Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Hrefha Bjamadóttir, Ólafsvík - Minning Fædd 21. október 1924 Dáin 16. febrúar 1989 Fimmtudaginn 16. febniar sl. andaðist áheimili sínu hér í Ólafsvík frú Hrefna Bjamadóttir á sextug- asta og fimmta aldursári. Ekki er hægt að segja að andlát hennar bæri óvænt að því hún hafði átt við erfíðan sjúkdóm að stríða hin síðari ár og sýnt þótti frá sl. miðju ári að brugðið gæti til beggja átta. Má segja að frá þeim tíma hafí heilsu hennar hrakað og frá síðustu áramótum var hún að mestu rúmliggjandi. Engum hér í byggðinni blandast hugur um að með Hrefnu er fallin í valinn mikilhæf og merk kona sem átti að baki óvenjumikinn og fjöl- breyttan starfsferil, ekki bara sem húsmóðir og íj'ölskyldumanneskja, heldur einnig fyrir farsæl og óslitin störf í áratugi hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og jafnframt því að framlag hennar hér í byggðinni til félags- og menningarmála hefur verið mikið og samfellt í þijá ára- tugi. Sérstaklega skal hér tilgreint starf hennar í Kirkjukór Ólafsvíkur þennan tíma. Og það sem af er þessum áratug hefur hún verið formaður sóknamefndar og for- ystumaður safnaðarstarfsins. Al- kunnir eru sönghæfíleikar hennar sem Kirkjukórinn hefur notið ríku- lega. Hrefna Bjamadóttir var elst fjög- urra bama þeirra sæmdarhjóna Vigdísar Sigurgeirsdóttur og Bjama Sigurðssonar, vélsmíða- meistara, sem fyrst bjuggu á Þing- eyri við Dýrafjörð. Öll böm þeirra fæddust á Þingeyri en önnur böm þeirra eru Gunnar, tæknifræðingur og síðar forstjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Hann lést árið 1971, langt um aldur fram, en við hann voru bundnar miklar vonir hér sem framkvæmda- og hæfileikamann. Sigurgeir, vélsmíðameistari, búsett- ur hér í Ólafsvík, og Guðrún, hús- móðir og skrifstofumaður, búsett í Reykjavík. Móðurætt þeirra kemur frá Amarstapa og föðurættin úr Eyrarsveit. Fjölskyldan bjó á Þingeyri til ársins 1943 að hún flutti hingað til Ólafsvíkur. Bjami faðir Hrefnu hafði lært og starfað hjá hinum landsþekkta vélsmíðameistara Guð- mundi á Þingeyri og getið sér þar hið besta orð. Var því mikill fengur að komu fjölskyldunnar hingað en um þessar mundir efldist Ólafsvík í fískveiðum og vinnslu. Starfsferill föður hennar hér í vélsmiðjunni Sindra er alkunnur. Hann var hér virtur og mikilsmetinn fyrir störf í þágu sjávarútvegsins og leysti þar með hugviti og snilli úr tæknilegum vandamálum fískveiða með þorska- netum við svæðisbundnar aðstæður hér í Breiðafírði með þeim árangri að nú í þijá áratugi hafa þessar veiðar verið stundaðar með góðum árangri hér og mikil verðmæti streymt í land úr þorskanetunum ár hvert. Foreldrar Hrefnu, þau Vigdís og Bjami, eru látin fyrir um 13 og 14 árum. Um það leyti sem fjölskylda Hrefnu flutti hingað var hún að ljúka námi við Kvennaskólann í Reykjavík. Sem nú þótti það gott og hagnýtt nám í þá daga og reynd- ist henni hið besta veganesti síðar á ævinni. Um þetta leyti giftist Hrefna Þórði Magnússyni, kennara frá Miklholti á Snæfellssnesi. Hófu þau búskap í Reykjavík en slitu sam- vistum um miðjan sjötta áratuginn. Böm þeirra eru fjögur og fæddust á árunum 1943 til 1947. Hingað til Ólafsvíkur flutti Hrefna svo með bömin árið 1958. Böm þeirra eru: Bjami, búsettur í Reykjavík, Kristín, búsett á Rifí, Erla, búsett hér í Ólafsvík, og Magnús, búsettur í Reylqavík. Bamaböm hennar eru nú 11 og eitt bamabamabam. Fljótlega eftir að hún flutti hing- að til Ólafsvíkur hóf hún störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, jafti- framt því sem hún starfaði við flöl- skyldufyrirtækið vélsmiðjuna Sindra fyrstu árin. Hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsvíkur hefur hún starfað óslitið síðan eða þar til heilsan brást. Það var mikið gæfuspor Hrefnu er hún giftist árið 1963 eftirlifandi manni sínum Ólafí Kristjánssyni, yfírverkstjóra hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, traustum hæfileika- manni. Árið 1965 byggðu þau sér íbúðarhús í Skálholti 15 hér í bæ þar sem þau hafa búið síðan. Hefur það komið æ betur í ljós hve traust þeirra hjónaband hefur verið og hið góða heimili þeirra reynst fjölskyldunni traust athvarf. Ólafur og Hrefna hafa alið upp frá unga aldri dótturson hennar, Guð- Fœst hjá helstu tolvusblum um land allt. SKRIFSTOFUVfLAR H.F. % Hverfisgötu 33, W" sími 623737. JL TÖLVUPRENTARAR Hjá Star fara saman mikil gæði og hagstætt verð. .