Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 27 Álafoss hf.: Utlit er fyrir stórauk- in viðskipti Sovétmanna ÚTLIT er fyrir að ullarvöruviðskipti við Sovétmenn stóraukist á yfirstandandi ári. Heildarviðskipti Álafoss hf. við Sovétmenn á síðasta ári námu um 250 milljónum íslenskra króna, en nú er útlit fyrir að sú upphæð nær tvöfaldist. Alafoss kemur til með að þurfa að ráða viðbótarstarfslið við sauma- og prjónaskap og hafa nú þegar verið auglýst laus störf, hugsanlega tíu tíl fimmt- án störf til að byija með. Álafoss hf. undirritaði nýverið samning við sovéska ríkisfyrirtækið Razno Export um sölu á ullarvörum að verðmæti tæpar 5 milljónir doll- ara fyrir árið 1989. Jafnframt er búið að ganga frá sölu til Sovéska Samvinnusambandsins, Sojuzkoop- vneshtorg, á hluta af þeim peysum og treflum, sem gert er ráð fyrir að selja fyrirtækinu á þessu ári. Heildarviðskipti Álafoss hf. og sov- ésku fyrirtækjanna tveggja verða því að minnsta kosti 8,5 milljónir dollara eða um það bil 450 milljón- ir króna á árinu 1989. Samið var í dollurum að þessu sinni og er um óverulegar verðbreytingar að ræða frá fyrra ári. Álafossmenn náðu hinsvegar 30% hækkun á Sovét- markaði í fyrra og því mun lítið svigrúm hafa verið til verðhækkana í ár. Samningurinn við ríkisfyrirtækið Razno Export liggur nálægt lægri mörkum þeirrar viðskiptabókunar, sem er í gildi milli íslands og Sov- étríkjanna um kaup þeirra síðar- nefndu á ullarvörum héðan. Á síðasta ári keypti fyrirtækið aðeins 30 þúsund íslenskar peysur, en samningurinn í ár hljóðar upp á 170 þúsund peysur. Að auki mun fyrir- tækið kaupa að minnsta kosti 600 þúsund íslenska ullartrefla. Heild- arsöluverðmæti þessa er sem fyrr segir um 5 milljónir dollara, eða sem nemur um 260 milljónum íslenskra króna. Þegar er búið að semja um að Sovéska Samvinnusambandið, Sojuzkoopvneshtorg, kaupi 120 þúsund peysur og 100-200 þúsund trefla og gæti það magn átt eftir að aukast áður en samningum lýkur endanlega. Ætla má að heildar- samningar muni hljóða upp á um 3,5 milljónir dollara eða nálægt 180 milljónum króna. Þá standa yfir viðræður við nýjan sovéskan kaupanda, Rosvenshtorg, um kaup á íslenskum ullarvamingi. Þær viðræður hafa gengið vel og eru vonir bundnar við að þær muni skila árangri þegar á þessu ári. í frétt frá Álafoss hf. segir að nýgerðir samningar lofi góðu fyrir ullariðnaðinn í landinu. „Þessir við- skiptasamningar, sem nú er búið að undirrita, eru afar þýðingarmikl- ir fyrir íslenskan ullariðnað. Þeim má líkja við bestu samninga, sem náðust á þeim ámm þegar sala til Sovétríkjanna náði hámarki. Sovésk fyrirtæki hafa að undanfömu sýnt vaxandi áhuga á íslenskum ullar- vamingi, enda er hann eftirsótt vara þar í landi. Aðeins er samið til eins árs í einu og gilda nýgerðir samningar einungis fyrir árið 1989,“ segir ennfremur. Brotist inn íÞórshamar BROTIST var inn I smurstöð Þórshamars aðfaranótt sl. föstu- dags. Þar var farið í afgreiðslu- kassa og þaðan stolið 10 þúsund krónum í