Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 3 Stykkishólmur: Starfsfólki Rækju- ness sagt upp í gær # Stykkishólmi. ÖLLU starfsfólkí útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Rækjuness- Björgvins hf. var sagt upp störftim í gær. Stærsti bátur fyrirtækis- ins verður seldur í burtu og skelfiskveiðum hætt þar til í sumar, en undanfhrið hefur kvótinn farið minnkandi. Rekstur fyrirtækisins hefur dreg- ist talsvert saman undanfama mán- uði. Þrír bátar hafa verið á skelfisk- veiðum, en á tímabili voru sex til sjö bátar að veiðum fyrir fyrirtæk- ið. Um fimmtíu manns störfuðu við fyrirtækið í vetur. Fyrirtækið hefur rekið umsvifa- mikla útgerð frá Stykkishólmi ásamt skel- og rækjuvinnslu. Um framhald á starfsemi fyrirtækisins er ekki vitað. Einar Karlsson for- maður verkalýðsfélags Stykkis- hólms sagði að uppsagnimar ættu sinn aðdraganda. I gærmorgun sat Einar fund ásamt Sturlu Böðvars- syni bæjarstjóra og nokkrum starfs- manna fyrirtækisins. Á fundinum var rætt um uppsagnimar og hvað við tæki. Einar sagðist eðlilega hafa áhyggjur því uppsagnimar, sem taka gildi eftir þrjá mánuði hafa áhrif á sveitarfélagið. Sturla sagðist einnig hafa áhyggjur vegna þessa máls. Hann sagði bæjarstjóm ekki sætta sig við að bátar ásamt þeim kvóta sem þeim þeim fylgdu yrðu seldir burtu úr byggðarlaginu. Sá bátur sem nú stendur til að selja er kvótalaus, en hefur verið á rækju- og skelveið- um. Afkoma fjölda heimila í Stykkis- hólmi er bundin áframhaldandi rekstri fyrirtækisins, en menn bíða nú eftir því hvert næsta skref eig- enda fyrirtækisins verður. — Árni Morgunblaðið/Sigrún Svavarsdóttir Strandferðaskipið Hekla búið að hífa Kolbrúnu ÍS upp á yfírborðið. Hafíisögubáturinn er við hliðina á Kolbrúnu ÍS. Kolbrún ÍS hífð upp af 19 metra dýpi: Hugsanlega komin á veiðar eftir 2 mánuði ’áí&é-.. Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi: Sautján sagt upp störfiim Blönduósi. SAUTJÁN manns var sagt upp störftun hjá Kaupfélagi Húnvetninga (KH) um síðustu mánaðamót. Um er að ræða starfsfólk í verslun á Blönduósi og Skagaströnd og skrifstofii KH á Blönduósi. Að sögn Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóra mun starfsfólki fækka um 21 á þessu ári og eru þá meðtaldir þeir sem láta af störftun vegna aldurs. Guðsteinn Einarsson kaupfélags- stjóri á Blönduósi sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin væri að endurráða átta til tíu manns af þeim sautján sem sagt var upp. Endurskipuleggja ætti starfsemi KH og gera reksturinn ódýrari. Að sögn Guðsteins þá er um að ræða að sameina rekstur byggingavöru- verslunar en hann hefur verið á tveimur stöðum á Blönduósi. Skipu- lagsbreytingar verða einnig í rekstri verslunar á Skagaströnd og er ætl- unin að Hólanesútibúið verði ein- ungis matvöruverslun en Höfðaúti- búið annist þjónustu við sjávarút- veginn og byggingariðnaðinn. Guðsteinn Einarsson kaupfélags- stjóri sagði að þjónusta KH minnk- aði ekkert við þessar aðgerðir, hér væri eingöngu verið að bregðast við breyttum aðstæðum í samfélag- inu. Sem dæmi um minnkandi um- svif í verslun KH á síðasta ári sagði Guðsteinn að verulegur samdráttur hefði orðið á rekstri pakkhússins svo að skipti tugum prósenta (35-45), en