Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 félk í fréttum MICHAEL JACKSON Fjölgar hjá lífsförunautnum Michael Jackson Brátt mun fjölga hjá Michael Jackson. Það er reyndar ekki hann sjálfur sem stuðlar að því heldur lífsförunautur hans, Bubbles simpansi. Hann féll víst fyrir simp- ansadömu sem var síðan boðið HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Skólafólk! Vorprófín nálgast Viljir þú bæta námsárangur þinn með auknum vinnuafköstum og margföldun á lestrarhraða, skaltu skrá þig á næsta hraðlestrarnámskeið sem hefst 15. mars nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00 - 22.00 í síma 641091. Hraðlestrarskólinn heim. Öhætt er að segja að framtíð afkvæmisins sé örugg, því búist er við því að faðirinn gangist við því. Bubbles lifir í vellystingum, hefur eigin bíl, lífverði, kokk og skradd- ara og svo mætti lengi telja. Annars er það að frétta af Mich- ael að hann varð svo yfír sig hrifinn er hann fór á kvikmyndina „Hunda- líf“ að hann bauð piltinum sem lék aðalhlutverkið í glæsileg heimkynni sín. Er Michael hélt hljómleika í Stokkhólmi bauð hann þeim sama pilti í skemmtigarðinn og áttu þeir hann útaf fyrir sig. Eflaust hefði einhver viljað vera í sporum þessa unga leikara sem því miður tókst ekki að nafngreina. Myglot Kristin Watne fékk karlmenn næstum úr hálsliðnum. FEGURÐ I MOSKVU Tungumálið erfiðast Við höfum áður skýrt frá „Miss Charm“ keppninni í Moskvu og nú berast fréttir frá norsku þátttakendunum í henni. Frá Noregi komu þijár stúlkur en engin þeirra komst í úrslit. Það fréttist hinsvegar frá Moskvu að rússneskir lífverðir stúlknanna hefðu verið undir miklum áhrifum af norskri feg- urð og hefur ein þeirra þegar fengið bónorðsbréf frá ást- föngnum lífverði hópsins. „Tungumálið var það eina sem ég átti í erfíðleikum með. Plestir töluðu aðeins rússnesku. Ég deildi herbergi með rússn- eskri stúlku en hún sagði bar „njet“ þegar ég sagði henni hvað ég hét,“ sagði Rita Paulsen, feg- urðardrottning Noregs. Rita Paulsen, fegurðardrottn- íng Noregs, til vinstri ásamt fegurðardrottningu frá ísra- el, Shirli Ben Mordechay. LJósmynd/G.L. Asg. Kurt Larsen, undirleikari, Nina Björk Elíasson og séra Kirsten Abildtrup. FRIÐRIKSBERG Islensk sálmalög kynnt Tónlistarguðsþjónusta var flutt í Lindevangkirkjunni á Friðriksbergi fyrir skömmu. Þar kynnti Nína Björk Elíasson gömul norræn sálmalög, meðal annars íslensk. Söng Nína lögin ýmist með sálmatexta eða raulaði þau án orða við undirleik Kurt Larsen á harmonikku og hljóðgervil. Munn-músík kallar Nína Björk hin sérstæðu lög sem fylgja ekki föstu kerfi, en söngvarinn getur dillað tónum eða bætt inn í. Nína Björk Sigurðardóttir Elíasson er íslensk, uppalin á Reykhólum en hefur lengi átt heimili í Danmörku. Hún er cand. mag. í tónlist og kennir radd- beitingu og hrynjandi við Kenn- araháskólann, Hafnarháskóla, nýstofnaðan „Rytmiskan" Tón- listarháskóla í Höfn og Vestur- jóska Tónlistarháskólann í Es- bjerg. Nína hefur skrifað um íslenska tónlist og oft kynnt hana Dönum með söng sínum. TILVALIN FERMINGARGJÖF Hið frábæra tungumálaspil, Polyglot, er nú komið til Islands, fyrst Norðurlanda. Polyglot er andlega þroskandi og menntandi leikur sem hefur verið hannaður til þess að örva skilning og þekkingu á erlendum tungumálum. Hér er valið tækifæri til að efla tökin á tungumálakunnáttu ykkar. 0ÖS8S IMÍB • Þ l'/;UTAÓH bötdi» ir/>\c . í iJi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.