Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 Markaðslaun kennara og Evrópubandalagið LRUN.FRRMHR LDSSKO LflKENNflRfl 1985 í EB-LÖNDUM OG A ÍSLHNDI ,1SL.KR0NUR EB-lönd ísland HlíSTU LflUN E23BYRJUNRR- LflUN LflUN PRÓFESSORfl ,1985 EB-LÖNDUM OG fl ÍSLHNDI ISL.KRONUR EB-lönd SHlESTU LflUN □ BYRJUNRR- LflUN Island eftir Birgi Björn Sigmjónsson Undanfarið hefur mikið verið rætt um Evrópubandalagið og nauðsynina á að íslendingar lagi sig að markaði þess. Þar eru ein- kunnarorðin: frelsi til viðskipta og frelsi fjármagns. EB stefnir nú einnig að sameiginlegum vinnu- markaði þar sem launamenn geta að eigin óskum flutt á milli land- anna. Hugmyndasmiðir EB fullyrða að þetta muni leiða til samræming- ar iq'ara á vinnumarkaði líkt og á fjármagnsmarkaði. Ef íslenskir at- vinnurekendur, einkum ríkið, ætla í samræmingarskyni að bjóða „EB- markaðslaun" eru bjartari tímar framundan hjá íslenskum Iauna- mönnum. Launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna á íslandi hafa lengi verið léleg og miklu lakari en þekkist í löndum innan EB. Kennar- ar eru dæmigerður starfshópur meðal ríkisstarfsmanna á íslandi og í EB-löndum. Starfsmenntun vinnuafls og raunar öll menntun þjóðarinnar til menningarlegs þjóðlífs byggja á þeim grundvelli sem skólamir og kennararamir leggja. í flestum EB-ríkjum er þetta talin meginforsenda aukins hag- vaxtar. Eftirfarandi kjarasaman- burður gefur okkur tilefni til að ætla að viðhorfin séu allt önnur á íslandi. Launin í grunnskólum Laun kennara í gmnnskólum sex EB-landa (skv. skýrslu hagstofu EB, Eurostat) og laun grunnskóla- kennara í Hinu íslenska kennarafé- lagi (HÍK) á íslandi fyrir fasta vinnuskyldu réttindakennara eru sýnd í töflu 1. Launin era umreikn- uð í íslenskar krónur. Tafla 1: Mánaðarlaun kennara í grunnskólum í EB-löndum og á ís- landi á árinu 1985. Byijunar- Hæstu laun laun Danmörk 42.327 71.051 England 33.129 67.166 Frakkland 39.954 61.652 Holland 40.344 81.256 Lúxemborg 50.734 57.152 Þýskaland 57.435 85.144 EB-lönd: 43.987 70.570 ísland: 23.946 37.138 Birgir Björn Sigurjónsson „Stéttarfélög og at- vinnurekendur á ís- landi verða að færa umræðuna um Evrópu- bandalagið að því sem er einna brýnast: Hverniger unnt að skapa á Islandi grund- völl til að greiða ríkis- starfsmönnum mann- sæmandi laun, „mark- aðslaun“?“ Laun háskólamenntaðra grann- skólakennara (í HÍK) á íslandi eru langlægst og skera sig úr í þessum samanburði. Þau þurfa að tvöfald- ast til að geta talist markaðslaun hliðstæðra kennara í EB-löndum. Launin í framhaldsskólum Laun framhaldsskólakennara í helstu EB-löndum era einnig miklu hærri en þekkist á íslandi eins og tafla 2 sýnir. Taflan sýnir að laun háskóla- menntaðra framhaldsskólakennara (í HÍK) á íslandi þurfa jafnvel að þrefaldast til að ná EB-markaðn- um. Tafla 2: Mánaðarlaun kennara í framhaldsskólum í EB-Iöndum og á fslandi á árinu 1985. Byrjunar- Hæstu laun laun Danmörk 59.293 95.964 England 33.129 81.552 Frakkland 40.616 85.863 Holland 45.647 116.650 Lúxemborg 81.340 164.018 Þýskaland 68.292 110.666 EB-lönd: 54.720 109.269 Island: 24.977 38.254 Launin í háskólum Upplýsingar um laun almennra fastráðinna prófessora við háskóla í EB-löndum og á íslandi sýna e.t.v. enn válegri stöðu íslenska mennta- kerfisins, enda alkunna að þeir sem era hæfír til að gegna stöðu prófess- ora við Háskóla íslands era í reynd gjaldgengir víða erlendis í stöður prófessora, kennara og vísinda- manna. Tafla 3 gefur þennan sam- anburð: Tafla 3: Laun prófessora