Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 44
Aukin þægindi ofar skýjum _ FLUGLEIÐIR SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIDIR LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1989 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Kröfu Lands- bankansí skuldakröfur Olís hafnað BORGARFÓGETI ha&aði i gær kröfu Landsbankans um að fá að handveði verðbréf og aðra pappíra i eigu Olís, sem fyrirtæk- ið hefur til tryggingar útistand- andi skuldum. Krafa bankans var lögð fram 15. febrúar siðastlið- inn. Upphæðin sem um ræðir er tæpar 470 milfjónir króna. Fógeti segir í úrskurði sínum að Olís hafí sýnt fram á að vafi geti leikið á um grundvöll þann, er beiðni Landsbankans byggist á. Réttmæti hennar verði einungis staðfest „með þeim sönnunarfærslum sem fram fara fyrir hinum almennu dómstól- "T5m“. Vaitýr Sigurðsson borgarfóg- eti kvað upp úrskurðinn. Pétur Sigurðsson formaður bankaráðs Landsbankans sagði ekki vera tímabært að tjá sig um málið, það verði rætt milli banka- stjóra og bankaráðs eftir helgina, „en ég þykist vita að ekki verði íátið við þetta sitja,“ sagði hann. Sjá frétt á bls. 16. Lítíll dreng- ur dróst 400 metra með bíl TVEGGJA Ara gamall drengur á Akureyri slapp með óveruleg meiðsl eftir að hafa dregist með fólksbíl rúma 400 metra. Óhapp- ið átti sér stað í Vestursíðu laust eftir hádegi í gær. Ekki er vitað hvernig drengurinn festist við bílinn, en þegar hann stöðvaðist var drengurinn framan við ann- að afturþjólið. 0» Bflnum var ekið að húsi við Vest- ursfðu og snúið þar við á bflastæð- inu, þar sem drengurinn var að leik. Bflnum var því næst ekið út á Vest- ursíðu og inn á Bugðusíðu og náði nærstaddur ökumaður að stöðva bflinn þegar honum hafði verið ekið rúma 400 metra. Litli drengurinn var lagður inn á bamadeild FSA til skoðunar en meiðsl hans voru þá talin óveruleg. Morgunblaðið/RAX Veturá Ströndum Guðbjöm Lýðsson á Vfganesi var að gera að fiski fyrir spyrðun á Gjögri þegar blaðamenn Morgunblaðsins bar þar að á fimmtu- daginn. Fiskinn höðfíi þeir fengið sendan flugleiðis frá Hólmavík, því allir bátar era i nausti um þessar mundir á Gjögri. Veturinn hefur verið harður á Ströndum og samgöngur erfiðar, vélsleðinn hefur reynst þarfíir þjónn og flugvélar þegar veður hefíir leyft. Slítnað upp úr viðræðum imi kaup Flugleiða á Arnarflugi SLITNAÐ hefíir upp úr viðræð- um um kaup Flugleiða á Araar- flugi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. í gærkvöldi hafði ekki tekist að ná samkomu- lagi, eftir daglangan fimd i sam- gönguráðuneytinu og á tiunda tímanum hættu Flugleiðamenn viðræðum um kaupin. Málið strandaði á kaupverðinu, sem forráðamenn Flugleiða töldu of hátt. Ekki er ljóst hver fram- vinda málsins verður. Steingrim- ur J. Sigfússon, samgönguráð- herra, sagðist skömmu fyrir mið- nætti ekki vilja staðfesta að Flug- leiðir væru hættir viðræðum, en aðspurður kvaðst hann ekki neita því heldur. „Ég ætla ekki að gefa neinar yfirlýsingar um stöðu málsins nú,“ Verðstöðvun lýkur 1. mars: Hækkanir á orku, samgöng- um, olíu, dagvist og búvörum ORKUFYRIRTÆKI óska al- mennt eftir 7—10% gjaldskrár- hækkun 1. mars og ýmis sam- göngufyrirtæki óska eftir 5—20% hækkun. Verðlagsráð hefiir ekki tekið afetöðu til þessara hækkanabeiðna en ger- ir það væntanlega á flmdi eftir helgi, að sögn Guðmundar Sig- urðssonar yfirviðskiptafræð- ings Verðlagsstofnunar. Verið er að vinna að verðlagningu búvara og er búist við að þær hækki um að minnsta kosti 3—5%, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þá era yfir- vofandi hækkanir á fargjöldum i millilandaflugi og á olíuvörum vegna gengisbreytinga. Syóm Landsvirkjunar ákvað f fyrradag að óska eftir 8% gjald- skrárhækkun og RARIK mun óska eftir sömu hækkun. Hita- veita Reykjavíkur hefur óskað eftir 9,23% gjaldskrárhækkun, en það er hækkun byggingarvísitölu frá því heita vatnið var síðast hækkað. Búist er við að þær raf- magns- og hitaveitur sveitarfé- laga sem ekki hafa þegar sótt um hækkanir verði á þessum nótum. Næstu sex mánuðina þurfa orku- sölufyrirtækin að fá samþykki verðlagsráðs fyrir gjaldskrár- breytingum. Sendibflstjórar, vömflutninga- fyrirtæki og sérleyfishafar hafa sótt um hækkanir á gjaldskrám sfnum og em beiðnimar á bilinu 5—20%. Leigubflsfjórar höfðu ekki óskað eftir hækkun í gær og ekki var heldur búið að óska eftir hækkun á innanlandsflugi. í samgönguráðuneytinu liggur hins vegar til afgreiðslu beiðni flugfé- laganna um hækkun á millilanda- flugi. Flugleiðir hafa óskað eftir 2,5% hækkun og Amarflug rúm- lega 4%. Yfirvofandi em hækkanir á þjónustu sveitarfélaganna. Til dæmis hækka fargjöld strætis- vagna í Reykjavík um 25% og dagvistunargjöld f Reykjavík og Kópavogi um 20%. sagði Steingrímur, þegar Morgun- blaðið náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Ég vil ekki stað- festa að það sé rétt að Flugleiðir séu hættir viðræðum. Málin standa þannig nú að ég þarf að ræða við ýmsa, meðal annars samráðherra." Ráðherra var spurður hvort hann neitaði því að Flugleiðir væm hætt- ir við kaupin og kvaðst hann ekki gera það. Viðræðunefnd samgönguráðu- neytisins fundaði í allan gærdag með forráðamönnum Flugleiða og Amarflugs, en frekari fundir hafa ekki verið ákveðnir. Síðdegis f gær var talið að samningar væm að takast, en í gærkvöldi kom í ljós að ekki náðist samkomulag um kaupverð. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun greinargerð sú, sem Amarflug lagði fram um verðmæti félagsins fyrir Flugleiðir, ekki hafa verið lögð til grundvallar í viðræðunum. Forráðamenn Amarflugs sátu á fundi um miðnættið. Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, neitaði að tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur ríkissljómin lagt áherslu á, að hluthöfum Amarflugs verði bættur sá skaði sem þeir hafi orðið fyrir. Hlutafé Amarflugs er 240 milljónir, en er talið vera 350-400 milljónir, sé það uppreikn- að til núvirðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.