Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Minning: Erlendína M. Erlendsdóttir Fædd 26. júlí 1905 Dáin 16. febrúar 1989 Erlendína Erlendsdóttir varð bráðkvödd á heimiii sínu í Reykjavík fimmtudaginn 16. febrúar. Hún var fædd á Blönduósi 26. júlí 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- rún Helgadóttir, Nikulássonar og Erlendur Bjömsson (Marka-Bjöm) bónda á Jörfa í Víðidal, Helgasonar frá Gröf, Vigfússonar. Hún var því Húnvetningur í báðar ættir. Það em orðin nokkuð löng kynni okkar Erlu, en svo var hún kölluð á mínu heimili í Hnausum, en þang- að réðist hún í vist til foreldra minna vorið 1922, aðeins 17 ára gömul. Hjá okkur var hún í tvö ár. Heimil- ið var mannmargt og mikið að gera á öllum árstímum, engin tækni nútímans gengin í garð. Erla var mikið í ýmsum snúning- um á sumrin, t.d. í sendiferðum á bæi með símskeyti og kvaðningar til fólks, því í Hnausum var eina símstöðin á stóm svæði. Oft rifjaði hún upp sögur af þess- um ferðalögum og hafði gaman af. Oftast fór hún ríðandi ef um lengri ferðir var að ræða, t.d. í Vatns- dalinn, en þar var þá enginn sími, kom ekki fyrr en nokkram ámm síðar. Erla var mikill dýravinur og vildi að öllum skepnum liði sem best og hændust þær að henni. Einn af hestum heimilisins, sem stundum var notaður til sendiferða, hét Brún-Sokki. Hann var styggur og dáiítið slægur. Fáir gátu náð honum fyrr en eftir nokkum elt- ingaleik. Erla gekk að honum án fyrirhafnar, og var hún oftast send eftir honum þegar á þurfti að halda, því hann var aðal dráttarhesturinn og svo var hann sæmilegur til reið- ar. Okkur bömunum var hún góð og sagði aldrei styggðaryrði til okk- ar, en sagði okkur sögur og ýmsan fróðleik. Tvær af þessum sögum em skráðar í Húnvetning, ársrit Húnvetningafélagsins í Reykjavík, 6. og 7. árg. Já, hún Erla mín var fróð og með afbrigðum minnug á allt sem á daga hennar hafði drifið á langri ævi. Frásögn hennar var svo lifandi og nákvæm og ekkert smáatriði var undanskilið. Fæddur4. febrúar 1923 Dáinn 12. febrúar 1989 Sigurbergur Andrésson fæddist að Hamri í Múlanesi A-Barða- strandarsýslu þ. 4. febrúar 1923, sonur hjónanna Guðnýjar Gests- dóttur og Andrésar Gislasonar sem bjuggu á þeirri jörð. Þar ólst Sigur- bergur upp við almenn störf og nám svo sem tíðkaðist í sveitum á þess- um tíma. Fljótlega eftir ferminguna sótti hann vinnu að heiman á Faxa- flóasvæðið en um tvítugt var hann einn vetur við nám á Héraðsskólan- um í Reykjanesi. Hann hóf nám í húsasmíði á Akranesi nokkmm ámm seinna en veiktist 1949 af bijósthimnubólgu er leiddi svo til þess að hann varð að fara á Vífilsstaði. Hann hresstist nokkuð þar og fór um 1950 að Reykjalundi sem vistmaður. Þar dvaldi hann svo áfram við nám og störf og tókst að ljúka iðnskólanámi í húsasmíði meðan hann dvaldi á Reykjalundi. Hann kvæntist Jóhönnu Sveins- dóttur, en þau skildu, en seinni konu sina hefir hann hjúskap með Hún var sérstaklega minnug á ártöl og fæðingardaga vina og kunningjafólks, og finnst mér þetta lýsa hennar eðlisgreind. Ættfræði var henni hugleikin og var hún vel heima á því sviði, bæði sína eigin ætt og annarra. Erla var oftast í vistum, eða ráðs- kona um lengri eða skemmri tíma, allt til 67 ára aldurs. Mest dvaldi hún í Austur-Húnavatnssýslu á ýmsum bæjum, en síðar í Reykjavík og nágrenni. Hún talaði vel um alla sína húsbændur og hélt tryggð við þau heimili