Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Þarf sérstakar ástæð- til þess að stöðva slíkar reglubundnar æfingar Varnarliðið: Þúsund manna heræfing hérlendis næsta sumar RAdGERT cr »ð cftia til henrf- Íngar mtii þitttCku um 1000 mann* DðMlU Irá H«nd«- Hkjunum hér i Undi h>>U aumar. «ð |)vl er aeglr I nýjanta hcfli handariika vikuriUÍna AHmtíon HM * SpMce Tec- AimIojtv. | rilinii er itarlea; út- tekt i v«m»r»tMinnl i Keflavfkurflugvellj og hlut- vcrkl hennar, im Ulið er Amctanlegt fýrir varnlr Atl- »nt*h»r«bpindnl»jf»ln». I bandarisks vikuritinu er eink - um nett um hlutverk fluRvrU til vemdar lanðinu ojr tii »o fylgjast með ferðum ksfbiU umhverfis það. Kemur fr«m, «ð feerri sovesk- ir kafbátsr leggja nú leið sfna um hðfin umhverfís tsland *n iður. fj- meðal annars bent i, að kaf- biUmir hafa nú Ungdrs-gari eld- flsugar en eldrí gerðir. Þi ecgir Erie A. McVaðon, fioUíormtti, yftrmaður vamsriiðsins, I aamtaii við ritið, að aovósku kafbiUmir icu MjððliUri nú en iður og þvl erfiðsra að finna þi en fytr. I'i kemur einnig tram, að ferðum snvéskra flugvéla hefur farickað ¦Iðan 1985. Telur HcVadon að hufrsanlcga scu Sovétmenn að itla sig i getti F-l5 orrustuþotna vamariiðsins, sem komu hingað til lands 19BS. Ka»mi til iUka yrði 187. ttðr- fylVi f&tgönguliða I varaliði hera- ins tent hingað til lands. Ef viðvð- runarUmi yrði tkammur yrði virkt ¦t&rfylki hersint aent hinirað akyndi og siðan myndi vtraliðið leyia það «f Mlmi. Her i landi era engar birgðir fyrir storfylkið. Liðtmenn úr 187. stðrfylkinu hafa stundað Kfingsr hcr i Itndi og rr Ktlunin að 1000 menn úr þvl koml hJngað til tefinga i nirtU aumri. Llðið noUr ekki þutig vopn við wfingar hér. Stðrfylkið rrrður yfw eigin tlugvtlum, brytidrekum og falibyssum en arfir notkun þesa hðnaðar f Kanada. Frétt Morgunblaðsins frá 17. nóvember 1988 um fyrirhugaða æfingu varaliðs bandaríska landhersins á sumri komanda. FYRBRHUGUÐ æfing 187. stórfylkis fótgönguliða í varaliði banda- ríska landhersins á Islandi á sumri komandi kom til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. „Það fer ekki saman að gera kröfu tD þess að varnarliðið verði í stakk búið, ef á reynir, að verja, ekki aðeins ísland, heldur líf og limi íslenskra borgara, ef því er hins veg- ar meinað að framkvæma æfingar af þessu tagi. Til slikra æfinga er efnt með reglubundnum hætti í ðllum öðrum löndum Atlantshafs- bandalagsins," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra i samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að fréttir þess efnis að heræfingar ættu að hefjast hér þann 17. júní næstkomandi væru úr lausu lofli gripnar. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra segir ekki koma til greina að æfingin hefjist þennan dag, þjóðhátíðardag íslendinga og kveðst reyndar vona að ekki komi til slíkrar æfingar hér á landi. „Það þarf sérstakar ástæður til þess að stöðva reglubundnar æfíng- ar af þessu tagi, fyrirvaralaust," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Á hitt ber að leggja áherslu, að það er að sjálfsögðu á valdi utanríkisráð- herra að ákveða hvort þær verði. Á það verður hins vegar Iagt faglegt mat, þegar ailar upplýsingar liggja fyrir um fjölda, búnað og nákvæma framkvæmdaáætlun. Af hálfu varnarliðsins hefur verið tilkynnt um áform um hefðbundnar æfíngar innan varnarsvæðisins á komandi sumri. Sú tilkynning var bókuð á fundi varnarmálanefndar 30. ágúst síðastliðinn, í utanríkisráð- herratíð Steingríms Hermannsson- ar," sagði utanríkisráðherra. Hann- sagði þessa tilkynningu vera afar fáorða og þar kæmi ekkert fram um tímasetningu. Ástæðuna fyrir því að endanleg ákvörðun hefði ekki enn verið tekin, sagði hann vera þá að upplýsingar um umfang og fram- kvæmd fyrirhugaðra