Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 Flying Tigers; Línuspil og 7 tonn af sjávarafurðum Frá slysstað. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson UM SJÖ tonn af sjávarafurðum fóru utan með risaþotu Flying Tig- ers aðfaranótt miðvikudagsins áleiðis til Japan. Þetta er mesta magn, sem hefur farið í flugið frá því áætlunin hófet í janúarbyrj- un. Ætlun umboðsmanna Flying Tigers hér á landi, Flugfax hf, er að ná 10 tonnum eða meiru i viku hverri. Rysjótt veðurfar að undan- förnu hefur hamlað hráefrdsöflun og þvi dregið úr mögulegum út- flutningi. Með vélinni fór einnig línuspil i bát i Alaska. Alvarlegt umferðarslys MAÐUR slasaðist alvarlega i hörðum árekstri tveggja bíla á BláQallavegi á sjötta tímanum síðdegis i gær. Scout-jeppi og Fiat-fólksbíll mættust í krappri beygju á hálum veginum. Jeppinn rann út úr beygj- unni og skall af afli á hlið fólks- bílsins, sem skemmdist mikið og kastaðist út fyrir veginn í snjóruðn- ing. Rúður vinstra megin í bílum brotnuðu. Ökumaðurinn, sem var einn i bflnum, meiddist á hálsi og baki og var fluttur á sjúkrahús. Tækjabfll slökkviliðsins þurfti að koma á vettvang til að losa mann- inn úr flaki bflsins. Ökumann og farþega jeppans sakaði ekki. Guðmundur Þór Þormóðssón er framkvæmdastjóri Flugfax. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að flutningamir hefðu gengið vel og aðeins ein ferð fallið úr vegna óveðurs. Þá hefði samt sem áður tekizt að koma físki utan í tíma eftir ýmsum krókaleiðum. „Það hefur komið í ljós,“ sagði Guðmund- ur, „að flutningamir ganga vel og engin .vandkvæði hvað þá varðar hafa komið upp. Flying Tigers hafa sérstaka aðstöðu á Narita-flugvell- inum við Tókýó og hefur gengið VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 3. MARS YFIRLIT í GÆR: Norðaustan goia eða kaldi og lítilsháttar snjókoma syðst á landinu en hæg breytileg átt og víða léttskýjað annars staðar. 7-13 stiga frost var um mikinn hluta landsins, en við suð- ur- og suðausturströndina var frostið 1-4 stig. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, talsvert vaxandi sunnanlands þeg- ar líöur á daginn. Él noröan- og austanlands, einkum við sjóinn en léttskýjað suðvestan tii. Frost 3-10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suðlæg átt, smáél sunnanlands og vægt frost en þurrt og v(ða bjart veður og talsvert frost annars staðar. Undir kvöld lítur út fyrir vaxandi suðaustanátt sunnanlands og vestanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Hvöss austanátt, rigning syðst en snjó- koma (öðrum landshlutum, síst noröaustanlands. Hlýnandi veður. TÁKN: Heiðskírt <á Léttskýjað -á, Hálfskýjað ^^Skýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * * 1Q° Hrtastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir El V = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður K w VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hltl vaður Akureyri +2 skýjað Reykjavík +4 úrkoma ( grennd Bergen 4 skýjað Helslnki 3 þokumófia Kaupmannah. S skýjafl Narssarssuaq +13 léttskýjafi Nuuk skafrenningur Osló 4 ekýjafi Stokkhólmur S skýjafi Þórshöfn 1 atskýjafl Algarve 16 skýjafl Amsterdam 8 alskýjað Barcelona 6 rignlng Berlín vantar Chicago +8 tnjókoma Feneyjar vantar Frankfurt 8 skýjafi Glasgow 6 skýjafi Hamborg Balskýjað Las Palmas vantar London 7 rigning og súld Los Angeles vantar Lúxemborg 6 alskýjafl Madrfd 17 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Morrtreal ♦12 léttskýjað New York +1 skýjað Orlando 17 þoka Paris 8 rignlng Róm vantar San Diego 13 Skúr Vín 11 ekýjaö Washington 0 léttskýjað -Iflflnoloag— m -Jiniflakfft. mjög vel að koma fiskinum í gegn um toll þar. Eiginlega það eina, sem hefur staðið okkur fyrir þrifum, er veðurfarið hér heima. Það hefur bæði komið ( veg fyrir eðlilega sjó- sókn og flutninga sjávarafurða landleiðina. Vegna þess hefði ekki enn komið í ljós í hve miklum mæli þessir flutningar geta orðið. Til þessa hafa aðallega svil, heill karfí, lax og rækja farið utan og menn eru enn að kanna möguleik- ana. Fleiri tegundir koma auðvitað til greina og verð á lifandi fiski og humri er mjög hátt svo dæmi séu tekin, en möguleiki á þeim útflutn- ingi héðan er fyrir hendi. Möguleik- arnir ráðast einnig að einhveiju leyti af magni, því verð á flutnings- gjöldum getur lækkað í hlutfalli við aukið magn. Við höfum nú til dæm- is lækkað fragtverð á laxinum til að hvetja til útflutnings á