í EB-lönd- um og á íslandi á árinu 1985. Byijunar- Hæstu laun laun Danmörk 125.196 125.196 England 108.270 127.235 Frakkland 85.732 172.916 Holland 132.064 193.594 Lúxemborg 79.105 140.478 Þýskaland 91.253 149.686 EB-Iönd: 103.603 151.518 ísland 37.763 49.178 Þessi tafla staðfestir að laun íslenskra háskólaprófessora ættu að þrefaldast til að gefa íslenskum skólum samkeppnisstöðu gagnvart skólum í EB-löndunum. Ef laun íslenskra prófessora era aðeins tvö- földuð era laun þeirra samt enn langlægst. Niðurstaðan er þessi Það hriktir í stoðum hins íslenska menntakerfís vegna óánægju kenn- ara með launin. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn í BHMR og kennar- ar sérstaklega hafa mun lakari kjör en aðrir háskólamenn á íslandi. Óánægja kennara byggist ekki ein- ungis á samanburði við aðra íslenska launamenn. Nú hrannast upp upplýsingar um að kjör há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna á íslandi, ekki síst kennara, séu afar léleg í samanburði við kjör háskól- manna í öðram löndum. Stéttarfé- lög og atvinnurekendur á íslandi verða að færa umræðuna um Evr- ópubandalagið að því sem er einna brýnast: Hvernig er unnt að skapa á íslandi grandvöll til að greiða ríkisstarfsmönnum mannsæmandi laun, „markaðslaun"? Heimildir: Kjarasamningur Hins ísienska kennarafélags og fjármála- ráðherra, Kjarasamningur Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra, Eurostat (ýmis hefti). Höfundur er hagfræðingur BHMR. Líf á landsbyggðinni Ýmislegt ber á góma hjá fólki þegar það hittist héma úti á lands- byggðinni, til dæmis var ég fyrir skömmu stödd þar sem menntun var helsta umrasðuefnið, og þörf á menntun til starfa. Margt var sagt og misjafnar vora skoðanir manna á því hvað teija bæri nauð- synlega menntun. Menn vora sammála um að auðvitað væri grannskóli og gjama eitthvað meira öllum nauð- synlegt, en nauðsynlegast af öllu væri þó starfsreynsla. Röksemdir vora eitthvað á þessa leið: Þekking er undirstaða þess að fólk sé fært um að inna þau störf af hendi sem það tekur að sér. Allir afla sér almennrar mennt- unar, þ.e.a.s. ganga í grannskóla og svo er einstaklingsbundið hvað langt menn fara í skólakerfínu, þar er hægt að stefna í ýmsar áttir, lengra eða skemmra. Eitt er þó skilyrði þess að kunna vel til verka og það er starfs- reynsla. Tvö dæmi vora nefnd um verk- legar kröfur í námi, en auðvitað væri hægt að telja miklu fleiri: Fóstrar, sem gera það að at- vinnu sinni að gæta bama á ýms- um aldursskeiðum, eiga að hafa að baki þriggja ára sémám, þar af nær helming störf á bamaheim- ilum. Bændaskólamir senda nemend- ur sína í sveit og þeir verða að vinna við almenn störf á sveita- heimilum í mánuði áður en þeir geta tekið búfræðipróf. Niðurstaða rökræðnanna varð sú að reynsla og þekking á því starfí sem menn ætluðu að stunda væri mikilvaegasti grandvöllur þess að vel mætti takast. Áfram héldum við að ræða starfsreynsluna, og við voram sammála um að eins og starfs- reynsla er nauðsynlegur þáttur sem undirstaða þess að geta haft fullt vald á starfi sínu, væri alveg furðulegt að mikilvægustu stöður þjóðfélagsins væra oft skipaðar mönnum sem ekki hefðu neitt hagnýtt sémám að baki og áttum við þá við stöður ráðherranna. Ráðherrar era jú oft langskóla- gengnir menn, þeir geta haft ýmiskonar menntun, þeir geta t.d. verið lögfræðingar, jarðfræðing- ar, viðskiptafræðingar, náttúra- fræðingar, já, alls konar fræðing- ar en þeir hafa í flestum tilfellum enga hagnýta starfsrejmslu, enga raunhæfa