Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 Hvað nieinar sýslumaðurinn? Athugasemdir Kristjáns Guðmundssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, v/greinar Sigurðar Helgasonar sýslumanns og bæjarfógeta um skipulagsmál í Kópavogi eítir Krisiján Guðmundsson Bæjarfógetinn á Seyðisfírði og sýslumaður Norður-Múlasýslu, Sig- urður Helgason, fyrrum forseti bæjarstjómar Kópavogs, ritar grein í Morgunblaðið 22. febrúar sl., er ber fýrirsögnina „Félagsmálaráðu- neytið stöðvar valdníðslu bæjar- stjómar Kópavogs" og fer sýslu- maðurinn mikinn. Ekki ætla ég að elta ólar við dylgjur og ávirðingar, sem hann setur þar fram, heldur er ætlun mín, að draga fram nokkr- ar staðreyndir málsins. Mergur málsins er sá, að bæjar- ráð Kópavogs samþykkti stækkun lóðarinnar að Sunnubraut 54 um 5 metra til vesturs inn á opið lítið svæði. Þessum skrifum fylgir uppdrátt- ur af hluta Þinghólsbrautar og Sunnubrautar í Kópavogi, sem lá til grundvallar samþykkt bæjarráðs 25. febrúar 1988 um stækkun lóð- arinnar Sunnubrautar 54. Við skulum athuga uppdráttinn nánar. A honum koma fram lóða- stærðir í byggingareitnum og nýt- ingarhlutföll. Sýslumaðurinn er lóð- arhafí á Þinghólsbraut 53 ásamt syni sínum og mótmælin snúast um Sunnubraut 54. Lesendur geta með hægu móti séð á uppdrættinum stærðir ein- stakra lóða og nýtingarhlutfall þeirra. Eftirtektarvert er, að lóð sýslu- mannsins er bæði stærri og nýting- arhlutfallið sízt lægra en á þeirri lóð, sem gagnrýnin beinist að, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða LOÐ 911 m Nhl. 031 o. o > < o. o SONNUBRAUT 02.03.1969 í Morgunblaðsgreininni. Þá gerir sýslumaðurinn að umtalsefni græn svæði og umhverfísmál og segir m.a.: „í sjálfu sér tel ég varðveislu grænna svæða og umhverfismál almennt vera eitt af framtíðarmál- um okkar þjóðar og höfum við eng- in efni á því að verða á fleiri mis- tök en orðin eru og ekki er hægt að bæta.“ Sannarlega góður ásetningur. En sýslumaðurinn er ekki staðfastur í trúnni. Síðastliðið vor skrifar hann AÐAL- FUNDUR Aðalfondur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1989 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 17. mars 1989oghefstkL 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta bankans. 2. Tillagn nm /ítgáfii jnfnnnarfthitahréfa. 3. Tillaga um breytingu á samþykktum bankans vegna breytinga á skattlagningu veðdeilda 4 Örrnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. mars nk. Reikningar bankans fyrir árið 1988, ásamt tfllögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fýrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 9. mars nk. Reylqavík 15. febrúar 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. © Myndin sýnir lóðina Sunnubraut 54 og i baksýn er Þinghólsbraut 53. Myndin er tekin 25. febrúar sl. byggingamefnd Kópavogs bréf dagsett 27. maí. í því segir m.a.: „Að lokum skal tekið fram að komist skipulagsstjóri ríkisins og bæjaryfírvöld að þeirri niðurstöðu, að útilokað sé að hagnýta græna svæðið vegna þessa m.a. að engin leið er fær um svæðið og af þeim sökum verði því einhveiju landi ráð- stafað fyrir lóðir, þá munum við leggja inn umsókn fyrir lóðinni neð- an við okkur, fyrir litlu einbýlishúsi á einni hæð.