Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 47 Prófkstar þínga í Reykjavík ÁRLEGUR prófastafiindur verður haldinn í Reykjavík 7.-9. mars. Fundurinn hefst með athöfn í Dómkirkjunni kl. 11.00 í dag þar sem biskup íslands setur nýjan prófast, sr. Einar Þór Þorsteinsson próf- ast í Múlaprófastsdæmi, inn í embætti. Höfuðmál prófastafundar verður skipun prestakalla og prófastsdæma en það mál hefur hlotið ítarlega umQöllun kirkjulegra aðila. Sr. Jón Einarsson prófastur BorgarQarðarprófastsdæmis hefiir framsögu í því máli. Þá verða rædd mál, sem, Kirkjuþing 1988 visaði til prófastafundar en þau eru: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Stúlkurnar sem kepptu um titilinn fegurðardrottning Suðumesja á laugardaginn. Sigurvegarinn, Elfa Hrund Guttormsdóttir, er á innfelldu myndinni 17 ára Njarðvíkurmær valin fegurðardrottning Suðumesja Kefiavík. ELFA Hrund Guttormsdóttir úr Njarðvík var valinn Fegurðar- drottning Suðumesja í Keflavík á laugardagskvöldið. Elfa Hrund er 17 ára og stundar nám á málabraut í Fjölbrautaskóla Suður- nesja. „Það kom mér mjög á óvart að verða valin, þvi ég var með aðra stúlku i huga. Þessi titill kemur ekki til með að breyta minum áformum og ég mun eftir sem áður einbeita mér að nám- inu. Undirbúningurinn var sérlega skemmtileg lífsreynsla og andinn innan hópsins hefúr verið einstakur," sagði Elfa Hrund Guttormsdóttir i samtali við Morgunblaðið. Níu stúlkur tóku þátt í keppn- dóttir og á hún þijár systur sem 1. Um útfararsiði, sr. Tómas Guðmundsson, prófastur Ámes- prófastsdæmis. 2. Um embættisklæðnað og skrúða presta, sr. Guðni Þór Ólafs- son, prófastur Húnavatnsprófasts- dæmis. 3. Útdeiling sakramentis við alt- arisgöngur, sr. Öm Friðriksson, prófastur Þingeyjarprófastsdæmis. Auk þessa verða rædd önnur mál, t.d. fræðslumál kirkjunnar en fræðsludeild hennar er nýtekin til starfa, söngmál kirkjunnar og um nafngiftir en um þær ræðir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Hagstofu íslands. Fundir pró- fastanna verða í safnaðarsal Nes- kirkju. Auk fimm áðumefndra prófasta, biskups, vígslubiskups Hólabisk- upsdæmis og biskupsritara, sitja eftirfarandi prófastar fundinn: sr. Baldur Vilhelmsson, ísafjarðarpró- fastsdæmi, sr. Birgir Snæbjöms- son, Eyjafjarðarprófastsdæmi, sr. Bragi Friðriksson, Kjalamespróf- astsdæmi, sr. Fjalarr Siguijónsson, Skaftafellsprófastsdæmi, sr. Flosi Magnússon, Barðastrandarpró- fastsdæmi, sr. Hjálmar Jónsson, Skagafjarðarprófastsdæmi, sr. Ingiberg J. Hannesson, Snæfells- nes- og Dalaprófastsdæmi, sr. Ólaf- ur Skúlason, dómprófastur Reylq'avíkurprófastsdæmis og vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis, sr. Sváfnir Sveinbjamarson, Rangárvallaprófastsdæmi, og sr. Þorleifur K. Kristmundsson, Aust- Ijarðaprófastsdæmi. Fimmtudaginn 9. mars heldur Prófastafélagið aðalfund sinn en núverandi formaður þess er sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. Prófastafundi lýkur sama dag með altarisgöngu í Neskirkju kl. 17.00. inni að þessu sinni sem nú fór fram í ijórða sinn og var hápunkt- ur kvöldsins þegar niðurstaða dómnefndarinnar var kynnt og Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir