Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTUt LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 196» 43 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I FRAKKLANDI Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Frakklandi FRAKKLAND 1989 ■ DÓMARAR úrslitaleiksins á morgun verða kunningjar íslend- inga, Yug og Jelic frá Júgóslavíu. Þeir dæmdu meðal annars leik íslands og Austur- Þýskalands á Ólympfuleikunum f haust og leik ís- lands og Svfþjóðar á HM í Sviss 1986. Þeir dæmdu einnig eftirminnilegan Evrópuleik Vfkings og Barcelona sem fram fór á Spáni fyrir nokkrum árum er Barcelona fór áfram í keppninni. ■ BOGDAN Kowalezyk lands- liðsþjálfari, kemur ekki til lslands með landsliðinu eftir B-keppnina. Hann heldur heim til Póllands á mánudaginn. Fjölskylda hans, eig- inkona og synimir tveir, eru í Póll- andi. ■ MARGIR landsliðsþjálfarar eru hér í Frakklandi til að fylgjast með B-keppninni. Þjálfari Ung- veijalands, Sovétríkjanna, Aust- ur-Þýskalands og Svfþjóðar voru allir hér f gær, einnig Leif Mikkels- en fyrrum þjálfari Dana og Roger Carlsson fyrrum þjálfari Svía. Hér er hins vegar ekki Paul Tiedem- ann, eins og margir höfðu jafnvel búist við... ■ JANUS Cherwiazky, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, er hér með pólska hópnum. Janus er nú form- aður handknattleikssambands Pól- lands. í samtali við forráðamenn HSÍ í gær lýsti Janus yfír sérs- takri ánægju yfír velgengni íslands undafarin ár, og auðvitað var hann mjög ánægður að það skyldu ein- mitt vera leikmaður sem hann þjálf- aði á sínum tfma, Bogdan Kowalc- zyk, sem nú stjómaði íslenska lið- inu. Janus bað fyrir bestu kveðjur til allra vina sinna á íslandi, sér- staklega Birgis Bjömssonar, sem var aðstoðarþjálfari hans á sínum tfma. ■ FARARSTJÓRUM og IHF- forkólfum var í gær boðið f mótt- töku hjá borgarstjóra Parfsar. Jac- ques Chiras var ekki mættur sjálf- ur, en aðstoðarborgarstjóri kom f hans stað. x ■ PLATAN sem fslenska lands- liðið söng inn á í sumar, Gemm okkar besta, hefur nú verið dregin fram og segja íslensku fararstjór- amir að hún verði spiluð af krafti hér sfðustu daga keppninnar. Bogdan áfram sem landsliðsþjálfari? „Erum með gull- mola í höndunum" - sagði ÓlafurJónsson, landsliðsnefndarmaður ÞEIRRI hugmynd hefur veriö skotiö á loft hár, af forráðamönnum HSÍ, að reyna aðfá Bogdan Kowalczyk til að halda áfram aem landaiiða- þjálfari íslands. Vegna þess að enn hefur ekki borist svar frá Aust- ur-Þjóðveijum vegna Pauls Tiedemann, sem HSÍ fór fram á að kæmi til íslands og tæki við landslið- inu, er stefnt að því að hefja viðræður við Bogdan á næstu dögum. .Við vitum ekkert um það hvemig haim tekur þessu,“ sagði Ólafur Jónsson, landsiiðsnefndarmað- ur, f samtali við Morgunblaðið S gær. „Menn sem starfa við alþjóðlegan handkanttleik eru alltaf að sjá betur og betur að við emm með gullmola f höndunum þar sem Bogdan er og við eigum að sjálfsögðu ekki að láta hann af hönd- um ef mögulefld er á að halda honum,“ sagði Ólafur. Jón Hjaltalín Magnússon formaður HS! sagði: „Það hefur sýnt sig og sannað í þessari keppni að undirbún- ingurinn var góður, og að Bogdan hefur unnið geysi- lega gott starf.“ Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Frakklandi hefur unnið geysilega gott starf," segir Jón Hjaltalín Magnússon, fbrmaður HSÍ. Besti árang- ur íslands Þeir forystumenn HSÍ sem hér em staddir telja árang- ur fslenska landsliðsins f B- keppninni þann besta sem fslenskt landslið hefur nokkm sinni náð. „Við metum þetta sem einn mesta fþróttaárangur íslendinga í flokkafþiótt fyrr og síðar,“ sagði Jón Hjaltalfn Magnússon, formaður HSÍ, f gær. „Þett er að okkar mati betri árangur en að ná 6. sæti á Ólympfuleikunum f Los Angeles 1984 og 6. sæti í A-heimsmeistarakeppninni f Svi8s 1986,“ sagði Jón. Þessi góði árangur fslenska liðsins hefur vakið mikla at- hygli. Borist hafa nokkur heilla- óskaskeyti, og íslendingar hafa haft nóg að gera við að taka við hamingjuóskum frá forystu- mönnum handknattleiks í hinum ýmsu löndum. íslenska liðið vinsælt: „Boðum um þátt- töku á stórmótum rignir yfir okkur" HSÍ hefur á síðustu dögum ver- ið boðið að senda landsliðið f handknattleik á nokkur stórmót á næstunni. „Það má segja að boðum um þátttöku á stórmótum rigni yfír okkur," sagði Jón Hjaltalín, formað- ur HSÍ, í gær. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafa Vestur-Þjóðveij- ar boðið landsliðinu að taka þátt f Super Cup f haust. Svisslendingar hafa nú boðið HSÍ að senda lið á alþjóðlegt mót sem haldið verður í Sviss í október, Sovétmenn vilja fá íslendinga á alþjóðlegt mót sem haldið er í desember ár hvert í Tblisi og Ungveijar hafa einnig lýst yfír áhuga á að fslenska liðið komi og mæti þeim ytra. Áður hefur komið fram að íslend- ingar fara til Austur-Þýskalands og mæta heimamönnum í tveimur landsleikjum f Berlfn 13. og 14. maí f vor, f tengslum við mikla fþróttahátfð. Forráðamenn ung- verska handknattleikssambandsins hafa óskað eftir því við HSÍ að íslenska liðið komi til Ungveija- lands beint ftá Berlín, en ekki er ljóst hvort af því getur orðið. Þess má einnig geta að Austur- Þjóðveijar hafa lýst yfir áhuga á að ísiendingar verði með á móti sem haldið verður f desember á næsta ári þar í landi. GETRAUNIR / 1 X 2 Fimm milljónir í pottinum? m Isjöundu leikviku, sem var sprengivika, tókst engum að ná 12 réttum og flyst því 1. vinnings- pottur, 2.428.236 krónur, í pott helgarinnar. Ef að líkum lætur má gera ráð fyrir á fímmtu milljón í fyrsta vinning í dag. 13 raðir voru með 11 rétta síðast og var vinning- urinn 80.436 krónur á röð. Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspymudeildar KA, bætti sig og var með fímm rétta í getraunaleik Morgunblaðsins. Anna Guðmundsdóttir hjá Getraunum var hins vegar aðeins með fjóra rétta — allt útisigra — og fellur úr keppni. í hennar stað kemur Einar Ásgeirs- son, ein helsta drifQöðurinn í get- raunasölu Fylkis og margfaldur vinningshafi. STEFAN Leikir 25. febrúar 1 Aston Villa - Charlton 1 1 Derby - Everton X X Millwall - Coventry 1 2 Norwich - Man. Utd. X X Southampton - Tottenham 2 1 Wimbledon - Sheffield Wed. 1 1 Boumemouth - Portsmouth Í" 2 Bumley - Blackbum 1 2 Brighton - Watford 2 2 Oxford - Ipswich X 1 Stoke - Leicester 1 1 Sunderland - Hull 2 EINAR Stefán Gunnlaugsson hefur ekki verið með marga rétta, en samt fleiri en mótheijinn hveiju sinni. „Þetta er alltaf jafn erfítt, sem sést best á því hve fáir ná tólf réttum, en útkoman hjá mér hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Nú lendi ég á móti atvinnumanni í faginu og fékk því átta ára gamlan son minn til að aðstoða mig. Við vorum ekki sam- mála um leik Norwich og Manchester United; hann vildi heimasigur en ég hafði útisigur í gegn,“ sagði Stefán. FOLK" ■ RICHIE Barker hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Rons Atkinsons hjá Sheffield Wednes- day. Barker, sem er 49 ára, var þjálfari hjá Luton, . en hefur verið stjóri hjá Stoke, Shrews- bury og Notts County. Atkinson, sem hafnaði tilboði Celtic f Sigurð Jónsson, sagði að hann hefði beðið,— eftir þessu samstarfi f 10 ár. ■ SUNDERLAND greiddi Old Boys í Sviss 200.000 pund fyrir vestur-þýska miðheijann Thomas H&user. Stuttgart var einnig á eftir miðheijanum, en sennilegt er að hann leiki með Sunderland gegn Hull f dag. ■ NORWICH hefur boðið Fortuna Dfisseldorf 170.000 pund fyrir Michael Preetz, miðheija. QPR og Manchester Únited hafa einnig verið á eftir kappanum. ■ PAUL Merson er ánægður hjá Arsenal. „Það er ekki hægt að vera hjá betra félagi," sagði Mer- son, þegar hann skrifaði undir nýj- an þriggja og hálfs árs samning ^ fyrradag. ■ GORDON Wallace hefur ver- ið ráðinn stjóri hjá Dundee. Hann hefur verið þjálfari hjá Dundee United undanfarin sex ár. ■ MICHAEL Pbelan, fyrirliði Norwich hefur verið maðurinn á bak við velgengni liðsins í vetur. Bobby Robson, landsliðsþjálfari, hefur valið hann f landsliðshóp sinn fyrir HM-leikinn í undankeppni Sgn Albaníu 8. mars. LANDSUÐSHÓPUR Eng- Iands er skipaður þessum leik- mönnum: Peter Shilton, Dave Beasant, David Seaman - Gary Stevens, Terry Butcher, Des Walker, Tony Ádams, Ian Snod- in, Stuart Pearce, Tony Dorigo - Paul Parker, Neil Webb, Bryan Robson, Steve Hodge, Paul Gas- coigne, Michael Phelan, David Rocastle — Alan Smith, Gary Lineker, John Barnes, Chris Waddle, Peter Beardsley, Tony Cottee. Paul Marson. Einar Ásgeirsson er einn af umsjónarmönnum get- raunasölu Fylkis. Hann hefur verið með getspak- ari mönnum undanfarin ár og oft fengið góðan vinn- ing. „Það er ekki tölfræðilegur möguleiki á að Stefán hafí mig, þó ég hafí ekki fengið tólfu í vetur — að- eins fjórum sinnum verið með 11 rétta! Bumley - Blackbum og Sunderland - Hull em erfíðustu leikim- ir, en Aston-Villa - Charlton og Wimbledon - Sheffí- eldWednesday þeir léttustu. Þar tippa ég á heimasig- ur, þó annar þeirra geti farið jafntefli," sagði Einar. Um helgina KðrfuboM 1. deild karla I dap Valur-UMFT__________ki. 18.30 Stjömuleikur KKÍ, sem fram átti að fara 12. febnlar, verður i iþróttahúainu í Keflavfk & morgun, sunnudag, og hefst kl. 19:15. Úrslitakeppni 1. umferð karia í dag: f S-Þr6ttur..-....Hagaskóla kl. 14 HK-KA_____________Digranesi kl. 14 1. umférð kvenna i dag: Vtk.-Þróttur....Hagaskólakl. 15.15 UBK-ÍS...........Digranesi kl. 16.45 2. umferð karla á morgun: ÍS-KA............Hagaskólakl. 16.16 Þróttur R.-HK....Hagaskóla ki. 16.30 2. umferð kvenna á morgun: fS-ÞrótturN........Hagaskólakl. 14 Skfðl Hermannsmótið i alpagreinum fullorð- inna veröur haldið á Akureyri um helg- ina. Á Dalvik verður bikarkeppni SKl i alpagreinum 13 - 14 ára. Fijálsar Breiðholtahlaupi ÍR, aem vera átti í dag, hefur verið frestað vegna ófærðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.