Morgunblaðið - 03.03.1989, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.03.1989, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 Minning: Hugi Péturs- son Hraunfjörð Hugi fæddist í Hraunprýði á Hellissandi 17. júlí 1918, sonur hjónanna Sigurástar Kristjánsdótt- ur frá Vindási í Eyrarsveit og Pét- urs J. Hraunfjörð frá Hraunsfírði í Helgafellssveit. Þetta var eitt mesta harðindaárið sem gengið hefír yfír ísland á þessari öld. Erfitt var um mjólk og matfóng yfirleitt. Dreng- urinn var svo lánsamur að geta nærst á móðurmjólkinni þar til hann var hálfs þriðja árs gamall. Enda var samband þeirra mæðginanna alltaf mjög náið. Hugi var þriðji í röðinni af níu systkinum og sá fjórði sem fellur frá. Eftir eru 4 systur og einn bróðir. Ein af fyrstu minningum mínum er tengd Huga bróður mínum. Ég hef líklega verið 3ja ára. Eldri syst- ir mín, sem ég var mjög hænd að fór í sveit. Ég vildi auðvitað óð og uppvæg fara með henni og þegar það hafðist ekki, grenjaði ég eins og ljón. Þá tók Hugi bróðir mig sér við hönd. Leiddi mig niður í þvotta- hús. Rétti mér vatnsslönguna og leyfði mér að sprauta á sig vatni að vild. Ef þetta er ekki vottur um bróðurkærleika að leyfa litlu systur sinni að sprauta á sig vatni þegar maður er 15 ára, þá veit ég ekki hvað. Hugi var glaðlyndur og gaman- samur en ákaflega ertinn. Hann hafði yndi af að halda fram ein- hverri firru til að koma af stað líflegri umræðu. Hann hafði góða frásagnargáfu og var hnyttinn í til- svörum. Vel hagmæltur enda gaf hann út 7 ljóðabækur. Sú fyrsta Skuggi draumsins kom út 1958 þá Ákvæði 1972, Galdra-Rönkurímur 1981, Þokan 1983, Vorljóð 1984, Liljan 1986 og Gömul spor og ný 1988. Auk þess skrifaði hann nokkrar smásögur sem birtust í blöðum og útvarpi. Huga var létt um að yrkja. Ekki var svo afmæli, brúðkaup eða ferming í fjölskyld- unni að hann væri ekki beðinn um að koma með ljóð. Hann orti líka gamanbragi fyrir ýmsa. En Hugi var dulur maður og bar ekki tilfinn- ingar sínar eða áhyggjuefni á torg. Og þá var gott að geta snúið sér að skáldagyðjunni þegar að þrengdi. Á æsku- og unglingsárum Huga var kreppa í landi og sárafá- tækt meðal alþýðufólks. Atvinna var af skomum skammti, húsnæði lélegt. Lungnasjúkdómar, berklar og hörgulsjúkdómar voru algeng- ustu dánarorsakir. Hugi fór ekki varhluta af þessu. Hann fékk bólgna kirtla sem bam og dvaldi á Vífilsstöðum nokkra mánuði. Þaðan lá leiðin austur að Bjóluhjáleigu í Rangárvallasýslu. Þar dvaldi hann meira og minna um 3ja ára skeið. Það var áreiðanlega erfitt fyrir lítinn dreng að fara burt frá mömmu sinni. En þetta var gott fólk og hann minntist þess ætíð með hlýju. Á þessum ámm þurftu böm verkafólks að fara að vinna fyrir sér 8—9 ára gömul. Þau vom jroist send í sveit eða lánuð í vist og áttu að vinna fyrir fæðinu. Þetta var oft harður skóli. Því litið var á böm sem litla fullorðna. Eftir ferm- ingu réðst Hugi sem vinnumaður út í Breiðafjarðareyjar. Launin vora oft greidd í garðávöxtum og kjöti að hluta og það færði hann foreldr- um okkar. Það var ekki lítil búbót á þessum krepputímum. Huga þótti gaman að hirða skepnur, einkum þó kýr. Honum þótti virðingarheiti að vera fjósameistari. Á árinu 1940 réðst hann til eins mesta stórbýlis landsins, Korpúlfsstaða. Þar var einnig vistráðin ung, léttstíg og ljós- hærð stúlka. Þau urðu ástfanginn og sú ást entist ævina út. Sumarið 1942, 25. júlí, gengu þau í hjóna- band Lilja Zóphaníasdóttir frá Bárðarstöðum í Loðmundarfírði og Hugi Hraunfjörð. Þau vora alla tíð samhent og samstíg. Höfðu bæði áhuga á lestri góðra bóka og Ijóða, náttúraskoðun og gönguferðum. Lilja var frábærlega vel gefin kona bæði til munns og handa. Hún gat lagt rafmagn, smíðað, múrað og unnið lista fallegar hannyrðir. En frístundir þeirra vora fáar. Þau eignuðust 10 böm á 13 áram. Lilja lést langt um aldur fram 30.11. 