Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 33
ína, eins og hún var jafnan köll- uð, var víða í vinnumennsku bæði meðan hún dvaldi hér fyrir norðan, og eins eftir að hún kom suður. Hjá mér og Ástu konu minni, dvaldi hún í mörg ár. Þá var lítið um nútímaþægindi, vatn og raf- magn af skomum skammti, og fátt um vélar til að létta heyskap og önnur útiverk. Hjá okkur tók ína þátt í öllum störfum úti sem inni af þeirri skyldurækni sem henni var í blóð borin. Hún var ekki mikilvirk, en hugsaði heldur ekki um þann tíma, sem tók hana að ljúka því verki sem henni var falið, heldur leysti það vel af hendi. Hún var sérlega nýtin á allt, hvort sem það var matarkyns eða annað. Ekkert mátti fara for- görðum, og því hélt hún til hinstu stundar. ína var stálminnug, hún mundi vel liðna atburði. Ég minnist þess, að eftir að hún flutti suður, og kom í heimsókn til okkar, rifjuðum við upp nöfn kúa í fjósinu frá tíma hennar hér. Hún mundi hvað kým- ar hétu, hvenær þær hefðu borið, hvemig kálfurinn var á litirin, hvort hann var naut eða kvíga, og hvort honum var slátrað eða settur á. Skólaganga ínu var stutt, eins og þá tíðkaðist. Hún var samt víðlesin, og skrifaði vel læsilega hönd. í Ársriti Húnvetningaféiags- ins í Reykjavík 1981 og 1982 hafa birst tvær ferðasögur eftir hana frá árunum 1920 og 1921. Önnur er um ferð frá Grímstungu í Vatnsdal að Sauðanesi, 45 km leið í marsmánuði. Gekk hún á ein- um degi þessa leið íklædd peysuföt- um og á skinnskóm, og síðari hluta leiðarinnar í vondu veðri. í hinni seinni segir frá þegar hún sótti geitur fram að Stóradal og rak til Blönduóss í dimmviðri og þoku- sudda, blaut og hrakin. Launin vom 75 aurar, sem þótti þá mikill pen- ingur, og hún lagði inn á bók. Þessar sögur lýsa vel þeim erfið- Birtíng af- mælis- ogminn- ingargreina Morgimblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafiiarstræti 85, Akureyri. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. OFf f p/j'rfrpHI ?? fl'UntnHAT'Hf J HTaAJPK'inHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25 EEBRÚAR 1989 Minning: Hólmfríður Svein- björnsdóttír frá Hrollaugsstöðum leikum sem fólk þurfti að beijast við, og það þó ekki nema fyrir 60 árum síðan. ína var ekki allra, en hún var góður vinur vina sinna og tryggða- rtröll. Ég man, að eitt sinn er kona mín var ekki heima, og ína sá um heimilið, bar gesti að garði. Einn þeirra óð inn í stofu, sem var ný- lega teppalögð, á óhreinum skóm. ína tók til við að þrífa óhreinindin með tusku. Þegar gesturinn varð var við mistök sín vildi hann gera gott úr þessu, og tók utan um Inu. En ína snerist ill við og sló hann á vangann með votri tuskunni. Trú- mennska hennar til þeirra sem hún var hjá var einstök, og náði til allr- ar fjölskyldunnar. Eftir að ína flutti suður, kom hún á hveiju sumri hingað norður, að heimsækja frændfólk og vini, að undanskildum sl. tveimur árum, sem hún treysti sér ekki. Hún var búin að sækja um dvöl á Hnitbjörgum, dvalarheimili aldr- aðra á Blönduósi, og vonaðist til að geta eytt þar síðustu elliárunum. Nú verður hún jarðsett á Blönduósi í dag 25. febrúar. Á síðastliðnum jólum fengum við á Torfalæk jólakort og bréf frá ínu. Þar var að finna sama hlýhug og sömu tryggð sem einkenndi allar hennar jólakveðjur. Blessuð sé minning hennar. Torfí Jónsson Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt, er hriðarbylur geisar, það liggur gleymt og fennt. Og eins er lítill tregi og engin sorg á ferðum þó ekkja falli í valinn með sjötíu ár á herðum. (G.F.) Það varð enginn héraðsbrestur fímmtudaginn 16. febrúar sl. er hún Hólmfríður Sveinbjömsdóttir kvaddi þennan heim. Vissulega er tregi á ferð, en engin sorg því árin hennar Hólmfríðar voru orðin 99 og tæpum fimm mánuðum betur. Hún var fædd að Hólsgerði í Kinn 26. september 1889, dóttir hjónanna Sveinbjöms Gunnlaugssonar og Helgu Sörensdóttur. Helga náði háum aldri og er hún lést árið 1961 var hún elst allra íslendinga, tæplega 102 ára að aldri. Hólmfríður barst ung austur um sveitir í atvinnuleit og ílentist loks austur á Langanesi og giftist þar 22. maí 1911 Magnúsi Guðbrandssyni frá Hrollaugsstöðum. Á þessum ámm lá jarðnæði ekki á lausu, hver þúfa var setin og ekki var heldur hægt að flytja á mölina, hlutskipti þeirra vom því eilífir bú- ferlaflutningar af einu kotinu á ann- að, en árið 1937 flytjast þau að Hrol- laugsstöðum. Búskaparsaga Magnúsar þar varð sorglega stutt því að hann lést að- eins fáum mánuðum eftir að þau fluttu þangað. Þau eignuðust einn son, Vilhjálm, árið 1917 og hóf hann nú búskap á Hrollaugsstöðum með móður sinni. Nokkmm ámm síðar kom þangað Guðrún