* «** mœ*w&m*mm**M*9**'WM*m* wm#»* mund Jóhannes Ólafsson. Ólafur hefur í hvívetna reynst bömum Hrefnu sem besti faðir eins og við mátti búast um slíkan verðleika- mann. Þau hjónin hafa reynst atvinnu- og menningarlífi hér í Ólafsvík hin- ir öflugustu liðsmenn og hafa stutt hvort annað í þeim efnum eins og flestum er kunnugt hér á staðnum. Það hefur ekki farið fram hjá okkur sem starfað höfum með Hrefnu á vinnustað og í félagsmál- um í Qölda ára hve ríkulegum mannkostum hún var búin. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana taka þátt í að dæma eða hneyksl- ast. Aldrei brást hin fágaða og elskulega framkoma hennar við hvem þann er hún átti samskipti við. Þrátt fyrir miklar annir hafði hún ávallt tíma aflögu ef til hennar var leitað í félags- og menningar- málum. Alltaf átti hún skilning og samúð með þeim sem hallað var á. Þegar við nú kveðjum Hrefnu Bjamadóttur munu margir minnast hennar með þakklæti í huga. Ef litið er til baka er ljóst að mikil og fjölbreytt starfsævi er að baki þar sem starfsdagurinn var oftast lang- ur og strangur. Frá öllu þessu og ómældum skömmtum af ýmiss kon- ar erfiðleikum komst hún klakk- laust, teinrétt og yfírveguð. í dag, laugardaginn 25. febrúar, er hún kvödd frá Ölafsvíkurkirkju, kirkjunni þar sem hún hefur svo lengi þjónað í söng og starfí. Okkur sem munum hana sem unga og glæsilega stúlku er ljóst að þrátt fyrir að mörgu leyti strang- an æviferil þá tókst henni ávallt að varðveita mikilvæga þætti æsku- þokkans s.s. léttleikann og glaðlega og fágaða framkomu. Þannig mun- um við lengi minnast hinnar mætu konu og samferðamanns. Elínbergur Sveinsson Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Fimmtudagurinn 16. febrúar rann upp með hríðarkófí, frosti og ófærð, svona hefur þetta verið und- anfarið. Það var þó hægt að hlakka til kvöldsins því okkar vikulega söngæfíng stóð til þetta kvöld, þá er alltaf glatt á hjalla hjá samstillt- um kórfélögum. En síminn hringdi í þann mund sem allir voru að hafa sig á stað og okkur tjáð að Hrefna Bjamadóttir væri dáin. Enginn gat hugsað sér kóræfíngu þetta kvöld. Öll vissum við að hveiju stefndi hjá henni en samt getur enginn verið viðbúinn slíku áfalli. Hrefna Bjamadóttir var félagi í kirkjukór Ólafsvfkur í um það bil þijátíu ár. Lengst af var hún for- maður kórsins, þar sem annars staðar nutu forustuhæfíleikar henn- ar sín vel. Kirkjukórinn er eins og stór samhent fyölskylda og er það þann tíma, sem Hrefnu naut við, ekki hvað síst henni að þakka, sem hafði á hendi forustu hópsins, en var jafnframt ætíð besti félagi og ekki síst á gleðistundum og munum við ætíð minnast hennar með gleði og hlýju, sem einkenndi viðmót hennar allt. Þar að auki hafði Hrefna óvenjulega hljómfagra og þýða sópran rödd og var afar lag- viss og söngelsk eins og fleira ætt- fólk hennar. Söng hún oft á öðrum mannamótum en innan kirkjunnar. Auk kórsöngsins hafði Hrefna á hendi trúnaðarstörf fyrir söfnuðinn meðal annars formennsku í stjóm safnaðarins. Öllum þessum störfum sinnti hún af einstæðum áhuga og trúmennsku. Þegar Ólafsvík.hélt upp á 300 ára verslunarafmæli 1987 var hald- in hátíðarmessa í Ólafsvíkurkirkju að viðstöddum forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem var þá í opinberri heimsókn af því til- efni. Enginn sem viðstaddur var þá athöfn getur gleymt þeim hátíð- arblæ sem yfír þeirri guðsþjónustu var. í minningunni getum við séð fyrir okkur þegar forseti íslands gekk til viðhafnarsætis í fylgd Hrefnu, sem formanns safnaðarins. Það var vissulega ein af stóru stundunum í lífí hennar og starfí í þágu safnaðarins. Þess er gott að minnast. Þakklátum huga kveðjum við félagar kirkjukórs Ólafsvíkurkirkju hina mætu konu Hrefnu Bjama- dóttur og óskum ástvinum hennar allrar Guðs blessunar. F.h. kirkjukórs Ólafsvík- urkirkju, Sigurbjörg Kristjánsdóttir. Þegar okkur bárust þær fregnir, að góð vinkona okkar væri látin eftir hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm, þá setti okkur hljóð. Minn- ingamar streymdu fram í huga okkar hann fylltist