1970. Hún var öllum harmdauði. Hugi tók dauða konu sinnar ákaf- lega nærri sér. Hann syrgði hana alla tíð. Mörg bestu Ijóða hans era ort um hana. Hugi hóf nám í pípulögnum á stríðsáranum, þá vora bömin orðin 3. Hugi og Lilja byrjuðu búskap í leiguhúsnæði í Kleppsholtinu, en fluttu fljótlega í hús við Breiðholts- braut sem þau byggðu með foreldr- um Lilju. Húsið kölluðu þau Lauga- hvol. Næst keyptu þau lítið hús við Framnesveg. Árið 1947 vora bömin orðin 4 og það fimmta í vændum. Húsið var alltof þröngt. Þau fengu lóð inn í Nökkvavogi og bjuggu þar í skúr. Og byijuðu að grafa fyrir húsinu. En sá draumur rættist ekki. Þau sóttu um lán, en fengu það ekki vegna þess að þau áttu of mörg böm. Þau urðu að selja granninn fyrir lítið. Þá fluttu þau inn í Blesu- gróf. Þar og í Kópavogi gat efna- lítið bamafólk byggt sér hús eftir efnum og ástæðum. Á þessum tíma var ekkert komið til móts við ungt bamafólk. Það var hrakið í úthverf- in, þar sem enga þjónustu var að fá. Engar verslanir, langt í skóla, enginn sími. í Blesugróf var alltaf verið að hóta íbúunum að húsin yrðu rifin og fólkið rekið í burtu. Þetta vora flóttamannabúðir eft- irstríðsáranna. íbúamir urðu sjálfir að grafa 'branna fyrir vatni og standa í stríði við að fá rafmagn. Húsið sitt nefndu þau Hraunprýði. Hugi sagði mér mörgum áram seinna að hann hefði ekki vitað þá að það var nafn hússins sem hann fæddist í. Hitaveitan liggur í gegn- um Blesugróf, en íbúar þar verða enn í dag að kynda með olíu. Á þessu sést að það þurfti harðdug- legt fólk til að standa í svona bar- áttu. Hugi þurfti að stunda vinnu út um land og þola atvinnuleysi á eftirstríðsáranum, sem vora mörg- um mjög erfið. Sumarið 1958 veiktist Hugi og lá á sjúkrahúsi. Læknar ráðlögðu honum að skipta um atvinnu. Hann þoldi ekki lengur að vinna í köldum húsum við erfíðar aðstæður eins og pípulagnir bjóða upp á. Vorið 1959 tóku þau _sig upp og hófu búskap á Minni-Ólafsvöllum á Skeiðum. Þar undu þau sér vel, en bömin vora nú að fljúga úr hreiðrinu og þau fluttu á Selfoss 1964 og bjuggu þar í 2 ár. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þau keyptu hús í Sogamýrinni. Lilja fór að vinna sem matráðskona á Heilsuvemdarstöð- inni. Þar var orðið svo lítið að gera heima, bömin bara 5 eftir, eins og hún sagði sjálf. Hugi vann hjá Reykjavíkurborg. Allt gekk vel bömin vora í námi og vinnu. Sum vora gift og bamabömin orðin 3. En þá kom reiðarslagið, Lilja lést skyndilega. Húsið var selt. Hugi flutti til Keflavíkur. Bömin dreifð hér og erlendis. Árið 1972 flutti Hugi í Kópavog og starfaði sem gangavörður í Þinghólsskóla og var. vellátinn bæði af nemendum og kennurum. Hugi var alltaf mjög vinsæll af bömum og unglingum. Hann týndi heldur aldrei baminu í sjálfum sér. Gat tekið þátt í leik og prakkarastrikum unga fólksins. A árinu 1975 lamaðist Hugi, en komst svo á fætur og náði nokk- urri heilsu. Þannig að hann gat hugsað um sig sjálfur. En hann gat ekki verið úti á vinnumarkaði eftir þetta og það var þessum harðdug- lega manni þung raun. Hugi var reglusamur maður og snyrtimenni. Oft var hann sárkvalinn og þreytt- ur. En hann reyndi ætíð að láta lítið á því bera. Hann ferðaðist mikið þrátt fyrir fötlun sína, bæði innan- lands