Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 5 Siglfirð- ingar vökn- uðu upp við jarðskjálfta Siglfírðingar vöknuðu upp vlð vondan draum aðfaranótt sunnu- dags og héldu menn að snjóflóð hefði fallið í nágreni bæjarins. Svo reyndist þó ekki vera, heldur hafði jarðskjálftakippur vakið Siglfirðingana. Kippurinn fannst laust fyrir kl. fjögur um nóttina og að sögn Ragn- ars Aðalsteinssonar jarðskjálfta- fræðings var hann á bilinu 2 - 2,5 á Richter. Jarðskjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra frá Siglufirði, að öllum líkindum í átt til hafs. Ekki taldi Ragnar ástæðu til að óttast vegna skjálftans, þeir væru algengir á Norðurlandi og menn kipptu ser ekki upp við svona smáskjálfta. Endaði ferð- ina utan vegar UNGUR maður var stöðvaður af lögreglunni í Reykjavík aðfara- nótt laugardags, er hann ók á mikliun hraða um götur bæjarins. Hann endaði för sfna utan vegar, en hafði þá ekið utan i lög- reglubíl. Hann er grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn hafði tekið bíl föður síns ófrjálsri hendi og veitti lögreglan honum athygli á Breiðholtsbraut. Á Höfðabakka ók hann utan í lög- reglubíl, sem ætlað var að hefta för hans og síðan inn á Vatnsveituveg, þar sem hann missti stjóm á bflnum og endaði utan vegar. Fylgifískar loðnunnar FYLGIFISKAR loðnunnar eru margir, bæði ofan og neðan yfírborðs. i Ekki hefur borið á hnúfubak í loðnunni eftir að hún gekk upp á Loðnan er mikilvægur hlekkur í fæðukeðjunni, einkum fyrir þorskinn, grunnið, en fyrr í vetur ollu stórhvelin miklum vandkvæðum við veið- en smáhveli eins og höfrungar gera sér einnig mat úr henni og fylla amar. Ekki er vitað til þess að höfrungurinn sé sjómönnum til ama. því hinn fjölskrúðuga hóp keppinauta mannanna um loðnuna. Á loðnumiðunum undan Eyjafjöllum. Jón Kjartansson er með nótina I á síðunni og í forgmnni bregða höfrungamir á leik í matarhléi. Nýrrar loðnugöngu er beðið HLÉ hefur nú orðið á loðnuveiðum í nokkra daga. Veiðin datt niður um helgina og skipin fóru þá inn. í gær morgun héldu þau út aftur en ekkert hafði heyrzt frá þeim síðdegis. Menn eru þó vissir um að ný ganga sé á leiðinni að sögn Ástráðs Ingvarssonar í Loðnunefíind. Sum skipanna reyndu fyrir sér við Eyjar í gær og önnur við Stokksnes, biðu þar nýju göngunnar. Um 220.000 tonn af loðnukvótanum eru óveidd, en gefí loðnan sig að nýju og veður verði skapleg, telja menn að kvótinn geti náðst. Frá upphafi vertíðar er aflinn orðinn um 700.000 tonn. 17 skip eiga nú eftir minna en 4.000 tonn af kvóta sínum, nokkur aðeins einn túr og ein- staka skip er komið yfír kvóta sinn, en hefur fengið veiðiheim- ildir frá öðrum skipum. Helga IIRE er með mestan afla, 26.500 tonn, enda fískar hún kvóta tveggja skipa, sinn eiginn og Helgu III RE, sem er í eigu sömu útgerðar. 8 skip hafa fengið meira en 20.000 tonn og era Helga og Hólmaborg aflahæst. FERÐASK9IFSTOFA FÍB VflMMfíMFDA, IFLDÚIOÚBIl! Þjónusta okkar er öllum opin. Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sérhæfum við okkur í flugi og bíl, einfaldlega vegna þess að þar getum við boðið þér vel. Vegna traustra tengsla okkar við ýmis systursamtök í Evrópu getum við boðið þér hagstæð bílaleigukjör eða flutning á eigin bíl, sé þess óskað; vandaðagistingu og skemmtilegar ökuleiðir. Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þá fyrst samband við okkur. Við finnum með þér vænlegustu kostina, - í ánægjuiegt frí, nákvæmlega. að þínum óskum. FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 • 105 RVK • SlMAR 29997 & 622970

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.