Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 Minning: MargrétS. Sigurðar- dóttír, Akranesi Fædd 17. ágúst 1897 Dáin 26. febrúar 1989 Hún amma á Hofteig er látin, hún fæddist 17. ágúst 1897 og var því 91 árs þegar hún lést. Mig langar að skrifa fáein kveðjuorð til hennar. Hún amma var alveg sérstök kona í mínum augum, hún var svo blíð og góð, jákvæð og umhyggjusöm, og það var ekki sjaldan sem hún svaraði svona þegar hún var spurð hvemig hún hefði það: „0, ef öll gamal- menni hefðu það eins gott og ég. Það eru allir svo góðir við mig.“ Nú síðustu ár var hún farin að heyra illa, en henni fannst það ekki sem verst því Guð hafði gefíð henni svo góða sjón. Það er margs að minnast, allra ánægjustundanna á Hofteig hjá ömmu og afa, en afí dó árið 1956 og var ömmu alltaf ljúft að tala um hann. Það eru einstök atriði úr bamæsku sem maður gleymir aldrei eins og gamlárskvöld á Hofteig en þá var öll fjölskyldan saman komin, og afí átti afmæli 31. desember. Amma naut sín alltaf vel þegar böm, tengdaböm og bamaböm voru öll saman komin hjá henni og hélt hún þessum sið lengi eftir að hún varð ein. Með þessum fátæklegu orðum langar mig og bömin mín að kveðja ömmu og þakka henni fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnosá'þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum við nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Gunnhildur, Katrín, Helgi Steinar Nú er skarð fyrir skildi, er amma mín er horfin sjónum. En sjálf mun hún eiga góða heimkomu í vændum í ríki friðar og kærleika, sem hún sáði til með flekklausu lífi sínu, fómfysi og góðvild meðan hún dvaldist meðal okkar á því tilvem- stigi, sem við eigum öll eftir að yfírgefa. Eg átti því láni að fagna að vera í skjóli ömmu minnar, Margrétar Sólveigar, fyrstu ár ævi minnar, og hlaut veganesti hjá henni sem hefur verið mér mín styrkasta stoð. Hún var efn af þeim fágætu kon- um sem með stillingu og rósemi tók hverju sem að höndum bar, og að- eins það að koma hinum stóra bamahópi til manns, hlýtur að hafa verið ærið starf, ekki síst á þeim tíma þegar flest það skorti sem í dag léttir húsmóðurstörfín. Hún var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem vann hörðum höndum, án þess að ætlast til neins fyrir sjálfa sig, nema hið fagra hlutskipti að miðla öðmm. Að lokum vil ég enda þetta með einni af bænunum hennar ömmu. Vertu guð faðir faðir minn i frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég haftii. (Hallgr. Pétursson) Guð blessi minningu hennar, með ást, virðingu og þakklæti. Margrét Sólveig Traustadóttir Hún amma er dáin, amma „niðri" eins og við systkinin sögðum oft, því hún bjó niðri hjá okkur. Byggði hún á sínum tíma með foreldrum okkar, þeim Margréti Ármanns- dóttur og Sigurði Olafssyni í Deild- artúni 2, Akranesi. Var flutt í hús- ið árið 1965 og bjó hún þar æ síðan, allt þar til hún veiktist í desember sl. og var flutt á Sjúkrahúsið á Akranesi. Flest af sínum búskap- arámm bjó hún á Hofteigi (nú Vest- urgata 23) en afí Ármann lést árið 1956. Þau eignuðust 9 böm, og era 7 þeirra á lífi: Jómnn, búsett í Reykjavík, Sigvaldi, búsettur í Þykkvabæ, Halldór, búsettur á Egilsstöðum, Sigríður, Ármann, Guðrún og Margrét em öll búsett á Akranesi. Valdimar og Sigurður dóu ungir að aldri. Ég mun hvorki rekja ættir né starfsferil ömmu hér, en langar aðeins að minnast hennar, með þakklæti og virðingu í huga. Hún reyndist okkur systkinunum vel og var alltaf hægt að leita til hennar, bar hún mikla umhyggju fyrir okk- ur, kenndi okkur falleg vers o.fl., en amma var mjög trúrækin kona. Heimilið var hennar vettvangur, var hún mikil og myndarleg hús- móðir og vandvirknin í hávegum höfð á öllum sviðum. Hafði hún unun af því að gleðja og gera öðmm gott. Einkennandi var fyrir ömmu hversu jákvæð mannesicja hún var og kunni að meta það sem gert var fyrir hana og þegar hún lá á