Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 Hvað finnst þeim um nýja fiskverðið: Samkomulagi innan Verðlagsráðs fagnað NÝTl’ fiskverð var ákveðið í þessari viku. Það er að meðaltali nálægt 9,5% hærra en eldra verðið. Það nýja gildir til maí loka frá 15. febrúar. Með aðgerðum stjómvalda era tekjur vinnslunn- ar auknar sem svarar um 6,5% tíl að mæta þessari hækkun. Morgunblaðið ræddi við sex fulltrúa veiða, vinnslu og sjómanna um þessa niðurstöðu, auk tveggja fulltrúa stjóraarandstöðunnar. Álit þeirra fer hér á eftir: Jóhann Kr. Sigurðsson: Hækkunin mátti vera miklu meiri „Það má segja að þessi fis- kverðshækkun sé betri en ekk- ert, en mitt álit er þó að hún hefði mátt vera miklu meiri. Fiskverð hefur nú ekki hækkað það lengi að ég held að bæði sjómönnum og útgerðinni veiti ekkert af þessari hækkun, hvernig svo sem farið verður að þvi að greiða hana,“ sagði Jó- hann Kr. Sigurðsson, útgerðar- stjóri Sfldarvinnslunnar hf. f Neskaupstað. „í mínum huga hefði hækkunin samt mátt vera mun meiri, en þá er það spumingin um hvemig hefði átt að fara að því. Sjálfsagt hefur verið farin einhver millileið þegar hækkunin var ákveðin vegna þeirra aðstæðna sem nú rílqa. Eg sé það hins vegar hér að það þarf ekki að öfunda sjómenn af kaupinu mið- að við vinnuaðstöðu þeirra, en kaupið hefur nú ekkert hækkað í heilt ár eða meira. Það er þó alveg víst að við höldum betur góðum sjÓmönnum ef við getum skaffað þeim að minnsta kosti þokkalegt kaup. Annars er það þannig að þegar nefndar eru tölur um kaup sjómanna þá er oftast miðað við bestu skipin á landinu, en yfirleitt er ekkert talað um miðlunginn." Sævar Gunnarsson: Meira en við töldum að næðist „Ég er ekki óánægður með þetta verð, og það er að minnsta kosti meira en við höfðum látið okkur detta i hug að næðist í gegn núna. Við sjómenn f Grindavík éram þó óánægðir með að ekki skuli vera meiri munur á verði fyrir stóran fisk og smáan, en við teijum að hægt hefði verið að hafa hann meiri,“ sagði Sæv- ar Gunnarsson, formaður Sjó- manna- og vélsfjórafélags Grindavíkur. „Annars erum við sjómenn hér í Grindavík með samkomulag við fiskkaupendur um fiskverð, en þeir gáfu einhliða út fískverð f vetur, og að sjálfsögðu ætlumst við til að þetta nýja verð komi ofan á það. Við teljum að þá hafi fískkaupend- ur verið að gefa út verð sem þeir hafi talið sig geta borgað þá, og þeir hafi vitað að það kæmu ein- hveijar verðbreytingar núna. Ef hækkunin bætist ekki þar ofan á verðum við hundóánæcðir." Stefán Runólfsson: Raunverð staðfest „SAMKOMULAGIÐ um fiskverð verður vonandi til þess að menn hætti yfirborgana vitleysunni og fari eftir samþykktu verði. Það er nyög nærri því verði, sem raunverulega var greitt víðast hvar fyrir fiskinn,“ sagði Stefán Runól&son, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar. „Þessi hækkun bætir ekki stöð- una, en samkomulag allra aðila innan yfimefndar er mikils virði. Það má einnig segja að með þessu hafi menn verið að færa yfirborg- animar inn í verðið. Ég er fylgj- andi starfsemi Verðlagsráðsins og mestu skiptir að menn hætti að yfirbjóða hver annan í tómri vit- leysu, sem leiðir aðeins til þess að þeir ofbjóða eigin rekstri. Fijálst verð leiðir til þess, að einhveijir spámenn spenna upp verðið og eyðileggja fyrir öðrum, áður en þeir fara á hausinn vegna þess að þeir keyptu á of háu verði. Tími slíkra manna er stuttur, en á þeim tíma hafa þeir ævinlega vald- ið miklu tjóni," sagði Stefán. Orn Þ. Þorbjörnsson: Þarf hærra verð vegna skerðingar „ÉG HELD að þetta sé alltof lágt verð, og ég fæ ekki séð hveraig á að vera hægt að life á því einu. Verðið þyrftí að vera miklu hærra, ekki síst vegna þeirrar skerðingar á kvóta sem við höfum orðið fyrir,“ sagði Öra Þór Þorbjörasson skipstjóri á Garðey SF, sem