peningum. Nokkrar ávisanir, sem einnig voru geymd- ar í kassanum, voru látnar eiga sig. Rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri var tilkynnt um innbrotið þegar starfsmenn smurstöðvarinnar komu til vinnu sinnar á föstudagsmorgun. Tveir menn um tvítugt voru hand- teknir um hádegi þann sama dag grunaðir um verknaðinn og játuðu þeir innbrotið á sig skömmu síðar. Þeir hafa báðir nokkmm sinnum áður komið við sögu hjá lögregl- unni, að sögn Daníels Snorrasonar, lögreglufulltrúa. Rannsóknarlögreglunni tókst að upplýsa innbrot í tvær rútur, sem stóðu við Tjamarlund, þann 11. febrúar sl. Sextán ára gamall piltur hefur játað á sig brotið auk þess sem hann játaði á sig innbrot í fleiri bifreiðar í þeim tilgangi að stela ýmsu smádóti úr þeim. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 6. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 49,50 30,00 42,16 28,216 1.189.082 Þorskur(ósl.) 44,50 40,50 43,50 3,469 150.908 Smáþorskur 20,00 17,00 19,00 8,475 161.025 Ýsa 90,00 35,00 65,47 10,100 648.230 Ýsa(ósl.) 54,00 35,00 53,20 0,644 34.263 Karfi 26,00 25,00 25,44 10,181 259.053 Ufsi 23,50 23,50 23,50 4,585 107.757 Steinbítur 22,50 19,00 21,00 4,800 100.800 Steinbítur(ósl.) 19,00 15,00 18,00 3,525 63.450 Koli 60,00 60,00 60,00 0,080 4.800 Lúöa 265,00 160,00 245,00 0,290 71.050 Langa 22,00 15,00 20,00 0,915 18.300 Keila(ósl.) 13,00 13,00 13,00 1,860 24.180 Skötuselur 125,00 125,00 125,00 0,009 1.125 Hrogn 130,00 120,00 125,00 0,036 4.500 Samtals 38,03 85,786 3.261.774 Selt var aðallega frá Tanga hf., Stöð hf., Hafbjörgu sf., úr Nátt- fara HF og Stakkavík ÁR. í dag verða meðal annars seld 30 tonn af karfa úr Víði HF, 18 tonn, aöallega af þorski, úr Oddeyr- inni EA og 5 tonn af blönduðum afla úr Sölva Bjarnasyni BA. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 44,00 43,00 43,07 15,046 648.018 Þorskur(ósL) 39,00 32,00 36,14 19,395 700.883 Ýsa 55,00 25,00 47,09 1,436 67.617 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 0,020 600 Steinbítur(ósL) 30,00 28,00 28,97 0,033 956 Hlýri 28,00 28,00 28,00 0,100 2.800 Skarkoli 67,00 62,00 64,00 0,025 1.600 Lúöa 245,00 245,00 245,00 0,003 735 Skata 79,00 79,00 79,00 0,050 3.950 Hrogn 180,00 145,00 159,48 0,354 56.455 Samtals 40,50 37,031 1.499.833 Selt var úr Farsæli SH og netabátum. ( dag verða meðal ann- ars seld 3 tonn af steinbít og óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 53,00 35,00 44,61 46,936 2.093.620 Ýsa 68,00 48,00 52,67 4,010 211.210 Ufsi 17,00 15,00 16,94 2,921 49.477 Karfi 21,00 15,00 15,93 0,213 3.393 Steinbítur 26,00 16,00 18,73 0,583 10.918 Skarkoli 39,00 35,00 35,65 0,372 13.260 Lúða 250,00 250,00 250,00 0,029 7.250 Samtals 43,39 55,064 2.389.128 Selt var aðallega úr Sighvati GK, Guðbjörgu RE, Sæljóni RE og Hraunsvík GK. I dag verður meðal annars selt óákveðiö magn af blönduðum afla úr Eldeyjar-Boða GK, Hraunsvík GK og dagróðrabátum. SKIPASÖLUR i i Bretlandi 27. febrúar til 3. mars. Þorskur . 