Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR ll. MARZ 1989 33 Afinæliskveðia: Júlíus Þórðarson útvegsmaður Það er ótrúlegt að hann Júlli skuli vera orðinn áttræður, þessi kraftakarl. En sumir gefast ekki upp þótt á móti blási — láta hvergi undan síga; halda sál og líkama sífellt ungum og ástunda jákvætt hugarfar. Pullu nafni heitir hann Hans Júl- íus Þórðarson og er hann annar elstur níu bama þeirra hjóna Em- ilíu Þorsteinsdóttur frá Grund og Þórðar Ásmundssonar, kaupmanns og útgerðarmanns frá Háteigi á Akranesi. Emilía var dóttir Ragn- heiðar Þorgrímsdóttur, Thorgrím- sens prests í Saurbæ og Þorsteins Jónssonar, kennara, sem var sonur Jóns Runólfssonar, bónda á Vatns- hömrum og Ragnheiðar Jóhanns- dóttur Tómassonar, prests á Hesti í Borgarfírði. Þórður faðir Júlíusar var sonur Ásmundar óðalsbónda og formanns Þórðarsonar á Háteigi Gíslasonar bónda og hreppsstjóra í Elínarhöfða og Ólínu Bjamadóttur Brynjólfssonar á Kjaransstöðum. Móðir Ásmundar á Háteig var Elín Ásmundsdóttir af Klingenbergsætt, en móðir Ólínu var Helga Ölafs- dóttir Stephensen. Júlíus stundaði nám í Flensborg í Hafnarfirði í tvo vetur og lauk þaðan gagnfræðaprófí árið 1928. Hann hlýtur að hafa verið góður og eftirtektarsamur nemandi, því þegar ég var í Verzlunarskólanum 30 árum síðar, þá var þar gamall kennari Júlíusar, Sigurður (Lærer) Guðjónsson, sem oft minntist sér- staklega hins góða nemanda frá Akranesi, sem hafði verið hjá hon- um í Flensborg. Það brást ekki er leið að helgum að Sigurður- kom að máli við mig „að ef ég færi upp- eftir í dag, að skila nú kæmm kveðj- um til hans Júlíusar“. Eftir að námi lauk hóf Júlíus störf í tengslum við sjávarútveginn, en þar var hans starfsvettvangur æ síðan. Um tíma vann hann hjá Óskari Halldórssyni, útg.m. m.a. sem vélgæslumaður í íshúsinu Herðubreið, þar sem hinn frægi Glaumbær var síðar til húsa, en nú Listasafn íslands. Það er mál þeirra sem til þekkja að sem véltæknimað- ur hefði Júlli notið sín vel, en allt sem laut að vélum og tæknibúnaði bókstaflega lék i höndunum á hon- um. Hinsvegar hóf hann störf með föður sínum að útgerðarmálum og var hann m.a. umboðsmaður hans á Siglufirði þau árin sem síldin var og hét. Honum lét vel að vinna á Siglufírði og minnist hann oft þeirra ára með eftirsjá. Það var eitthvað í kringum síldina sem heillaði meira en allt annað. Mikill handagangur var í öskjunni, barátta um löndunar- pláss og verð; ýmist í ökla eða eyra. Þar varð til þessi vísa eftir Júlla, af gefnu tilefni: „Sfldin er silfur hafsins/Sumarið okkar von/Þegar að Gottfredsen grætur/gleðst Óskar Halldórsson." Þegar Þórður, faðir Júlíusar féll frá árið 1943, aðeins 58 ára að aldri, tók Júlíus við stjóm fyrirtækj- anna ásamt mágum sínum þeim Jóni Ámasyni og Ólafí Fr. Sigurðs- syni, en þau vom hraðfrystihúsið Heimaskagi, útg. fyrirtækið Ás- mundur og verslun Þórðar Ás- mundssonar. Saga þessara fyrir- tækja er lík sögu annarra útgerðar- fyrirtækja, þar skiptust á mislöng velgengnistímabil, tími vonbrigða og harma, og oft, því miður, mikils skilningsleysis. Þar kom því oft í góðar þarfír hin létta lund Júlíusar og drengskapur. Samhliða störfum sínum við útgerðina var Júlíus fréttaritari Morgunblaðsins á Akra- nesi. Sendi hann greinargóðar frétt- ir af atburðum líðandi stundar, og þó sérstaklega af öllu er varðaði atvinnuástand og horfur á Akra- nesi. Júlíus þótti snemma vel til íþrótta fallinn, enda hraustmenni. Hann stundaði frjálsar íþróttir, sund og glímu jöfnum höndum. Þó var það knattspyman sem átti hug hans eins og fleiri Akumesinga, bæði þá og nú. Hann spilaði með K.A. (Knattsp.fél. Akraness) og einnig með sameiginlegu liði Akraness gegn öðrum bæjarfélögum. Einnig var hann markvörður með Víkingi í Reykjavík um tíma. Heilsufarslega býr Júlfus enn að þessurp árum, auk þess sem hann hefur haldið sér vel við með líkamsrækt og heilsuvemd. Hann hefur um langt árabil farið allra sinna ferða á reiðhjóli. Hann stundar sund daglega og gerir Mullersæfíngar að því loknu. Er heim kemur skal neytt hollrar fæðu. Margt er Júlfusi til lista lagt. Oft var leitað til hans þegar böll voru haldin, og spilaði hann þá jöfnum höndum á takkaharmónikku og munnhörpu. Einnnig leikur hann laglega á píanó. Hann er prýðilega hagmæltur og ritfær, og hafa birst eftir hann athyglisverðar greinar í blöðum auk fréttapistlanna. Krydd- ar hann greinar sínar jafnan léttum húmor. Þá