gerð er út frá Höfii í Hornafirði. „Við megum veiða miklu minna nú en áður, og í raun og veru ætti það ekki að þurfa að bitna á fisk- vinnslunni einni, en hún verður samt að borga það hámarksverð sem hún treystir sér til. Þó fisk- vinnslan hafi samþykkt þessa hækkun núna hefur hún sennilega átt alveg nóg með að borga það sem hún borgaði áður en hún kom til, þannig að einhvers staðar er eitthvað bogið í kerfínu. Annars er ekkert annað að gera í þessari stöðu en að reyna að flytja út eins mikið og hægt er, og koma fiskin- um á þá markaði þar sem mest fæst fyrir hann. Verðið sem fæst erlendis er ennþá eitthvað skárra en fæst hér heima, en ef það dett- ur eitthvað niður er það orðið verra. Menn eru að taka ákveðna áhættu með þessu, en verða að gera það vegna þess að þeir sætta sig ekki við verðið hér, og þá skiptir kannski ekki máli hvort það fæst einhveij- um aurum minna með því að senda fiskinn út.“ Matthías Bjamason: Agndofa á stjórnleys- inu í efna- hagsmálum „ÁSTAND efimhagsmála er með þeim hætti að maður stendur agndofe yfir þessu algjöra stjóraleysi. Mér finnst ástandið í sjávarútvegnum ekki vera þannig að þessi hækkun bæti hag hans þegar á heildina er litið,“ sagði Matthías Bjarnason al- þingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. „Annars fer þetta eftir stefnu ríkisstjómarinnar í efnahagsmál- um. Ef á að sleppa öllu lausu, þá er þetta ekki of mikið svo framar- lega sem hætt verði að halda geng- inu föstu. Þessir menn segjast framfylgja fastgengisstefnu, en fella alltaf gengið," sagði Matthías. Kristín Einarsdóttir, Kvenna- lista, segir þetta ánægjuleg tíðindi ef fiskverðshækkunin leiði til bættrar afkomu fiskvinnslunnar. „En, samkvæmt þeim upplýsingum sem fengist hafa undanfarið, er það því miður ekki raunin. Þama er verið að flytja fjármagn frá vinnslu til útgerðar og athyglisvert er að allir í verðlagsráði em sammála um að það sé gert,“ sagði Kristín. * Oskar Vigfusson: Óhjákvæmi- legft að leið- rétta kjör sjómanna „ÉG VEIT að fiskvinnslan stendur á brauðfótum og þessi fiskverðshækkun bætir gráu ofen á svart. Það varð hins vegar ekki hjá þvi komizt að leiðrétta kjör sjómanna. Ég held þvi hins vegar alls ekki fram að þessi leiðrétting dugi,“ sagði Óskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands íslands. „Mér og umbjóðendum mínum er fyllilega Ijós staða sjávarút- vegsins, hvemig að honum er búið og hvers megnugur hann er. Því miður efast ég um að öðrum sé þessi staða ljós. Við stóðum frammi fyrir því við þessa fiskverðsákvörðun að í gildi er fems konar verð á fiski landsmanna; verð á innlendum fiskmörkuðum, verð á erlendum fiskmörkuðum, umsamdar aðrar yfirborganir og lágmarksverð Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Fulltrúar sjómanna reyndu að bijóta niður þetta óréttláta kerfí með því að bjóða frjáist fískverð, en kaupendur höfnuðu því. End- anlega varð samkomulag, sem reyndar er einsdæmi, um verðið. Þeir, sem nú eru að semja um kaup og kjör, mættu gjaman taka þessa ákvörðun til eftirbreytni. Því miður virðist hækkana holske- flan og kröfugerðimar nú benda til þveröfugra hluta og fremst í flokki gengur ríkið með slæmu fordæmi," sagði Óskar Vigfússon. Tryggvi Finnsson: Veitir ekki af bættum kjörum „ÉG fegna því að samstaða náð- íst um ákvörðun fiskverðs. Út- gerðinni og sjómönnum veitir ekkert af bættum kjörum. Þessi hækkun dugir þó ekki einu sinni til að bæta útgerð og sjómönnum minnkandi kvóta og tap vinnsl- unnar eykst auðvitað. Því geng- ur heildardæmið ekki upp,“ sagði Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastj óri Fiskiðjusamlags Húsavíkur. „Þessi ákvörðun er einnig liður í því að ákveða lágmarksverð í samræmi við yfirborganir og mark- aðsverð og er það gott. Nú skiptir hins vegar mestu að menn