Þórðardóttir frá ísafirði, hún varð eiginkona Vil- hjálms, og nú fóm bamabömin að bætast í hópinn en þau urðu níu. Upp frá því helgaði Hólmfríður þess- um stað og þessari fjölskyldu líf sitt og starf, þau vom henni allt. Árið 1961 fluttist hún til Þórs- hafnar ásamt elsta bamabami sínu, þá komin á áttræðisaldur, fjölskyldan EiríkurBriem verk- fræðingur—Minning Fæddur 3. nóvember 1915 Dáinn 17. febrúar 1989 Með Eiríki Briem er faliinn í valinn maður, sem verður öllum, sem hon- um kynntust ógleymanlegur fyrir marga hluta sakir, maður sem skilur eftir sig mörg og djúp spor í sögu okkar lands og í hugum þess fólks, sem varð þess láns aðnjótandi að kynnast honum. Með nokkmm fátæklegum orðum langar undirritaðan til þess að greina frá einum þætti minna kynna af honum, þætti sem mér finnst lýsa manninum vel, og stjómandanum Eiríki Briem sömuleiðis. Okkar fyrstu kynni urðu þegar ég ^em ungur maður fór að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkisins við virkjan- ir á Vestfjörðum og síðan rafveitu- rekstur þar. Þá lærði ég að meta og virða stjómsemi hans og mikla reynslu á sínu fagsviði þó að störf hans síðar beindust meira og meira að hreinni stjómun og skipulagningu á langtum stærra sviði, þ.e. upp- byggingu Landsvirkjunar og fram- kvæmda á hennar vegum. Árið 1969 lágu leiðir saman að nýju, þá með þeim hætti að skyndi- lega varð að fá mann til stjómunar- starfa við vélar og rafbúnað í Búr- fellsvirkjun, sem þá var í byggingu. Eiríki var í lófa lagið að gera kröfu um mann — útlending — sem til verksins hefði tilskylda reynslu. Á þessum tíma vom nánast engir ís- lendingar í ábyrgðarstörfum við þennan hiuta virkjunarframkvæmd- anna. Eiríkur gekk tvímælalaust fram fyrir skjölduþegar hann í þessu tilfelli ákvað að Islendingar skyldu koma meira inn í þessi störf. Undir- ritaður var svo lánsamur að vera með í þessu verki, og njóta þar með að nýju reynslu Eiríks og þess að taka þátt í að gera öll störf í virkjun- arframkvæmdum að störfum fyrir íslendinga, sem Eirikur sá fyrir að var sjálfsagður hlutur. Það er alltaf létt að gera eins og áður hefur verið gert, en erfitt að vera brautryðjandi eins og Eiríkur var í þessum þætti verkfram- kvæmdasögu á landi hér. Þætti, sem sýndi að Eiríkur lét ekki nægja að tala um það sem rétt og gott væri að gera, heldur fylgdi þvi eftir í verki. Jafnframt þvi að ég færi þér Maja Greta og sonunum Haraldi og Eiríki innilegustu samúðaróskir, þakka ég að hafa fengið að kynnast Eiríki og fengið að njóta um skeið af hans miklu reynslu og þekkingu. Egill Skúli Ingibergsson ss 33 fluttist skömmu síðar til Húsavíkur og fóru Hrollaugsstaðir þá í eyði. Eftir að hún kom til Þórshafnar rak hún smábúskap um nokkurra ára skeið, en svo voru það pijónamir sem setið var við svotil til hinstu stund- ar. Voru það ófáir sokkar og vettling- ar sem frá henni komu enda stækk- aði nú fjölskyldan óðum, og heimili hélt hún og sá um húshald þar til að hún fór á sjúkrahúsið á Húsavík fyrir rúmum tveimur árum. Hólmfríður leit Hrollaugsstaði aldrei augum eftir að hún flutti það- an 1961, og það var hennar gæfa, því auðvitað hefur jörðin látið undan tímans tönn eins og önnur eyðibýli þessa lands, en svo lengi sem hugsun hennar var óbrengluð var allt í henn- ar huga eins og þegar hún flutti burt. Segja má að æviskeið Hólmfríðar spanni yfír allt breytingatímabil íslensks þjóðlífs. Hún fæddist í torf- baðstofu þar sem læknisáhöld voru aðeins tækin í tösku ljósmóðurinnar og laugarvatnið borið fram í hrein- ustu skálinni á bænum, og hún lést í nútíma sjúkrahúsi þar sem rafeinda og tölvutækni skipa öndvegi. Hún var ein af þessum hljóðlátu hetjum sem vann störf sín í kyrrþey og spurði ekki um daglaun að kvöldi, um eigin þarfír var ekki hugsað, hún gekk oft síðust til hvflu á kvöldin, en var þó gjaman fyrst á fótum á morgnana. Hún var amman sem strauk tárin af votum vanga, hún var amman sem pijónaði sokka og vettlinga á kalda fætur og loppnar hendur, hún var amman sem stakk kökubita í lítinn munn og ef bömin eignuðust eitthvað sem þeim þótti meira um vert en annað var amma beðin að geyma það. Þau kveðja nú ömmu sína með orðum Valdemars Briem: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Starfsfólki Sjúkrahúss Húsavík- ur skulu færðar alúðarþakkir fyrir góða hjúkran og aðhlynningu. Þar leið henni vel. Skúli Geirsson NU ER AÐ HROKKVA EÐA STÖKKVA PS. Þú getur notaö sömu tölurnar, viku eftir viku - meö því aö kaupa tveggja, fimm, eöa tíu vikna miða Sími 685111. Upplýsíngasímsvari 681511 SAMEINAÐA/SÍA Hver fæ :r mi lliónir í kvöldi ■ j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.