Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 29 Samgöngur Flying Tigers á tímamótum FLUGFÉLAGIÐ Flying Tigers hefur verið í fréttum hérlendis undanfarið vegna millilendinga véla félagsins í Keflavík. Flying Tigers hefiir einnig verið umtalað erlendis enda stefiiir nú í eig- endaskipti á félaginu. Flugfélagið er umsvifamesta frakflutninga- félag í heimi og velti um 1,4 milljörðum dollara á síðasta ári. Það er annað bandarískt fyrir- tæki, Federal Express, sem hefur sýnt kaupum á Flying Tigers áhuga. Fyrirtækið sérhæfir sig í flutningi á bögglapósti með flugi og á sjálft vænan flugvélaflota en ætlar nú að færa út kvíarnar. Eftirsótt lendingarleyfi Stofnandi og aðaleigandi Feder- al Express, Frederick W. Smith, hefur síðustu þijú ár gert ítrekað- ar tilraunir til að vinna fyrirtækinu markaði utan Bandarikjanna en með takmörkuðum árangri þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Hann rennir því hýru auga til lendingar- leyfa og samninga Flying Tigers í Evrópu og Asíu. Federal Express ræður nú yfír um 45% af markaðinum fyrir hrað- flutninga á pökkum í Bandarílq'un- um og hefur gott forskot á næstu keppinauta sína, United Parcel Service og bandarísku póstþjón- ustuna. Samkeppnin er þó hörð og stóraukin útbreiðsla telefax- tækja hefur ekki bætt úr skák fyrir Federal Express. Því hefur verið spáð að tilkoma faxtælq'anna kunni að minnka eftirspum eftir hraðflutningum fyrirtækisins á bréfum um allt að 30%. Alls var hagnaður fyrirtækisins tæpar 200 milljónir dollara á síðasta reikn- ingsári en veltan 3,9 milljarðar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar fallist á samruna fyrirtækj- anna fyrir sitt leyti en Japanir eiga eftir að fallast á að lendingarleyfi Flying Tigers í Japan komist í hendur nýrra aðila. Talsverð áhætta fylgir kaupun- um fyrir Smith. Verði af þeim verður sameinaða fyrirtækið með myndarlegan skuldahala frá upp- hafi, 2,1 milljarð dollara, sem gæti reynst erfítt að standa undir. Smith á það einnig á hættu að sumir af stærstu viðskiptavinum Flying Tigers hætti að skipta við það enda eiga margir þeirra í sam- keppni við Federal Express. Stjórnarformaður United Pareel Service, John W. Rogers, hefur þegar Iýst því yfir að fyrirtæki hans muni hætta viðskiptum við Flying Tigers ef flugfélagið sam- einast Federal Express. UPS er einn helsti viðskiptavinur Flying Tigers. Að sögn Rogers kom til tals fyrir nokkrum árum að UPS keypti Flying Tigers en að hætt var við það. Smith er þó hvergi banginn um framtíð fyrirtækjanna og neitar því að með kaupunum sé hann að leggja allt undir. Hann bendir á að þó að illa gangi séu flestar eigna Flying Tigers auðseljanlegar sem dragi úr áhættu við kaupin. Stofhað fyrir 40 árum Flying Tigers var stofnað af Robert Prescott upp úr síðari heimstyijöldinni og hefur vaxið að umsvifum hægt og þétt síðan. Fyrirtækið lenti þó í talsverðum erfiðleikum í upphafí þessa ára- tugar, meðal annars vegna harðn- andi samkeppni og hás launa- kostnaðar. Fyrir tveimur árum tókst þó að semja við verkalýðs- félög starfsmanna um að þeir tækju á sig Iaunalækkun og síðan hefur rekstur flugfélagsins gengið þokkalega. Smith stofnaði Federal Express 28 ára að aldri fyrir föðurarf sinn, 4 milljónir dollara. Áður hafði hann meðal annars náð að útskrif- ast úr Yale háskóla og barist í Vietnam. Nú er eign hans í fyrir- tækinu metin á um 240 milljónir dollara. Auk 230 flugvéla á fyrir- tækið fjölda vörubíla sem notaðir eru á styttri leiðum. Sjálfur berst Smith ekki mikið á og kýs að veija frístundunum í faðmi fjölskyldunnar en hann á sjö böm með síðari konu sinni. Smith segist búast við að verða búinn að sameina fyrirtækin tvö þegar á næsta ári. Takmarkið seg- ir hann vera að geta boðið upp á flutning á pökkum á milli flestra stórborga í heimi á innan við tveimur sólarhringum. Heimild: Business Week Leiðrétting Þau meinlegu mistök áttu sér stað í fasteignablaði Morgunblaðsins sl. sunnudag að tvær myndir víxluðust í þáttunum Híbýli/Garður og Smiðj- an. Verður þátturinn Híbýli/Garður birtur aftur næsta sunnudag af þessum ástæðum. Morgunblaðið biður viðkomandi greinarhöfunda afsökunar á mistökunum. hraðastillingum frd Boncl- stec. Nú getur þú tekið upp alla kvölddagskrdna d eina spólu. Með því að stilla tœkið d ,, long play ‘ ‘ tvöfaldarðu upp- tökutímann. Tveggja tíma spóla verður fjögra tíma, þriggja tíma verður sex tíma o.s.frv. Einnig býður tækið upp d alla helstu möguleika hdþróaðra myndbandstœkja þannig að % stuttu mdli md segja að Bondstec BT-350 sé eitt með öllu. ATTA TÍMA UPPTAKA r A EINA SPÓLU Nýtt japanskt myndsegul- bandstæki með tveimur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.