Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 Morgunblaðið/Ingvar • • Olvaður ók á tvo menn EKIÐ var á tvo gangandi vegfarendur á Sóleyjargötu við Hljómskálann aðfaranótt laugardags. Þeir munu ekki vera alvarlega slasaðir. Slysið varð um klukkan 3.20. Fólksbifreið af Mazda-gerð var ekið á tvo menn, sem fluttir voru á slysadeild. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Kærður fyr- ir nauðgun MAÐUR var fyrir helgina úrskurðaður i gæsluvarð- hald, grunaður um nauðgun. Kæra barst til Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrir helgina og á föstudag var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. At- burðurinn á að hafa átt sér stað í Reykjavík. Deildar- myrkvi DEILDARMYRKVI á sólu er í dag, 7. mars. Um það segir m.a. í Almanaki Háskóla Is- lands: Myrkvinn sést tæplega frá íslandi. Aðeins hugsanlegt að byijunin sjáist við sólsetur vestast á Vestflörðum. Á Bjargtöngum hefst myrkvinn ki. 19.08. Sól sest þar kl. 19.13 og er þá 3% af þvermáli hennar hulið. Tunglið fer inn fyrir sól- röndina hægra megin (nálægt „kl. 3“, ef sólinni er líkt við klukkuskífu). Heystuldur FJÓRUM tonnum af vél- bundnu heyi var stoiið úr hlöðu við bæinn Akurholt við Úlfarsfellsveg á laugardag. í hlöðunni voru fímm tonn af heyi. Þegar húsráðandi kom heim að kvöldi laugardags hafði §órum tonnum verið sto- iið og hefur það gerst á tímabil- inu frá hádegi til kvölds. Af ummerkjum má ráða að heyið hafi verið dregið á jámplötu eða vélarhlíf bfls frá hlöðunni niður á veg og þar sett á bfl. Fór fram af hengiflugi LÖGREGLUNNI í Reylyavík var um miðnætti á laugardag tilkynnt að unglingur hefði slasast á skiðum, er hann fór fram af hengiflugi. Unglingurinn ætlaði að dvelja um helgina í skíðaská- lanum ofan Skeggjastaða. Hann mun ekki hafa slasast mikið, en var þó nokkuð marinn og talið nauðsynlegt að læknir liti á hann. Ófært var að skálan- um á venjulegum farartækjum og var björgunarsveitin Kyndill fengin til fararinnar. Farið var á snjóbfl og sleða og unglingur- inn fluttur til byggða. Dæmdur fyrir flár- svik og skjalafals LÆKNIR við Heilsugæslustöðina f Árbæ var f gær dæmdur f 5 mán- aða fangelsi, skilorðsbundið f tvö ár, fyrir skjalafals, fjársvik og brot f opinberu starfí. Hann var fundinn sekur um að hafa falsað samskipt- aseðla sjúklinga, framvfsað þeim hjá sjúkrasamlagi og hagnast þannig um tæpar 16 þúsund krónur. Læknirinn var dæmdur fyrir að hafa falsað 115 samskiptaseðla, sem náðu til 106 sjúklinga, á tímabilinu frá október 1986 til febrúar 1987. í ölium tilfellum var um það að ræða að sjúklingar fengu símalyfseðla, en læknirinn fyllti út samskiptaseðlana eins og sjúklingamir hefðu komið á stofuna til hans. Með því móti fékk hann greitt fyrir lyfseðlana, samtals tæpar 16 þúsund krónur, en læknum er ekki heimilt að taka gjald fyrir símalyfseðla. Þá var læknirinn sýknaður að mestu af 2. kafla ákæru, sem náði til falsana vegna nfu sjúklinga. Læknirinn skrifaði nöfn átta sjúkl- inga sjálfur á samskiptaseðla, en í þeim tilfellum höfðu sjúklingamir komið á stofuna til hans. Gaf læknir- Morgunblaðið/Ami Sæberg Glímt viðkrap ogklaka Borgarstarfsmenn hafa haft f mörgu að snúast þessa þrálátu umhleypingatfð. Snjórinn og ó&erðin hafa aukið álagið á þá og þegar þiðnar tekur enn eitt verkið við. Opna verður ræsin svo allt fari ekki á fíot, pjakka upp klakann og moka krapinu burt. Hér greiða tveir þeirra fyrir