Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 48
FERSKLEIKI ÞEGAR MESTÁ REYNIR 0 SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SIMI 68 55 50 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 VEItt) í LAUSASÖLU 80 KR. Níu félög ákveða atkvæðagreiðslu STJÓRN Hins íslenska kennarafélags ákvað á föstudaginn í kjölfar fundar með Kennarasambandi íslands og Samninganefnd ríkisins að efiia til atkvæðagreiðslu um verkfall, sem heQist hinn 6. apríl næstkomandi. HÍK er langstærsta aðildarfélag Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, en nú hafa alls níu aðildarfélög þess af 23 ákveðið atkvæðagreiðslu um verkfall, sem heQist þann 6. apríl. Tvö félög hafa ákveðið að hafa ekki atkvæðagreiðslu og önn- ur eru með fundi í þessari viku, þar sem ákvarðanir verða teknar í þessum efiium. Stjóm HÍK hafði í höndunum heimild frá fulltrúaráði félagsins til þess að ákveða atkvæðagreiðslu. Félag íslenskra náttúrufræðinga varð fyrst til þess að ákveða at- kvæðagreiðslu og hófst hún fyrir helgi, en önnur félög eru Kjarafélag arkitekta, Félag bókasafnsfræð- inga, Félag fréttamanna, Félag íslenskra fræða, Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa og Stéttar- félag lögfræðinga í nkisþjónustu. Atkvæðagreiðsla verður ekki hjá Prestafélági íslands og hjá Félagi háskólamenntaðra stjórnarráðs- starfsmanna. Gert er ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslunum liggi ekki fyrir seinna en föstudaginn 18. mars. Samkvæmt samningsréttar- lögum opinberra starfsmanna þarf meirihluti félagsmanna að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfall og meirihluti að samþykkja það. Sérstakt viðhald eldri þotna: Kostnaður eykst um 31,5 milljónir REGLUR um viðhald eldri þotna verða hertar að mun á næst- unni. Bandarísk flugmálayfir- völd undirbúa nú nýjar reglur Bjóða 7.000 í Mariane VERKTAKA- og byggingafyr- irtækið Lyngholt sf. i Vogum hefur boðið 1.000 danskar krónur, eða um 7.000 islenskar krónur, i flutningaskipið Mar- iane Danielsen. Fyrirtækið er komið með ráð- stöfúnarrétt yfir skipinu, að sögn Guðlaugs R. Guðmundssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ekki er búið að ákveða hvemig eða hvenær skipið verður flutt af strandstað. sem gera ráð fyrir að við 20 ára aldur verði flugvélamar teknar til gagngerrar endurnýjunar. Búist er við að þær reglur muni gilda í öðriun löndum. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 31,5 milljónir króna á hveija þotu. Flugleiðir hafa þegar selt allar sínar þotur nema eina. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, munu þessar reglur því ekki hafa áhrif á rekstrarkostnað flugvéla félagsins. Hann segir að innan árs verði félagið eingöngu með nýjar vélar í millilandafluginu. Boeing-737-þotur Amarflugs eru þegar komnar í umfangsmikið við- hald sem mun kosta nokkur hundr- uð þúsund dollara að sögn yfirflug- virkja félagsins. Amarflugsþotum- ar eru 18 og 22 ára gamlar. Sjá ennfremur miðopnu. tslenskar agnrkur komnar á markaðinn ÍSLENSKAR gúrkur em byrjað- ar að koma á markaðinn en þó í litlu mæli enn sem komið er. Reynir Pálsson markaðsstjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna segir að lengi hafi litið vel út með upp- skeruna en afturkippur hafi komið í ræktunina vegna dimmviðris og býst hann ekki við að uppskeran hefjist fyrir alvöru fyrr en í næstu viku. Þá er áætlað að hefja græn- metisuppboð hjá Sölufélaginu en þau hafa ekki verið haldin í vetur. Heimtur úr langri ferð. Móðir Jóns Amar Magnússonar, Þuríður Jóns- dóttir, fagnar syni sínum við heim- komuna. „Áttiað vera smáskreppur“ SelfossL „ÞETTA átti að vera smá skreppur í tvo tíma en veðrið gerði okkur grikk. Við gerðum þá skyssu að snúa ekki við strax til Þingvalla og