Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 13 Rótarslit eftir Hrafhkel A. Jónsson „Þá er það meira en segja það að láta rífa sig upp héðan úr Reykjavík og flytja austur á Hér- að.“ Sá sem svo mælir við DV er skóg- ræktarstjóri ríkisins, Sigurður Blöndal, tilefnið ákvörðun land- búnaðarráðherra að hefja fram- kvæmd ákvörðunar Alþingis um að flytja höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins austur á land. Allt þetta mál gefur mér tilefni til nokkurrar íhugunar. Þá er nú fyrst það hvort yfir höfuð einhver ástæða sé til þess að flytja höfuð- stöðvar Skógræktarinnar austur á Fljótsdalshérað. Helstu rökin sem ég sé fyrir þeirri ákvörðun eru að á Austur- landi stendur vagga skógræktar á íslandi, landfræðileg skilyrði eru mjög góð, bændur á Fljótsdals- héraði hafa haft forgöngu um að gera skógrækt að alvöru búgrein án þess að binda samfélaginu um leið umtalsverða bagga, mjög al- mennur áhugi er hjá Austfirðingum á skógrækt og því er bakhjarl hinn- ar fræðilegu skógræktar mjög góð- ur, síðast en ekki síst þá er jafn- langt frá Egilsstöðum til Reykjavík- ur og frá Reykjavík til Egilsstaða. Flugsamgöngur eru mjög góðar, auk þess ef sú vitneskja hefur ekki borist suður yfír heiðar þá er ijörð- ungurinn í stöðugu símasambandi og við höfum meira að segja sjón- varp hér fyrir austan. Þau rök sem mæla gegn flutn- ingi Skógræktarinnar frá Reykjavík eru að mér virðist eingöngu þau að núverandi starfslið þyrfti ef það héldi áfram sama starfí að taka sig upp og flytja búferlum. Þetta eru vissulega rök sem engir skilja betur en íbúar landsbyggðarinnar, þús- Olympíska fræðslu ráðið í Ólympíu Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Fræðsluráði Ólympíu- nefndar Islands: Suður á Pelopsskaga Grikklands, í héraðinu Elís, eru rústir bygginga og leikvanga hinna fomu Olympíu- leika. Er þessi staður undir lágri hæð, sem nefndist Kronos og við ármót ánna Alpheios og Kladeos, sem huldi mannvirkin leir og sandi eftir mikla jarðskjálfta um miðja 6. öld. Með samstöðu nokkurra þjóða voru rústimar hreinsaðar og þar á meðal „Stadion" hinn sögufrægi íþróttavöllur, sem lá undir 7 m jarð- lagi. Um rústir er heillandi að reika og heimsækja síðan söfnin tvö til að fræðast um mannvirki og sögn- um umvafíð mannlíf. Annað stend- ur skammt frá rústunum og geym- ir smáa og stóra muni, sem fund- ust við uppgröft. Meðal þeirra er styttan af Hermes, sem hveijum verður ógleymanleg sem fær aug- um litið. Hitt er í útjaðri þorpsins Ólympíu og varðar meira hina end- urvöktu leika. Upp frá Stadion í dalverpi upp með Kronoshæðinni er fagurlega ræktaður garður. Inn á milli kíprus- og píl-' og grátviða eru grasi vaxnir leikvellir eða lagðir bundnum slit- lögum. Þar leynist sundlaug. Lág, löng skeifulaga leirbrún hús hafa verið reist þama í þessum Edenlundi. Hér er til húsa fræðslu- stofnun Alþjóða-Ólympíunefndar- innar (IOA). Hingað hefur forstöðu- nefnd stofnunarinnar í 28 ár boðið Ólympíunefndum þjóðanna að sénda fulltrúa sína til dvalar í eina eða tvær vikur, til þess að fræðast um störf á Ólympíuleikum og hug- sjónir þeim tengdum. Þá njóta full- trúarnir fræðslu um forna og endur- vakta Ólympíuleika, — og eigi gleymist kynning á fomminjum. í sambandi við fomminjar er rétt að geta þess, að farið er með þátttak- endur allt til Delfí norður í Þessal- óníku, til þes að njóta skoðunarferð- ar um einn hinn unaðslegasta stað veraldar. í ár er fulltrúum Ólympíunefnda boðið að sækja 29. fræðslustefnu IOA í Ólympíu, 29. júní—12. júlí. Hámarksfjöldi fulltrúa