Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 6
r 6 MORGUNBLAÐIÐ liTVARP/SIONVARP FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 RÍKISÚTVARPIÐ FM 92,4/93,6 6.46 Veðurfregnir. Bæn, séra Agnes M. Sigurðardóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 I morgunsáriö með Ingveldi Ólafs- dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, frétt- ir kl. 8.00 og veðurfregnir kt. 8.15. Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Kóngsdóttirin fagra" eftir Bjarna Jónsson. Björg Árna- dóttir les annan lestur. (Áður á dagskrá 1976. Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00.) 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 9.30 Kviksjá — Lík í næsta herbergi. Við- ar Viöarsson flytur pistil um hrollvekjur í kvikmyndum. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudagskvöldi.) 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við borgarfulltrúann. Umsjón: Jóhann Hauksson. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfs- dóttir. (Einníg útvarpað á miðnætti.) 11.66 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.06 f dagsins önn — Skólavaröan. Um- sjón: Ásgeir Friðgeirsson. 13.36 Miðdegissagan: „I sálarháska", ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar skráð af Þórbergi Þórðarsyni. Pétur Pét- ursson les (4). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.06 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt mið- vikudags að loknum fréttum kl. 2.00.) 16.00 Fréttir. 16.03 Samantekt um bjór. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudagskvöldi.) 16.46 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið — Símatími. Umsjón: Kristln Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. Bruch, Smetana, Bach og Gershwin. — Fiðlukonsert í g-moll eftir Max Bruch. Cho-Liang leikur með Sinfóníuhljómsveit- inni í Chicago; Leonard Slatkin stjórnar. — „Vltava" (Moldá) eftir Bedrich Smet- ana. „Suisse Romande"-hljómsveitin leik- ur; Wolfgang Sawallisch stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Arnar Páll Hauks- son. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45.) Tónlist. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli bamatíminn. „Kóngsdóttirin fagra" eftir Bjarna Jónsson. Björg Árna- dóttir les annan lestur. (Áður á dagskrá 1976. Endurtekinn frá morgni.) 20.16 Blásaratónlist. „PhilipJones Brass"- sveitin og kammersveit Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Boston leika tónlist eftir Richard Strauss, Edward Grieg, Eugene Bozza, Igor Stravinsky og Francis Poul- enc. 21.00 Kvöldvaka. a. Á Hafnarslóð. Frásöguþáttur um Grim Thomsen á æskuárum eftir Sverri Krist- jánsson. Gunnar Stefánsson les. b. Stefán Islandi syngur lög eftir Árna Björnsson, Pál (sólfsson, Karl 0. Runólfs- son, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einars- son o.fl.; Fritz Weisshappel leikur með á píanó. c. Úr sagnasjóði Ámastofnunar. Hallfreð- ur örn Eiríksson flytur fyrsta þátt sinn. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægis- dóttir les 35. sálm. 22.30 Danslög 23.00 f kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfs- dóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. RÁS2 — FM90.1 1.10 Vökulögin. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flug- samgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veður- fregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og frétt- um kl. 8.00. Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustend- um. Jón örn Marinósson segir sögur frá Ódáinsvöllum kl. 7.45. Veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir kl. 9.00. 9.03 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Alberts- dóttur. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Fréttir kl. 11. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar 12.16 Heimsblööin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Umhverfis landið á áttatlu. Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónasson. Frétt- ir kl. 14.00. 14.06 Milli mála. Óskar Páll á útklkki. — Arthúr Björgvin talar frá Bæheimi. Fréttir kl. 15.00 og 16.00. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Sigríður Einarsdóttir og Ævar Kjartansson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustendaþjónustan kl. 16.45. Illugi Jökulsson spjallar við bænd- urásjöttatímanum. Þjóðarsálin kl. 18.03. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Áfram l'sland. Dægurlög með islenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á sunnudag kl. 15.00.) 21.30 Fræðsluvarp. Lærum þýsku. Þýsku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjar- kennslunefndar og Bréfaskólans. (Niundi þáttur endurtekinn frá mánudagskvöldi.) Fréttir kl. 22.00. 22.07 Snúningur. Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. Fréttir kl. 24.00. 2.06 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þátturfrá mánudag.) 3.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flug- samgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veöur- fregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. BYLGJAN — FM 98,9 7.30 Páll Þorsteinsson. Fréttir kl. 8 og Potturinn kl. 9. 10.00 Valdis Gunnarsdóttir. Föstudagstón- list. Bibba og Halldór kl. 11—12. Fréttir kl. 10, 12 og fréttayfirlit kl. 13. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn kl. 15 og 17. Bibba og Halldór á sínum stað. 18.00 Fréttir. 19.10 Freymóður T. Sigurðsson. 20.00 (slenski listinn. Ólöf Marín kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á næturvakt. 2.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. RÓT — FM 106,8 13.00 Tónlist. 16.00 Á föstudegi. Grétarr Miller leikur tónlist og fjallar um íþróttir. 17.00 I hreinskilni sagt. Pétur Guðjónsson. 18.00 Samtökin '78. E. 19.00 Opið. 20.00 Fés. Unglingaþáttur í umsjá Gullu. 21.00 Uppáhaldslögin. Tónlistarþáttur. 23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur fyrir háttinn. 2.00 Næturvakt til morguns. STJARNAN — FM 102,2 7.30 Jón Axel Ólafsson. Fréttir kl. 8.00 og fréttayfirlit kl. 8.45. 10.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Fréttir kl. 10, 12 og 14. 14.00 Gísli Kristjánsson. Fréttir kl. 16 og 18. 18.00 Róleg tónlist. 20.00 Sigurður H. Hlöðversson. 24.00 Darri Ólason á næturvakt. 4.00 Næturstjörnur. ÚTRÁS — FM 104,8 16.00 MH. 18.00 FÁ. 20.00 MS. 22.00 MR. 24.00 Næturvakt Útrásar. 4.00 Dagskrárlok. ÚTVARP ALFA — FM 102,9 10.00 Morgunstund. Guðs orð og bæn. 10.30 Alfa með erindi til þín. 16.00 I miðri viku. (Endurtekið frá miðviku- dagskvöldi.) 17.00 Orð trúarinnar. Umsjón: Halldór Lárusson og Jón Þór Eyjólfsson. (Endur- tekið frá mánudagskvöldi.) 19.00 Alfa með erindi til þin. Frh. 22.00 KÁ-lykillinn. Tónlistarþáttur með plötu þáttarins. Orð og bæn um mið- nætti. Umsjón: Ágúst Magnússon. 00.20 Dagskrárlok. ÚTVARP HAFNARFJÖRÐUR FM87.7 18.00 Hafnarfjöröur í helgarbyrjun.Tónlist,- menningar- og félagslíf um næstu helgi. 19.00 Dagskrárlok. HUÓÐBYLGJAN REYKJAVÍK FM9B.7 7.00 Réttu megin framúr. 9.00 Morgungull. HafdlsEyglóJónsdóttir. 12.00 Ókynnt tónlist. 13.00 Perlur og pastaréttir. Snorri Sturlu- son. 17.00 Síðdegi i lagi. Þráinn Brjánsson. 19.00 Ókynnt tónlist. 20.00 Jóhann Jóhannsson 24.00 Næturvakt Hljóöbylgjunnar. 4.00 Dagskrárlok. ÓLUND AKUREYRI FM 100,4 17.00 Um að vera um helgina. Hlynur Hallsson. 18.00 Handriö ykkur til handa. 19.00 Peysan, Snorri Halldórsson. 20.00 Gatiö. Félagar ( Flokki mannsins. 21.00 Fregnir. Hvað ætlar fólk að gera um helgina? Viðtöl. 