Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 35 Minning: * OskarB. Fæddur 28. október 1900 Dáinn 8. febrúar 1989 Fremst á ásunum, þar sem þeir falla fram og verða að engu, yst á tungunni milli Víðidalsár og Fitja- ár; þaðan sem dalurinn víkkar og opnast síðan eins og faðmur um Hópið mót Húnaflóanum; þar gnæf- ir höfuðbólið og sögustaðurinn Víði- dalstunga, vettvangur auðs og vaida á öldum áður, en einnig upp- spretta menningar: fræðimenn álíta Flateyjarbók ritaða hér og jafnvel fleiri merkar heimildir. I dag er þarna bújörð í engu frábrugðin hundruðum slíkra staða á íslandi við fyrstu sýn, en ekki þarf lengi að dvelja, að sagan tali til manns úr hverri þúfu — hveijum stein. Uppi í ásenninu, út í dalinn, má enn sjá merki landnámsjarðarinnar, Svölustaða; þar verður túnhóllinn grænni en annar svörður á hveiju sumri — og þó hefur þar ekki verið nýtt um aldir; sunnan túns á höfuð- bólinu kúra grónar tóttir hjáleigu- kotanna; kirkjugarður staðarins er íslandssaga útaf fyrir sig. Mér býr f grun, að nábýlið við söguna hafi mótað vin minn og fóstra, Óskar í Víðidalstungu, meira en hann hefði sjálfur viljað viður- kenna. Hann var maður sterkra stofna og höfðingi af sjálfum sér, mikill persónuleiki, sem hefði sómt sér hvar sem var — og þurfti vart fomfrægt höfuðból til að eftir hon- um væri tekið. En meðan hann sat Víðidalstungu, var hann Vfðidals- tunga og Víðidalstunga var hann — og varð ekki sundur skilið. Sú til- finning, sem hann eins og ósjálfrátt hafði fyrir reisn og sögu staðarins, held ég hafi gert hann að þessum sérstæða heimsmanni, sem hann alla tíð var, án þess nokkum tíma að fara út fyrir landsteinana, það ég veit, né mæla á aðrar tungur en sína eigin. Allt fas hans ein- kenndist af raunsæi og festu, jafn- framt djúpri hlýju, enda laðaðist að honum vinaj^öld meiri en ég hefi kynnst hjá öðmm mönnum; hann var eins konar nútfma Njáll, sem menn leituðu gjaman til um góð ráð — og held ég fæstir hafi Teitsson gengið bónleiðir tíl þeirrar búðar. Eins og áður sagði, þá var Óskar höfðingi af sjálfum sér og hafði það fram yfir ýmsa miður skipaða höfð- ingja samtímans að vera afskaplega mannlegur og hafa ríkt næmi og umburðarlyndi gagnvart mannleg- um breyskleika. Þeir, sem áttu eitt- hvað á brattann að sækja eða mis- stigu sig á lífsins braut; böm, fylli- byttur og annað þrautafólk, áttu í honum sálusorgara hjartastærri nokkmm presti — og mörgum kom hann nokkuð til vegs. Brokkgengir unglingar úr ijölbýlisstöðum þurftu ekki áð dvelja marga daga hjá Óskari, að eiga þá ósk heitasta að verða að manni — og þá helst líkjast honum í einhveiju. Sjálfur kunni hann mæta vel að meta lífsins gæði; naut sín manna best í góðum hópi á góðri stund — og vildi þá gjaman hafa í glasi, án þess ég vissi það nokkum tíma há hornmi. En hann skynjaði skilin milli feigs og ófeigs í þeim efnum og kom þá oft til stuðnings vinum sfnum, ef þeim varð hált á svellinu. Vinum var hann ætíð klettur. Mér og mínum skilur Óskar eftir þau ein blóm minninganna, sem aldrei fölna. Gegnum tíðina vom þau hjónin, hann og Hallfríður heit- in kona hans, sem hann missti fyr- ir einum og hálfum áratug, mér sem aðrir foreldrar, fjölskylda mln sem þeirra eigin. Yngsti sonur minn, sem ber nafn Óskars, leit á hann sem afa sinn og nefndi svo alla tíð; þekkti reyndar enga aðra sem slíka og fann aldrei koma að sök; þessi var bestur allra. Víðidalstungu- heimilið stóð okkur alltaf opið, sem væri það okkar eigið — og stendur enn; kynslóðaskiptin breyttu þar