æfinga lægju ekki enn fyrir. Nú væri verið að taka saman ítarlega greinargerð um málið af hálfu varnarmálaskrifstofu og engin ákvörðun yrði tekin fyrr en sú greinargerð lægi fyrir. „Af fréttum hefur mátt skilja að hér væri um að ræða afhjúpun á hinum óttalega leyndardómi. Stað- reyndin er hins vegar sú, að lesend- ur Morgunblaðsins gátu fræðst um þetta á liðnu ári, vegna þess að þar var ítarlega um málið fjallað," sagði Jón Baldvin. „Æfíngar varaliðsins hafa verið haldnar hér á landi tvisv- ar áður. Þær eiga rót sína að rekja til ákvörðunar frá árinu 1983, um að mynda og þjálfa sérstakt varalið, sem nota megi til að treysta varnir íslands á hættutímum. Hér er ekki um að ræða reglulega hermenn, heldur óbreytta borgara sem hafa sem sjálfboðaliðar tekið á sig þá kvöð að búa sig undir þetta hlut- verk." Utanríkisráðherra sagði að um þetta segði svo í skýrslu Steingríms Hermannsson, utanríkisráðherra til Alþingis fyrir árið 1987: „Ef til átaka drægi er ljóst að varnarliðið þyrfti aukinn liðsafla. Hersveit í ,rH«* 2 5 - 5 O °/í Afsláttur frá 25-50% í aðeins örfáa daga! Vegna flutninga. Hver hefur efni á að missa af rýmingarveislunni? asra AJ1I;1 VJrtllRM0tl Laugavegi 45 • sími 11388 OG SVO ALLT A FULLT VERÐ AFTUR varaliði bandaríska landhersins hef- ur verið þjálfuð og búin undir að koma til landsins á hættu- eða ófrið- artímum. Hluti hennar tók þátt í umfangsmiklum æfíngum í Kanada í sumar og fylgdust fulltrúar Varna- málaskrifstofu með þeim æfíngum. Til að slík þjálfun komi að fullu gagni er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi hönd í bagga og tryggi að allar varnaráætlanir séu í sem bestu samræmi við íslenska hagsmuni og staðhætti. Samræmis þarf að gæta milli almannavarnaá- ætlana okkar og skipulags lögreglu og landhelgisgæslu, og þessara varnaráætlana. Að því hefur verið unnið, en eðli málsins vegna verður ekki greint frekar frá því." Jón Baldvin sagði jafnframt: „Eins og fram kemur í þessum orð- um Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, er hér um hefðbundnar aðgerðir, sam- kvæmt skuldbindingum varnar- samningsins um öryggi og varnir á íslandi á hættutímum. Álitamál er hvort þessar æfingar geti borið hei- tið hernaðaræfíngar. Að minnsta kosti er það tæplega, ef litið er til samanburðar á reglubundnar her- æfingar í öðrum löndum Atlants- hafsbandalagsins. Þannig má nefna sem dæmi heræfíngu í Norður- Noregi árið 1988. Þar gafst fulltrú- um Islendinga kostur á að fylgjast með þeim æfíngum, þar á meðal þáverandi formanni utanríkismála- nefndar, Eyjólfí Konráð Jónssyni." Utanrikisráðherra sagði að þær æfíngar hefðu m.a. tekið til heils flugvélamóðurskips, og freigátuflota frá a.m.k. 9 Atlantshafsbandalag- slöndum. Þar hefði verið æfð innrás í Norður-Noreg og heilu héruðin verið undirlögð af „hermönnum, tól- um þeirra og tækjum." Hér væri einungis um það að ræða að gefa sjálfboðaliðum, sem ætlunin væri að grípa mætti til á hættutímúm, kost á að kynnast aðstæðum innan varn- arsvæðisins á Keflanvíkurflugvelli. Ekki yrði um nokkurn flutning á nýjum vopnum að ræða, né þátttöku orustuþotna, utan varnarsvæðisins. Mikil áhersla yrði lögð á starfsemi björgunarþyrlna og flutningatækja. „Eg tel mjög vafasamt að halda svona heræfíngu hér á landi og hún verður að sjálfsögðu ekki fram- kvæmd nema utanríkisráðherra samþykki hana," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, „auk þess kemur alls ekki til greina að hún hefjist 17. júní, það er algjör- lega öruggt mál. Ég vona að það verði ekkert af þessari æfingu." RESTAURANT S í M I 17 759 Síldarvagninn + B-matseðill alla virka daga VESTURGÖTU 10, 101 REYKJAVÍK TÚLVUSKEYTING IV1EÐ CROSFIELD MYNDAMÖT HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.