spítal- anum var hún þakklát fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk þar. Ann- ars hafði amma verið óvenju heilsu- hraust þrátt fyrir háan aldur og mikil reisn yfír henni. Við nöfnumar fómm stundum saman upp að Görðum að leiðum afa og drengjanna, sem henni vom svo kærir. Nú fær hún að hvíla með þeim. Blessuð sé minning hennar. Alnafna Nú er amma farin til þess staðar sem hana lengi hefur dreymt um og beðið fyrir. Ég vona að hún njóti dvalarinnar. Amma er sú blíðasta, jákvæðasta og besta kona sem ég hef kynnst um ævina; þar sem ég er búin að eyða nánast allri minni ævi í návist hennar. Ég hef búið hjá henni um tíma og ferðast með henni, bæði til Reykjavíkur og Þykkvabæjar, þar sem tvö bama hennar em bú- sett. Það sem eftir lifír af ömmu minni er sú mynd sem fólk getur hugsað um sem fallegt og góðlegt verk skaparans, sem hún trúði á af öllu sínu hjarta. Nú kveð ég elsku ömmu, hún mun alltaf vera í huga mér og ég mun gefa öðmm það sem hún hefur gefið mér. Friður sé með henni. Lækkar llfdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Milla Peta í dag, föstudaginn 3. mars, verð- ur jarðsungin frá Akraneskirkju Margrét Sigurðardóttir, sem lengst af var kennd við Hofteig á Akra- nesi. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 27. þ.m. Tíminn líður og við sjáum á eftir gömlum, góðum vinum, sem hverfa héðan úr þessari jarðvist, til nýrra heimkynna. Aldamótakynslóðin sem svo er kölluð vann sín störf við önnur skilyrði en við þekkjum í dag. Þá vom heimilin fjölmenn og bömin oftast mörg, og uppeldið hvíldi nær eingöngu á mæðmnum. Þá vom engir leikskólar eða dag- heimili til að létta undir, eins og talið er sjálfsagt í dag. Við þessar aðstæður unnu mæður okkar og formæður, án þess að það vekti sérstaka athygli eða ætlast væri til þakklætis, þetta var talið svo sjálf- sagt. En aldrei verða þessum mætu konum þökkuð þeirra miklu störf sem skyldi. Eina þeirra kveðjum við í dag. Margrét Solveig, en svo hét hún fullu nafni, fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1897. Foreldrar hennar vora Sigurður Jónsson og Þuríður Áma- dóttir. Þau bjuggu um tíma á Innra- Hólmi og fluttu svo til Akraness og bjuggu lengi í Sjávarborg, eða til 1927, er þau byggðu hús, sem þau nefndu Bæ og er það hús nú við Kirkjubraut 9 á Akranesi. Þau hjónin eignuðust 15 böm en 12 þeirra náðu fullorðinsaldri og er mikill ættbogi frá þeim kominn. Margrét var hjá foreldram sínum til fímm ára aldurs, en eftir það dvaldi hún og ólst upp hjá Guðrúnu Gísladóttur ljósmóður á Akranesi þar til hún varð 15 ára. Guðrún var mikil sómakona og mat Margrét hana mikils og kallaði hana ávallt fóstra sína. Hinn 14. október 1916 giftist Margrét Ármanni Halldórs- syni skipstjóra. Ármann var feng- sæll og farsæll skipstjóri og útgerð- armaður fískibáta um árabil, svo var hann lengi skipstjóri á bátum og skipum sem vom í fólks- og vömflutningum milli Akraness og Reykjavíkur. Lengst var hann á ms. Fagranesi. Þau Armann og Margrét bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu fljótlega til Akraness og bjuggu fyrst í Sól- eyjartungu. Árið 1919 hófu þau búskap að Hofteig á Akranesi, sem nú er Vesturgata 23, þar var þeirra heimili meðan Ármann lifði, en hann lést 1956. Margrét bjó þar til 1959, en frá 1965 hefur hún búið að Deildartúni 2, þar sem hún hafði eigin íbúð, hjá Margréti dóttur sinni. Þau hjónin eignuðust 9 böm. Tvo drengi misstu þau unga, Valdi- mar og Sigurð. Þau sem upp kom- ust em öll á lífi, en þau era: Jór- unn, búsett í Reykjavík, gift Sig- hvati Bjamasyni málarameistara. Sigríður, búsett á Akranesi, gift Elíasi Guðjónssyni kaupmanni. Ar- mann rafvirlqameistari, búsettur á Akranesi, kvæntur Ingibjörgu Elínu Þórðardóttur. Sigvaldi bóndi Þykkvabæ, kvæntur Jónu Guðna- dóttur. Guðrún, búsett á Akranesi, gift Þorkeli Kristinssyni umsjónar- manni. Halldór