Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 7
MOKGUNÍ5LADIÐ FÖSTUDAGUR S.MaW!$89 0 7 Morgunblaðið/Ámi Johnsen Flóðseta sendlingaima Þúsundum saman sitja sendlingar á gömlu olíu- bryggjunni á Grandanum í Reykjavík, en á háflóð- inu velja þeir sér gjaman stað til þess að sitja af sér flóðið. En þegar flarar snúa þeir snarlega í fjöruna aftur, þar sem þeir leita ætis. Sendlingam- ir em algengustu vaðfuglar vetrarins, en á flóð- setunni em þeir mjög spakir og má næstum reka þá á undan sér eins og hænsni. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins vom á ferðinni á Grandanum höfðu nokkur hundrað fuglar raðað sér í raðir eins og sjá má á myndinni. Borgarráð: Launamálanefnd verður lögð niður BORGARRAÐ hefur samþykkt samhljóða, tillögxi Daviðs Oddssonar borgarstjóra, um að launamálanefhd borgarinn- ar verði felld niður. f henni áttu sæti kjörnir borgarfulltrú- ar en tillagan gerir ráð fyrir að framvegis verði samninga- viðræður um kjör borgarstarfsmanna í höndum embættis- manna borgarinnar. í tillögu borgarstjóra segir: „Með nýjum lögum um kjara- samninga opinberra starfs- manna hefur orðið vemleg breyting á gerð kjarasamninga. Samningsaðilum mun fjölga úr tveimur í 10 til 15 og verða samningar og undirbúningur þeirra því mun viðameiri en áð- ur. Þá hefur verið fallist á þá ósk Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að samn- inganefnd félagsins verði skipt í 5 til 10 viðræðuhópa. Þá er ljóst að samvinna við samninga- nefnd ríkisins verður mun meiri en verið hefur og jafvel gætu orðið sameiginlegar viðræður ríkis og borgar við ýmsa starfs- hópa. Eins og mál hafa þróast virðist eðlilegt að samningavið- ræður verði í höndum embættis- manna borgarinnar fremur en í höndum kjörinna nefndar borg- arfulltrúa. Borgarráð samþykkir því að launamálanefnd verði lögð nið- ur. Borgarráð felur borgarstjóra að annast samninga af sinni hendi og jafnframt er fulltrúum borgarinnar í starfskjaranefnd falið að sitjaí samninganefnd." Hafrannsóknastofiiun: Langt frá að hægt sé að stunda nægi- legar rannsóknir Alþingi skammtar okkur naumlega, segir forstjóri stofiiunarinnar „ALÞINGI skammtar okkur heldur naumlega. Við fengum lítið fé á Qárlögum í fyrra og sömuleiðis núna, þrátt fyrir að þingmenn hafi á síðasta þingi samþykkt þingsályktunartiUögu um verulega aukningu hafrann- sókna. Vegna þessa er að okkar mati langt frá því að hægt sé að stunda nægjanlegar rannsóknir. Það eru mér mikil vonbrigði að ekki var fallizt á þá tillögu þegar fjárlög voru samin,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Ilafrann- sóknastofiiunar, í samtali við Morgunblaðið. Jakob sagði, að Hafrannsókna- stofnun hefði sjálfsagt ekkert farið verr út úr auknu aðhaldi í ríkis- fj'ármálunum en aðrar rannsókna- stofnanir. Þær hefðu allar fengið of lítið og auk þess hefði fjármála- ráðherra farið fram á enn aukinn spamað í rekstri ríkisfyrirtækja. „Sem dæmi fengum við heimild til að ráða tvo nýja starfsmenn í fisk- eldisrannsóknir, en á sama tíma er launaliður skorinn niður um 8 milij- ónir króna við lokaafgreiðslu fjár- Iaga,“ sagði Jakob. „Vegna þessa getum við ekki haldið skipunum eins mikið úti og þörf er á, þó ríkið hlaupi raunar undir bagga, þegar sérstaklega stendur á eins og með smáýsuleið- angurinn nú. Við áætlum að geta haldið Áma Friðrikssyni úti í 179 daga, Bjama Sæmundssyni í 161 og Dröfn í 170 daga. Þetta er inn- an við hálft ár á hvert skip og jafn- slitrótt úthald og þetta kemur sér mjög illa, bæði fyrir okkur og áhafnir skipanna, enda höfum við orðið að fella niður leiðangra. For- gang hjá okkur á þessu ári, fyrir utan fasta þætti, hafa sérstök leit nýrra rækjumiða eins og í fyrra vegna minnkandi afla á þeklrtum miðum og hvalatalningin í sumar. Þá má nefna að togararallið svo- kallaða hefst í lok næstu viku,“ sagði Jakob Jakobsson. Landsfundi Sjálfstæðis- flokks frestað til hausts? LÍKUR eru á þvi að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákveði á fimdi sínum í næstu viku að fresta landsfundi flokksins til hausts, í stað þess að halda hann í mai eins og til stóð, samkvæmt upplýsingum Friðriks Sophussonar, varaform- anns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta hefur verið til umræðu í ýmsum stofnunum flokksins og það má gera ráð fyrir að miðstjómar- fundur muni í næstu viku fjalla um og taka afstöðu til tillögu um frest- un landsfundar til haustsins," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að bændur meðal lands- fundarfulltrúa hefðu verið óánægðir með að fundurinn yrði haldinn í mai, þar sem sá tími skaraðist við sauðburð. Þá hefði ekki tekist að útvega nægilega stórt hús, sem hentaði þessari stærð fundar fyrr og mönnum þætti mörgum of seint að halda fundinn ekki fyrr en um mánaðamót maí og júní. Það væri því að margra mati hentugra að fresta fundinum til haustsins og halda hann t.d. snemma í októbermánuði, þegar vertíð stjómmálanna væri hvort sem er að hefjast á nýjan leik. Friðrik sagði að allir þingmenn flokksins sem hefðu á annað borð tjáð sig um þessa hugmynd, væra henni fylgjandi. „Ég tel afar líklegt að þessi tillaga verði samþykkt,“ sagði Friðrik. Vararafstöð er arðbær fjárfesting — Engar áhyggjur af veðri, saltmenguðu lofti eða ísingu. — Samveiturafmagnið fer - 6 sekúndur líða - og þín eigin rafstöð tekur við. Caterpillar, Cat og CB eru skrásett vörumerki HF i Laugavegi 170-174 Simi 695500 Q CATERPILLAR RAFMAGNSLAUST!! . . . En hvað varst þú að gera þegar rafmagnið fór? Hefur þú efni á að missa rafmagnið? ... Ég var að mata tölvuna á mikilvægum upplýsingum — þær eru glataðar. ... Ég var að byrja að mjólka — er með 50 kúa fjós. — Tók alla nóttina að handmjólka við kertaljós. ... Við vorum með fullan salinn af matargestum — nýbyrjaðir að elda — við töpuðum 400.000 kr. Treystu á þína eigin rafstöð Fáanlegar stærðir frá: 11 kw - 4800 kw Mjög lítill uppsetningar- kostnaður. Verð fró kr. 350.000 Stærðir 11 kw -100 kw til afgreiðslu með skömmum fyrirvara. VFIR 40 ÁRA FORYSTA Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.