21.30 Samræöur. Ákveðið mál tekið fyrir og því gerð skil með samræðum við fólk sem tengist því. Umsjón Sigurður Magna- son. 23.00 Grautarpotturinn. Ármann Kolbeins- son og Magnús Geir Guðmundsson. 1.00 Eftir háttatima. Nætun/akt Ólundar. 4.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07—8.30 Svæðisútvarp Norðurlands — FM 96,5. 18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands - FM 96,5. 18.30—19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Inga Rósa Þórðardóttir. Biðinni lokið Fréttamenn voru mættir á slag- inu níu inní áfengisútsöluna á Snorrabraut. Það var mikil spenna í loftinu og fréttahaukar munduðu tæki og tól í áttina að flóðbylgju hinna bjórþyrstu er menn bjuggust við að stútfyllti austantjaldsverslun- ina. 78 ára bjórbanni aflétt og af einhveijum ástæðum flykktust fréttamennimir allir sem einn á Snorrabrautina. Minnti þessi hóp- ferð undirritaðan á tvíburasystum- ar úti á landi er mættust ætíð fyrir framan ísskápinn er þær urðu svangar. Þessar tvíburasystur vom eineggja og því tengdar afar nánum böndum. Ekki veit undirritaður til þess að eineggja tvíburar skipi hér hina vösku fréttamannasveit, en hún var sum sé öll mætt í ríkið á Snorra- brautinni. í þeim hópi var frétta- maður útvarpsstöðvar hér í bæ. Nokkrar vomur voru á þeim ágæta manni er hann mundaði hljóðnem- ann. „Ég sé nú bara fréttamenn hér í áfengisútsölunni. Hinn al- menni borgari virðist ætla að láta á sér standa. En nú er klukkan tvær mínútur yfir níu.“ Fréttamað- urinn sveiflar hljóðnemanum að nærstöddum afgreiðslumanni: „Og hvemig líst þér á þennan fyrsta bjórdag? Þetta virðist ætla að fara fremur hægt af stað?“ Afgreiðslu- maðurinn svarar þurrlega: „Ég sé ekkert nema fréttamenn hér inni.“ Lengra var það svar ekki og frétta- maðurinn heldur áfram að lýsa starfsfélögunum. Þá skellur á ný á vandræðaleg þögn en svo hrópar skyndilega fréttamaðurinn glaður í bragði: „Og hér er mættur á stað- inn formaður Bjórvinafélagsins." 24 ára biö Það mega breskir fréttamenn eiga að þeir smíða gjaman vandað- ar heimildarmyndir. Þriðjudaginn 28. febrúar sýndi ríkissjónvarpið eina slíka frá Granada er fjallaði um hið áhrifamikla málgagn sov- éska kommúnistaflokksins. Bresku sjónvarpsmennimir fóm víða og fylgdust með störfum fréttaritara Prövdu í Moskvu, Síberíu, Litháíu og Kasakstan. Þessi vinnuháttur leiddi til þess að myndin varð ekki bara þurr heimildarmynd um vinnu- brögðin á ritstjómarskrifstofum Prövdu heldur tókst Bretunum að skyggnast inní innviði hins ógnar- lega miðstýringarkerfís er heldur „öreigunum“ í Sovétríkjunum á ör- eigastiginu. Þannig fylgdist einn fréttaritarinn með umkvörtunum almennings útaf húsnæðisskortin- um og bresku fréttamennimir fílm- uðu herlegheitin, bæði fund flokks- broddanna með verkalýðnum og síðan fréttinni í Prövdu er var mjög í anda „perestrojkunnar“. Var eink- ar fróðlegt að fylgjast með „huggu- legri“ frásögn fréttaritarans í Prövdu af fundi flokksbroddanna og verkalýðsins, en á fundinn mættu karlar og konur er höfðu beðið ámm saman eftir mannsæm- andi húsnæði, einn hafði beðið í nítján ár og átti eftir fímm ára bið því það vantaði alltaf eitt eyðublað í umsóknina. Og svo var það konan er bjó í kofa eða jarðbyrgi þar sem hver íbúi hafði tvo fermetra til ráð- stöfunar. Mál konunnar var greini- lega all óvenjulegt því hinn sér- kennilegi helgisvipur þokaði andar- tak af andliti flokksbroddanna og eftir miklar bollaleggingar komust þeir að þeirri framlegu niðurstöðu að málið þyldi enga bið. Konan átti greinilega rétt á að sækja um fleiri fermetra í mannsæmandi blokkar- íbúð, en hún varð að sætta sig við „alræði öreiganna", það er að segja að starfsfélagamir á vinnustaðnum greiddu atkvæði um hvort hún ætti rétt á að þokast framar á biðlistann sem var reyndar lokað um áramótin Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.