vatnsrennslinu á horni Bergstaða- strætis og Skólavörðustfgs, albúnir undir langþráða hlákuna. inn þá skýringu að fólkið hefði gleymt að rita nafnið sjálft á seðlana. Ekki var umdeilt að hann hefði unn- ið þau verk sem tilgreind vom á seðl- unum. Taldi dómarinn að hann hefði ekki notað skjöiin í blekkingarskyni og því væri ekki grundvöllur til sak- fellingar fyrir skjalafals. í einu til- fclli kannaðist sjúklingur ekki við að tiltekið læknisverk hefði verið unnið og var iæknirinn sakfelidur fyrir skjalafals í því tilfelli. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur til fímm mánaða fangelsis- vistar og er refsingin skilorðsbundin í tvö ár. Hann hefur ákveðið að una dómnum fyrir sitt leyti, en ekki ligg- ur fyrir hvort ríkissaksóknari áfrýjar til Hæstaréttar. Ingibjörg Benedikts- dóttir, sakadómari, kvað upp dóminn. Vörubíll í sjóinn í Grandarfjarðarhöfii: „Eg stökk upp á bryggjuna um leið og bíllinn fór út af ‘ - segir Þórunn Kristinsdóttir vörubílsljóri Gnmdarfirði. „ÉG STÖKK út úr bílnum og upp á bryggjuna um leið og bfllinn fór út af,“ sagði Þórunn Kristinsdóttir vörubílstjóri í Grundarfírði í samtali við fréttaritara. Vörubíllinn, sem hún ók, lenti út af bryggj- unni og á kaf í sjóinn f gærmorgun þegar verið var að landa úr togaranum Runólfi SH 135. Bíllinn var með fullfermi, 120 kassa, samtals 7 tonn af fiski. Bfllinn er f eigu frystihússins Sæfangs sem Þórunn vinnur hjá. í gær var allt kolófært hér á norðanverðu Snæ- fellsnesi og ekki hægt að fá krana frá Ólafsvfk til að ná bílnum upp. Er búist við að reynt verði að ná honum upp f dag. Þórunn sagðist hafa verið á vöru- bflnum af og til í nokkur ár. Hún lýsti óhappinu þannig: „Komið var fiillfermi á bflinn og var ég að snúa við á bryggjunni. Til þess þarf að taka bílinn fram og svo dálítið aft- ur. Þegar ég var búinn að setja í bakk til að snúa honum festist hann í bakkgímum og kúplingin sleit aldrei. Það eru mjög stórir og góð- Hrísey í vanda Vélbáturinn Hrisey lenti í vandræðum fyrir utan Höfii síðdegis f gær þegar drapst á aðalvél skipsins og ekki tókst að koma henni í gang á ný. Skipið rak stjómlaust til lands og komu nokkrir bátar til hjálpar. Skutu þeir línu til Hríseyjar og náðu að bjarga henni á síðustu stundu frá að skella í fjömnni. ir speglar á bflnum og ég fylgdist alitaf með hvað hann var kominn langt aftur en kantamir á bryggj- unni em fenntir í kaf og því engin fyrirstaða. Ég sá alltaf pollann sem Runólfur er bundinn við og reyndi að bremsa og setti líka í hand- bremsu. Bremsan tók aldrei og kemur líkiega aldrei í ljós hvort það var vegna hálkunnar eða þyngsl- anna á bflnum. Þegar ég sá að aft- urhjólið var komið að pollanum fór ég að hugsa um að stökkva út og stökk í þann mund er bfllinn fór út af. Bfllinn lenti á landfestum skipsins og hékk þar smá stund en kassamir fóm allir í sjóinn. Þama sat hann töluverða stund, en ekki nægilega lengi til þess að næðist að koma í hann spotta. Svo gáfu landfestamar sig, bfllinn fór í sjóinn og var fljótur að sökkva," sagði Þómnn. Utanríkisráðuneytið: Yfirvinna skorin niður um helming YFIRVINNA í utanríkisráðu- neytinu hefiir verið skorin niður um helming og rúmlega það. Var þetta gert í framhaldi af ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um sparn- að f launakostnaði hins opinbera. Stefán Friðfínnsson aðstoðar- maður utanríkisráðherra segir að með þessum niðurskurði á yfírvinnu