73,64 290,065 238.592 Ýsa 125,30 23,920 2.997.158 Ufsi 43,56 5,375 234.151 Karfi 46,66 11,665 544.310 Koli 97,45 3,485 339.599 Grálúða 119,32 0,030 3.580 Blandað 63,49 10,376 658.736 Samtals 75,78 344,916 26.136.617 Selt var úr Baldri EA í Hull 27. febrúar, Arnarnesi Sl í Grimsby 1. mars og Sléttanesi IS i Hull 2. mars. GÁMASÖLUR í Bretlandi 27. febrúar til 3. mars. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Blandað Samtals 87,59 1.266,82 110.965.123 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 27. febrúartil 3. mars. Þorskur 72,44 30,231 77.719 Vsa 96,74 10,189 985.635 Ufsi 44,73 177,752 7.950.108 Karfi 76,37 Blandað 26,55 Samtals 64,41 Selt var úr Birtingi NK í Bremerhaven 27. febrúar, Björgvini EA í Bremerhaven 28. febrúar og Breka VE í Bremerhaven 2. mars. 80,85 579,552 100,38 417.401 40,66 41,923 59.42 24,994 106,26 79,280 84.42 96,522 384,676 46,074 652,228 46.857.333 41.897.223 1.704.412 1.485.217 8.424.180 8.148.601 29.379.182 1,223.275 42.013.083 Morgunblaðið/Rúnar Þór Þotan tafðist í nær sólarhring á Akureyrar- flugvelli vegna veðurs og smá- bilunar í start- ara vélarinnar. Veður og bilun settu svip sinn á þotuflugið ÞOTA Flugleiða fór frá Akureyrarflugvelli kl. 15.30 í gær, en þá hafði hún verið teppt fyrir norðan frá því kl. 17.30 á sunnudag. Ófeert var frá vellinum fyrir þotuna skömmu eftir að hún lenti, en þá voru bremsuskilyrði ónóg fyrir svo stóra vél. Jafnframt varð Fokker-vél, sem kom til Akureyrar á sunnu- dagskvöld, innlyksa á Akureyri um nóttina. Erfiðlega gekk að afísa þotuna í gærmorgun, en um nóttina hafði snjóað töluvert og fryst í ofaná- lag. Um hádegisbilið varð flug- völlurinn loksins fær fyrir þotuna. Hinsvegar hafði komið fram bilun í startara hennar sem gera þurfti við svo hægt yrði að ræsa hreyf- lana. Bilunin hefði samt sem áður ekki haft áhrif í sjálfu fluginu, að sögn Bergþórs Erlingssonar, vaktstjóra á Akureyrarflugvelli. Flugvirkjar lögðu af stað með leiguvél frá Reykjavík áleiðis til Akureyrar á sunnudagskvöld, en urðu frá að hverfa vegna veðurs. Þeir komust síðan á leiðarenda í gærmorgun og gerðu við startar- ann. Níutíu og níu farþegar fóru með þotunni til Keflavíkur í gær, en alls tekur vélin 126 farþega. Bergþór sagði að þotuflug væri aðeins sett inn í áætlun í neyðart- ilvikum. Þotuflugið væri eflaust betri kostur en miklar tafir, bæði fyrir Flugleiðir og fyrir farþega. Iðunn Ágústsdóttir Sýningn Iðunnarer firamlengd um viku IÐUNN Ágústsdóttir hefiir framlengt sýningu sína sem hún heldur í Blómaskálanum Vín um vikutíma. Sýningin var opnuð þann 16. febrúar sl. og er fram- lengingin til komin vegna ófeerð- ar fyrstu helgina. Iðunn sýnir í Vín um þijátíu myndverk unnin í pastel. Sýningin er í minningu móður hennar, lista- konunnar Elísabetar Geirmunds- dóttur, sem fæddist þann 16. febrú- ar árið 1916. Að sögn Iðunnar hef- ur sýningin gengið mjög vel og er hún mjög ánægð með undirtektir gesta. Sýningunni lýkur sunnu- daorskvöldið 12. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.