Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989 43 V-ÞYSKALAND Arie Haanhefur átt í útistöðumvið þijá leikmenn Stuttgart. Óánægja hjá Stuttgart „ARIE Haan, þjálfari Stuttgart, á nú í stríði við þrjá leikmenn Stuttgart, Karl Allgöwer, Jurg- en Klinsmann og nú síðast Ásgeir Sigurvinsson." Þetta mátti lesa í mörgum dagblöð- um hér í V-Þýskalandi í gœr. Frá JóniHalldórí Garöarssyni ÍÞýskalandi Það er greinilegt að mikil óán- ægja er með Arie Haan hjá leimönnum Stuttgart um þessar mundir. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær skilaði Ásgeir Sigurvinsson fyrir- liðabandinu á sunnudaginn - á fundi með þjálfara og leikmönnum. Ásgeir segir í viðtali í dagblöðun- um í gær að fyrirliðinn og þjálfar- inn verði að standa saman og að fyrirliðinn verði að eiga fast sæti í liðinu. En eins og áður hefur komið fram hefur Haan oftar en ekki tek- ið Ásgeir útaf í leikjum liðsins. Arie Haan segir að Ásgeir eigi eftir að taka aftur við fyrirliðastöð- unni, en Ásgeir hefur lýst því yfír að hann geri það ekki. „Ef Ásgeir leikur eins vel án fyrirliðabandsins og hann gerði gegn Real Sociedad í Evrópuleiknum, þarf hann ekki að taka við fyrirliðastöðunni aftur," segir Arie Haan. Haan er undir miklu álagi þessa dagana þar sem faðir hans er mik- ið veikur. Hann hefur einnig fengið tilboð frá Marseille í Frakklandi og Atletico Mardrid á Spáni og er ta- lið að það trufli störf hans hjá Stuttgart. Stuttgart mætir Bayem Miinc- hen í deildarkeppninni á laugardag- inn. Það er ljóst að Klinsmann og Allgöwer leika ekki með Stuttgart vegna meiðsla og Immel, markvörð- ur, tekur út leikbann, en við stöðu hans í markinu tekur hinn 22 ára gamli Eberhart Trautner. FELAGSMAL Herrakvöld Stjömunnar Herrakvöld Stjömunnar verður í kvöld að Garðarholti. Ræðu- maður kvöldsins verður Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra. Á dagskrá verður Stjömuglens, skyndihappdrætti, málverkauppboð og fleira. KNATTSPYRNA Mótá Akranesi Asunnudag verður haldið inn- anhússmót í knattspymu fyrir lið í 6. flokki. Hveiju félagi er heim- ilt að senda tvö lið. Steinn Helgason tekur við þátttökutilkynningum (s. 93-13311 og 93-11899), en frestur rennur út í kvöld. KNATTSPYRNA Dómaranámskeið Knattspymudómarafélag Reykjavík verður með nám- skeið í næstu viku fyrir alla þá, sem vilja verða dómarar í knattspymu. Námskeiðið, sem fer fram í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, hefst kl. 20 á mánudag og verðúr fram hald- ið á sama tíma 9. og 13. mars. LYFJANOTKUN Ben Johnson hefur notað hormónalyf undanfarin ár - sagði þjálfari hans, Charlie Francis, við opinbera yfirheyrslu í Kanada í gær. Þjálfarinn sá sjálfur um að sprauta Johnson um tíma Reuter Ban Johnson og þjálfari hans, Charlie Francis. Myndin var tekin á æfingu fyrir Olympíuleikana í Seoul í fyrra. KAN ADÍSKI hlauparinn Ben Johnson, sem á heimsmetið f 100 m hlaupl, hefur neytt ólöglegra hormónalyfja um nokkurra ára skeið, að sögn þjálfara hans. Charlie Fran- cis, fyrsti og eini þjálfari Bens Johnsons, grefndi frá þessu f yfirheyrslu hjá opinberri rannsóknarnefnd í Kanada í gœr, þar sem hann er eið- svarinn. Þjálfarinn sagðist sjálfur hafa séð um að sprauta Johnson um tfma. Johnson var sviptur gullverð- launum sínum sem hann