Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 29 Minning Þórður Sigurðsson Fæddurl8. febrúarl938 Dáinn26. febrúar 1989 Sviplegt fráfall Þórðar Sigurðs- sonar, Hörgatúni 9, Garðabæ, var okkur félögum hans Framsóknarfé- lagi Garðabæjar harmafregn, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 26. febrúar sl. Þórður var fæddur í Reykjavík 18. febrúar-1938, sonur hjónanna Guðrúnar Guðjónsdóttur og Sigurð- ar Auðbergssonar. Þórður var þriðji í röðinni af sjö bömum þeirra, en systkini hans eru öll á lífi. Faðir Þórðar, Sigurður, lést fyrir um það bil ári, en öldmð móðir hans er enn á lífi og syrgir son sinn og þakkar honum samveruna á skammri ævi hans. Þórður ólst svo upp með for- eldrum sínum, en þau bjuggu lengst af í Laugameshverfi. Laugames- hverfið var í þá daga sem lítið þorp út frá Reykjavík. Eg sem þetta rita er jafnaldri Þórðar heitins og var líka uppalinn í því hverfi. Gengum við Þórður því saman í Laugames- skólannn, minntumst við oft á sam- vem okkar þar. Leiðir okkar skildu svo á unglingsámm er ég flutti í annan bæjarhluta. Leiðir okkar lágu svo aftur sam- an fyrir um áratug er ég flutti í Garðabæ, en Þórður hafði þá búið þar um tvo áratugi. Fundum okkar bar saman í Framsóknarfélagi Garðabæjar, en Þóður hafði starf- aði í því frá upphafi og var lengst af í stjóm félagsins. Þórður var tryggur félagi. Hann var alltaf reiðubúinn að fóma félaginu af sínum frítíma og bar hag þess ávallt fyrir brjósti. Reyndist hann þar hinn nýtasti maður, eins og í öðmm störfum sínum. Strax að skyldunámi loknu byij- aði Þórður að vinna fyrir sér og sjá um sig sjálfur. Hann vann alla al- menna vinnu sem bauðst. Meðal annars var hann um skeið hjá Raf- veitunni og síðar hjá Sveini Skafta- syni verktaka. Störf hans hjá þess- um aðilum fólust meðal annars í stjóm vinnuvéla. Þóður hóf svo fyr- ir um tveim áratugum rekstur sinna eigin vinnuvéla sem verktaki. Störf sín rækti Þórður af mikilli sam- viskusemi og stundvísi. Hann var ósérhlífinn og vann ávallt langan vinnudag. Hann var einstaklega vel látinn af samstarfsmönnum sínum, sem og yfirmönnum, enda hjarta- hlýr og tryggur í lund. Þórður kvæntist Steinunni Ingi- marsdóttur en þau slitu samvistum. Em böm þeirra: Rúna Ingi f. 13.8. 1961, Amar Þór f. 16.1. 1964, Sigríður Amalía f. 23.5. 1967, Ámi Elvar f. 16.11. 1973. Ifyrir um áratug hóf Þórður sam- búð með Elmu Jónatansdóttur. Var sambúð þeirra í alla staði hin far- sælasta. Með Elmu fylgdu böm hennar frá fyrra hjónabandi og era þau: Kjartan Jóhann f. 2.7. 1953, Katrín Linda f. 11.7. 1957, Unnur Ema f. 22.1. 1960, Elma Ósk f. 22.11. 1964, Ester Inga f. 25.6. 1973. Þórður reyndist bömum hennar traustur og hlýr heimilis- faðir, var ávallt reiðubúinn að að- stoða og gleðjast með bömunum og bamabömunum. Við félagar hans í Framsónarfé- lagi Garðabæjar þökkum honum allar þær ánægjustundir sem við áttum með honum. Við þökkum vel unnin störf í þágu félagsins og sendum Qölskyldu Þórðar okkar innilegustu samúðaróskir. Fyrir hönd félaga í Framsóknar- félagi Garðabæjar, Hörður Arinbjamar Þú komst og fórst, með ást til alls sem grætur, á öllu slíku barstu nákvæm skil. Þin saga er ljós í lífi einnar nætur, eitt ljós, sem þráði bara að vera til. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þér greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhj. frá Skáholti.) Elskulegur afi okkar er dáinn. Afi, sem var okkur alltaf svo góður og bar svo mikla umhyggju fyrir okkur. Hann tók alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum í Hörgatúnið til afa og ömmu og vildi allt fyrir okkur gera. Og þó afaböm- unum fjölgaði var alltaf nægur tími og umhyggja fyrir okkur öll. Við hefðum viljað hafa elsku afa lengur hjá okkur. Það er tómlegt í Hörga- túninu án hans. Minningin um ynd- islegan afa mun fylgja okkur um ókomin ár. Við huggum okkur við það, að nú líður honum vel hjá Guði. Við söknum elsku afa öll. Óskar, Siguijón, Haraldur, Elma Sif, Arnór og Hjörtur. ' . .. 11 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar r félagslif J 1 ai a a..juLAA—kA-a—I I.O.O.F. 12 = 1703038V2 = Umr. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Almenn samkoma í dag kl. 20.30. Róbert Hunt predikar og Ronnie Eades leikur á saxafón. Allir velkomnir. I.O.O.F. 1 = 1703387? = 9.O.