þar sem hún hafði dval- ið á. Hún var ákaflega félagslynd og hafði gaman af ferðalögum, bæði til að sjá sig um og halda tengslum við vini og kunningja. Eftir að Erla settist í „helgan stein" fór hún á hverju sumri í heim- sóknir, á sínar æskustöðvar í Húna- vatnssýslu og dvaldi oft nokkrar vikur í senn. Þar átti hún góðu að mæta hjá frændfólki og öðmm vin- um. Hún var hög í höndum og saumaði mikið út á seinni ámm, og bar hlýlega íbúðin hennar þess glögg merki, allir veggir prýddir með krosssaumsmyndum og falleg- um púðum í sætum. Mikið gaf hún af þessum munum sínum, t.d. Hún- vetningafélaginu, á hinn árlega basar þess og setti það sinn svip á basarinn. Á hvetjum laugardegi að vetrinum mætti Erlendína á félags- vistina í Húnabúð (félagsheimili Húnvetningafél.) þ.e.a.s. ef veður leyfði, því hún naut þess að spila. Á nýársdag sl. kom Erla til okkar og spiluðum við fram á nótt, það var gaman. Alltaf þótti okkur hjónum og bömum okkar sjálfsagt að hafa Erlu viðstadda, þegar eitthvað var um að vera í ijölskyldunni, þá kom hún með fallega krosssaumsmynd eða borðdregil ásamt öðmm gjöf- um. Erla átti mjög góða að hér í Reykjavík, þar sem vom þær mæðgur Björg systir hennar og dætur hennar, Guðrún og Sigurlaug Sigurfinnsdætur. Þar átti hún gott athvarf hvenær sem var og naut þess í ríkum mæli. Við hjónin og böm okkar kveðj- um Erlu og þökkum samfylgdina á liðnum ámm. Guðrún Sveinbjörnsdóttir 1963 og kvæntist henni seinna. Þau Kristjana Sturludóttir, sem varð seinni konan hans, eignuðust þá Andrés trésmið og Hlyn sem er bif- vélavirki og búa þeir báðir í for- eldrahúsum. í dag verður til moldar borin Erlendína M. Erlendsdóttir. Fullu nafni hét hún Erlendína Marlaug. Hún fæddist á Blönduósi 26. júlí 1905. Foreldrar hennar vom Er- lendur Bjömsson og Guðrún Helga- dóttir. Blönduós var á þeim tíma aðeins þyrping nokkurra moldar- kofa og þeir sem þar bjuggu höfðu framfæri sitt af sjónum. Þama er mjög brimasamt og á þessum tíma var engin höfn. Lífsbaráttan var því hörð og erfítt að afla fjölskyld- um lífsviðurværis þó ekki væri nema rétt til hnífs og skeiðar. í einum af þessum litlu kofum bjuggu foreldrar ínu (eins og hún var alltaf kölluð) með þremur bömum sínum, ínu, Bimi og Björgu. Þegar ína var 9 ára gömul hafði sorgin og umkomuleysið knúið dyra hjá fjölskyldunni í litla kofanum. Húsmóðirin og bróðirinn vom látin. Faðirinn hafði orðið fyrir slysi á sjónum og var ekki lengur þess megnugur að framfleyta flölskyldu sinni. Þeirra beið þá ekkert annað en sveitin. Björg fór að Geirastöðum sem vinnukona en Erlendur vistað- ist með ínu dóttur sinni, samkvæmt eigin ósk, að Sauðanesi til Páls og Sesselju. Þar var Erlendur til dauðadags en hann lést árið 1929. ína dvaldi i Sauðanesi sín upp- vaxtarár og gekk í bamaskóla að Hjaltabakka og tók þaðan fullnað- arpróf. Hún var vel gefin og minnið alveg með ólíkindum. Eftir 1920 var hún vinnukona á nokkmm bæj- um í Vatnsdal. Þegar bömunum fjölgaði í Sauðanesi kom ína aftur sem vinnukona. Þar var nóg að starfa og veitti ína öllum þessum bömum hjartahlýju og tryggð sem aldrei hefur rofnað þótt árin hafi liðið. Þeir feðgar reka nú trésmíða- verkstæði að Lágafelli í Mosfellsbæ og sækja vinnuna af miklum dugn- aði en Sigurbergur vann þar einnig tvö síðustu árin. Ævistarf Sigga- begga var annars að mestu í Mos- fellssveit og stundaði hann þar iðn sína og