eldis- físki, en sú lækkun hefur enn ekki skilað sér í auknum flutningum. Ennfremur veltur þetta á því hve miklum flutningum við náum hing- að frá Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Við höfum líka aðstoðað menn við að koma á viðskiptasam- böndum og erum vissir um, að þess- ir flutningar eiga framtíð fyrir sér. Menn þurfa bara tíma til að nýta möguleikana sem bezt og að því kemur," sagði Guðmundur. Flugfax er einnig í öðrum flutn- ingum og á vegum fyrirtækisins er verið að ganga frá útflutningi á hrossum. A fimmtudag fara utan með leiguflugi 95 reiðhestar, meðal annars til Danmerkur, Svíþjóðar og Þýzkalands og er önnur ferð fyrir- huguð fyrir páska. Hestamir verða fluttir með Boeing 707 þar sem tæki vantar til að ferma efra dekk Boeing 747, en lofthæð á neðra dekki er of lítil fyrir hrossin. Þá er stefnt að útflutningi á hrossakjöti til Japans í ágústmánuði næstkom- andi. Þá er búizt við því að um þijú tonn af feitum afturpörtum fari utan og loks má nefna að ver- ið er að kanna útflutning á kinda- kjöti til Japans. í gærkvöldi fór með Flying Tig- ers línuspil í bát í Alaska. Spilið fer með vélinni til Anchorage og mun það í fyrsta sinn, sem slfkur flutn- ingur á sér stað héðan. Það er fyrir- tækið Sjávarvélar í Garðabæ, sem selur spilið, en það hefur áður flutt utan mörg línuspil til Seattle. Salan er árangur vörukynningar fyrirtæk- isins á sjávarútvegssýningum í Se- attle undanfarin haust. Sjávarútvegsráð- herra til Brussel Brussel, frá Kristófer M. Kristmssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra heldur til Brussel af fiindi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. í Brussel ræðir ráð- herrann á þríðjudag við Manuel Marín, sem fer með sjávarút- vegsmál innan framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins. Sjávarútvegsráðherra mun að öllum líkindum ræða samskipti ís- lands og EB við framkvæmdastjór- ann og þá hugsanlegar samninga- viðræður þessara aðila í framtíð- inni. Búast má við því að Marin víki að hvalveiðum íslendinga og sömuleiðis fískveiðiheimildum fyrir EB á íslandsmiðum. Halldór hittir jafnframt danska framkvæmda- stjórann, Henning Christophersen. í för með sjávarútvegsráðherra verða m.a. Magnús Gunnarsson formaður Útflutningsráðs, Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ og Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Trillu leitað Þyrlan sótti sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar sótti síðdegis í gær veikan sjómann um borð í sovéska ísbrjótinn Otto Schmidt, en skipið var þá fast í hafis norður af Horni. Sjómaðurinn hafði fengið slæmt nýmakast og var talið nauðsynlegt að koma honum á sjúkrahús. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var fengin til verks- ins og var hún komin að skip- inu um kl. 16. Maðurinn var fluttur í Borgarspítalann og lenti þyrlan þar um kl. 18.40. Um tíma virtist sem þyrla Gæslunnar gæti ekki sinnt þessu verkefni, þar sem annar mótor hennar fór ekki strax í gang. Þá var haft samband við vamarliðið og það var reiðu- búið að senda þyrlu á staðinn. Áður en af því varð komst þyrl- an Gæslunnar hins vegar (lag og fór hún því að ísbijótnum. Landhelgisgæslan var kvödd til leitar að lítilli tríllu í gær, sem faríð hafði frá Hafharfírði undir miðnætti á miðvikudag, en ekki gefíð sig fram hjá Tilkynninga- skyldunni á tilsettum tíma. Eftir hálftíma flug sá Landhelgis- gæslan bátinn og amaði ekkert að um borð. Trillan fór frá Hafnarfírði um klukkan 23.30 á miðvikudagskvöld og hafði tilkynnt sig um klukkan 21.30. Þegar ekkert hafði heyrst frá manninum um borð í morgun fóru starfsmenn Tilkynningaskyld- unnar að spyijast fyrir um trilluna, en ekki kom í ljós hvar hún væri stödd. Klukkan 13 var haft sam- band við Landhelgisgæsluna og var varðskipi, sem var á siglingu út af Reykjanesskaga, snúið til leitar. Þá fór flugvél, sem Landhelgisgæslan leigði til verksins, í loftið og eftir um hálfrar stundar flug fannst trillan. Hún var þá um 25 mflur norð-norð-vestur af Garðskaga. Þegar vélin sveimaði yflr áttaði maðurinn sig á að hafa samband við Tilkynningaskylduna og sneri flugvélin þá til lands. Sem fyrr sagði þurfti Landheigis- gæslan að leigja flugvél til leitar, þar sem flugvél hennar er nú í inn- anlandsflugi hjá Flugleiðum. Ein véla Flugleiða skemmdist við lend- ingu á Akureyri fyrir skömmu og leigði félagið þá vél Gæslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.