Fegurðardrottning Suðumesja 1988 afhenti titilinn til hinnar nýlcjömu fegurðardrottningar, Elfu Hrundar Guttormsdóttur. Foreldrar Elfu Hmndar em Gutt- ormur Jónsson og Hrefna Einars- em allar eldri. Elfa Hmnd fædd- ist 2. júní 1971 og er 1,69 m á hæð. Hún sagðist hafa mestan áhuga á að læra tungumál, þar væri franska efst á blaði og hug- urinn stæði til enn frekara náms í Frakklandi. Elfa Hmnd sagði að helstu áhugamál sín væm líkamsrækt, hún stundaði erobikk og sund og færi eins oft á skfði og aðstæður leyfðu. Sigurvegarinn hlaut ýmis verð- laun og þar má nefna utanlands- ferð, demantshring og 60 þúsund kr. í peningum svo eitthvað sé nefnt. Auk þess var besta ljós- myndafyrirsætan úr hópi stúlkn- anna valin og þær völdu síðan sjálfar vinsælustu stúlkuna úr hópnum. Linda Ólafsdóttir úr Garði var valin besta ljósmynda- fyrirsætan og Guðmunda Sigurð- ardóttir var valin vinsælasta stúlkan. Ágústa Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri keppninnar sagði að hún væri ákaflega ánægð með hvemig til hefði tekist og árangur mikillar vinnu hefði skilað sér í vel heppnuðu og ánægjulegu kvöldi. BB Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Fræðslufundur um sjáUsvíg- SAMTÖK tun sorg og sorgarvið- brögð halda fræðslufúnd um sjálfsvíg í kvöld, þriðjudags- kvöld. Verður fundurinn í safii- aðarheimili Laugarneskirkju og hefet hann kl. 20.30. Fundi sem þess halda samtökin fyrsta þriðjudag í hveijum mánuði. Á fundinum um sjálfsvíg mun Páll Eiríksson geðlæknir ræða um tíðni sjálfsvíga og orsakir þeirra. Einnig verður rætt um hveijir séu helstu áhættuhópar. Sérstaklega verður 5'allað um afleiðingar sjálfsvfga fyrir aðstandendur og þau vanda- mál sem upp koma í fjölskyidum þeirra sem taka líf sitt og ennfrem- ur hvemig megi takast á við þessa þungu raun. Fundurinn er opinn öllum. Laugarhóli, Bjarnarfírði: Allt ófært vegna mikilla snjóa Jafiivel ófærð innanbæjar á Hólmavík Laugarbóli. IJNDANFARNAR vikur hefúr verið nær látlaust hörkuvetrarveður hér í Bjamarfirði og um Strandasýslu yfirleitt. Hefúr þessi hörk- utíð með roki og ofankomu verið svo mikil að þótt vegir hafi verið ruddir hefúr ekki verið fært um þá nema um stundarsakir. Þá hafii ýmsir vegir verið lokaðir í lengri tíma, eins og vegurinn um Sel- strönd milli Drangsness og Hólmavíkur, sem nú hefúr verið lokaður vel á annan mánuð. Þá hefúr Steingrímsfjarðarheiði verið lokuð í um 2 vikur og innanbæjarumferð tefet á Hólmavik. Það hefur nær stöðugt verið byl- ur og snjókoma hér um slóðir frá áramótum. Þegar leiðin til Drangs- ness hefur verið opnuð er það nær alltaf um Bjamarfjörð, og sjaldnast hefur hún verið opin nema í 1—2 daga í einu. Hefur fólk því orðið að grípa tækifærið þegar opnast hefur og flýta sér að gegna erindum á Hólmavík eða á Drangsnesi. Er fréttaritari ræddi þessi mál við einn af starfsmönnum vega- gerðarinnar, gat hann þess, að það væri erfitt til lengdar að sjá alltaf verkin sem unnin hafa verið, verða gagnslaus, jafnvel á sama sólar- hring. Skilaboðið á sjálfsvara vegagerð- arinnar mánudaginn 6. mars kl. 8. voru: „Stórhríðarveður er nú á Ströndum og vegir eru ófærir. Eng- inn mokstur er í dag.