Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 15 einhvem glaðning. Glettnin var nú ekki meinfýsnari en svo að 10 ára gamall gat ég séð í gegnum allar þessar platferðir, ■ en ég var vita- skuld ávallt viljugur til að sinna þeim. Aldrei bar svo við að Sigga amma ræddi um þau mál er næst komu kviku hennar. Þau voru hennar einkamál. Ég gerði nokkrar tilraun- ir til að skyggnast bak við skráp þeirra djúpstæðu tilfínninga sem hlutu að búa í brjósti hennar, en án árangurs. Því var ekki um að kenna að hún væri bæld eða hefði ekki frá neinu að segja, heldur var hún sjálfráð og þrautir hennar voru fyrir henni eingöngu lítilmótlegir ábaggar sem stóðust engan saman- burð. Ég heyrði hana aldrei barma sér og víl var henni með öllu fyrirmun- að. Henni var gefíð ákveðið stolt og blessun vinnugleðinnar og það er ekki að ástæðulausu að hið ágæta ljóð Davíðs Stefánssonar; Konan, sem kyndir ofninn minn, hafí ég ávallt í minningunni órofa tengt Siggu ömmu. Ég veit, að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. - Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Fegurstu ljóðlínur lífsins fann ég í hjartalagi og gæsku elskulegrar Siggu ömmu og svo lengi sem þær óma fyrir minni mér, hef ég ástæðu til að gleðjast. Fáa veit ég ríkari en þá sem kynntust dyggðum Siggu ömmu og höfðu lærdóm af. Á með- an mannskepnan eirir engu í kapp- hlaupi endaleysunnar, þar sem æðsta krafan er hraði og ekki útséð um nein endimörk, nema ef vera skyldi hégómi, þá óttast ég ekki um þá sem þekkja söguna um hana ömmu mína. Bókin um veginn, eftir Lao-Tse segir um móðurina: „Þegar menn þekkja móðurina, vita þeir, hvers vænta má af bömunum. Hver, sem þekkir móðurina og fetar eins og bam í fótspor hennar, hefur ekkert að óttast, þótt líkaminn farist." Nú hefur það gerst sem blasti við frá upphafí að Sigga amma er til foldar hnigin. Svör um afdrif hennar héðan af er að finna handan mannlegrar þekkingar. Ef til er sá helgi heimur réttlætis, manngæsku og dýrðar þá get ég ekki hugsað mér hann án Siggu ömmu. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér heim þar sem dyggðir hennar em ekki endurgoldnar. Blessuð sé minning Siggu ömmu. Sæmundur Norðfjörð 7 OKTÓBER MIDVIKUDAGUR 9 OKTÓBER FÖSTUDAGUR Skiladagur Birtingardagur Birting afmælis- ogminning- argreina 10 OKTÓBER 13 OKTÓBER LAUGARDAGUR ÞRIÐJUDAGUR Skiladagur Birtingardagur Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar tíl birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóra blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofú blaðsins I Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. FerÖahátíÖ með stíí og stæí — sunnudagínn 5. mars nk. ★ Með Elsu Lund í broddi fylkingar ásamt fríðum flokki gleði- og gáskamanna úr gleðidagskránni „Hvarer Elsa?“ ★ Húsið opnað klukkan 19.00 - boðið verður upp á fordrykk hússins. ★ Ferðakynning: W SQiSaPUJC * kynna sumarferðirtil Mallorca, Benidorm og Kanaríeyja. ★ Ferðabingó: ★ Glæsilegir sólarlandavinningar. ★ Hátíðarsveit Magnúsar Kjartanssonar leikurfyrir dansi. ÞÓRsffcAFÉ — alltafsólarmegin! Kynnir kvöldsins: Hinn eini, sanni Guðlaugui’’* Tryggvi Karlsson. Matseðill: Gómsæt nautapip- arsteik m/piparsósu. Freistandi ísþrenna m/hindberjamauki. Brautarholti 20. Símar: 23333 og 23335. 1 i lnrgntttl W tnbtb Áskriftarsíminn er 83033 GOLFFERÐIR MEÐ FERÐASKRIFSTOFUNNI SÖGU LUXUS SÖGUGOLFí SUÐUR-ENGLANDI Ferðaskrifstofan SAGA mun bjóða upp á áhugaverða 10 daga golfferð til Suður-Englands í vor. Lagt verður af stað til London 28. apríl og heimkoma verður 7. maí. Fararstóri verður Einar Long, sem mun aðstoða kylfinga eftir bestu getu. 9 manna bflar (Minibus) verða til taks á flugvellinum og til afnota fyrir hópinn allan tímann. Dvalið verður á tveimur hótelum. Fyrst á lúxus hóteli, Old Thoms í 5 daga. Herbergin eru mjög snyrtileg og rúmgóð, með baði. Við hótelið er frábærlega hannaður golfvöllur með glæsilegum brautum, sem reyna vel á hæfni kylfinga. Nokkrir matsölustaðir em í hótelinu, m.a. japanskur, sem álitinn er meðal þeirra bestu í Englandi. * A hótelinu er innisundlaug, gufubað, japanskt bað, nudd og tennisvöllur. Eftir dvölina á Old Thoms verður gist á góðu hóteli, The Bush, 20 mín. akstur frá Old Thoms. Þaðan verður farið á golfvelli í nágrenninu. Vallargjöld eru ífá 12 pundum upp í rúmlega 30 pund. Verð kr. 69.900,- Innifalið í verði: Flug og gisting. Hótel: OLDTHORNS með morgunmat THE BUSH, með morgunmat og kvöldmat. Afnot af minibus allan tímann, íslensk Fararstjóm. SOGUGOLFI SKOTLANDI Ferðaskrifstofan SAGA mun bjóða upp á áhugaverða 12 daga golfferð til Skotlands í vor. Lagt verður afst að til Glasgow 16. maí og heimkoma verður 27. maí. Ekið til Edinborgar í 9 manna bflum (Minibus), sem verða til ráðstöfunar fyrir hópinn allan tímann. Gist verður á Grosvenor hótelinu, sem er á góðum stað í borginni. Þaðan verður ekið til hinna ýmsu golfvalla, s.s. GLENE AGLES .TURNBERR Y og ST. ANDREWS. Fararstjóri verður Einar Long, sem gjörþekkir alllar aðstæður í Skot- landi. Vallargjöld em ffá 7 pundum og upp í rúmlega 30 pund. Verö Kr. 56.300.- Innifalið í verði: Flug og gisting með morgunmat og kvöldmat. Afnot af minibus allan tímann. Islensk fararstjóm. FERÐ AS KRIFSTOF AN saga Suðurgötu 7. 101 Reykjavík Sími: 62 40 40 Einar Long Sími: 68 72 58 mmm V/SÁ E ■UROCARO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.