var mjög eftirsóttur. Hann byggði einnig nokkur hús fyrir eig- in reikning en heilsufar hamlaði nokkuð er leið á ævina svo hann vann léttari störf í 5 ár að Álafossi og seinna sem vaktmaður á Reykja- lundi. Siggibeggi var vinsæll og traust- ur og stóð við allt sitt. Hann var einn af þeim sem hafði sig lítt í frammi og lét ekki tmfla sig frá skyldustörfum. Fjölskyldan var samtaka og samhent og komst allt- af vel af enda ávallt mikið unnið og frístundir fáar. ■ Að leiðarlokum þökkum við góða viðkynningu og samfylgdina á um- liðnum áratugum en nú er skarð fyrir skildi við atvinnureksturinn er faðirinn er fallinn frá í fullu starfi. Drengimir era samhentir og dugmiklir og em ákveðnir í því að láta ekki deigan síga enda þótt að nú hafi gefíð á bátinn í bili. Við vinir og kunningjar Sigur- bergs sendum eiginkonu og sonum ásamt öðmm eftirlifandi aðstand- endum samúðarkveðjur. Minningin lifir. JMG Kjör vinnukvenna á þessum tíma em kapítuli út af fyrir sig. Þær unnu myrkranna á milli alla daga ársins frá morgni til kvölds. Sem þjónustur vinnumanna urðu þær að stoppa og staga í sokkaplögg og gera skó eftir að aðrir höfðu tekið á sig náðir. Fyrir alla þessa vinnu og miklu meira vom launin lítið meira en daglegt brauð. ína var einn vetur í vist í Reykjavík, veturinn 1934-35. Þar var hún eldhússtúlka meðan önnur vann sem stofustúlka. Launin vom 30 krónur á mánuði. Henni var tíðrætt um þetta tímabil en ferðim- ar suður urðu ekki fleiri í bili. Hún hélt áfram að vera vinnukona á ýmsum bæjum í Torfalækjarhreppi svo sem á Kagaðarhóli, Köldukinn, Meðalheimi og Torfalæk. Hún hugsaði alltaf með hlýleik til Torfa og Ástu á Torfalæk enda vom þau henni mjög góð og var hún alltaf velkomin þangað í sínum orlofs- ferðum á sumrin. Um miðja öldina réð hún sig sem ráðskonu að Selalæk á Rangárvöll- um. Þar hafði húsmóðirin fallið frá ungum bömum. Nú kom hún sér vel þessi óeigingjama fómarlund ínu. Hún gerði allt sem henni var unnt til þess að móðurleysingjunum liði vel. Hún gerði meira en að elda mat og staga í sokka. Hún veitti þeim öryggi og kærleik. ína var á Selalæk þar til Jón bóndi kvongað- ist Ólöfu,_ yndislegri og góðri konu. Eftir að ína fluttist til Reykjavíkur fór hún venjulegast í heimsókn þangað austur einu sinni á sumri og þetta fólk kom og heimsótti hana. Hún hafði alltaf samband við bömin sem nú em komin á miðjan aldur og sjálf komin með sinn bamahóp. Öllu þessu fólki sendi ína jólakort og hún fylgdist með ferm- ingum, aftnælum og öðmm tyllidög- um. Eftir að ína flutti frá Selalæk var hún áfram sunnan heiða. Hún hjálpaði til við húsverk og fleira á mörgum heimilum. Oft vom það gamlir, sjúkir og einstæðir sem nutu umhyggju ínu. Árið 1970 rættist langþráður draumur ínu um að verða sjálfrar sín og skapa sitt eigið heimili. Sig- urlaug, systurdóttir ínu, og maður hennar, Kristinn Breiðfjörð, höfðu fest kaup á litlu húsi við Sogaveg. Þar með var hún komin í nágrenni við systur sína, Björgu, og Guðrúnu dóttur hennar. Þar átti Ína alltaf athvarf og sérstaklega nú seinni árin þegar heilsan gerðist léleg. Þetta hús fékk ína til eigin nota. Aldrei hafði ína haft eins góð peningaráð eins og þegar hún komst á ellilaun. Nú gat hún setið og bróderað, farið í heimsóknir til Fæddur 14. október 1988 Dáinn 18. febrúar 1989 Mig styrk í striði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta, þá Ijómi