Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 17 Dagblöð í Evrópu skrifa um öldrykkju íslendinga: Bjórdrykkjumenn í bið- röðum í brunagaddi FLEST þekktustu dagblöð Evr- ópu Qölluðu f gær um sölu bjórs á íslandi og birtu þau ýmist greinar blaðamanna sem sendir höfðu verið til landsins til að fylgjast með viðtökum almenn- ings eða fréttir frá fréttariturum erlendra fréttastofo hér á landi. Franska dagblaðið Liberation birti heilsíðugrein um málið og ítarlegar frásagnir var einnig að Snna í bresku dagblöðunum The Independent og The Daily Tel- egraph. í frétt breska dagblaðsins The Independent segir að bjórinn muni vafalítið reyna mjög á meltingar- færi íslendinga líkt og gerst hafí er fiskstautar komu fyrst á markað- inn. Saga bjórbannsins er rifjuð upp og vikið að því að íslendingar hafí þrátt fyrir þetta tæpast talist til bindindismanna þar eð Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hafí ævinlega tryggt nægilegt framboð á sterkum drykkjum. íslenskt brennivín eða „Svarti dauði“ er sagt vera helsta stolt ÁTVR og vinsælasti drykkur- inn á íslandi. Höfundurinn, Robert Cottrell, víkur að Glasgow-ferðum íslendinga og segir að kaupmenn við Sauchiehall-stræti muni vafalít- ið finna fyrir afnámi bjórbannsins enda hafí íslendingar í helgarferð- um verið vinsælir viðskiptavinir og dugmiklir bjórdrykkjumenn. Loks ráðleggur höfundurinn þeim sem hyggjast sækja ísland heim að hafa með sér aspirín-töflur. Franska dagblaðið Liberation birti heilsíðugrein um „B-daginn“ ásamt mynd af íslendingum við bjórdrykkju á krá einni í miðbæ Reykajvíkur. Sagt er frá opnun nýrrar krár í miðbænum og segir að „trúarlegt andrúmsloft" hafí verið rílq'andi er klippt var á borða í fánalitunum sem strengdur hafí verið á milli tveggja krana við af- greiðsluborðið. í greininni er vikið að því að margir hafí áhyggjur af því að íslendingar muni misnota bjórinn og sagt frá fræðsluherferð yfírvalda og lagi Valgeirs Guðjóns- sonar „Ég held ég gangi heim,“ sem á frönsku nefnist „Je crois que je vais rentrer a pied chez moi“. Breska dagblaðið The Daily Tel- egraph birtir frétt frá Julian Isher- wood, Skandinavíu-fréttaritara blaðsins, undir fyrirsögninni „ís- lendingar fá loks svalað þorsta sínurn". Haft er eftir formanni fé- lags bjóraðdáenda að dagurinn marki „þáttaskil í menningarsögu íslendinga“ og sagt frá því að bið- raðir hafí þegar verið teknar að myndast við nokkra útsölustaði klukkan níu um morguninn þrátt fyrir að mjög kalt hafí verið í veðri. Dagblaðið Times birti frétt frá fréttaritara bandarísku fréttastof- unnar Associated Press á íslandi þar sem einnig er greint frá biðröð- um og fagnaðarlátum almennings er áfengisverslanir voru opnaðar og sama frétt birtist einnig í Intem- ational Heridd Tribune. Hollenska dagblaðið Het Nieuwsblad greindi einnig frá „bjórdeginum" og birti frétt frá fréttaritara Reuters- frétta- stofunnar á íslandi. Blöð á Norðurlöndunum um B-daginn: Island ekki fengið meiri athygli síðan á Reykjavíkurfimdinum Efinahagslegt áfiail fyrir sjómenn? Stokkhólmi. Frá ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. FYRSTI bjórdrykkjudagurinn á íslandi vakti töluverða