úrsmiður, búsettur á Egilsstöðum, var kvæntur Sigríði Sigþórsdóttur. Margrét, búsett á Akranesi, gift Sigurði Ólafssyni forstöðumanni. Öllum hefur þessum systkinum orðið bama auðið og er því afkom- endahópur þeirra Hofteigshjóna orðinn stór. Magga á Hofteig, eins og hún var ávallt kölluð meðal vina og kunningja, var afar ljúf og góð kona. Þannig minnist ég hennar frá mínum æskudögum og þannig var hún í mínum augum alla tíð, og svo held ég að verið hafí um aðra, sem kynntust henni. Æskuheimili mitt var í næsta húsi við Hofteig, og var mikill samgangur á milli heimil- anna. Vilborg móðir mín, sem nú er látin, hafði verið í vist hjá þeim Hofteigshjónum í nokkum tíma áður en hún gifti sig, og höfðu skap- ast þar á milli sterk vináttubönd. Þau Ármann og Margrét urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa 5 ára gamlan son, Valdimar, mánuði eftir að ég fæddist. MÓðir mín hafði sérstakt dálæti á þessum dreng, meðan hún dvaldi þar á heimilinu, og var hann mjög hændur að henni. Hún óskaði eftir því að mega skfra mig nafni hans og var það fúslega veitt. Þetta held ég að hafí verið m.a. ástæða þess að Magga sýndi mér ávallt sérstakan hlýhug og vin- áttu. Hún sagði mér einu sinni, að sér fyndist einhvem veginn að hún ætti eitthvað í mér. Þetta gladdi rnig, ég fann að þetta var sagt af mikilli einlægni. Margrét reyndist móður minni alla tíð traustur vinur, og í æsku- minningum mínum blundar djúpt minningin um það hvemig hún og Ármann reyndust móður minni þeg- ar hún varð ekkja með tvo unga drengi. Nú við leiðarlok vil ég þakka þessari góðu konu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur á þeim áram og síðar. Hér er kvödd góð kona, sem vildi öllum gott gera. Blessuð sé minning Margrétar á Hofteig. Ég votta aðstandendum öllum samúð mína. Valdimar Indriðason Amma mín, Margrét Sólveig Sig- urðardóttir, lést á Sjúkrahúsi Akra- ness þ. 26. febrúar sl., 91 árs að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1897. Foreldrar hennar vom hjónin Þuríður Árnadóttir og Sig- urður Jónsson, trésmiður á Akra- nesi. Systkini hennar vom 15 að tölu, tvö dóu við fæðingu, en hin bömin 13 komust upp og era þijú þeirra ennþá á lífi. Fimm ára gömul fór amma í fóst- ur til Guðrúnar Gísladóttur ljósmóð- ur á Akranesi. Ástæður þess vom þær að amma hændist mjög að Guðrúnu eða „ljósu“ eins og hún var yfirleitt kölluð, þegar hún kom á heimili hennar til að taka á móti bömnum. Bað amma „Psu“ um að fá að fara með henni heim og lofaði „ljósa" henni að næst þegar hún kæmi skyldi hún taka hana með sér. Og það varð úr. Ólst hún upp hjá henni til 15 ára aldurs. Guðrún ljósmóðir var ógift og bam- laus og hafði helgað sig ljósmóður- starfínu. Hún var kona siðvönd og nokkuð ströng. Amma bar ætíð mikla virðingu fyrir fóstm sinni og ræddi ávallt um hana þakklátum huga. Undir niðri bærðist þó löng- unin til að komast í systkinahópinn stóra og kátínuna. 15 ára gömul fór amma í vist til Jóns Bjömssonar, kaupmanns í Borgamesi og Helgu Bjömsdóttur konu hans og var hjá þeim í eitt ár. Þá var hún í kaupavinnu hjá séra Magnúsi Andréssyni og Sigríði Pétursdóttur konu hans á Gils- bakka. Síðar var hún ráðskona hjá Haraldi Böðvarssyni, útgerðar- manni í Sandgerði, en það var ein- mitt þar sem hún kynntist afa, Ármanni Halldórssyni skipstjóra frá Akranesi. Hún vann ýmis önnur störf um ævina, svo sem við sauma- skap í Reykjavík, fiskvinnslu á Akranesi og í mörg ár vann hún í versluninni Skagaver á Akranesi. Um öll þessi störf talaði hún með miklum hlýhug. Hún giftist afa þegar hún var 19 ára gömul. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu síðar til Akra- ness og bjuggu alla tíð á Hofteigi. Þau eignuðust níu böm: Jóranni, húsmóður og verslunarmanni gift Sighvati Bjamasyni málarameist- ara. Sigríði Ástu, húsmóður, gift Elíasi Guðjónssyni kaupmanni. Valdimar, sem dó fimm ára gam- all. Ármann Halldór, rafverktaka, kvæntur Ingibjörgu Elínu Þórðar- dóttur húsmóður. Sigurð, sem dó tæplega eins árs gamall. Sigvalda bónda í Þykkvabæ, kvæntan Jónu Guðnadóttur húsmóður. Guðrúnu, húsmóður, gifta Þorkeli Kristins- syni rafvirkjameistara. Halldór úr- smiðkvæntan Sigríði J. Sigþórs- dóttur sjúkraliða, þau skildu, og Margréti bankagjaldkera, gift Sig- urði Ólafssyni framkvæmdastjóra. Afi lést 63 ára gamall árið 1956. Nokkmm ámm síðar byggði amma ásamt yngstu dóttur sinni og tengdasyni hús við Deildartún á Akranesi og bjó þar alla tíð síðan. Amma var alltaf mjög hrifín af afa og seinni árin þegar ég heimsótti hana á Deildartúnið gat. hún stund- um verið djúpt sokkin í eigin hugs- anir og eins og fjarræn. En þegar talið barst að afa ljómaði hún eins og sólin. Þá sagði hún margar sög- ur af honum og alltaf með bros á vör. Ekki var hægt annað en að 31 hrífast með henni. Hún var alltaf jafn ástfangin og bar innilega virð- ingu fyrir honum. Amma var mjög tilfinningarík og trúuð kona, en létt í lund. Ég man alltaf eftir því er ég heimsótti hana í Deildartúnið einn eftirmið- dag um haust fyrir allmörgum ámm. Við sátum lengi í rökkrinu og ræddum um lífið og tilvemna eins og svo oft áður. Hún sagði mér m.a. frá því þegar hún missti syni sína tvo með 8 mánaða milli- bili. Þetta hafði verið henni sár og mikil lífsreynsla, en hún lýsti því fyrir mér hvemig hún sótti styrk sinn í trúna og hvemig hún hefði hjálpað henni í gegnum þá miklu sorg. Mér þótti hún ótrúlega sterk. Amma var jákvæð og óeigingjöm og samgladdist alltaf með fólki þeg- ar vel gekk. En einnig var hún sterk stoð þeim sem erfíðleikar steðjuðu að og tilbúin að hjálpa ef þörf var á. Þannig var það til dæmis eitt sinn á aðfangadagskvöld fyrir mörgum ámm, að barið var að dyr- um rétt í þann mund er fjölskyldan skyldi setjast að borðum. Það var venja að öll fjölskyldan kom saman á Hofteig til að borða og taka upp jólagjafirnar. Þar stóð þá úti fyrir dymm eldri maður ofan úr sveit og leitaði eftir aðstoð hennar á heimili hans þar sem bam var í fæðingu. Amma gekk inn til fólks- ins síns og spurði hvort hún mætti fara með honum, sem var auðsótt mál. Ég efa ekki að henni hafí þótt erfitt að yfírgefa fjölskylduna á slíkri hátíðarstund, en upp í sveit hélt hún glöð í huga yfír að geta hjálpað og dvaldi þar jólanóttina. Amma hafði mjög gaman af ferðalögum. Hvarvetna á leið um landið sitt dásamaði hún raddir vorsins, staðarleg býli og grösug tún. Ef einhveijir vom á leið til útlanda samgladdist hún þeim, því með henni blundaði ævintýraþrá og hún sagði oft frá því hve heitt hún hafði þráð að komast til útlanda þegar hún var ung. Eina utanlands- ferð fór hún sjálf með systur sinni og vinkonu og naut hún þess í ríkum mæli. Amma var, eins og hún sagði jafnan sjálf, mjög lánsöm í lífinu. Hún bjó við mikið bamalán og eign- aðist fjölmennan hóp afkomenda. Hún var alla tíð heilsuhraust og það eina sem bagaði hana seinni árin var heymardeyfð, en hún þakkaði Guði sínum fyrir að hafa leyft henni að halda sjóninni. Sjónin var henni sannarlega mikils virði, því hún var mikill fagurkeri og mikill unnandi fagurra blóma og átti hún mjög fallegan garð á Hofteigi þaðan sem við bamabömin hennar eigum ógleymanlegar minningar. Eins og áður sagði vora ríkustu þættimir í fari ömmu hversu ánægð, jákvæð og þakklát hún var alla tíð. Þakklát fyrir allt sem góð- ur Guð hafði gefíð henni kvaddi hún þetta líf. Minningin um elsku ömmu, sem alltaf var svo undur blíð, mun lifa með okkur öllum sem áttum hana að. Þóra Emilía Ármannsdóttir Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafinarstræti 85, Akureyri. f Elnn vetur stundaði Odd t nam við Kvennaskólann | var mun meiri en almen f síðar vlð almenna kenns IÁrið 1955 hófu systur Guðrúnar og Pálma á Bj sunnan Másstaða. Þar Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.