Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 45 Þessir hringdu .. Góð bamaleiksýning Ánægður leikhúsgestur hringdi: Ég fór á sýningu hjá Iðnó að sjá nýja bamaleikritið Ferðin á heims- enda. Það er æðislega gaman að þessu leikriti og lítill strákur sem fór með mér var alveg á sama máli. Leikmynd og lýsing eru mjög góð, svo og tónlistin. Endursýnið þátt um misþroska börn Móðir hringdi: Mig langar að þakka Sjónvarp- inu fyrir sýningu á norsku mynd- inni um misþroska dreng, Jöm, á fimmtudagskvöldið í sfðustu viku, Eg vil skora á Sjónvarpið að endur- sýna myndina því margir misstu af henni. Myndin á erindi til margra, ekki bara foreldra mis- þroska bama heldur einnig skóla- fólks og annarra. Tölur sýna að í Noregi em 1-2 misþroska böm í hveijum bekk og ég býst við að það sé eitthvað svipað hér á landi. Lí feyrisgreiðslur til ekkna Þegar kona er orðin ekkja em lífeyrissjóðstekjur mannsins henn- ar skertar um 40% þannig að hún fær ekki nema 60% af þeim greidd- ar. Ef maðurinn hefði aftur á móti verið á lífi hefði hann fengið allt. Mig langar til að spyija: Hvert renna þessi 40%? Ef ekkjan fær síðan greiðslur úr eigin lífeyrissjóði, sem er þá Sókn eða Dagsbrún, en maðurinn er látinn, þá er viss prósenta dreg- in í viðbót frá þeirri litlu lffeyris- sjóðsgreiðslu sem er eftir frá mak- anum. Ef fólk fengi að hafa þetta líkt og skylduspamaðinn, þannig að viss upphæð væri dregin af launum manns og hún lögð inn undir manns eigin og ávöxtuð, ættum við þetta að minnst kosti óskert. En okkur er skammtað þetta eins og skít úr hnefa sem maður hefur þó verið að greiða af laununum sínum gegn- um árin. Svo ef maður fellur frá eignast lífeyrissjóðurinn féð, a.m.k. fá bömin það ekki. Hvemig stendur á þessu og hvemig eru lífeyrissjóðslögin? Kannast einhver við kvæðið? Gömul kona að sunnan hringdi: Ég er héma með það sem ég held að sé aðeins brot af kvæði sem var í fermingarkorti pem ég átti. Ég er ekki viss um að ég muni það rétt og langar til að vita hvort það kannist ekki einhver við það og höfund þess. Þú átt líka að lfkjast honum mitt Ijúfa bam um ævistig svo geislar kærleiksvor og vonum allt vermi og lýsi i kringum þig. Notkun orðsins „kollegi" óþörf Einn forvitinn hringdi: Mig langar til að vita hvers vegna blaðamenn og fréttamenn útvarps- og sjónvarpsstöðva nota alltaf enska orðið „kollegi". Það em til ágæt íslensk orð sem þýða það sama, bæði starfsbróðir og starfsfélagi. Ég vænti þess að einhver geti svarað þessu. Myndavél var tekin Sá sem tók gamla Canon-myndavél úr bifreið fyrir Glæsibæ þriðjudaginn 28. febrúar, vinsamlegast hringi í síma 688045 eða 30720. Hennar er sárt saknað. Myndavél og -taska Hvítur plastpoki með blárri mjmdavélatösku og myndavél í tapaðist á skemmtistaðnum Amadeus sl. laugardag. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Steinu í síma 687600. SKÍÐANÆRFÖTIN Þér verður ekki kalt í norsku skíðanær- fötunum. OPIÐ laugardaga 9-12 Grandagarði 2, Rvfk., sími 28855 KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðl‘ SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur I stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 m m M p§|i lilk ■ , • . LÆRA POKA BANINN Áhrifaríkt og fjölhæft æfingatæki í baráttunni viö lærapoka, appelsínuhúð og aukakílóin. - segir Katrín Hafsteinsdóttir, iíkamsræktarþjáifari Æfingaáætlun fyrir allan líkamann fylgir meö á íslensku. AÐEINS KR. 1.280,- Frískandi verslun Skeifunni 19 - 108 Reykjavík Sími 681717 Vinsamlegast sendtð mér (póstkröfu ____stk. laerapokabana kr. 1.280,- ____stk. æfingadýnu kr. 1.790,- Nafn Heimilisfang Simi Staöur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.