frá einni þjóð er fímm. Ólympíusamhjálpin „Olympic Solidarity" greiðir helm- ings fargjald fyrir einn karlmann og eina konu (ekki fyrir tvo af sama kyni) og Ólympíunefnd ísland hinn helminginn. Dvalarkostnaður er 400 dollarar á mann. IOA sér full- trúum fyrir gistingu í Aþenu bæði við komu til landsins og við brottför og enn fremur flutningi til og frá Ólympíu. Þátttakendur skulu vera virkir í íþróttastarfí og íþróttaiðkendur og ekki eldri en 35 ára. Þeir þurfa að vera vel að sér í ensku eða frönsku, þar sem fyrirlestrar og umræður fara fram á þeim tungumálum. Fræðsluráð Ólympíunefndar ís- lands efnir til fræðslufundar í Odda (Háskóla íslands) í stofu 101, 25. febrúar nk. og hvetur alla, sem hugsa sér að sælq'a um dvöl í Ólympíu, að kooma á fundinn. Þar verða til umfjöllunar, að ósk IOA, helstu málefni, sem tekin verða fyrir á fræðslustefnunni í Ólympíu, svo sem Ólympíustarfsemin, Ólympíuleikarnir og neysla örvun- arlyfja o.fl. Er því hér um að ræða góðan undirbúning fyrir væntan- lega Grikklandsfara. Hver sá sem dvelur á vegum IOA í Ólympíu nýt- ur kynninga og fræðslu, sem verður honum ógleymanleg og eykur skiln- ing hans á alþjóðastörfum á Ólympíuleikum. (Fræðsluráð Ólympiunefndar Islands.) Vöruskiptin við útlönd: Hlutfall sjávarafurða í út- flutningi minnkar um 5% VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd var óhagstæður um 800 mil(jónir á síðasta ári en árið áður var hann óhagstæður um 2,5 miHjarða. Inn voru fluttar vörur fyrir 62,5 mil(jarða fob en út fyrir 61,7 mil(jarða kr. Heildarverðmæti vöruinnflutningsins var 1% minna en á árinu 1987, á föstu gengi reiknað, en vöruútflutningurinn 2% meiri. Verðmæti útfluttra sjávarafurða var 5% minna í fyrra en árið áður og minnkaði hlutdeild sjávarafurða úr 76 í 71%. Verðmæti útflutts áls var 14% meira og kísiljáms 44% meira en árið áður. Útflutningur skipa og flugvéla varð nálægt fjór- falt meiri en árið 1987 og skýrist það einkum af sölu Flugleiða á 5 þotum. Á síðasta ári voru keypt til lands- ins skip og flugvélar og endurbætur á skipum fyrir 5,5 milljarða kr. og er það 44% meira en árið áður. Almennur vöruinnflutningur minnkaði um 3% á milli ára. Hrafnkell A. Jónsson „Það er alvarleg stað- reynd sem ekki verður komist framhjá að mið- stýring hins íslenska samfélags hefur leitt til þess að langskóla- menntun ungmenna úr dreifbýli er nánast end- anleg ákvörðun þess að viðkomandi ætli ekki að eyða ævinni að loknu námi í heimabyggð.“ undum saman hafa breyttir sam- félagshættir knúið fólk úr dreifbýli að taka sig upp af æskustöðvum og flytja suður. Munurinn á aðstöðu þeirra og starfsmanna Skógræktar ríkisins eru fyrst og fremst þau að þeirra bíður starfíð sem þeir nafa kosið sér að ævistarfi. Álgengast er hins vegar að þeir sem flutt hafa. „suður“ hafa þurft að fóma ævi- starfínu og taka til við starf sem þeir kusu sér ekki, á stað sem þeir vildu ekki búa á. Þetta eru ekki rök mun einhver segja, það er aldrei hægt að telja það rök fyrir kvöð á einn einstakl- ing að einhver annar hafí þurft að þola svipað. Þessu er ég sammála að vissu marki, en bið þá fólk að skoða þetta mál og reyndar almennt hugmyndir um dreifíngu stofnana út frá fleiri hliðum. Ég nefndi hér í upphafi þau fag- legu rök sem ég tel mæla með flutn- ingi Skógræktarinnar austur á Hér- að, en ég vil jafnframt benda á að ein ástæða byggðaröskunar er ein- hæft atvinnulíf, það er atgerfis- flóttinn sem svo hefur verið nefnd- ur. Það er alvarleg staðreynd sem ekki verður komist framhjá að mið- stýring hins íslenska