“ Nú er fallegur ásetningur sýslu- mannsins orðinn að ásælni í bygg- ingarlóð fyrir sjálfan sig úr „grænu vininni". Varðandi samskipti okkar sýslu- mannsins út af þessu máli, vil ég upplýsa, að tvisvar sinnum höfðum við mælt okkur mót til að ræða stöðu mála, en í hvorugt skiptið lét Kristján Guðmundsson sýslumaðurinn sjá sig og boðaði ekki heldur forföll. Rétt er að fram komi, að sýslu- maðurinn lýsti því yfír í símtali við mig, að hann væri ekki að fetta fingur út í húsgerðina fyrirhuguðu, hvorki stærð né lögun, á Sunnu- braut 54, heldur eingöngu lóðar- stækkunina. Hvaða lærdóma má draga af þessu máli? Niðurstaða félagsmálaráðuneyt- isins er sú, að Kópavogskaupstað hafí borið að auglýsa umrædda lóð- arstækkun sem breytingu á deili- skipulagi og leita athugasemda. Þetta hafði okkur láðst gera, en úr því hefur að sjálfsögðu verið bætt. Auglýst hefur verið þessi breyting á deiliskipulagi og bygg- ingaleyfí er fellt úr gildi á meðan á þeirri kynningu stendur. Gagnrýni félagsmálaráðuneytisins beinist eingöngu að þessu atriði. Eg er sannfærður um, að eftir þennan úrskurð ráðuneytisins munu sveitarfélög líta öðrum augum á beiðnir um breytingar á lóðamörk- um, en ósjaldan hefur verið heimil- að að hnika til lóðamörkum í jaðri byggðar og jafnvel innan bygginga- reita. Þetta hefur gerst í öllum þétt- býlissveitarfélögum og ég leyfí mér að fullyrða oftast án auglýsinga. En nú er komin mótuð stefna. Að lokum þetta: Ennþá stendur ósvarað og torráðið hvaða hvatir lágu að baki gagnrýni sýslumanns- ins í Morgunblaðsgreininni í garð bæjaryfirvalda skoðað í samhengi við beiðni hans um lóð á opna græna svæðinu, eins og fram kemur hér í greininni. Höfundur er bæjarstjóri íKópa- vogi. Niðurstöðum atkvæða- greiðslu ekki fylgt eftir - sagði mig úr hundahaldsnefhdinni vegna þess segir Sigurjón Pétursson „ÉG TALDI nefndina ekki vera að fylgja eflir niðuretöðu atkvæða- greiðslunnar og því sagði ég mig úr henni,“ sagði Siguijón Péturs- son borrgarftdltrúi, en hann sagði sig úr ne&id sem sett var á lag- girnar til að endurskoða samþykkt um hundahald i Reylgavik. Sigur- jón sagði að úr því verið var að leggja málið undir dóm kjósenda þá beri nefndinni að framfylgja þeim niðurstöðum sem fengust í atkvæðagreiðslunni, en meirihluti þeirra sem þátt tóku i henni lagð- ist gegn áframhaldandi undanþágum frá banni við hundahaldi í borginni. I bókun Siguijóns vegna þessa máls segir að augljóst sé að meiri- hluti nefndarinnar sé ráðinn í að virða að vettugi niðurstöðu at- kvæðagreiðslu um hundahald í Reykjavík, en gera þess í stað smá- vægilegar breytingar á framkvæmd hundahaldsins. „Eg tel að með þessu sé atkvæðagreiðsla um hundahald að engu höfð og vilji meirihluta Reykvíkinga hundsað- ur,“ segir í bókun Siguijóns. I nefndinni sitja auk hans Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem er formaður hennar, Ami Sigfússon og Sigrún Magnúsdóttir. Meirihluti nefndarinnar telur að samkvæmt ákvörðun borgarráðs sé það tvímælalaust hlutverk nefndarinnar að yfírfara og endurskoða núgild- andi samþykkt um hundahald í Reykjavík í framhaldi af almennri atkvæðagreiðslu þar sem borgarbú- ar tjáðu sig um spuminguna: Viljið þér leyfa hundahald með þeim skil- yrðum sem gilt hafa sl. fjögur ár? Meirihluti nefndarinnar telur nið- urstöður atkvæðagreiðslunnar ekki gefa tilefni til banns við hunda- haldi, en innan nefndarinnar er nú fjallað um mun hertari reglur frá því sem nú er. I fyrsta lagi er rætt um takmarkanir, þar sem gert er ráð fyrir að ekki sé farið með hunda inn í almenningsgarða og á útivist- arsvæði borgarinnar, en í þeim regl- um sem nú gilda er miðað við ákveð- in tímamörk hvað þetta varðar. Þá er gert ráð fyrir aukinni um- sagnarheimild annarra en hundeig- andans sjálfs, þannig að þegar sótt er um leyfi til að halda hund í flöl- býlishúsi þurfí samþykkt allra íbú- anna að koma til, en nú þarf einung- is samþykki meirihluta íbúanna. Einnig er í nefndinni fjadað um hert viðurlög við þeim reglum sem settar verða og að lokum að hunda- eigendur sjálfír standi straum af öllum þeim kostnaði sem af hunda- haldi í horginni hlýst. Ekki liggur Ijóst fyrir hvenær tillögur nefndarinnar verða lagðar fram en við því má búast á næst- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.