standi saman um að krefla stjómvöld við- unandi skilyrða til reksturs fyrir- tækja í sjávarútvegi, jafnt við veið- ar og vinnslu. Það verður annað hvort að minnka kostnað eða hækka tekjur. Staðan er orðin svo slæm að fyrirtækin þola ekki einu sinni svolítinn ógæftakafla. Þegar komið er út á brún hengiflugsins, má lítið út af bregða," sagði Tryggvi Finnsson. Myndin er af Úl&rí Eysteinssyni og alheimsfegurðardrottingunum Hólmfríði Karlsdóttur og Lindu Pétursdóttur, og var tekin fyrir skömmu. Verið var að vinna grein fyrir erlent timarít, sem tengdi íslenska fegurð við hollustu fisksins. Ulfar Eysteinsson opn- ar nýjan veitingastað Shushi á boðstólum ÚLFAR Eysteinsson matreiðslu- meistarí hefur opnað nýjan veit- ingastað að Baldursgötu 14 í Þingholtunum í Reykjavík, þar sem áður var veitingastaðurinn Þrír frakkar. Nýi staðurinn neftiist „3 frakkar þjá Úlferi" og býður Úlfer upp á fiskrétti að venju, auk sérrétta. Úlfar Eysteinsson er þekktur fyrir fiskrétti sína, en hann hefur m.a. átt veitingastaðina Pottinn og pönnuna og Úlfar og ljón. A fisk- réttaseðlinum í nýja staðnum verða kunnuglegir réttir, en einnig er boðið upp á nýja, svo sem japanska réttinn Shushi. Þetta er hrár fisk- ur, sem borinn er fram með ýmsum sósum og meðlæti. Einnig verður boðið upp á nautasteikur frá Jónasi Þór kjötvinnslumeistara. Opið er alla daga vikunnar frá klukkan 11 til 14, og frá 18 til 23.30. Hafiiarfjörður: Fyrirspum um mót tökustöð fyrir sorp BÆJARRÁÐI HafnarQarðar hefur boríst fyrirspum, frá Sorpeyðingu höfuðborgarsvæð- isins, um hvort félagið gæti feng- ið úthlutað um 25.000 fermetrar lóð, á skipulögðu iðnaðarsvæði í Hellnahrauni fyrrir móttökustöð undir sorp. Á fund bæjarráðs kom Ögmund- ur Einarsson, framkvæmdastjóri og gerði grein fyrir fyrirspuminni. Kom fram að bæjarráð tekur ekki afstöðu til hennar að svo stöddu, en samþykkir að fela skipulags- nefnd að kanna mögulega staðsetn- ingu móttökustöðvar fyrir sorp á skipulögðu iðnaðarsvæði í Hellna- hrauni. Sérstaklega er bent á svæð- ið milli malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas og athafnasvæðis íslenska stálfélagsins. Jafnframt óskar bæjarstjóm eftir faglegu áliti heilbrigðisráðs Hafnar- fjarðar og náttúmvemdar. Er heil- Dagvistar- gjöld hækka BÆJARRÁÐ hefiir einróma sam- þykkt hækkun á dagvistargjöld- um frá og með 1. mars, um lið- lega 21%. Gjald fyrir 4 klukkustundir á leik- skóla, sem var kr. 3.300 hækkar í kr. 4.000 eða um 21,2%. Ifyrir 5 klukkustundir hækkar gjaldið úr kr. 4.000, í kr. 4.800 eða um 20%. Gjald fyrir bam í forgangshóp á dagheimili hækkar úr kr. 5.000 í kr. 6.000 eða um 20% og fyrir bam utan forgangshóps úr kr. 7.700 f kr. 9.300 eða um 20,7% brigðisfulltrúa falið að kynna fyrir- spumina fyrir Hollustuvemd ríkis- ins og leita eftir því hvort fyrirtæk- ið fengi starfsleyfí á þessari lóð ef til úthlutunar kæmi. Skoðun bif- reiða aftur í Fjörðinn LISTI með nöfiium 2.280 ibúa i Hafnarfirði og Garðabæ, þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun að leggja niður bifreiðaeftirlit i Hafnarfírði, hefiir verið afhent- ur bæjarstjóra. Jafnframt er þess krafist að skoðun bifreiða verði aftur flutt til HafnarQarðar. Bæjarráð Hafnar- flarðar tekur eindregið undir þessa áskorun og hefur samþykkt að senda dómsmálaráðuneyti og stjóm Bifreiðaskoðunar ríkisins afrit af undirskriftalistanum. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins í gær um útsendingar bandarisku sjón- varpsstöðvarinnar ABC frá ís- landi var ranglega feríð með nafii fréttastjóra ABC i Evrópu. Hann heitir John Laurence en ekki Peter eins og stóð i frétt- inni. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum leiðinlegu mis- tökum um leið og þau eru leið- rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.