“ Um Hólmavík var ekki einu sinni fært á dráttarvélum i morgun eftir Aðalgötunni, að vísu komst útibús- stjóri Búnaðarbankans á pósthúsið með dráttarvél, en þar á milli eru um 200 metrar. En er hann ætlaði að komast upp í Kaupfélag varð hann frá að hverfa. Guðmundur Bjömsson frá Stakkanesi, sem hóf akstur með vörur milli Hólmavikur og Reykjavíkur um 1972-1973, man ekki eftir meiri snjó á þessum tíma árs. Ymsir aðilar, sem fréttaritari hefur rætt við, telja að ekki hafí snjóað svo mikið á svona skömmum tíma síðan 1968. Þó hafi heild- arsnjómagn verið svipað allan vet- urinn 1983 og það sem nú er kom- ið. Þó vilja sumir álíta að svona ófærð hafi ekki verið síðan 1948- 1949. Það er algengt að skaflar hafi fært hús svo til í kaf, hvað þá vélar og farartæki, sem hjá þeim standa. Það verður ekki brotist milli bæja, nema á fjórhjóladrifnum dráttarbfl- um, snjósleðum eða þá helst gang- andi á skíðum. Byijað var að opna milli Hólmavíkur og Drangsness þann 1. mars en það er tæplega 50 km leið. Komust snjóruðningstækin þá í Bjamarfjörð, að vegamótum við Bjamarfjarðará. Daginn eftir var svo haldið tii Drangsness og opnað- ist þá leiðin um stundarsakir. í hana fennti svo og skóf um nóttina svo að hún var orðin ófær nema á stómm bflum um morguninn. Á föstudeginum fór svo seinni snjó- blásarinn til baka til Hólmavíkur og opnaðist þá leiðin að nýju. Póst- ur hafði þá ekki borist í Bjamar- flörð í viku. Að kvöldi föstudagsins kom svo pósturinn úr áætlunarbif- reiðinni og fengu nú kaupendur Morgunblaðsins blaðið samdægurs annan daginn f röð. Að þessu sinni var samt komið með póstinn á snjó- sleða. Allt er orðið ófært að nýju milli Bjamarfjarðar og Hólmavíkur, böm sem sækja Klúkuskóla komust heim til sín á föstudaginn og er enn lifað í voninni að koma megi þeim til baka á mánudag eða þriðjudag með snjósleða og eða dráttarvél. Flutningar á mjólk og ýmsum vörum frá Kaupfélagi Steingríms- fjarðar eiga að vera á miðvikudög- um um Bjamarfjörð um Drangsnes. Ekki er viðlit að standa við slíka áætlun í svona tíð. Þá á mjólk til úlibússins á Drangsnesi að berast með áætlunarbflnum á fostudögum, en hann hefur ekki komist nema einstaka sinnum þangað frá ára- mótum. Það verður ljósast hversu byggð- in er einangruð, þegar fólk þarf að komast einhverra erinda úr firðin- um og veðurfar hamlar svo lengi sem nú hefur verið. Þeir sem ekki þurfa á lækni eða neinu sérstöku að halda, una sér hinsvegar vel heima og blessa Orkubú Vestfjarða fyrir nýja spenninn, sem orsakar að við höfum nokkuð stöðugt raf- magn‘ - SHÞ Banna bjórinn Framkvæmdastjóm SÍS telur ástæðu til að minnn á hluta af starfereglum þeim sem í gildi eru hjá fyrirtæk- inu. í orðsendingu frá fram- kvæmdastjóminni er minnt á að áfengisneysla hafí ævinlega verið bönnuð í fyrirtækjum SIS og með tilkomu bjórsins sé rétt að benda á að hann er einnig áfengi og heyrir því undir sömu starfsreglur. Allt á kafí í snjó Gífurlegt fannfergi er nú víða um land og hafa menn orðið að grípa til skíðanna til að komast leiðar sinnar. A Bolungarvík er allt á kafi í snjó, hús hafa bókstaflega fennt í kaf og er ærið verkefni að moka sig inn og út úr híbýlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.