og utan. Eitt sumar fóram við saman til Kanada. Það var skemmtileg ferð og hann var skemmtilegur ferðafélagi. Hugi var með þeim fyrstu sem fluttu inn í hús öryrkjabandalagsins að Fannborg 1 í Kópavogi. Þar átti hann heimili æ síðan. Síðastliðið haust veiktist Hugi. Þá annaðist Hugrún dóttir hans hann af ástúð og umhyggju, uns hún þurfti sjálf að fara á sjúkrahús. I desember síðastliðnum fékk hann vist á Reykjalundi. Þar fékk hann hvert áfallið á fætur öðra uns yfir lauk. Hugi naut góðrar umönnunar á Reykjalundi sem ég vil þakka af alhug. Bömin hans era öll dugleg, vinnusöm og vel gerð. Þau vora föður sínum mjög kær. Ég vil þakka Huga bróður mínum áratuga kærleika og vináttu, sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Nú er skarð fyrir skildi. Ég votta bömum hans og bamabömum inni- lega samúð. Hugi stóð ætíð framarlega í stétt- arbaráttu og var eindreginn her- námsandstæðingur og ég vil enda þessar línur með broti úr ljóði eftir hann sjálfan sem sýnir hug hans til baráttunnar fyrir betri heimi. Við göngum og göngum fram af vemdarenglum niðurlægingarinnar fram af ótrúnni á rétt hins smáa Við fylgjum hemáminu til grafar I tungliyki atómsprengjunnar. (Brot úr Gangan úr Akvæði) Megi Hugi ganga um hinar grænu veiðilendur með Lilju við hlið sér. Guðlaug Pétursdóttir Allir dagar eiga kvöld, þó trúum við ekki að það sé annað en smá hvíld til næsta dags. En kvöldið og hvíldin er komin hjá Huga bróður mínum. Hann var búinn að vera við rúmið í marga mánuði og alveg rúmfastur síðustu vikurnar á Reykjalundi þar sem hann naut frábærrar umönnunar og hlýju frá starfsfólki og læknum, sem vart verður fullþakkað. Bömin hans sem öll sýndu honum einnig ástúð og hlýju til hinstu stundar. Hugi fæddist á Hellissandi á Snæfellsnesi, sonur hjónanna Jó- hanns Péturs Hraunfjörðs, f. 14. maí 1885, d. 5. mars 1957, Jónsson- ar bónda á Valabjörgum í Helga- fellssveit, Jóhannessonar, Illuga- sonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, Móabúð. Móðir Péturs var Guðlaug Bjamadóttir, bnda í Hraunholtum Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Huga var Kristjánsína Sig- urást, f. 6. júní 1891, d. 27. júlí 1980, Kristjánsdóttir, bónda í Stekkjatröð og Vindási í Eyrarsveit og Jóhanna, f. 1853 í Litla Lóni í Beravík, Jónasdóttir, Jónssonar. Kristján var Athaníassíusson Bjamasonar og Bjargar Guðnadótt- ur frá Hlaðhamri. Minningamar leita á hugann, ég er litla systir sem ekki kann að klæða sig rétt í skóna þegar mamma er farin út að vinna í físki en stóri bróðir, sem er orðinn 8 ára, kann ráð við öllu. Ábyrgðartilfinningin hjá Huga var einstök allt hans líf. Hann hóf fljótlega blaðasölu og sendiferðir í Reykjavík til þess að vinna sér inn peninga. Það var þó ekki fyrir bíó- ferðum eða sælgæti, nei, ónei, hann safnaði auranum saman og þegar hann var 10 ára gamall átti hann nóg fyrir sparifötum. Hann gaf líka mömmu aura þegar pabbi var búinn að vera of lengi að heiman, hann var skipstjóri og á þessum áram voru erlendir togarar við veiðar upp undir landi, svo fískiskip íslendinga sem vora ekki eins djúpsigld og þau erlendu og höfðu lakari veiðarfæri fengu oft lítinn afla. Er þá ekki að minnast á hafís- og veiðileysisár. Þannig orsakaðist það að fyrstu tíu ár hjúskapar foreldra okkar urðu þau að vera í eilífum flutning um ýmsar byggðir Snæfellsness, þar sem þau urðu að koma tveim böm- um sínum af fyóram í fóstur. Eitt sinn fóra þau alla leið til Eskifjarð- ar en það gekk ekki og þau höfn- uðu í Reykjavík. Þar vora þau í einu herbergi og