Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 44
SJÓVÁ-ALMENNAR Nýtt félag nteð sterkar rætur EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM m _________________Sá FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 VERÐ 1 LAUSASÖLU 80 KR. Stöð 2: 10% eignaraðild út- lendinga hugsanleg STÖÐ 2 vinnur nú að þvi að taka upp formlegt samstarf við erlend- ar sjónvarpsstöðvar með það að markmiði að komast inn á erlenda markaði, einkum í Evrópu. Ráð- gjafárfyrirtœkið Furman Selz hefur verið fengið til að koma þessu samstarfi á að lokinni úttekt á Stöð 2. Til greina kemur að er- lendir aðilar kaupi allt að 10% hlutafiár i Stöð 2, eða að um sam- starf verði að ræða. „Furman Selz hefur verið milli- gönguaðili um margs konar svona samstarf og hlutafjárkaup. Þetta fyrirtæki stóð meðal annars að því þegar WB keypti Lorimar, sem er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í heiminum," segir Jón Ottar Ragnars- son sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Menn frá Furman Selz eru þegar í viðræðum við hugsanlega sam- starfsaðila. Jón Óttar segist á þessu stigi ekki vita hveijir þeir eru. „En þeir munu láta okkur vita af því inn- an tíðar." Forsætisráðherrar EFTA-ríkja: Alyktað um frí- verzlun með fisk Morgunblaðið/Ámi Sæberg Stokkhólmi. Frá Ólafí Þ. Stephensen, blaðamanni RÆTT var um lokaályktun for- sætisráðherrafundar EFTA-ríkj- anna, sem efiit verður til í Osló 14. mars, í óformlegum viðræð- Fegfurst á Norðurlandi AkureyrL ÁTJÁN ára Akureyringur, Stein- unn Geirsdóttir, var valin Fegurð- ardrottning Norðurlands í Sjallan- um í gærkvöldi. Hún var einnig valin Ljósmyndafyrirsæta Norð- urlands og Guðrún Karitas Bjamadóttir var kosin Vinsælasta stúlkan. i Morgunblaðsins. um manna á meðal á þingi Norð- urlandaráðs í Stokkhólmi, en Norðurlönd eru 4 af 6 EFTA- rikjum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þykir Ijóst, að í ályktun forsætisráðherranna verði tekið af skarið um fríversl- un á fiski innan EFTA, en íslend- ingar hafa barist fyrir henni. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, vildi á hinn bóginn ekki staðfesta þetta í Stokkhólmi í gær. Aðspurður um það hvort líklegt væri að samkomulag næðist um fríverzlun með fisk á forsætisráð- herrafundi EFTA, sagðist Jón Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, hafa tekið þátt í samtölum um lokaálykt- un fundarins með forsætisráðherra, og hann teldi að EFTA-ríkin hefðu mjög nálgazt samkomulag um frfverzlun. „Það er þó algerlega ómögulegt að segja fyrir um slíkt með vissu. Það verður að sjálfsögðu ekki hægt fyrr en öll kurl eru kom- in til grafar og fundinum lokið," sagði Jón. „Það gildir sama um fríverzlun með fisk og um frelsi með ijármagn, vörur og vinnuafl, það verður að sjálfsögðu rætt á fundinum, en það er fráleitt að slá því föstu að hvaða niðurstöðu menn komast." Anddyri Þjóðarbókhlöðu glerjað Nýjung í tölvumálum: Upplýsingabanki fyrir tölvueigendur opnaður Fyrirtækið Skjásýn hf. opnar i dag svokallaðan tölvubanka, sem kallast Videotex-tölvubankinn. Þessum banka geta allir tölvueigendur tengst og nálgast með því ýmsar upplýsingar, svo sem um gengisskrán- ingu og vexti, um atburði í lista- og iþróttalífi, áætlanir flugfélaga, áætlunarbila og strætisvagna, og upplýsingar um öll gistihús og veit- ingastaði á landinu, svo eitthvað sé nefht. Þá geta notendur einnig nýtt sér ókeypis smáauglýsingaþjónustu og sent öðrum tölvueigendum bréf. Síðar er fyrirhugað að bæta við frekari upplýsingum, tii dæmis fréttum af erlendum og innlendum vettvangi og ýmsum upplýsingum um fyrirtæki og þjónustu þeirra. Bjami P. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Skjásýnar, sagði að undirbúningur að stofnun tölvu- bankans hefði staðið á annað ár. „Þjónusta slíkra banka er mikið not- uð víða erlendis. Sem dæmi má nefna að í Frakklandi vartölvubanka komið á fót í desemberbyijun 1984 og voru þá 343 þúsund áskrifendur að þjónustu hans. Tveimur og hálfu ári síðar voru þeir tæpar 4,8 milljón- ir. Tölvubanki Skjásýnar getur til að byija með annað 1.200 áskrifend- um og þar af geta 64 notfært sér Innbrot og skemmdarverk í Vognm á Vatnsleysuströnd: Þjófunum yfirsáust 120 þús. krónur í frystikistu Keflavik. INNBROT var framið í Kaupfélag Suðurnesja f Vogum aðfara- nótt fimmtudags og stolið, um 2.000 kr í skiptimynt, rúmlega 50 lengjum af sígarettum, kjöti, áleggi, pylsum, snakki, öli og sokk- um. Þjófnum eða þjófimum yfirsáust 120 þúsund krónur í pening- um sem geymdar voru undir frönskum kartöflum f frystikistu. Síðan var brotist inn hjá fiórum öðrum aðilum sem eru í sömu byggingu, apótekinu, heilsugæslustöðinni, skrifstofu Vatnsleysu- strandarhrepps og bókasafhinu. Talið er að engu hafi verið sto- lið úr skrifstofu hreppsins og apótekinu, en í bókasafninu var stolið 1.000 kr. ávísun og lyfseðilsblokk úr heilsugæslustöðinni. Þjófurinn eða þjófamir unnu umtalsverðar skemmdir á leið sinni um bygginguna, þeir brutu sér leið i gegnum 8 hurðir og notuðu til þess búðarkassann úr kaupfélaginu. í skrifstofu hrepps- ins var rammgerður peningaskáp- ur sem vegur um 500 kíló færður úr stað, en ekki við hann átt að öðru leyti. Þá voru ummerki þess að einhver eða einhveijir hefðu fengið sér í svanginn og var mat- urinn lifrarpylsa. Þetta er í þriðja sinn sem brotist er inn í kaup- félagið í Vogum síðan í sumar, litlu var stolið í báðum tilvikum og eru bæði innbrotin upplýst. Merki voru um að þjófurinn eða þjófamir hefðu verið á bifreið sem lagt var við dyr Kaupfélagsins þar sem brotist var inn og því stutt að bera þýfið. Þeir voru ófundnir í gær, en þá var lögreglan að rannsaka vísbendingar sem hún hafði. Nokkuð hefur verið um inn- brot á Suðumesjum að undan- fömu og sagði óskar Þórmunds- son lögreglufulltrúi að svo virtist sem sami eða sömu aðilar hefðu verið á ferð í öll skiptin. BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Viðskiptavinur Kaupfélagsins gengur út um glerhurð sem þjófamir brutust út um þegar þeir fóru yfir I önnur fyrirtæki hússins. þjónustuna samtímis." Bjami sagði að allir þeir sem ættu PC-tölvur gætu tengst bankan- um, en til þess þarf, auk tölvunnar, samskiptaforrit og símamótald. For- ritið og mótaldið kosta tæpar 20 þúsund krónur og áskriftin verður 900 krónur á mánuði. Fyrstu tvo mánuði starfseminnar verður áskriftin ókeypis og ætla Skjásýnar- menn að nota tímann til að bæta upplýsingum í bankann. „Með samskiptaforriti okkar gefst fólki að auki kostur á að tengjast upplýsingabönkum erlendis," sagði Bjami. „Við reynum að búa til mið- il, sem er sem líkastur litasjónvarpi, en ekki einungis þurrar upplýsingar á skjá. Þannig getum við til dæmis síðar birt myndir." Bjami sagði óþijótandi möguleika á viðbótarupplýsingum ( bankann og nefndi sem dæmi fréttir af ástandi og færð vega. „Enn einn möguleiki er að tengja Tölvubank- ann við almennar bankastofnanir. Þá getur notandinn til dæmis setið heima hjá sér og millifært, greitt gíróseðil og fleira þess háttar." Hættíríhunda- haldsnefiid SIGURJÓN Pétursson, borgarfiill- trúi Aiþýðubandalagsins, sagði sig í gær úr nefiid, sem borgarráð skipaði í haust til að endurskoða reglur um hundahald í Reykjavik. A borgarstjómarfundi í gær greindi Siguijón Pétursson frá því, að hann hefði sagt sig úr nefndinni, þar sem meirihluti hennar virtist ráðinn í að hafa vilja meirihluta borg- arbúa að engu og einungis ætti að gera smávægilegar breytingar á reglunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.