þekkingu á atvinnulífí þjóðar sinar. Fræðingar geta auðvitað verið hinir nýtustu og bestu menn og á allan hátt góðir til síns brúks, þ.e. á sínu sviði, en einhæf mennt- un skapar þröngan sjóndeildar- hring og þá sem hafa sérhæft menntun sína vantar grátlega oft allan starfsgrandvöll til þess að setjast í ráðherrastól og stjóma þjóðarbúi af nokkra viti vegna vanþekkingar. Svona Iétum við gamminn geisa og ræddum menn og málefni. Starfsreynsla var að okkar mati svo mikilvæg að við álitum að ráðherrastóll væri í mörgum til- fellum betur setinn af, ja t.d. greindum sjómanni með grann- skólapróf, sem verið hefði í sveit og við verkamannvinnu á ungl- ingsáram, hefði þannig kynnst allvel atvinnulífi, heldur en ein- hveijum fræðingi sem aldrei hefði þurft að þvo af höndum sínum mold eða slor og aldrei gengið til hvílu að kvöldi með þreytu hins vinnandi manns í líkama sínum, sem sagt vissi ekki hvað það væri að „vinna sér brauð í sveita síns andlitis". Við hérna á landsbyggðinni eram auðvitað eins og allir aðrir hugsandi landsmenn sífellt að leita úrbóta á öllum mögulegum hlutum og við sem þama ræddum saman fóram að bollaleggja um það hvemig mennta ætti ráð- herra. Niðurstaða okkar varð á þessa leið: Strax og stjórnmálaflokkur hefur augastað á ráðherraefni, eða einhver stefnir á slíka stöðu að eigin framkvæði, ætti viðkom- andi maður að fara strax í grann- skóla bæði í þéttbýli og dreifbýli og fylgjast með störfum kennara. Á milli skólanna ætti hann að ferðast í, ja við skulum segja tvo mánuði. Síðan ætti hann að fara á sjúkrahús og kynna sér vinnu hjúkranarfólks og gangastúlka í t.d. tvo mánuði. Þar næst ætti maðurinn að fara á almennan vinnumarkað og taka þar til hönd- unum, vinna bæði í físki og við almenna verkamannavinnu, ekki horfa á heldur vinna. Við héldum að best mundi vera að láta ekki manninn ofreyna sig og ætluðum honum því fjóra mán- uði til að fylgjast með á sjúkrahús- um og í skólum, kannske fengi hann í bakið ef hann ætti að lyfta þungum sjúklingum, eða ofreyndi sig á einhvem hátt ef hann ætti að kenna ódælum unglingum og hætti við frekari menntun. En við héldum að mál væri að hann færi að reyna á sig eftir þennan tíma og taka þátt í atvinnulífinu, með eigin höndum. Nú ákváðum við að eftir þessa sex mánuði væri rétt að senda manninn í sveit og láta hann vinna öll algeng sveitastörf í þijá mán- uði, þeim tíma yrði að skipta á árstíðir svo hann fengi að kynn- ast bæði vor- og haustönnum, heyskap og hirðingu búsmala. Endilega ætti maðurinn að skrifa hjá sér hvað vinnudagur bóndans er margar stundir og hvað kona og böm bóndans vinna við búið. Síðast en ekki síst vildum við svo senda manninn til sjós og láta hann vinna á bátum og toguram í þijá mánuði og búa að öllu leyti við sama vinnuálag og sjómenn. Eftir árið álitum við að hann væri fær um að stjóma þjóðarbúi og gæti með góðum bakgranni myndað sér rökstuddar skoðanir á flestum málum og gæti kinn- roðalaust sest í ráðherrastól. Það gefur augaleið að menn sem aldrei hafa stundað aðra at- vinnu en að velta tölum á blaði, rýna í prótókolla, eða sérhæfa sig í einhverri fræðigrein, hafa ein- hæfa þekkingu og þar af leiðandi einhæfar skoðanir og þrönga yfír- sýn. Þess vegna varð niðurstaða okkar: Sendið þá sem stefna á ráð- herrastólana út í atvinnulífíð svo þeir geti aflað sér reynslu og þekkingar, svo þeir geti lagt raun- hæft mat á hvað eina sem kemur á þeirra borð í ráðuneytunum. Jóhanna Steingrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.