pakkhúsið annast fyrst og fremst verslun með rekstrarvör- ur fyrir landbúnaðinn og bygging- ariðnaðinn. Jón Sig. Strandferðaskipið Hekla hifði í gær Kolbrúnu ÍS, sem er 11 tonna trébátur, upp af 18 metra dýpi 500 metra frá Norðurtang- anum á ísafirði en báturinn sökk þar fyrir skömmu. Hann verður hugsanlega kominn aftur á veið- ar eftir tvo mánuði, jafiivel fyrr, að sögn Hinriks Matthíassonar deildarstjóra í fjóna- og virðinga- deild Samábyrgðar Islands á fiskiskipum. „Við létum hífa bát- inn upp vegna þess að kafari var búinn að sjá að hann var nyög heillegur og trúlega hefúr okkur borið skylda til þess þar sem hann var eiginlega í höfiiinni," sagði Hinrik Matthíasson f sam- tali við Morgunblaðið. Hinrik sagði að Kolbrún ÍS hefði ekki verið hífð upp til að hægt væri að rannsaka hana frekar. Bát- urinn hefði verið metinn á tæpar sex milljónir króna en um fjórar milljónir kostaði að gera hann upp. Nokkrir væru nú þegar búnir að bjóðast til að kaupa bátinn. Hafsteinn Ingólfsson hjá Köfun- arþjónustunni á ísafirði sá um að setja stroffur undir Kolbrúnu ÍS Þegar búið var að dæla sjónum úr Kolbrúnu ÍS dró hafnsögubátur- inn hana að bryggju á ísafirði. ásamt tveimur öðrum köfurum. Hann sagði að báturinn hefði verið hífður upp með 28 tonna bómu á Heklunni um klukkan 11 í gær og það hefði einungis tekið nokkrar mínútur að koma honum upp á yfir- borðið. Notuð var bensíndæla frá slökkviliðinu til að dæla sjó úr bátn- um en hann kom upp á hliðinni. Búið var að dæla sjónum úr bátnum Lánskjaravísitalan hækkar um 1,17% vegna 1. mars: Höfuðstóll húsnæðislána hækkar um 480 milljónir Verðbólguhraðinn 23,9% - Síðustu 3 mánuðir mæla 26,05% HRAÐI verðbólgunnar mælist 23,9% miðað við þær hækkanir sem þegar hafa komið fram í mánuðinum og fyrirsjáanlega hafa áhrif á framfærsluvísitöluna. Vegna þessara verðhækkana hækkar framfærsluvisitalan um 1,8% og framreiknað til tólf mánaða jafh- gildir það 23,9% verðbólgu á einu ári. öll laun hækkuðu um 1,25% þann 15. febrúar. Því hækkar launavfsitala sem þvf nemur. Saman- lagt valda þessar vísitöluhækkanir 1,17% hækkun lánskjaravfsi- tölu þann 1. apríl. Sú hækkun mun bæta um 40 þúsund krónum við skuld lántakanda nýs hámarksláns frá Húsnæðisstofiiun. Hækkun framfærsluvfsitölu sfðustu þrjá mánuði, að meðtalinni 1,8% hækkuninni nú, jafngildir 26,05% verðbólgu reiknað til heils árs. Að meðtalinni launahækkuninni f febrúar veldur hún lun 9% hækkun lánskjaravísitölu á árinu, sem hækkar skuld lántakanda hámarkshúsnæðisláns um 304.200 krónur. Þær verðhækkanir sem þegar eru komnar fram í þessum mán- uði munu hækka framfærsluvísi- töluna um 1,8%, að sögn Hallgríms Snorrasonar Hagstofu- stjóra. Hann bjóst þó við því að hækkunin yrði meiri, þar sem hækkanir koma ekki fram fyrr en líða tekur lengra fram í mánuð- inn. Vilhjálmur ölafsson hjá Hag- stofunni segir þessa hækkun sam- svara 23,9% arshækkun. Launa- hækkunin 15. febrúar var 1,25%. Samanlagt valda þessar hækkanir því 1,17% hækkun þeirrar láns- kjaravísitölu sem tekur gildi 1. apríl næstkomandi. Þá er ekki reiknað með hugsanlegri hækkun byggingavísitölu, en hún verður ekki ljós fyrr en upp úr miðjum mánuðinum. Ef byggingavísitala hækkar, hefur hún einnig hækk- unaráhrif á lánskjaravísitölu. Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 5,96% á síðustu þrem- ur mánuðum, að meðtalinni 1,8% hækkuninni nú. Framreiknað til heils árs samsvarar þessi hækkun 26,05% verðbólgu. Þessi hækkun, að viðbættri launahækkuninni í febrúar, veldur um 9% hækkun lánskjaravísitölunnar á árinu. Hækkun lánskjaravísitölunnar 1. apríl, um 1,17%, mun hækka höfuðstól útistandandi lána Hús- næðisstofnunar eins og hann var um áramót um 480 milljónir króna, úr 41 milljarði í 41,480 milljarða. Þá mun samanlagður höfuðstóll ríkisskuldabréfa, eins og hann var um áramót, hækka um 199 milljónir, úr 17 milljörðum í 17,199 milljarða. 9% hækkun lánskjaravísi- tölunnar mun á árinu hækka höf- uðstól samanlagðra húsnæðislána um 3.690 milljónir króna, í 44,690 milljarða. Ríkisskuldabréfin munu hækka um 1.530 milljónir, í 18,530 milljarða. Hámarkslán til íbúðakaupenda frá Húsnæðisstofnun er 3,380 milljónir króna til nýbygginga. Höfuðstóll þess láns, það er skuld lántakanda, mun hækka um 39.546 krónur vegma 1,17% hækkunar lánskjaravísitölunnar. Hámarkslán til að kaupa notaða íbúð er 2,357 milljónir. Höfuðstóll þess láns mun hækka um 27.577 krónur vegna 1,17% hækkunar- innar. Hafi þessi lán verið tekin í des- emberlok, munu þau hækka á árinu, miðað við-síðustu þrjá mán- uði, um 9%. Höfuðstóll nýbygg- ingalánsins mun því hækka um 304.200 krónur, í 3,684 milljónir króna. Höfuðstóll lánsins til not- aða húsnæðisins mun hækka um 212.130 krónur, í 2,569 milljónir. Þessar tölur eru allar með þeim fyrirvara að enn kunna að koma fram hækkanir á vöru og þjón- ustu sem geta hækkað þær enn frekar. Þá munu launabreytingar hafa áhrif, þar sem launavísitala vegur nú þriðjung í lánskjaravísi- tölu og allar launahækkanir munu því hækka hana. Þá er ekki gert ráð fyrir hugsanlegri hækkun byggingavísitölu í þessum mán- uði, þar sem engar upplýsingar er að fá þar að lútandi ennþá. klukkan 15 í gær og lóðsbátur dró hann síðan að bryggju á ísafirði. Bandarikin: Bjórdagnr vekur athyglí Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. „ÍSLAND er merkileg lítil þjóð i Norður-Atlantshafi, með gamal- gróna Iýðræðishefð, kona er for- seti, þar er stórgóð laxveiði, og útisundlaugar. Margir íslendingar trúa á álfa og sumir trúa ekki á bjór, en i dag eru þeir ekki ánægðir,“ sagði Tom Brokow, fréttaþulur NBC-sjónvarpsins, i formála að frétt um „bjórdaginn" á íslandi. NBC og ABC sögðu frá þvi í aðalfréttatíma að bjór væri loks löglegur á íslandi. Fréttamaður NBC byijaði fréttina á að segja að 1. mars væri kannski stærsti dagurinn í Reykjavík í 70 ár og jafnvel mikilvægari í minningu íslendinga en leiðtogafundurinn 1986. Sjá einnig bls. 17. Skákmót í Linares: ívantsjúk efetur með 7 vinninga VASSILÍJ ívantsjúk er efstur með 7 vinninga á skákmótinu i Linares á Spáni. Næstur er Karpov með S'/z vinning og í þriðja sæti er Ljúbojevits. Jóhann Hjartarsson er i niunda sæti með 3 vinninga og tvær biðskákir. Jóhann Hjartarson tefldi á móti Jan Timman í gær og fór skák þeirra í bið eftir 40 leiki. Þá tapaði Jóhann biðskák sinni við ívantsjúk úr níundu umferð. í dag verða bið- skákir tefldar en síðasta umferð mótsins er á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.