hlaut fyrir sigur í 100 m hlaupi á Olympíuleikunum í Seoul sl. haust. Þá fannst stanozolol, ólög- legt hormónalyf, í þvagi hans. Þetta lyf hefur hann einmitt notað í nokkur ár, að sögn þjálfarans. Charlie Francis segir Johnson hafa vitað allan tímann að lyf þessi væru ólögleg, en íþrótta- maðurinn sjálfur hefur ætíð hald- ið hinu gagnstæða fram. Á ,,kúr“ fyrir HM1987 Francis upplýsti í gær að Jo- hnson hefði neytt steralyfja fyrir heimsmeistaramótið í Róm 1987. Þar setti hann heimsmet í 100 m hlaupi, 9.83 sek., sem enn stend- ur. Keppnin fór fram 30. ágúst og sagði Francis að hlauparinn hefði verið á lyQakúr mánuðina tvo á undan, júní og júlí. Þjálfar- inn gaf honum lyfín sjálfur. Sterar og vaxtarhormón Johnson hóf að nota anabólska stera og vaxtarhormón árið 1981. Steramir eru tilbúin framleiðsla aðalkarlhormónsins, testósteróns. Það eykur þyngd og vöðvastyrk og gerir íþróttamönnum kleyft að æfa lengur og þeir verða fljótari að ná sér eftir erfiðar æfíngar. Vaxtarhormón er sjaldgæft lyf og mjög dýrt. Upphaflega var það notað á dvergvaxin böm. Engin próf em til við þessu lyfí og því er það ekki nefnt á bannlista. Þjálfarinn Francis viðurkenndi að hafa sjálfur notað sterann dianabol árið 1973, er hann keppti í spretthlaupum. Þess má geta að steralyf vom ekki sett á bann- lista alþjóða sambandsins fyrr en tveimur ámm síðar, 1975. Fran- cis sagði það hafa verið orðið ljóst árið 1981 að notkun anabólskra stera væri mjög almenn hjá íþróttamönnum í Bandaríkjunum og Evrópu. Menn hefðu því orðið að spyija sjálfa sig að því hvort mögulegt væri að komast í fremstu röð án þess að neyta hormónalyfla — og ef svo væri ekki, hvort viðkomandi ætti að neyta þeirra? Efnilegur, en... Francis sagðist hafa rætt þessi mál við þijá kanadíska íþrótta- menn — Desai Williams og Tony Sharpe, auk Bens — árið 1981, og allir hefðu þeir ákveðið að hefla notkun steralyQa. Það ár notuðu þeir dianabol, söðluðu síðan um og hófu neyslu stanozol- ols árið eftir, og fóm svo að nota það á nýjan leik 1985. Læknir Johnsons, Astaphan, sá um að gefa honum lyfín, en eftir að hann fluttist frá Torontó, 1986, sá Francis sjálfur um það. Francis sagði um Johnson: „Það fór ekki á milli mála að hann var mjög efnilegur sprett- hlaupari árið 1981. Hann hljóp 100 metrana á 10,25 sekúndum, en hann skorti styrk...“ Hlaupakonan Issajenko hóf lyfjanotkun 1979 Francis sagði við yfírheyrslum- ar í gær að kanadíska hlaupakon- an Angella Issajenko hefði byijað að nota steralyf 1979. Issajenko, sem Francis þjálfaði einnig, á besta heimstímann í 50 m hlaupi innanhúss og vann silfurverðlaun í 4x100 m boðhlaupi á ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984. Hún tók einnig vaxtarhormón, ásamt Johnson og Tony Sharpe, að sögn þjálfarans. Efnið sem unnið er úr heiladingli fólks eftir andlát þess, er oft notað til að auka vöxt dverga. Læknir Bens, Mario „Jamie" Astaphan útvegaði efnið. Hvað hormónalyfín varðar nefíidi Francis fleiri tíl sögunnar Mark McKoy, sem varð fjórði í 110 m grindahlaupi á Ólympíu- leikunum 1984, og langstökkva- rann Tracie Smith. Hann sagði Mark og Desai Williams hafa fengið samskonar lyQagjafir og Ben haustið 1987, furazabol í sprautuformi í sex vikur. Francis sagðist hafa sprautað McKoy, Williams, Smith