athygli í Svíþjóð og víðar á Norðurlönd- um. Sænska Ríkisútvarpið og sjónvarpið ijölluðu um gleðina sem rikti yfir komu bjórsins á íslenzkar krár og finnsk og sænsk dagblöð slá upp fréttum af „B-deginum“ með fyrirsögn- um á borð við „Nú flæðir bjórinn á íslandi", „Loksins fó þyrstir að drekka" og „Ný bjórmenn- ing“. Hinum Norðurlandaþjóðunuin, sem fínnst bjórdrykkja álíka sjálf- sagður og venjulegur hlutur og að þvo sokkaplögg, þykir greinilega dálítið spaugilegt að tala um ölið eins og munaðarvöru eða forboðinn ávöxt. Dramatískar blaðatilvitnanir í bjórþyrsta íslendinga þykja ákaf- lega fyndnar, til dæmis þessar: „Þetta er söguleg stund í lífi mínu og þjóðarinnar — fyrir þessu höfum við barizt, um þetta hefur okkur dreymt“ og „Veðrið breytir um ham. Nú getur sólin skinið á landið okkar.“ Samúðin með íslendingum er þó líka sterk og á þingi Norðurlanda- ráðs mega allir, sem ganga með íslenzkt nafnspjald framan á sér, búast við að einhver vingjamlegur þingfulltrúi komi þjótandi, slái á bakið á landanum og óski honum hjartanlega til hamingju með bjór- inn. Meira að segja hinir annars háalvörugefnu öryggisverðir Ríkis- þingsins samglöddust innilega á miðvikudaginn. Sænska blaðið Dagens nyheter slær upp á forsíðu sérkennilegri hlið á bjórmálinu: „Lögleiðing bjórs ertir íslenzka fískimenn.“ Blaðið vitnar í ónafngreindan sjómann, sem blaðið segir „fulltrúa hundruða íslenzkra sæfara, stéttar sem í ára- tugi hefur séð til þess að bjór hefur í reyndinni fengizt á íslandi". Sjó- maðurinn er sleginn yfír lögleiðingu bjórsins og segir að hún sé efna- hagslegt áfall fyrir sjómenn. Hufvudstadbladet í Helsinki seg- ir frá því að íjöldi erlendra blaða- manna hafí streymt til íslands að fylgjast með „B-deginum“. „Þetta litla eyríki hefur ekki fengið slíka alþjóðlega athygli síðan á Reykjavíkurfundinum," segir blað- ið. Svenska dagbladet lætur sömu skoðun í ljósi. Fiskmarkaðimir í Þýzkalandi: Offramboð veldur verðfalli „VERÐ á ufea féll í þessari viku niður í 45 krónur í kilóið, fyrst og fremst vegna þess að ekki var hlustað á ráðleggingar um heppi- legan útflutning. I næstu viku eigum við von á 35 gámum, en ráðlagt var að takmarka útflutn- ing við 10 til 15. Falli verð á karfo og ufea þá lýsi ég ábyrgð á hendur viðskiptadeildar ut- anríkisráðuneytisins. Þar virðist alls ekki vera tekið mark á ráð- leggingum þeirra, sem á mörkuð- unum starfa,“ sagði Ari Hall- dórsson, umboðsmaður í Brémer- haven, í samtali við Morgun- blaðið. Ari sagði að verð á íslenzkum físki í Þýzkalandi hefði til þessa verið hátt. Verð á ufsa hefði hæst farið yfír 100 krónur, að vísu fyrir takmarkað framboð af úrvals fiski. Að undanfömu hefði verðið verið 62 til 78 krónur, sem þætti gott miðað við verð heima, en kostnaður við útflutninginn næmi um 30 krón- um á hvert kfló. í þessari viku hefðu svo komið 10 gámar, um 130 tonn af ufsa að heiman, þvert ofan f all- ar ráðleggingar og verðið auðvitað fallið. Verð fyrir þennan afla hefði verið í kringum 45 krónur, 15 krón- ur að frádregnum kostnaði. Auðvit- að væri útflytjendum enginn greiði gerður með slíkri sijómun á út- flutningi. Hún væri til skammar. „í næstu viku