samfélags hefur leitt til þess að langskóla- menntun ungmenna úr dreifbýli er nánast endanleg ákvörðun þess að viðkomandi ætli ekki að eyða ævinni að loknu námi í heimabyggð. Þar kemur vilji viðkomandi lítið við sögu, heldur hitt að eftir að tekin er ákvörðun um t.d. háskólanám er augljóst að starfsvettvangurinn verður á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þar hefur ríkið komið fyrir stærst- um hluta þeirrar starfsemi sem á þess vegum krefst menntunar, og í samhengi hafa aðrir fetað í fót- sponn. Því er það svo að valddreifíng í formi þess að dreifa stofnunum um landið, með því að flytja þekkingu í sem allra flest byggðarlög, með því að byggja upp öruggt sam- göngunet í landinu og með því að skrá rétt verð á framleiðslu undir- stöðuatvinnuveganna og tryggja jafnframt að rétturinn til að draga björg í bú, að eiga kvóta, verði bundinn byggðarlagi og engu öðru, þetta þrennt er hin raunverulega byggðastefna sem mun taka fram þúsund sjóðum. Framkvæmd ákvörðunar Alþing- is um flutning Skógræktar ríkisins austur á land er grundvallarmál sem landbúnaðarráðherra hefur ör- ugglega óskiptan stuðning af lands- byggðinni til að framkvæma. Ef þessi ákvörðun nær fram að ganga þá gæti hún orðið undanfari þess að færri en þess þurfa í dag þyrftu að „rífa“ sig upp og flytja í annan landshluta til að geta sinnt því ævistarfi sem viðkomandi hefur valið sér, þetta er leið til að forða alvarlegu rótarsliti sem allir rækt- unarmenn óttast. Alúðleg þjónusta í hlýlegum salarkynnum. HS$i Verslaaarinn«r - Símar 30300. A. N — M9P9MII9999I ' Súpur: Karrýlöguð fiskisúpa, borinfram með hrísgrjónum og hvitlauksbrauöi. Rjúpusúpa, borinfram með portvinsstaupi. Rjómalöguð skjaldbökusúpa. Lambakjötsúpa % með Julienne- granmeti og blóðbergi. Grænmetissúpa með reyktum laxi og piparrótarrjóma. - m Forréttir: Grafiaxrúlla, fyllt með mauki úrreyktum laxi. Salatdiskur meö heitum skelfiski og sinnepssósu. Snigladiskur Hallargarðsins. Laxatartar úr ferskum laxi, boriðfram með hráum lauk og eggjarauðum. SvínarifBarbecue með kryddhrisgrjónum. Koníakssteiktir humarhalar með piparsósu. .............. Kjötréttir: Lambalundir meðjógúrtsósuogléttsoömgranmeti. Nautalundir Hallargarösins. Léttsteiktar lundabringur meö púrtvinssósu, tyttuberjasultu og eplasalati. Heilsteiktar grísalundir meö Ralatovia-granmeti oggrisasósu. Ofnsteikt Pekingönd „a la orange“. Basil- og sveppafylltur lambahryggur meö lambajus". Heilsteiktur lambavöövi meö lambasafransósu. Hallargarðurinn byður nu gestum sínum nýjan og unaðslega fjölbreyttan matseðil sem ætti að kitlo bragðlauka kröfuhörðustu sælkera og tryggja öllum okkar gestum eftirminnilegan mólsverð. RMRMMR Fiskréttir: Gufusoðnar gcllur með humar og hörpudisk i Smelanasósu. Sjávarréttadiskur sjómannsins. Skelfiskragou „ProvincaIe“ meöristuímbrauöi. Ofnbakaður saltfiskur. Steikteðasoðin lúða /,fiskigranmetissósu. GriIIaðir humarhalar í skel meðristuöubrauði. 6 rétta leynimatseöill Nú bjóðum viö ævintýTagjörnum sælkerum sannkallaða bragðlaukasprengju. Við veljum réttina og þjónar okkar upplýsa leyndarmáliö er þeir bera ykkur hvern rétt. Eftirréítir: Dagsseöill: Sukkulaðifondue með avoxtum (minnslfyrirtvo). Itölsk ostaterta. Súkkulaðilauf með limebúðingi. Heit eplaterta með vanilluís. Marsipanhjúpuöísterta meðlikjör. Ofnbakaður camembertostur í brauðdegi með rifsberjasultu. Vilhsveppasúpa m/hvítlauksbrauði Tornedos m/rjómapiparsveppasósu Ofnbakaður skötuselur isherrysósu Desertgarðuri~n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.