og Killingbeck í íbúð sinni, eins og Ben Johnson. Francis upplýsti ennfremur að Johnson hefði ekki orðið um sel er hann komst að því hve margir félaga hans væru einnig famir að nota steralyf — þá væri hættan meiri á þvf að upp kæmist um, notkunina. KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ KR vann Hauka í jöfnum leik KR sigraði Hauka með eins stigs mun, 83:84, í spennandi leik í Hafnarfíðri í gærkvöldi. Unglinga- landsliðsmaðurinn Jón Arnar Ing- I varsson fór á kost- SkúliUnnar um og skoraði 34 Sveinsson stig fyrir Hauka, en skrífar það dugði skammt. KR-ingar byijuðu betur og pressuvöm þeirra gekk vel upp, en Haukar náðu fljótlega að stöðva þá og jafna og ná yfír- höndinni. Munurinn í hálfleik var þó ekki nema eitt stig, 44:43, Hauk- um í vil. Haukar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og leiddu allt þar til 4 mínútur vom eftir og staðan 73:74. Mikil spenna var síðustu mínútumar. Þegar 40 sek. vom eftir og staðan 83:84 fengu Haukar boltann. Jón Amar átti síðasta skot- ið og öllum á óvart hitti hann ekki j ofaní körfuna og KR-ingar fögnuðu I sigri. Hinn ungi og efnilegi Jón Amar Ingvarsson var langbestur hjá Haukum og'skoraði margar fallegar körfur auk þess_ að eiga góðan leik í vöm. Eyþór Ámason átti einnig ágætan leik. Hjá KR vora Birgir Mikaelsson og Guðni Guðnason bestir. Einnig lék Ólafur Guð- mundsson vel. Stúdentarfallnlr Slökustu lið Flugleiðadeildar- innar áttust við í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöldi. Þórsarar sigmðu Stúdenta, 60:68 og þvi er ljóst að Hörður Stúdentar falla í 1. Magnússon deild. Þórsarar skrífar eygja von um áframhaldandi vera í úrvalsdeildinni. Til þess að halda sæti sínu verða Þórsarar að vinna næst efsta lið 1. deildar í úrslitaleik um úrvalsdeildarsætið. Leikurinn var eins og gefur að skilja ákaflega slakur, en gestimir börðust betur og það réði úrslitum. ÍS — Þór 60 : 68 fþróttahús Kennaraháskólans, fslands- mótið 1 körfuknattleik, fimmtudaginn 2. mars 1989. Gangur leiksins: 2:2, 7:2,9:13,11:20, 15:28, 22:32, 22:36, 30:40, 36:47, 45:55, 51:61, 55:63, 60:64, 60:68. Stig ÍS: Valdimar Guðlaugsson 18, Guðmundur Jóhannsson 17, Helgi Gú- stafsson 14, Auðunn Elísson 3, Gísli Pálsson 3, Þorsteinn Guðmundsson 3, Heimir Jónasson 2, Stig Þórs: Jóhann Sigurðsson 15, Eiríkur Sigurðsson 14, Guðmundur Bjömsson 13, Kristján Rafnsson 12, Bjöm Sveinsson 12, Þórir Jón Guð- laugsson 2. Áhorfendur: 10. Dómarar: Sigurður og Gunnar Val- geirssynir og dæmdu þokkalega. Haukar—KR 83 : 84 íþróttahúsið í Hafnarfirði, íslandsmótið t körfuknattleik, fimmtudaginn 2. mars 1989. Gangur leiksins: 0:7, 6:9, 19:18, 30:31, 42:37, 44:43, 52:53, 57:63, 65:56, 73:74, 81:80,83:84. Stig Hauka: Jón Amar Ingvarsson 34, Eyþór Ámason 14, fvar Ásgrímsson 14, Pálmar Sigurðsson 13, Haraldur Sæmundsson 4, Tiyggvi Jónsson 4. Stig KR: Birgir Mikaelsson 27, Guðni Guðnason 26, Ólafur Guðmundsson 14, Ivar Webster 8, Lárus Ámason 5, Böð- var Guðjónsson 2, Matthias Einarsson 2. Áhorfendur: 42. Dómarar: Jón Bender og Sigurður Valur Halldórsson og dæmdu þokka- lega. PP Jón Amar Ingvarsson, Haukum. P Ámason, Haukum. Birgir Mika- elsson, Guðni Guðnason og Ólafur Guðmundsson, KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.