í mínu hjarta. (SB 503) Lítill drengur er horfinn sjónum okkar, en samt lifir minningin um hann með okkur. Ástþór litli Helga- son, Birkiteig 37, Keflavík, fæddist 14. október sl. Hann varð ekki nema fjögurra mánaða gamall. En þessa mánuði fékk hann að njóta mikillar gleði, ástar og umhyggju frá for- eldram og systkinum. Mynd hans og brosið bjarta munum við sem eftir lifum ávallt geyma í hjörtum okkar. Stórt skarð er í hjörtum for- eldra hans, systkina og annarra ættingja. En tíminn græðir sárin þótt örin sitji alltaf eftir. Elsku Helgi, Ásta, Harpa og Skúli, ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur í þessarí miklu sorg, svo og ömmur hans, afa og aðra ættingja. Astar faðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak. En í dag og alla daga, í þinn náðar faðm mig tak. fólks og látið eftir sér að fara í smá ferðalög sem hún hafði mikið yndi af. Á hveiju sumri fór hún norður og þá gat hún heimsótt vini og ættingja og gist þá gjaman eina til tvær nætur á hveijum stað. Syst- ursynir hennar, Óskar og Bjöm (lát- inn), eiga báðir stórar fjölskyldur. Jakob dó fyrir mörgum ámm. Til þessara manna var hún ávallt vel- komin. I ellinni var ína tíður gestur í Bústöðum, þ.e. félagsstarfi aldraðra í Bústaðakirkju. Þar kynntist hún fjölda fólks, skemmti sér við spil og tók þátt í öðm starfi sem þar fór fram. í Húnvetningafélaginu var hún líka virkur félagi og var gerð að heiðursfélaga. Þar tók hún einnig í spil, spilaði félagsvist á laugardögum. Á síðari ámm fór heilsunni að hraka, heymin dofnaði og sjónin varð léleg. Ekki gat ína hugsað sér að fara á elliheimili eða spítala. Raunar þurfti hún þess ekki því Sigurlaug systurdóttir hennar sýndi henni einstaka umhyggju og lét hana finna að hún væri ekki ein í heiminum. Ósk ínu rættist, hún fékk að deyja heima hjá sér. ína verður lögð til hinstu hvíldar við hlið foreldra sinna í Blönduós- kirkjugarði. Með ínu er genginn sérstæður persónuleiki. Við þökkum ínu ára- tuga samfylgd, minnumst hennar sem góðrar og trygglyndrar konu sem allt vildi fyrir alla gera. Enginn kemur í hennar stað. Við munum ætíð sakna hennar. Guð blessi hana. Helga Pálsdóttir Brynja Baldursdóttir Erlendína fæddist á Blönduósi, dóttir hjónanna Guðrúnar Helga- dóttur og Erlends Bjömssonar. Hún ólst upp í foreldrahúsum þar til móðir hennar dó 1914. Þá flutt- ist hún ásamt föður sínum að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi, og dvaldi þartil ársins 1930, að undan- skildum þremur ámm sem hún var í vinnumennsku annarsstaðar. Árið 1933 kom hún að Hurðar- baki til Bjargar systur sinnar, og manns hennar, Sigurfinns Jakobs- sonar. Var hún til heimilis þar til ársins 1958, er hún gerðist ráðs- kona hjá bræðmnum Óskari og Bimi Sigurfinnsonum er þá höfðu fest kaup á jörðinni Meðalheimi. Árið 1961 flutti hún svo til Reykjavíkur og sinnti meðal annars ráðskonustörfum fram um 1970. Eftir það bjó hún í Vonariandi 2, í skjóli systurdætra sinna, Guðrúnar og Sigurlaugar, og manns þeirrar síðamefndu Kristins Breiðfjörðs, sem vom henni afar góð. Guð blessi og geymi minninguna um lítinn og bjartan dreng sem fæddist um haust en hvarf okkur um vetramótt. Megi englar Guðs vaka og halda vörð um hans nætur- stað. Þess óska Edda, Guðni og börn. Minning: Sigurbergur Andrésson húsasmíðameistari Minning: Astþór Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.