eigum við von á togurunum Sturlaugi H. Böðvars- syni, Vigra og Barða og því töldu vísustu menn að ekki mætti senda nema 10 til 15 gáma utan og helzt ekki ufsa, því framboð af honum væri nægilegt úr Norðursjónum. Eftir þvf, sem við komumst næst nú, eigum við von á 35 gámum. Ég hringdi heim f viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins og sjávarút- vegsráðuneytið og fékk þau furðu- legu svör að ég fengi ekki að vita hve mikið væri á leiðinni. Það er orðin einkennileg stjómun á þessum hlutum, þegar við, sem eigum að gefa upplýsingar heim um það hvemig hag útflytjenda verði bezt borgið, fáum ekki að vita hve mikið menn ætla að senda utan. Falli verðið vegna þessa í næstu viku og eyðileggi þar með páskasöluna, lýsi ég fullri ábyrgð á hendur viðskipta- deild utanríkisráðuneytisins. Þar eru útflutningsleyfí gefín þvert ofan í allar ráðleggingar, öllum til miska, nema þýzkum fiskkaupendum," sagði Ari Halldórsson. Tölvutækninám □ Kerfisgreining □ Rökfræði □ Forritun Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Dubliners taka lagið. Iramir fagna bjómum írska þjóðlagasveitin Dublin- ers kom hingað til lands á þriðju- dag til að leika á þrennum tón- leikum í Ölveri í Glæsibæ í tdl- efiii af komu bjórsins. Fyrstu tónleikamir voru á miðvikudag og aðrir í gær, en i kvöld eru síðustu tónleikar hljómsveitar- innar hér á landi að þessu sinni. í stuttu samtali við blaðamann á Café Óperu stuttu áður en hljóm- sveitin hélt sína fyrstu tónleika sagði einn hljómsveitanneðlima að hann samfagnaði íslendingum vegna bjórkomunnar, en bætti því við að bjór væri góður — í hófí. Hann sagði þá hljómsveitarmenn vera yfír sig hrifna yfír þvf að vera komnir til Islands og að þá hefði langað þangað aftur alla tíð síðan hljómsveitin kom hér sfðast. Hann sagði gott að spila fyrir íslendinga o g að þeir félaga vonuðust eftir því að fá einnig að skoða landið. Hann sagðist einnig vilja nota tækifærið til að leiðrétta þann misskilning sem borið hefði á í breskum tónlistar- blöðum og borist þaðan hingað, að hljómsveitin væri að hætta eftir 27 ára feril. Hann sagði engan bilbug vera að finna á sveitarmeðlimum; þeir hygðust halda áfram að spila í það minnsta 27 ár til viðbótar. Lýst eftir ökumanni og vitnum Árekstur varð milli rauð- brúns Daihatsu stationbíls og Lada-bifreiðar á mótum Norðurfells og Breiðholts- brautar um klukkan hálfell- efu að kvöldi miðvikudags- ins. Ökumaður Daihatsu-bflsins ók honum mikið skemmdum af staðnum án þess að viðeigandi ráðstafanir væru gerðar. Slys- arannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík skorar á hann að gefa sig fram. Einnig eru vitni að óhappinu beðin að gefa sig fram við lögreglu. FJÖLSKYLDUMÁLTÍÐ iftkJA FYRIR FJÓRA MEÐ XM GOSI, SAMTALS KR. lUJV Að sjálfsögðu geturðu einnig valið einhvern af okkar 15 sér- réttum og farið á salatbarinn. NÓATÚNÍ URVALS MALTÍÐ AÐEINS KR0NUR - I HÁDEGINU aðalréttunum. ÍVÖIDIN="aSKAKGANBAFF ■■ PÖNNUSTEIKTAN KARFA VAf T íiVf ct/Spa ■■ rétt dagsins VáL UM FJORA sú kaffj f ^ j AÐALRETTI allt þetta fyrir kr. 470—490 SUPU OG KAFFI Barnaskammtur kr. 315^-330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.