Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 „ Éq ae.tlcx aS iofcx cxb nó. sé.r í rna--Urm sjdifum." HÖGNI HREKKVÍSI , pETTA ER’ BÁLfeElEHJR AAE&U/HÚR. \ FUGLA SKOÞUNARKÉLA&lblU." Islenska harmónikku tónlist í útvarpið Til Velvakanda. Ég undirritaður er ellilífeyrisþegi og bý hér á Norðurbrún 1, ásamt hundrað manns. Við erum ekki ánægð með dagskrárliði Útvarpsins og okkur finnst að það ætti að bjóða miklu meira upp á íslenskt efni, heldur en nú er. Við sofnum á kvöld- in og vöknum á morgnana við popp og djass og sinfóníur, sem er uppi- staðan í dagskrárliðunum mest all- an sólarhringinn. Eini þátturinn sem ég man er sá sem Hermann Ragnar stjómar. Hann býður bara upp á íslenskt efni. Hann er sko sannur íslending- ur og hann ætti að vera dagskrár- stjóri. Við á Norðurbrún færum Ragnari bestu kveðjur með ósk um að hann sendi okkur gott harmón- ikkulag, ef hann getur. Það væri vel þegið. Útvarpið er bara orðið fyrir unga fólkið. Einhverntíma verðið þið sjálf gömul og þá gæti verið að þið ósk- uðuð eftir meira af íslensku efni. Við óskum eftir miklu meira af ein- söngvurum, kórsöngvum og við tölum nú ekki um harmónikkuna sem að við dönsuðum öll eftir þegar við vorum ung. Þá voru engar hljómsveitir. Þeir Reykvíkingar sem stjórna harmónikkuþáttunum ættu að skammast sín fyrir hvað þeir em ókurteisir við okkar íslensku harm- ónikkusnillinga eins og t.d. Braga Hlíðberg, Órvar Kristjánsson, Gretti Bjömsson, Anton og fleiri. Ég veit ekki hvað Reylq'avíkur- stjórnendumir em að hugsa með því að bjóða landsmönnum upp á útlenska músík og sniðganga okkar harmónikkusnillinga sem að ekki gefa þeim útlensku neitt eftir, nema síður sé. Hvers eiga þeir að gjalda? Þetta er alger ókurteisi og þessu verður að kippa í lag og það strax. Með vinsemd og kurteisi, Jóhann Þórólfsson Lífeyrissjóður húsmæðra Til Velvakanda. Á íjárlögum þessa árs em stórar upphæðir í framlög til lífeyrissjóðs bænda og hefur ríkisvaldið þannig viðurkennt sérstöðu bænda í lífeyr- issjóðakerfinu. En það finnst hvergi einn eyrir til lífeyrissjóðs hús- mæðra. Það hlýtur að vera tíma- bært að taka málin um lífeyris- greiðslur til gagngerrar athugunar; það er hvort eð er ríkissjóður, sem er greiðsluaðili að öllum helstu lífeyrissjóðunum. Það er ömurlegt að hugsa til þess, að húsmæður, sem hafa e.t.v. verið giftar í 40 ár eða meira, eiga engan rétt á lífeyri. Og ef eigin- maðurinn deyr á undan, sem oft ber við, vegna þess að menn vom of fátækir í gamla daga til að gifta sig ungir, þá verður ekkjan að hrökklast úr húsinu þeirra. Engu máli skiptir, þó að hún hrökkvi upp af. Víkverji Enda þótt Víkveiji dagsins hafi ekki enn lifað í hálfa öld, hefur hann lifað tímana tvenna og jafnvel fleiri, hvað menntun í landinu varð- ar. Þeir möguleikar, sem mönnum bjóðast nú til menntunar, em svo miklu fleiri en Var fyrir röskum tuttugu ámm, þegar Víkvetji lauk sínu stúdentsprófí. Kröfumar til menntunar hafa þó ef til vill vaxið enn hraðar og nú menntar enginn maður sig fyrir lífstíð í einum áfanga, heldur kreijast flest störf endurmenntunar og sum hennar stöðugrar. Þannig var Víkverji dagsins í síðustu viku á námskeiði um notkun tölvunnar, sem þessi pistill er saminn á. Möguleikar tölv- unnar vaxa stöðugt og þetta var hvorki fyrsta né síðasta námskeiðið, sem Víkveiji sækir, þótt ekki væri til annars en bara skrifa þennan pistil á þann hátt, sem vinnsla Morgunblaðsins krefst. XXX essar hugrenningar verða til vegna þess að Víkveiji var að renna augunum yfir blaðið_„Háskól- inn — stúdentafréttir". Á forsíðu þess er frásögn, sem undirstrikar þær breytingar sem Víkveiji minnt- ist á í upphafi þessa pistils. Þar er sagt frá námi þriggja manna, tveggja karla og einnar konu, við Háskólann. Og það sem gerir frá- sögnina athyglisverða, er það, að þetta fólk em þrír ættliðir og eflaust einsdæmi að þrír ættliðir