hefur hann glöggt auga fyrir því sem betur má fara á ýms- um sviðum svo sem vinnuhagræð- ingu, vömum gegn slysum o.fl. Reyndar hefur hann hannað ýmis tæki og vélar, sem frekar ættu að Kirkjudagur Safiiað- arfélags Asprestakalls Árlegur kirkju- dagur Safnaðarfé- lags Ásprestakalls er á morgun, sunnudaginn 12. mars. Um morg- uninn kl. 11 verður bamaguðsþjón- ______________ usta í Áskirkju og Áskirlga I síðan guðsþjón- Reykjavik. usta kl. 14. Ingibjörg Marteins- dóttir syngur einsöng, sóknarprest- ur prédikar og kirkjukór Áskirkju sjmgur undir stjóm Kristjáns Sig- tryggssonar organista. Eftir guðsþjónustuna og fram eftir degi verður kaffísala í safnað- arheimili í kjallara Áskirkju og eins og alltaf á kirkjudaginn verða glæsilegar veitingar á boðstólum. Agóði af kaffísölunni rennur allur til búnaðar nýs safnaðarheimilis Áskirkju, en safnaðarfélagið á stór- an þátt í Q'áröflun til kirkjubygging- arinnar og hefur kirkjudagurinn lengi verið einn helsti fláröflunar- dagur félagsins. Nú er unnið að lokaáfanga við innréttingar og búnað nýja safnað- arheimilsins og standa vonir til að það verði fullbúið til notkunar í maímánuði. Verður þar bjartur og fallegur salur á sama gólfi og kirkjuskipið og aðstaða öll til fé- lags- og safnaðarstarfs mun batna til mikilla muna þegar heimilið verð- ur fullbúið en frágangur þess er lokaáfangi kirkjubyggingarinnar og því gleðileg tímamót í sögu sóknar og safnaðarfélags. Ég vona að sem flest sóknarböm og velunnarar Áskrikju leggi leið sína til hennar á sunnudaginn og njóti helgrar stundar og neyti þess sem safnaðarfélagið býður uppá og styðji um leið gott málefni. Árni Bergur Sigurbjörnsson flokkast undir uppfinningar. Segja má að á mörgum sviðum hafí Júlíus ekki fylgt samtíð sinni, heldur í mörgum efnum verið á undan, bæði hvað varðar veraldleg efni sem og andleg. Slík em oftlega hlutskipti listamanna, og ná þeir því ekki eyrum samtíðarmanna sinna sem skyldi. Júlíus er gæddur ýmsum hæfíleikum sem öðrum em ekki gefnir. Hann er forspár og næmur við að leysa ýmis vandamál sem öðmm er um megn að leysa. Júlíus hefur lengi verið félagi í Rotaryklúbbi Akraness, einnig starfaði hann með sjálfstæðisfélag- inu. Formaður Útvegsmannafél. Akraness var hann um skeið. Þá hefur hann um fjöldamörg ár starf- að í stjóm Bjamalaugar og hefur hann látið sér málefni Laugarinnar miklu varða. Það var mikil gæfa að fá að kynnast jafn góðum dreng og Júlla frænda mínum. Hann bjó og býr reyndar enn í næsta húsi við for- eldra mína að Vesturgötu 43. Þó aldursmunur milli okkar væm þijátíu ár þá hafði það ekkert að segja. Hann tók mig ungan sem jafningja sinn og áttum við auðvelt með að ná því sambandi sem aldrei hefur borið skugga á. Þann 3. ágúst árið 1933 kvænt- ist Júlíus Asdísi Ásmundsdóttur, dóttur Ásmundar Júlíusar Magnús- sonar kennara og sjómanns á Jörva á Akranesi og konu hans Þóm Þor- valdsdóttur. Asta var hin ágætasta kona, falleg og greind og hinn besti vinur vina sinna. Ásta lést þann 21. júlí 1985. Böm þeirra hjóna em: Guðrún Edda g. Björgvin Hagalíns- syni vélvirkja á Akranesi. Ragn- heiður g. Gunnari Þór Jónssyni, prófessor í Reykjavík, Emilía Ásta, umsjónarfóstra í Kópavogi g. Guð- mundi Bertelssyni, rafíðnfræðingi, Þórður bankaútibússtjóri á Hellis- sandi kvæntur Emu Gunnarsdóttur meinatækni, Ásdís Elín bankafull- trúi í Reylq’avfk g. Aðalsteini ó. Aðalsteinssyni rafeindavirkja og Gunnhildur Júlía, sjúkraliði g. Smára Hannessyni, rafvirkja á Akranesi. Bamabömin em 14 og langafabömin 4. Við Jónína og synimir óskum vini vomm og frænda innilega til hamingju með áttræðisafmælið með þeirri von að árin sem eftir em héma megin við þröskuldinn megi vera honum, fjölskyldu hans og vin- um til jafnmikillar gleði og verið hefur til þessa dags. Ásmundur Óla&son ÞU VILT! = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Aukin vellíðan, lœgri orkukostnaður. DANFOSS VEIT HVAD Mikil útbreiösla DANFOSS ofnhitastilla á íslandi sýnir aö þeir eru í senn nákvæmir og öruggir. Æ fleiri gera nú sömu kröfurtil baðblöndun- artækja og velja hitastilltan búnað frá DANFOSS. Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu Þú stillir á þægilegasta hitann í hverju her- bergi og DANFOSS varðveitir hann nákvæm- lega. Og í baðinu ertu alltaf öruggur með rétta hitann á rennandi vatni, ekki sístfyrir litlafólkið þitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.