Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 35
Guðmundur Ingólfsson heldur mál- verkasýningu Guðmundur Ingólfsson píanó- leikari opnar sína fyrstu mál- verkasýningu í Djúpinu við Hafnar- stræti á morgun, laugardaginn 4. mars, klukkan 16.00. Á sýningunni verða 12 olíuverk og eru tvö þeirra í einkaeign, en hin eru flest máluð á þessu ári. Guðmundur Ingólfsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði alla tíð fengist við málverkið samhliða tónlistinni þótt ekki hefði hann sýnt opinberlega fyrr en nú. „Þessi sýning er eins konar af- mælisgjöf frá mér til mín, en ég verð fimmtugur í júní á þessu ári,“ sagði Guðmundur og bætti við að málverkin væru eins konar „impróvasjónir" sem honum hefði ekki tekist að koma frá sér á píanó- inu. „Þetta eru ólík tjáningarform þótt tilfínningamar sem að baki búa séu þær sömu. í tónlistinni tekst manni oft best upp þegar engin upptökutæki eru til staðar og bestu tónamir Ijúka því oftast út í bu- skann. í málverkinu nær maður hins vegar að festa þessar tilfínn- ingar á strigann og þær standa þar næstu hundrað árin.“ Við opnun sýningarinnar á laug- ardag munu nokkrir félagar Guð- mundar úr djassinum, undir stjóm nafna hans Steingrímssonar, heiðra listamanninn með hljóðfæraslætti. (?80I SffAV í; ÍUJOAaVrp.öl GWA I3KUOHO!/ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1980 - 35 YESTMANNAEYJAR Sigga Gunn fagnað við heimkomuna Tekið var á móti Sigurði Gunn- arssyni, handknattleiksmarini, með viðhöfn á flugvellinum í Eyjum í gær. Vom Sigurði færð blóm og hamingjuóskir í tilefni frábærs ár- angurs handboltalandsliðsins í Frakklandi. Sigurður, sem í vetur hefur starf- að sem þjálfari og leikmaður 1. deildarliðs ÍBV, kom ásamt fjöl- skyldu sinni til Eyja í gærmorgun. Á flugvellinum beið hans móttöku- nefnd sem færði honum hamingju- óskir vegna árangurs handbolta- landsliðsins. Ragnar Óskarsson, forseti bæjarstjómar, færði Sigurði blóm og hamingjuóskir fyrir hönd bæjarstjómar. Forystumenn hand- knattleiksdeildar ÍBV og íþróttafé- lagsins Þórs færðu honum einnig blóm og hamingjuóskir fyrir hönd félaga sinna. Þá fluttu formaður ÍBV, og íþróttafulltrúi bæjarins Sigurði hamingjuóskir, og buðu hann vel- kominn heim á ný. Grímur Fuglaskoðarar á buastæði Tesco-verslunarinnar í Kent á Eng- landi. FUGLAR Gullskríkja dregur að sér múg og margmenni Fyrir skömmu mátti sjá hóp manna fyrir utan stórversl- unina Tesco í Kent á Englandi með sjónauka og myndarvélar á þrífótum. Það hafði spurst út að fugl sem nefnist gullskríkja (Vermivora Chrysoptera) hafði sest í tijágrein skammt frá versl- uninni. Það merkilega við þenn- an fugl er að aldrei hefur til hans sést austan megin Atlants- ála, en gullskríkja er farfugl sem hefur sumarstöðvar á austur- strönd Bandaríkjanna en flýgur svo yfirleitt til Kólómbíu og Gu- atemala á vetuma. Töldu fugla- fræðingar að gullskríkjuna hefði borið af leið í hauststormum og þannig stæði á ferðum hennar á Bretlandi. Talsmaður verslunarinnar sagði að um 250 fuglaskoðarar hefðu fylgst með fuglinum af bílastæði hennar með myndavél- um og sjónaukum. „Sumir komu frá Skotlandi og okkur skilst að hópur fuglaskoðara sé á leið frá Hollandi. Það veldur okkur hins vegar áhyggjum að hér eru bfla- stæði fyrir aðeins 500 bíla og við viljum ekki að fuglaskoðarar leggi þau undir sig. En viðskipt- in blómstra á kaffíhúsinu okkar.“ |—|-----■—| HERRAJAKKAFÖT FRÁ KR. 9.900,- DÖMUDRAGTIR FRÁKR. 7.800.- HERRASKYRTUR FRÁKR. 1.950.- i' J f^' " M A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.