elduðu á gangin- um, allt án þeirra þæginda sem við teljum sjálfsögð í dag. Þama gekk móðir okkar með sjöunda bamið. Við voram þó ekki öll heima í einu, en hún vildi búa okkur öllum heim- ili á meðan við væramenn í æsku. Það tókst að fá húsnæði, tvö herbergi og eldhús í kjallara, íbúðin þótti harla góð. Hús þetta stendur enn og ber nafnið Norðurpóll. Ysta húsið við Hverfisgötu og númer 125. Varla fysti nokkra manneskju að búa þar í dag. í kjallaranum veiktist Hugi af bólgu í kirtlum bakvið lungun og varð að fara á Vífilsstaðahæli. Var hann þar um alllangt skeið en þegar hann út- skrifaðist var hann sendur austur í sveit á gott heimili — þar var sól og mjólk. Það var að Bjóluhjáleigu í Djúp- árhreppi í Rangárvallasýslu. Hann var þama meira og minna næstu árin hjá þessu góða fólki, en sakn- aði þó alltaf móður sinnar sem hann hafði ekki skilið við fyrr en í þessum veikindum. Barnið, sem fæddist þama í kjallaranum, andaðist nokk- urra mánaða gamalt úr lungna- veiki. Þá fannst foreldranum nóg komið. Svo þau fengu aðra íbúð álíka stóra og þægindasnauða en uppi á annarri hæð. Þar leið öllum betur. Þegar ég lít til baka, sé ég vor í lofti, tveir nýfermdir drengir ganga prúðbúnir í götukantinum, engin ærsl, þeir era vinir og ræða um framtíðina. Þar fer Hugi og æskuvinur hans. Systkini Huga vora alls 8. Elstur var Yngvi, f. 29. október 1914, d. 8. nóvember 1955, maki Guðrún Pétursdóttir, böm 8. Hulda f. 24. apríl 1921, maki Alfreð Bjömsson, böm 3. Pétur f. 4. september 1922, skilinn, 8 böm á lífi. Unnur f. 26. febrúar 1927, ekkja, 5 böm. Guð- laug f. 20. apríl 1930, maki Sigfús Tryggvason, 6 börn. Olöf f. 10. júlí 1932, maki Karl Ámason, 3 böm. Tvö systkinanna dóu í frambemsku. Lítið var um vinnu en Hugi fór í allt sem fékkst, hann vann við skepnuhirðingu og heyskap þegar það gafst. Þá Iá ekki á lausu að fara í framhaldsnám nema eiga peninga. Hugi lét þó innrita sig í Alþýðuskólann sem var til húsa í gamla Stýrimannaskólanum og lauk þaðan námi í undirstöðugrein- um. Þá fór hann út í Svefneyjar til ársvistar og fékk að mig minnir sjöhundrað krónur í árskaup. Hon- um líkaði vel þar og var vel látinn. Einnig brá hann sér á síld til Siglu- fjarðar. Eftir það tóku við fjósverk í Mýrarhúsum á Blikastöðum, síðan fjósameistarastaðan á Korpúlfs- stöðum, sem var virðingarstaða. 1940, það örlagaríka ár, sogaðist ísland inn í heimsátökin og var hemumið af Bretum, sem afhentu landið síðan Ameríkumönnum. í kjölfar þess að herinn fór að búa um sig og byggja herskála, rýmkað- ist um atvinnu í Reykjavík og ná- grenni. Fyrst fékk Hugi reyndar vinnu við að þvo af hermönnum, en síðar um sumarið komst hann í Bretavinnu sem var betur borguð. t Eiginmaftur minn, HALLDÓR GUÐMUNDSSON skípstjóri frá Sigurstöftum, Kirkjubraut 51, Akranesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness þann 1. mars. Guftríftur Halldórsdóttir, börn og tengdabörn. t Móðir okkar, INGILEIF KRISTJÁNSDÓTTIR, tll heimilis á Hrlngbraut 94, Keflavík, lést aftfaranótt 1. mars. Kristján Jóhannesson, Oddný Jóhannesdóttir, Jón MárJóhannesson. t Eiginmaður minn, INGÓLFUR ÞORSTEINSSON fyrrv. yfirlögregluþjónn, verftur jarftsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. mars kl. 1 3.30. Helga Guftmundsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faftir okkar, tengdafaftir, afi og langafi, JÓN INDRIÐI HALLDÓRSSON, Efstasundi 29, andaftist í Borgarspítalanum aft kvöldi 1. mars. Útför hans verður auglýst sfðar. Geirný Tómasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.