rammvilltumst, sagði einn vélsleðapiltanna Qögurra, sem mikil leit var gerð að i gær. Fjórmenningamir sem eru um tvítugt, frá Selfossi og úr Gnúpveijahreppi, komu fram heilir á húfi í gær eftir að hafa villst f vélsleðaferð frá Laugarvatni til Þingvalla sfðdegis á sunnudag. Á sunnudag varð þeirra vart við Gjábakka um kl. 18.30 á sunnudag. Þeir óku rammvilltir í 5 klukkutíma, um 100 kflómetra leið, og gistu í skála við Þórólfsfell um nóttina. Tveir þeirra komust af eigin rammleik að Geysi í gær en hinir voru sóttir f skálann í Þórólfsfelli. Um 40 leitarmenn úr níu björgunarsveitum í Ámessýslu tóku þátt í leitinni. —Sig. Jóns. Sjá nánari frásögn á bls. 3. Mýrdalssandur gerður að landgræðslusvæði Landgræðslan hefíir tekið við vesturhluta sandsins og samningar um austurhlutann 1 undirbúningi EIGENDUR vesturhluta Mýrdalssands og Landgræðsla rfkisins hnfo gert samning um uppgræðslu sandsins. Landeigendur lána landið en uppgræðslan verður á vegum Landgræðslunnar. Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri segir að eitthvað verði byijað strax næsta vor. Þá er f undirbúningi hliðstæður samningur við bændur f Álfta- veri, sem eiga austurhluta sandsins, og verður Mýrdalssandur þá eitt samfellt landgræðslusvæði. Ekki er vitað með vissu um stærð sandsins, en hann hefur verið talinn 800 ferkflómetrar eða um 0,75% af öllu landinu. „Ég er geysilega spenntur að fylgjast með þessu. Þama getur Safti við Kjarvalsstaði BORGARYFIRVÖLD hafa samþykkt að reist verði hús f tengslum við Kjarvalsstaði, þar sem eingöngu verða haldnar sýningar á verkum Kjarvals í eigu borgarínnar. Um leið verði sköpuð að- staða fyrir fræðimenn sem vilja kynna sér listferíl hans. Kjarval ánafnaði Reykjavfkurborg eignir sínar að sér látnum, þar á með- al eru um 5.000 teikningar. Sérstök byggingamefnd hefur fylgst með framgangi verksins en borgaryfírvöld fólu Guðmundi Jónssyni arkitekt að hanna safnið. í tillögu sinni gerir Guðmundur ráð fyrir að Kjarvalssafn verði staðsett á miéju Miklatúni sunnan Kjarvalsstaða að mestu leyti niður grafið og verða söfnin tengd göngum neðan jarðar. „A þaki safnsins verður hring- laga torg og lítil tjöm með volgu vatni, sem rýkur af þegar þannig viðrar. Tákn heitu hveranna, sem Reykjavík dregur nafn sitt af. Listasöfn em meðal áhugaverð- ustu verkefna, sem arkitektar geta átt völ á. Megin áherslan hlýtur að vera sú að húsið vinni með listaverkunum,“ sagði Guð- mundpr í samtali við Morgun- blaðið. Sjá nánarí frásögn og viðtal við Guðmund Jónsson í miðopnu blaðsins. maður búist við að sjá mörg þúsund hektara af svörtum sandi breytast í græn og gróskumikil lönd á næstu árum,“ sagði Jóhannes Krisljánsson bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal en hann er landeigandi á vesturhluta Mýrdalssands ásamt eigendum Hjörleifshöfða, Reynisbrekku og Selflalls. Það svæði sem þeir hafa afhent Landgræðslunni nær frá Múlakvfsl austur að Blautukvísl og frá sjó norður að Mýrdalsjökli. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði að þetta svæði væri nánast samfelld eyðimörk með Hjörleifshöfða og Hafursey sem vinjar. í fyrstu yrði lögð áhersla á að græða upp meðfram þjóðvegin- um. Síðan yrði gert að jarðvegssár- um í Hjörleifshöfða og Hafursey. Hann sagði svæðið svo stórt að þetta væri framtíðarverkefni hjá Landgræðslunni. Bændumir hætta að beita fé á svæðinu, en þar hafa verið liðlega 200 kindur. Sveinn sagði að lítið þyrfti að girða, svæð- ið afmarkaðist vel af sauðflárveiki- vamagirðingu að austan og Múla- kvísl að vestan. Sveinn sagði að mikill hugur væri einnig í bændum í Álftaveri, sem ættu austurhluta Mýrdalssands og þó samningar væru ekki frá- gengnir, væri þegar byijað að sá þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.