Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 Veiðiheimiidir gegn veiðiheimildum? STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðaherra, sagði í frétt í laugardagsblaði Morgun- blaðsins vegna viðræðna Hall- dórs Ásgrímssonar, sjávarút- vegsráðherra, við forsvars- (nenn Evrópubandalagsins, að það kæmi „ekki til mála að bjóða upp á neinar veiðiheim- ildir innan okkar lögsögu, nema gegn veiðiheimUdum inn- an lögsögu EB-landanna.“ Morgunblaðið leitaði álits nokkurra aðila á þessum orðum forsætisráðherra. Þorsteinn Pálsson: Eigum ekki að gefii eftir „Ég geri ekki ráð fyrir að forsætisráðherra ætlist til að menn taki hann alvarlega. Ég að minnsta kosti hef tilhneig- ingu til þess að vera nægjan- lega jákvæður í hans garð til að líta á þessi ummæU í þvi ljósi,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Við eigum að hefla viðræður við Evrópubandalagið til þess að styrkja íslenska hagsmuni, en ekki til þess að gefa eftir af rétti íslendinga," sagði hann ennfrem- ur. Óskar Vigfusson: Ekki erlend fiskiskip „Okkar afstaða er hrein og klár. Við viljum ekki erlend fiskiskip inn í okkar landhelgi,“ sagði Oskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands íslands. „Við teljum alls ekki að þetta sé það sem stefna beri að og þetta er algjörlega nýtt fyrir mér. Okk- ar stefna er sú að landhelgin sé ekki fyrir erlend fiskiskip, nema að því leyti sem samið hefur verið þegar um við þær þjóðir, sem annars vegar standa okkur næst sögulega, svo sem Færeyinga og það litia sem þeir veiða innan okkar landhelgi. Hins vegar er um að ræða samninga okkar um loðnuna við Norðmenn og Græn- lendinga vegna þess að hún er flökkustofn." Jakob Jakobsson: Þyrfti ræki- legt eftirlit JAKOB Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofiiunnar, seg- ir það ekki I verkahring stofii- unarinnar að taka afstöðu til þess hveijir veiði fiskinn í sjón- um umhverfis landið. Stofiiun- in eigi að gera úttekt á fisk- stofhunum og koma með ftar- legar ráðleggingar um nýtingu þeirra, en það sé stjórnvalda og hagsmunasamtaka að ákveða hvernig og hveijir nýti hann. „Ég held að það þyrfti mjög rækilegt eftirlit ef útlendingar kæmu hér inn í fiskveiðilögsöguna til þess að veiða hér eitthvað að ráði. Við höfum reynsiu fyrir því að þar sem Evrópubandalagið ræður ríkjum er oft mjög erfitt að fá aflaskýrslur til dæmis. Það þekki ég úr starfi mínu hjá Al- þjóðahafrannsóknarráðinu. Eftir- lit hefur verið í molum hjá þeim og þeir hafa átt erfítt með að framfylgja reglum um hámarks- afla, hvaða tegundir eru veiddar og annað slíkt," sagði Jakob Jak- obsson. Kristin Einarsdóttir: Fráleit umræða „Mér finnst fráleitt að láta sér detta f hug að vekja upp svona umræðu við Evrópu- bandalagíð,“ sagði Kristín Ein- arsdóttir, alþingismaður Kvennalistans. „Það .hefur alltaf verið okkar afstaða að þetta væru okkar auð- lindir hér í kringum landið og hér ættu ekki aðrir að vera en við. Þess vegna líst mér ekkert á að ráðherra ætli sér að vekja máls á þessu, ef það er satt sem sagt er í blöðunum. Að vísu segir forsæt- isráðherra að honum finnist allt í lagi að ræða þetta. Það finnst mér hins vegar ekki.“ Hún sagði að ailt öðru máli gegndi um samningana við Norð- menn og Grænlendinga vegna loðnunnar, sem væri sameiginleg- ur stofn. „Mér finnst það ekki að koma til áíita að hleypa nokkrum hér inn í lögsöguna og síst af öllu að fara að brydda upp á því,“ sagði Kristín. Albert Guðmundsson: Fjöregg' þjóðarinnar „Við höfum ekki tekið neina sérstaka afstöðu f þessu máli aðra en almenna afstöðu fólks- ins f landinu. Við viljum hafii okkar efiiahagslögsögu hreina af útlendingum," sagði Albert Guðmundsson, alþingismaður Borgaraflokksins, sem sagði þetta sitt persónulega álit, þvf hann væri ekki talsmaður flokksins. „Ég er ekki hrifinn af þessum hugmyndum og fæ ekki séð að það sé hagur okkar að hleypa útlendingum hér inn, jafnvel þó einhver beita sé notuð á okkur. Þegar við gerum ráðstafanir varð- andi fískveiðilögsögu okkar al- mennt, það er eiginlega sama hvað það er, þá erum við að Qalla um fjöregg þjóðarinnar og á þessu fjöreggi byggist öli tilvera okkar. Það er ekki eins og í