Morgunblaðið - 29.03.1989, Side 4

Morgunblaðið - 29.03.1989, Side 4
w 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 Arnarflug: Fjármálaráðherra vill upplýs- ingar um eignir Arnarflugs Fjármálaráðuneytið sendi Arn- arflugi bréf í gær, þar sem óskað er eftir því að félagið veiti ráðu- neytinu upplýsingar um þau veð og eignir sem það vill leggja fram til tryggingar til þess að ríkis- stjómin hafi milligöngu um útveg- un láns. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, upplýsti Morg- unblaðið um þetta í gær. Hörður Einarsson, stjómarformaður Am- arflugs staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær að forsvars- mönnum Amarflugs hefði borist bréf ráðuneytisins í hendur í gær. „Við munum nú fara í það að vinna út frá þessu, og verðum í því á næst- unni,“ sagði Hörður. „Þetta er í framhaldi af þeirri sam- þykkt ríkisstjómarinnar að fullnægj- andi og aðgengileg veð þurfi að vera fyrir hendi, til þess að ríkið gangist í ábyrgð fyrir láni,“ sagði Ólafur Ragnar. Olafur Ragnar sagðist ekkert vilja tjá sig um það hvort hann teldi, mið- að við þær upplýsingar, sem hann hefði nú í höndunum, að veðin sem Amarflug hefði greint frá, væm ófullnægjandi og óaðgengileg. „Við höfum óskað eftir því að þeir leggi fram skrá yfir þær eignir sem þeir hyggjast setja að veði, þannig að Ríkisábyrgðasjóður og embættis- menn geti farið yfir þau veð og þær eignir og metið þær,“ sagði íjármála- ráðherra. Ólafur Ragnar sagði að ekkert væri hægt að segja til um hvort ríkis- ábyrgð yrði veitt, fyrr en Amarflug hefði lagt fram áðumefnda skrá og hún hefði verið metin. Albert til Parísar í aprfl ALBERT Guðmundsson á að taka við embætti sendiherra íslands í Frakklandi, þann 1. apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins, en það dregst þó að líkindum fram yfir helgi að Albert fan utan. Haraldur Kröyer, sendiherra í Frakklandi mun taka við sendi- herraembættinu í Noregi, með að- setur í Ósló á næstunni, og þá mun Níels P. Sigurðsson, sendiherra þar koma heim til íslands, til starfa í utanríkisráðuneytinu. Albert sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann reiknaði með að fara til Parísar strax eftir næstu helgi, að öllu forfallalausu. Það væri verið að ferma bamabam hans um helgina, og hann færi ekki utan fyrr en að þeirri athöfn lokinni. Hann kvaðst þó eiga eftir að ræða nánar við Jón Baldvin Hannibalsson, utanrfkisráðherra. Hulda Á. Stefáns- dóttir látin Valt á Laugavegi Tvennt var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Laugavegar og Frakkastígs aðfaranótt þriðjudagsins. Fólksbill á leið niður Laugaveg ók á annan sem ekið var niður Frakkastíg og beygt áleiðis niður Laugaveg. Sá bíll valt á hliðina og voru tveir farþegar úr honum fluttir á slysadeild til athugunar. Meiðsli þeirra voru talin minniháttar. 4 ' / * r r. * r 4 r r * / * r 4 r 4 r * r # * r 4 r í DAG kl. 12.00:* % * 4 r 4 r * r * x- r * r 4 r * r * r Heimild: Veðurstofa islands f (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐUR Hulda Á. Stefánsdóttir, fyrrver- andi skólastjóri, lést síðastliðinn laugardag, á 93. aldursári. Hulda fæddist þann 1. janúar 1897 á Möðruvöllum í Hörgárdal, dóttir hjónanna Stefáns Stefánssonar kennara og Steinunnar Frímanns- dóttur. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1912 og næstu ár stundaði hún tungumálanám og handavinnu þar í bæ. Hún lauk prófi frá húsmæðraskólanum í Vording- borg í Danmörku árið 1916. Þá nam Hulda píanóleik og tónfræði í Tónlist- arskóla Matthisson Hansen í Kaup- mannahöfn 1916-1917 og var þar við framhaldsnám 1919-1921. Hún var stundakennari í dönsku við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1921- 1923 og kenndi einnig píanóleik þessi ár. Frá 1932-1937 var hún skóla- stjóri kvennaskólans á Blönduósi og aftur árin 1953-1967. Hún var skóla- stjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá stofnun hans árið 1941 og til ársins 1953. Árið 1954 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og stórriddarakrossi orð- unnar árið 1969. Hulda var organleikari Þingeyra- kirkju í 15 ár og átti þátt í stofnun kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og var í stjóm þess í 15 ár. Hulda Á. Stefánsdóttir Þá var hún í stjórn Sambands norð- lenskra kvenna og formaður þess 1960-1964. Hulda gaf út endurminn- ingar sínar í fjórum bindum og kom síðasta bókin út 1988. Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Jóni Sigurði Pálmasyni, bónda á Þingeyrum. Hann lést árið 1976. Hulda og Jón áttu eina dóttur, Guð- rúnu, arkitekt í Reykjavík. VEÐURHORFUR í DAG, 29. MARS YFIRLIT f GÆR: Dálítið lægðarsvæði fyrir vestan og suðvestan (sland á leiðinni norðaustur. SPÁ: í fyrramálið þykknar upp með vaxandi suðaustanátt, fyrst suðvestanlands. Víða stinningskaldi eða allhvass með snjókomu eða slyddu í fyrstu en síðar rigningu. Hiti 3-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg suðaustanátt, slyddu- eða snjóél um landið austanvert, en að mestu úrkomulaust annars stað- ar. Hiti 1-2 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan hvassviðri og rigning um mest allt land, en þó mest sunnan- og austanlands. Hiti 5-7 stig. VEÐUR VÍDA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhl veSur Akureyri 2 skýjaö Reykjavík 1 úrkoma f grennd Bergen 3 rigning Helsinki 3 skýjaö Kaupmannah. 11 skýjaó Narssarssuaq +16 léttskýjað Nuuk +16 úrkoma f grennd Osló 7 þokumóða Stokkhólmur 9 skýjað Þórshöin 4 skúr Algarve 121 skúr Amsterdam 20 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 18 skýjað Chicago 16 þokumóða Feneyjar 19 léttskýjað Frankfurt 21 skýjað Glasgow 8 skúr Hamborg 21 skýjað Las Palmas 18 skýjað London 19 skýjað Los Angeles 12 heiðskfrt Lúxemborg 19 léttskýjað Madríd 6 rignlng Malaga 16 hálfskýjað Mallorca 23 léttskýjað Montreal 11 þrumuveður New York 16 mistur Orlando 18 féttskýjað París 20 skýjað Róm 18 þokumóða Vfn 17 léttskýjað Washington vantar Sigurvin Einarsson, fyrrverandi þing- maður, látinn SIGURVIN Einarsson fyrrverandi alþingismaður, lést að kvöldi skirdags, 89 ára að aldri. Hann var þingmaður Barðstrendinga árið 1956 til 1959 og VestQarða- kjördæmis frá 1959 til 1971 fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurvin fæddist 30. október árið 1899 í Stakkadal í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu, sonur hjónanna Einars Sigfreðssonar og Elínar Ólafsdóttur. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann veturinn 1918 til 1919 og lauk kennaraprófí árið 1923. Sigumn var skólastjóri barnaskól- ans í Ólafsvík til ársins 1932 og oddviti Ólafsvíkurhrepps 1931 til 1932, er hann varð kennari við Mið- bæjarskólann í Reykjavík til 1943. Hann var einn af stofnendum Dósaverksmiðjunnar hf. og starfaði þar til ársins 1963, þar af sem fram- kvæmdastjóri frá 1946. Hann var jafnframt bóndi í Saurbæ á Rauða- sandi frá 1947 til 1952. Sigurvin átti sæti í stjórn Stéttarfélags bama- kennara í Reykjavík og var formaður árin 1934 til 1937. Þá var hann form- aður eftirlitsráðs með opinberum rekstri á árunum 1935 £til 1940. -Hann var formaður stjórnar Vihnum- Sigurvin Einarsson iðlunarskrifstofu ríkisins árið 1939 til 1943 og átti sæti í stjóm Fiski- málasjóðs frá 1954 til 1971, þar af sem formaður frá 1957 til 1960. Sig- urvin átti sæti í kjararannsóknar- nefnd frá 1963 til 1973. Eftirlifandi eiginkona Sigurvins ér^JÖrina ^Jónsdóttir-kennari.-- -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.