af þakklæti til Guðs fyrir Hrefnu og allt það sem hún var okkur. Kynni okkar hófust fyrir um átta árum, þegar við hjónin fluttumst til Ólafsvíkur. Við munum alltaf eftir fyrstu kynnum okkar. Eins og það hafí gerst í gær. Veðrið var mjög vont. Við brutumst yfír Fróð- árheiðina með áætlunarbifreiðinni. Svo þegar við komum til Ólafsvík- ur, þá var allt í myrkri. Rafmagnið hafði farið af. Við höfðum ein- hveijar áhyggjur af því hvemig við ættum að rata heim til Hrefnu, en það voru óþarfa áhyggjur. Hún var búin að sjá fyrir því. Það var beðið eftir okkur þegar við komum. Og svo þegar við sáum hana fyrst í myrkrinu heima hjá henni. Þá kom hún á móti okkur og brosti sínu fallega brosi. „Verið hjartanlega velkomin, kæru vinir. Gjörið svo vel. Ég hitaði handa ykkur súpu og kakó.“ Þó að það væri mikið myrkur í ólafsvík þennan dag og inni á heimilinu var það bjartur hugur og björt sál sem tók svona hlýlega á móti okkur. Hrefna var óvenju bóngóð kona og vildi allt fyrir alla gera. Okkur hjónunum fannst ávallt gott að koma til hennar og reyndar þeirra hjóna Ólafs og Hrefnu. Þar var gott að ræða málin, að taka á vandamálinu og einnig að gleðjast saman. Við vomm ung og óreynd prests- hjón, þegar við komum til Ólafsvík- ur, en Hrefna var sóknamefndar- formaður. Það var ómetanlegt að hafa slíka manneskju sem sam- starfsmann. Hún var alltaf fús til að aðstoða, leiða og hjálpa. Hún var ódrepandi í því að uppörva og gera veru okkay í Ólafsvík sem ánægjulegasta. í erfíðleikum stóð hún sem klettur og vildi ekki gef- ast upp fyrr en lausn fyndist. Og í gleðinni var hún hrókur alls fagnað- ar. Hrefna lét sér mjög annt um kirkjuna sína fallegu í Ólafsvík. Hún var vakandi og sofandi með hugann við hana. Hún var með kústinn á lofti til að þrífa, sláttuvél- ina þegar þyrfti að slá, og var dug- leg að segja öðrum fyrir verkum. Hún hafði sterka og hljómmikla rödd, sem naut sín vel í frábæmm kirkjukór í Ólafsvík. Það var í raun sama hvað Hrefna tók að sér, allt var gert af hinni mestu samvisku- semi og óeigingimi. Nú lifum við eftir með minningar um góða konu, sem gaf okkur svo mikið af sjálfri sér. Ólafi, Guð- mundi og öllum ástvinum hennar biðjum við blessunar Guðs og varð- veislu í sorginni. Hjördís og Guðmundur Karl Kallið er komið, komin er nú stundin, Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Með þessum fátæku orðum vil ég kveðja hana Hreftiu frænku mína sem alltaf var tilbúin að rétta hjálparhönd þeim sem á þurftu að halda, því fékk ég að kynnast er ég bjó í Ólafsvík með dætrum mínum Áslaugu og Elsu Láru. Ég dáðist alltaf að samheldni þeirra hjóna Hrefnu og Óla og neistanum sem var á milli þeirra, og hvað þau voru alltaf ástúðleg við hvort annað. Mér fannst húsið alltaf vera fulit af ást og kærleik, sem þau voru tilbúin að gefa öðrum. Ég gat alltaf komið til þeirra og leitað ráða, þau voru alltaf tilbúin til að greiða götu mfna. Það er svo margs að minnast og gott að eiga góðar minningar. Ég vil þakka Hrefnu fyrir að fá að vera henni samferða þau ár sem ég bjó í Ólafsvík. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Óli og aðrir aðstandendur. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég ykkur, megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Jenetta Bárðardóttir Kveðja frá Sóknarnefiid Ólafsvíkursóknar Við fráfall frú Hrefnu Bjama- dóttur viljum við færa eiginmanni, bömum, bamabömum og öðmm skyldmennum okkar einlægustu samúð. Um leið viljum við þakka mikil og ómæld störf hennar í kirkjukóm- um og þann mikla styrk sem hún veitti kómum alla tíð. Ekki síður skal þökkuð hér forysta í safnaðar- starfí og förmennska í sóknamefnd það sem af er þessum áratug. Megi Guð blessa minningu henn- ar svo og fjölskyldu hennar og venslafólk. Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofft blaðsins I Hafnarstræti 85, Akureyri. pr' ' »1 III F Einn vetur stundaði Odd I nam við Kvennaskólann I var mun meiri en almen r síðar vlð almenna kenní > Hún var mikil hannyrða Kvennaskóiann á Blönd I Árið 1955 hófu systur f Guðrúnar og Pálma á Bj | sunnan Másstaða. Þar Mikil áhersla er á það Iögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. • ■ . ■ í l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.