Evrópu- bandalaginu, þar sem fiskveiðam- ar eru tiitölulega lítill hluti af hagsmunum bandalagsins í heild og hverra þjóðar innan þess. Þær hafa miklu fjölbreyttari mögu- leika heldur en við. Við verðum að vera mjög mikið á verði þegar við ræðum um þessi mál,“ sagði Albert. . Nemendur úr bæði Fellaskóla og Foldaskóla mættu til að hvetja lið sín til dáða. Mælskukeppni grunnskóla: Unglingar fai bjórkvóta - sögðu liðsmenn Fellaskóla FELLASKÓLI bar sigur úr býtum gegn Foldaskóia f sex liða úrslitunum í mælskukeppni grunnskóla f Fellaskóla á laugardag. Umræðuefiú dagsins var hvort leyfa ætti unglingum 16 ára og eldri að kaupa áfengan bjór. Það eru nemendur í níunda bekk sem takast á f þessari keppni og mælti Fellaskóli með tillögunni en Foldaskóli gegn. Gripið var til margvíslegra raka á báða bóga og tilþrif ræðumanna mikil á köflum. Ræðumaður dagsins var Lilja Dögg Alfreðsdóttir úr liði Fellaskóla. Fyrst tók til mæls frummæl- andi Fellaskóla, Hrönn Svans- dóttir. Hún sagði að íslendingar væru nýjungagjöm þjóð og bjór- inn bara enn eitt æðið af mörgum. Rétt eins og hin æðin öll ætti bjór- æðið eftir að ganga yfir og bjór- inn yrði hluti af menningu okkar. Hrönn bar ástandið á íslandi saman við það í Danmörku og sagðist geta fullyrt að dönsk ung- menni væru vínlega betur upp alin en íslenskir jafnaldrar þeirra. Danskir unglingar drykkju sama sem ekkert sterkt vfn og ekki sæji þar vín á nokkrum manni. Þetta væri vegna þess að Danir hefðu bjórinn. Lagði hún til, fyrir hönd Fella- skóla, að tekinn yrði upp bjór- kvóti á unglinga, til þess að koma í veg fyrir ofneyslu og yrði hann átta kassar á ári. Gefinn yrðu í þessu skyni út sérstök bjórskír- teini með klippikorti. Var það mat hennar að þetta myndi kenna unglingum að drekka rétt strax á unglingsárunum. Erla Skúladóttir, frummælandi Foidaskóla, sagði þetta vera frá- leita hugmynd. Áfengi væri böl og bjór væri áfengi sérstaklega þegar unglingar ættu í hlut. Bjór- inn myndi hafa slæm áhrif á námsárangur og hvað yrði þá um menntun þjóðarinnar? Fólk á þessum aldri væri ekki nógu Birgisdóttir, meðmælandi, Ágústa Sigurbjörnsdóttir, liðsstjóri, Hrönu Svansdóttir, frummælandi, og Lifja Dögg Alfreðsdóttir, stuðningsmaður. ábyrgt til að axla þessa miklu ábyrgð. Erla spurði einnig hvort bjórinn væri að mati Fellskælinga besti undirbúningurinn fyrir bflpróf. Hætt væri, að margir unglingar myndu ekki átta sig á því, að þeir mættu ekki keyra undir áhrifum, ef þeir hefðu áður vanist að drekka bjór eins og gosdrykk. Eva Heiða Birgisdóttir, með- mælandi Fellaskóla, sagði að nú væri loksins verið að losa það ok af þjóðinni að mega ekki drekka bjór. En af hveiju ætti að loka unglinga úti í kuldanum? Eva Heiða sagði unglinga vilja mann- réttindi og rétt til að drekka bjór eins og mannsæmandi fólk. „Mannréttindi eru brotin í Sov- étríkjunum og Suður-Afríku. Bætum ekki íslandi í þann hóp.“ Amar Sigurðsson, meðmælandi Foldaskóla, sagði salernisaðstöðu á veitingahúsum og miðbæ vera mjög ábótavant. Hvemig yrði ástandið ef fleiri aldurshópar bættust í hóp bjórdrykkjumanna? Það yrði ekki geðslegt að ganga um miðbæinn. Amar taldi verð á bjór vera mjög hátt og gæti það reynst unglingum erfitt að fjármagna bjómeyslu sína. Það væri því hætta á að þeir leiddust út í af- brot. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, stuðn- ingsmaður Fellaskóla, líkti efna- hagsástandinu á íslandi við afleið- ingar fellibylsins Gilberts í Mið- Ameríku. Við værum á barmi gjaldþrots og taldi hún ráð að bjarga þjóðinni með því að leyfa unglingum að kaupa bjór. Bjór- drykkja hefði líka þann kost í för með sér að neysla sterkra drykkja myndi dvfna. Varðandi þá gagn- rýni að salemisaðstöðu væri ábótavant taldi hún betra að kippa því í lag heldur en að tala um það á fundum. Benedikt I. Tómasson, stuðn- ingsmaður Foldaskóla, taldi hættu á að krakkar legðust í argasta dryklq'uskap ef þeir fengju að kaupa bjór. Margir myndu hætta námi og þá væri þjóðin farin í hundana. Þá væri hætta á að helgjardrykkjá unglinga myndi aukast. Liggur okkur nokkuð á? Höfum við ekki nóg með tímann að gera?, spurði Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.