og öðmm atriðum telji ráðuneytis- menn að þeir nái fyrrgreindu mark- miði ríkisstjómarinnar. Með öðmm atriðum er átt við hluti eins og ferðakostnað og risnu. Stefán segir að unnið sé að frek- ari hagkvæmni í rekstri ráðuneytis- ins en tillögur þess eðlis ekki enn fullmótaðar eða komnar til ákvörð- unar. „Við höfum sett okkur það markmið að ná þessu 4% marki stjómvalda. Þetta ráðuneyti mun ekki skerast úr leik hvað það varð- ar,“ segir Stefán. Þómnn sagði að sér hefði alltaf gengið vel með vömbflinn þrátt fyrir vond veður og væri því varla búin að átta mig á þessu óhappi. „Ég hef haft meirapróf í tíu ár og gefst ekki upp þótt eitt óhapp hendi, enda er vinnan á bflnum góð tilbreyting frá því að vinna á borði í Sæfangi," sagði hún. Til að ná bflnum upp úr höfninni þarf krana sem þarf að fá frá Ólafsvík. Þangað var hinsvegar kolófært í gær eins og í allar aðrar áttir. Meðal annars féll þijátíu metra breitt og þriggja metra djúpt snjóflóð á veginn fyrir Búlands- höfða i fyrrinótt og vann jarðýta við að hreinsa veginn í gær. Auk þess er ófært f Fróðárhreppi og aftakaveður. Öli tiltæk tæki Vega- gerðarinnar vom send klukkan ijögur í fyrrinótt til hjálpar rútu frá Hellissandi sem situr föst til móts við bæinn Tungu í Fróðárhreppi. Tókst loks að losa rútuna, sem var með 20 farþega innanborðs, upp úr klukkan 14 í gær. Að sögn Bjöms Jónssonar héraðsstjóra Vegagerðarinnar í Ólafsvík er aldr- ei nógu vel brýnt fyrir fólki að leggja ekki út í ferðalög þegar veð- urhorfur em slæmar og færð tvísýn. -Ragnheiður Strand Alftafells SU: Tjónið 7 til 10 milljónir króna Eskifirði. TJÓNIÐ, sem varð á Álftafelli SU þegar það strandaði við mynni Fáskrúðsfjarðar fyrir skömmu, er að öllum líkindum 7 til 10 milljón- fr króna, að sögn Agnars Erlingssonar deUdarstjóra hjá Samábyrgð Islands á fiskiskipum. Skipið var tekið i slipp á Neskaupstað á laugar- daginn og þá var sjóprófiim vegna strandsins haldið áfiram á Eski- firði. Þá voru einnig sjópróf vegna óhapps sem varð þegar ÁlftafeU- inu var siglt frá Fáskrúðsfirði í slipp á Neskaupstað. Ekki tókst að ljúka sjóprófiinum þar sem ekki tókst að ná til allra þeirra sem koma þurftu fyrir réttinn. Sjóprófunum verður því trúlega haldið áfram á Eskifírði á morgun, miðvikudag. Að sjóprófum loknum verða öll málskjöl send ríkissaksóknara sem sker úr um framhald málsins. Auk þess verða málskjöl send rannsókn- amefnd sjóslysa, Siglingamála- stofnun og hagsmunaaðilum. Að fengnu samþykki trygginga- félags skipsins og Siglingamála- stofnunar ríkisins var Álftafellinu siglt frá Fáskrúðsfírði tii viðgerðar á Neskaupstað eftir að hafa verið þétt til bráðabirgða á Fáskrúðs- fírði. Siglingamálastofnun setti þau skilyrði fyrir siglingu skipsins að um borð í því yrðu nægar dælur, það yrði f fylgd með öðru skipi, siglt yrði á hægri ferð og gott yrði í sjó. Dælur í Álftafellinu héldu í við lekann á skipinu þar til komið var að Gerpi en þá stöðvuðust þær, að öllum líkindum vegna óhreininda í lest skipsins, fískúrgangs og ein- angrunar sem losnaði við strandið. Loðnuskipið Pétur Jónsson kom Álftafellinu til aðstoðar og dældi sjónum úr skipinu með loðnudæiu. Vont var hins vegar í sjó og slitn- uðu skipin frá hvort öðru. Þá setti Álftafellið á fulla ferð til Neskaupstaðar og ætlaði að freista þess að ná til hafnar. Mikil slagsíða, 40 til 45 gráða, var komin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.