engu, því Ólafur, sonur þeirra hjóna, hefur ávallt reynst okkur Þórunni sem besti bróðir — og ijöl- skyldur okkar verið sem ein. Þegar ég nú kveð þennan vin minn og fóstra, finnst mér eins og að fullu hafi rofnað tengsl; ekki bara við hann, því ekkert er í raun eðlilegra en aldnir kveðji, heldur alla þá kynslóð er hann var mér síðasti fulltrúinn; holdtekja svo margs þess besta, sem sú kynslóð hafði að miðla okkur, er á eftir komum. Hreinljmdi var hans aðal og hann lá ekkert á skoðunum sínum, ef því var að skipta, og þá ekkert síður þó þær gengu þvert á hugmyndir félaga hans úr bænda- stétt, sem var held ég oftar en ekki. Hann var alla tfð sjálfstæðismaður af gamla skólanum og áleit því aðeins bændur bústólpa, að þeir stæðu sig — hver um sig. Sjálfur var hann fordæmi; famaðist bú- skapur vel og bjó af reisn. A tímum ijölmiðlaskapaðra allt- vitandi þjóðaijesúsa, sýnifikinna holdgervinga meðalmennskunnar, er það eins og andleg hvíld að hafa þekkt mann eins og Óskar Berg- mann Teitsson — og fengið að vera honum samferða um stund. Öll gervimennska var eitur f hans bein- um — og hann hafði sérstaka skömm á pólitískum glannaskap; taldi slíkt þjóðarógæfu meiri en tárum taki. Að líkum hafði hann sfvakandi auga með þjóðmálúm til hins síðasta. Þriðjudaginn 7. febrú- ar sl. lá hann í rúmi sfnu f sjúkra- húsinu á Hvammstanga og las dag- blöðin: Sólnes og félagar hnigu til viðar þann dag og fáránleiki íslenskra stjómmála tók á sig nýjar víddir niðurlægingar. Á þessu rauða Ijósi held ég að hinum aldna höfð- ingja í Víðidalstungu hafí þótt nóg komið; hann hafði séð allt og tími til kominn að ganga út og loka á eftir sér. Morguninn eftir var hann aliur. Tómas Agnar Tómasson Daði Sigurvins- son - Kveðjuorð Ég vil kveðja vin minn, Daða Sigurvinsson, sem var svo skjótt kallaður á brott úr okkar heimi. Kynni okkar Daða hófust í sex ára bekk en rofnuðu um stundarsakir er hann fór í annan skóla en end- umýjast er hann kemur aftur í bekkinn ellefu ára og hafa staðið óslitin síðan. Daði var traustur félagi, glað- lyndur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. íþróttir áttu hug hans allan og ætíð var hann kappsamur að ná sem bestum árangri. Hann var hreinskil- inn og ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós. Hann var minn eini og besti vinur og er það mér mikils virði að hafa átt slfkan vin. Ég vil biðja góðan guð að styrkja foreldra, systur og hans nánustu við þessar erfiðu aðstæður. Ég vil þakka honum allar okkar góðu stundir er við áttum saman. Bjöm Karlsson Harmi slegin verð ég skyndilega að kveðja í hinsta sinn minn góða vin, Daða Sigurvinsson. Daði átti ijölda vina og var öllum kær. Hann var hress strákur og mikill íþróttamaður. Það kom mér því mjög á óvart, að allt í einu lá hann Daði okkar í sjúkrahúsi, hættulega veikur. Ég reyndi að biðja fyrir honum, en allt kom fyrir ekki. Daði lést nokkmm dögum seinna, aðeins 14 ára að aldri. Það var eins og drægi fyrir sólu. Eftir stendur dýrmæt minning um jmdis- legan dreng. Ég votta nánustu ættingjum og vinum Daða mína dýpstu samúð. Eva Björg í dag verður til grafar borinn frændi okkar hann Daði. Ég ætla að skrifa nokkur fátækleg orð með honum fyrir hönd fjölskyldu minnar. Okkur setti hljóð. Að hann svona ungur og efnilegur sé skyndi- lega kallaður burt. Þetta er hlutur sem ekki er hægt að skilja og því sfður að sætta sig við. Við vitum að Daði var alveg sérstakur og ætla ég ekki að tfunda það sérstak- lega því við vitum það öll sem þekkt- um hann. Við kveðjum hann með söknuði og þökkum honum innilega samfylgdina þennan stutta tíma. Hans bíða sjálfsagt æðri verkefni og óskum við honum góðrar ferðar á þeirri leið. Hvíli hann í friði. Megi guð gefa elskulegum foreldrum og öðrum ástvinum styrk í þessum erfiðu þrautum. Innilegar samúðar- kveðjur, f.h. fjölskyldu minnar, Linda Sjðfii Hreiðaredóttir Kveðja frá íþróttafélagi Kópavogs Okkur setti hljóða þegar okkur barst sú sorgarfrétt að félági okk- ar, Daði Sigurvinsson, væri látinn, aðeins 14 ára. Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar ungt fólk deyr. En minningin um góðan dreng lifir um ókomna tíð. Með þessum fáu orðum langar okkur að þakka honum fyrir sam- starfið. Daði gekk til liðs við Í.K. fyrir nokkrum árum. Hann sýndi strax mikla hæfileika sem knatt- spyrnumaður og var hann til fyrir- mjmdar í einu og öllu. Daði var mikill keppnismaður og metnaðar- gjam. Hans aðalsmerki var að vera alltaf með og láta sig ekki vanta, hvort sem var á æfingar, í keppni eða í félagsstarfíð. Daði var mjög vinsæll hjá félögum sfnum, einkum fyrir forystuhæfileika, jákvætt hug- arfar og heiðarleika. Við sendum foreldrum hans og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. f.h. íþróttafélags Kópa- vogs, Grétar Þór Bergs- son, Magnús Harðarson. t Eiginmaður minn, JAMES R. MYERS, lést á sjúkrahúsi f Cleveland, Ohio, 23. febrúar. Þyrl Þorláksdóttir Myers. I __________________________■ t HUGI P. HRAUNFJÖRÐ, Fannborg 1, Kópavogi, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Reykjalundi, fimmtudaginn 23. febr- úar sl. Jarðarförin auglýst sfðar. Fyrir hönd aðstandenda, börn hins látna. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÁRNÝ marta JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 76, andaðist á heimili sínu, fimmtudaginn 23. febrúar. Jón M. Vilhelmsson, Steinunn Gfsladóttlr, Halldór K. Vllhelmsson, Aslaug B. Ólafsdóttlr, Kristfn S. Vilhelmsdóttlr. t Sonur okkar og bróðir, ÁSTÞÓR HELGASON, Blrkiteig 37, Keftavfk, sem andaðist 18. febrúar verður jarðsunginn 25. febrúar kl. 16.00 frá Keflavfkurkirkju. Fyrír hönd aðstandenda, Ástrföur Slgþórsdóttir, Helgl Svelnbjömsson, Sólvelg Harpa Helgadóttlr, Skúll Helgason. t Maðurinn minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, INDRIÐIJÓNSSON, stýrimaöur, Stóragerðl 7, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Guörún Martelnsdóttir, Vigdfs Þjóöbjarnadóttir, Vllborg Llnda Indrlöadóttlr, Jón Þór Stefánsson, Kolbrún Indrlöadóttlr, Slgurjón Jónsson, Guörföur Guöjónsdóttlr og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar BJÖRNS ÁSGEIRSSONAR, Raykjum, Lundarreykjadal, og umhyggju honum sýnda. Fyrir hönd aðstandenda, Lelfur Asgelrsson, - Slguröur Asgeirsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eigin- manns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. verkstjóra, Skaröshlíö 13d, Akureyrl. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Inglmarsdóttlr, Guölaug Jóhannsdóttlr, Stefanfa Jóhannadóttlr, Vöggur Magnússon, Hulda Jóhannsdóttlr, Jóhannes Oll Garöarsson, barnabörn og barnabarnabörn. I t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlðt og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRfÐAR PÁLSDÓTTUR, Neshaga 6. Sórstakar þakkar til starfsfólks Hafnarbúða fyrír fróbæra umönnun. Ingólfur Ágústsson, Asdfs Elnarsdóttir, Hulda Agústsdóttlr, Oddur Arnason, Ágústa Ágústsdóttlr, Hjördfs Ágústsdóttlr, Pátur Guöjónsson, BJÖrn Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.