hafi verið Mér finnst, að eiginkonan eigi skilyrðislaust eins mikið í lífeyri eiginmannsins og hann sjálfur og eigi allan rétt á óskiptum lífeyri hans, á meðan hún lifir. Það er að verða allt of mikið misrétti í lífeyrisgreiðslum til þeirra, sem nú em í þann veginn að hætta störfum. Sumir geta fyrir- hafnarlaust rakað að sér hundruð- um þúsunda króna á mánuði, en aðrir fá ekki neitt. Fólk utan af landi fer verst út úr þessu. Þar voru engir lífeyrissjóðir til og enga menntun að fá. Sérstaklega er kon- ur utan af landi illa settar að þessu leyti. Erlendis láta félagasamtök eldri borgara mikið að sér kveða í sam- bandi við velferðarmál hinna eldri og er full þörf á, að svo verði einn- ig hér, þar sem gamalt fólk er skattpínt fram í rauðan dauðann og fær ekki einu sinni frið til að skrifar skólasystkini við Háskóla íslands. XXX essir námsmenn em Halldór S. Rafnar, framkvæmdastjóri Blindrafélags íslands, sem nú stundar háskólanám öðru sinni, en hann lauk lögfræðiprófi frá skóían- um 1950. Og það sem hann leggur á sig er að nota tímann frá klukkan fimm til sjö á morgnana til að fara yfir námsefnið! Halldór stundar nám í sagnfræði. Dóttir Halldórs, Ásthildur, er komin á annað ár í heimspeki og sonur hennar, Halldór Friðrik Þor- steinsson, stundar nám í viðskipta- fræðum. Hann tekur heimspeki sem aukafag og sátu þau mæðginin saman í tímum fyrir jól. I samtali við Stúdentafréttir lét Halldór vel af glósum móður sinnar! „Við emm líklega svona forvitin íjölskylda," segja þau við Stúdenta- fréttir. Annað getur ekki verið en að það þjóðfélag komist af, sem á svona forvitið fólk og möguleika til að svala forvitni þess. xxx * Iþessu sama blaði af Stúdenta- fréttum er rætt við kennara, sem kennt hafa við skóla erlendis, og reynt að svara spumingunni um það, hvort íslenzkir stúdentar séu frábmgðnir nemum við erlenda skóla. Pyrir það fyrsta era bomir saman búa í íbúðum sínum. Húsmæður, sem em að komast á eftirlaunaaldur, hafa margar tek- ið ómældan þátt í uppeldi bama- bamanna, svo að bömin gætu lokið námi og féllu ekki sömu gryfju menntunarskorts og þær sjálfar. Og nú em þær önnum kafnar við að hjúkra gömlu mönnunum sínum, svo að þeir þurfi ekki að vera á sjúkrahúsi eða elliheimili. Störf húsmæðra eru ekki síður þjóðhagslega mikils virði en störf annarra. Þau hafa bara ekki ennþá verið metin til fjár. Það má ekki dragast lengur, ef nokkur kona á í framtíðinni að fást til þess að vera húsmóðir. Alþingismenn, karl- ar jafnt sem konur, ættu að sjá sóma sinn í koma því réttlætismáli í höfn sem lífeyrissjóður húsmæðra er. Það þolir enga bið. Kona. íslenzkir stúdentar og bandarískir og er þá nefnt til, að þeir íslenzku séu eldri og veraldarvanari og margir famir að búa og eignast börri, meðan þeir bandarísku em óskiptir í náminu. Kennari, sem kynnzt hefur bandarískum, spænskum og egypzkum háskóla- nemum auk íslendinga, segir þá síðasttöldu vera lokaðri persónu- leika en hina og oft verr undir há- skólanám búna. Þátttöku í atvinnu- lífinu hafa íslenzkir nemendur fram yfir erlenda námsmenn, en hún kann líka að koma niður á náminu og í umræðu um íslendinga og sænska háskólanema eru atvinnu- tækifærin hér á landi nefnd til skýr- ingar á því af hveiju áberandi fleiri háskólanemendur detta hér á landi út úr námi eftir eitt ár. XXX g í útdrætti Stúdentafrétta segir um íslendingana: „Oft er eins og gmndvallarhlutir vefjist fyrir þeim. Þeir em ónákvæmari, skortir dugnað og em ákaflega sér- hlífnir..Þetta virðist þó gufa upp úr íslendingunum, þegar þeir koma í framhaldsnám erlendis. Þá vaknar sennilega í þeim forvitni, eins og sú sem rekur áfram fjöl- skylduna sem sagt er frá í þessum pistli, því á erlendri gmndu em íslenzkir námsmenn fljótir að til- einka sér nýja hluti og standa þar- lendum nemendum fyllilega á sporði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.