu af systkinunum eru öll látin. Guðrún Sigríður er húsfreyja í Reykjavík og á Hrafnistu í Hafnarfírði býr Sigurður Helgi gerlafræðingur. Sjötti í röðinni var Kristján Karl, sem hér er kvaddur. Yngstu systk- inin þgu eru Ágúst, húsgagnasmið- ur, Ármann, skrifstofumaður í Reykjavík, sem látinn er fyrir nokkru og Helga, sem býr í Reykjavík. Karl Pétursson ólst upp í glöðum systkinahóp hjá foreldrum sem með eljusemi komust í bærileg efni þrátt fyrir ómegð. Karl naut farkennslu eins og þá var títt en ekki annarrar formlegrar skólagöngu. Hann stundaði fiskvinnslustörf í Vest- mannaeyjum sem ungur maður en vann heimili foreldra sinna á sumr- in. Karl kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Sólveigu Eysteinsdótt- ur, í Vestmannaeyjum. Þau giftust 2. júní 1938 og gekk Karl eftir það tveimur ungum sonum Sólveigar, þeim Ottó Eyfjörð og Elíasi Eyberg, að mestu í föðurstað. Saman eign- uðust þau hjónin tvö böm, Auði og Pétur Viðar. Einnig ólu þau upp dótturson sinn, Karl Lúðvíksson. Athuga- semd frá Rót hf. VEGNA fréttar í Morgun- blaðinu 19.02.1989, um gjald- þrotakröfu á Rót h.f., vill stjóm Rótar taka eftirfar- andi fram: Krafa þessi er komin frá Gjaldheimtunni í Reykjavík vegna vangreiddra áætlaðra skatta fyrir árið 1987. Fyrir mistök innan fyrirtækisins var skattskýrslu ekki skilað inn fyrir það ár. Úr þessu hefur nú verið bætt og álagningin mun því verða felld niður. Rót skuldar skattinum ekkert og er bara ekkert á leiðinni með að verða gjaldþrota. Það er svo annar kapítuli að skiptastefna var aldrei birt neinum forsvarsmanna fyrir- tækisins og vissu þeir þvf hvorki af gjaldþrotakröfunni né þingfestingu hennar fyrr en með frétt Morgunblaðsins. Hef- ur skiptaráðanda verið gerð grein fyrir því. f.h. Rótar h/f Soffía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Karl og Sólveig tóku við búskap á Skammbeinsstöðum árið 1939. Auk þeirra voru tveir aðrir ábúend- ur á Skammbeinsstöðum flest þeirra búskaparár. Var Jón Óskar, bróðir Karls, annar þeirra og bjuggu þeir bræður í svokölluðum austurbæ en í vesturbænum bjó Sigurður J. Sigurðsson. Eg, sem þessa grein rita, kynnt- ist Karli Péturssyni fyrir 27 árum, þegar ég gekk að eiga Auði dóttur hans. Það er mér dýrmæt reynsla að hafa kjmnst Karli. í viðkynningu vakti athygli hve Karl var vel heima í hinum margvíslegustu málum og úrræðagóður var hann svo af bar. Hann var einnig ósérhlífínn og ætl- aði sjálfum sér síst minna en öðr- um. Hann rejmdist vel mönnum sem málleysingjum. Hvað búskap snerti þá lét honum skepnuhirðing óvenju vel og hann var jafnan hagsýnn og fljótur að tileinka sér nýjungar. Framsýnn var Karl einnig í betra lagi. Við tengdafeðgar vorum mjög samiýmdir og fann ég aldrei til þess að á okkur væri sá aldursmun- ur sem raun bar vitni. Hjá Karli og Sólveigu voru jafnan mörg böm viðloðandi yfir sumartímann og tel ég víst að þau böm hafí ekki farið tómhent frá Skammbeinsstöðum, ef svo má segja, því bæði hjónin þar voru mjög bamgóð. Þau voru líka samhent að öðru lejrti og hjóna- band þeirra virtist mjög hamingju- samt. Karl var mikill kirkjunnar maður og söng, ásamt konu sinni, í kirkju- kór Marteinstungukirkju í Qölda ára. Hann vann einnig margvísleg störf í þágu sinnar sveitar. Karl var einn af þeim mönnum sem lét verk- in tala en gerði minna af að halda ræður út um borg og bý. Þegar komið er að kveðjustund finn ég að Karl tengdafaðir hefur kennt mér margt, en hvemig nem- andi ég rejmdist honum veit ég hins vegar ekki fyrir víst. Síðustu 5 árin bjuggu þau Karl og Sólveig í húsi sem þau reistu sér við Dvalar- heimilið Lund á Hellu. Þar undu þau sér vel meðan heilsan var bæri- leg. Þó fátt væri sagt var skylduliði Karls eigi að síður ljóst að hann' leið oft á tíðum mikið sl. tvö ár, vegna illvígra veikinda sinna. Nú þegar hann er allur kveðja eigin- kona hans, böm, fóstursjmir, bama- böm, bamabamaböm og vinir með söknuði góðan mann. Sveinn M. Andrésson Gamlal _ í fullu gHdi BÓKAMARKAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA ' Þúsundir bóka á Ódyrir bókapakkar. Samtals kr. 4.480,- Nr. .Samtals kr. 998,- Nr. Samtals kr. 999,- Nr. .Samtals kr. 1.999,- Nr. .Samtals kr. 3.000,- Nr. .Samtals kr. 4.100,- Nr. .Samtals kr. 1.990,- Nr. .Samtals kr. 4.950,- Nr. .Samtals kr. 1.450,- Nr. .Samtals kr. 1.980,- Nr. Nr. 1 íslenskt mannlíf, fjórar bækur.............. Nr. 2 Heimurinn okkar, fimm bækur................. Nr. 3 Ritsafn, Göngur og réttir................... Nr. 4 Bækur Thorkild Honsen um þrælahald.......... Nr. 5 Saga Reykjavíkur, fjórar bækur.............. Nr. 6 Þrjór bækur í pakka eftir Régine Deforges... Nr. 7 Fimm bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur...... Nr. 8 Norræn ævintýri, fjórar bækur............... Nr. 9 Tvær matreiðslubækur........................ Nr. 10 Heimsbókmenntir í vasabroti, tíu bækur..... Pöntunarþjónusta fyrir alla landsmenn til sjós og lands í síma 91-678011 allan sólarhringinn Veitingahúsin opin alla helgina Helgarstemmning í Kringlunni Greiðslukortaþjónusta akka................. Samtals kr. ,ka.....................Samtals kr. kka.....................Samtols kr. bækur............... Samtals kr. rjór bækur........... Samtals kr. a, sex bækur um hesta......Samtals kr. 790,- 1.980,- 999,- 1.500,- 999,- 2.499,- v/sa // Smikorí SA GAMLI GOÐI ElfVJI S/MMIVII I Kringlunni Bókamarkaöurinn er á 3. hæð Opnunartími: Laugardaginn Sunnudaginn Mánudoginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn 25. febrúar frá kl. 26. febrúar frá kl. 27. febrúar frá kl. 28. febiúar frá kl. 1. mars frá kl. 2. mars frá kl. 3. mars frá kl. 4. ma5 frá kl. 5. marc frá kl. lOtil 18 12 til 18 lOtil 19 10 til 19 lOtil 19 lOtil 19 lOtil 20 lOtil 18 12 til 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.