* Frá Guöspeki- fólaginu . Ingólfsstrœti 22. (Askriftarsfmi Ganglera ar 39S73. f kvöld kl. 21.00: Eddá Björgvins- dóttir, Adyar - Leitin að hinu dulda. Á morgun kl. 15.30: Anna Bjarnadóttir. Hjálpræðisherinn Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Baenasamkoma á vegum al- þjóðlegs bænadags kvenna verður i dag, föstudaginn 3. mars kl. 20.30. Mikill söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Góð hreyfing - fagurt umhverfi Sunnudaginn 5. mars munu Skíða- félag Reykjavíkur og Náttúru- vemdarfélagiö efna til gönguferöar á skiðum frá Bláfjallaskála niður í Fossvog i Reykjavik. Leiðin er um 30 km löng en tiltölulega létt. Reyndir leiðsögumenn verða með í för. Rútuferðir frá Umferðarmið- stöðinni kl. 9.45 og frá Fossvogs- skóla kl. 10.00. Þátttaka tilkynnist i síma 656359. Stjórn Skíðafélags Reykjavikur. Leikræn tjáning Námskeið í leikrænni tjáningu alla laugardaga kl. 15.00 fyrir börn og unglinga. Sími 14897, Jónína H. Jónsdóttir. Lærið vélritun Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. Akureyri Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn heldur hádegisverðarfund á Hótel KEA laugardaginn 4. mars kl. 12.00. Gestur fundarins: Daniel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður. Umræðuefni: Fíkniefnavandamál. Skráning í síma 21504 föstudaginn 3. mars milli kl. 17 og 18. Félagskonur eru hvattar til að mæta. Stjórnin. Sjálfstæðisflokkinn til sigurs 1990, Kópavogurá það skilið Týr og stjórn full- trúaráðsins f Kópa- vogi Næstkomandi laug- ardag þann 4. mars hefst málefna- nefndastarf sjálf- stæðismanna í . Kópavogi fyrir næstu bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingar 1990. Sameiginlegurfund- ur verður haldinn með öllum nefndum og umsjónarmönnum þeirra í Hamraborg 1, 3. hæð, kl. 19.00. Á fundinum verða fyrstu gögn afhent og fyrirkomulag málefnastarfs- ins kynnt nánar. Umsjónarmenn nefnda eru eftirtaldir: Dagvistunarmál, Jóhanna Thorsteinsson. Fjármál bæjarins, Guðmundur Thorarinsen. Gatna- og umferðarmál, Bragi Michaelsson. Hafnar- og atvinnumál, Sveinn Hjörtur Hjartarsson. Lista- og menningarmál, Kristín Líndal. Skipulagsmál, Halldór Jónsson. Umhverfismál, Jón Kristinn Snæhólm. Æskulýðsmál, Sigurður Bjarnason. Öldrunar- og heilbrigðismál, Arnór Pálsson. Almannavarnir Kópavogs, Helgi Helgason. Allir sjálfstæðismenn eru hvattir til að mæta og skrá sig í nefnda- störfin. Eftir kynningarfundinn verður haldið sameiginlegt skemmtikvöld Sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi. Þar verðar léttar veitingar bornar fram að þýskum sið. Til sigurs 1990. Týr og stjórn fulltrúaráðsins i Kópavogi. Á landsbyggðin sér von? - röng stefna og tap f sjávarútvegi - vfða hríkalegt at- vinnuleysi - erfiðleikar f land- búnaði Hvers vegna hefur landsbyggðin ekki blómgast tll jafns við höfuðborgar- svæðið? Hvað er til ráða? Síðustu mánuði hefur Æsir aflað svara við þessum spurningum. Fyrstu svör verða kynnt á almennum félagsfundi sem haldinn verður í Valhöll laugardaginn 4. mars kl. 20.30-22.00. Frummælendur: Árni Sigfússon, formaöur S.U.S: Efling þjónustu-kjarna úti á landi. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur: Almenn efnahagsstefna og verðlagshöft. Að loknum fundi verða bornar fram fljótandi veitingar og áhugasam- ir mega sjá um skemmtiatriöi. Æsir. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, Hafnarfirði heldur almennan fund mánudaginn 6. mars kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu við Strand- götu. Almenn fundarstörf. Framsögumaður: Fríða Proppé, ritstjóri Fjarðarpóstsins. Kaffi. Fyrirspurnir - umræður. Allir velkomnir. Til heilbrigðis- og trygginganefndar Sjálfstæðisflokksins Fundur verður haldinn föstudaginn 3. mars nk. kl. 17.00 í Valhöll. Farið verður yfir fyrstu drög að landsfundarályktun. Stjórnin. Stjómin. Akranes Sjálfstæöiskvennafélagiö Bára heldur al- mennan fund mánudaginn 6. mars nk. kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu. Gestur fundarins verður Inga Jóna Þórðardóttir, og mun hún fjalla um fjölskyldumál. Félagskonur eru hvattar til að mæta. Nýir félagar velkomn- ir. Kaffiveitingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.