Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 30
30 tlltllll1SVIilÍ1«VHil1lff1«l9SS|Hr91fl«liH9VVniUI!lflfS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 JltirgmMgiMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Sögnlegar kosningar í S ovétríkj unum Fannfergi og ófærð Vestfírðir; Meiri snjór en verið hefur í marga áratugi ísafirði. Kommúnistaflokkur Sov- étríkjanna fékk slæma út- reið í kosningunum til hins nýja fulltrúaþings landsins á páska- dag. Þetta kann að þykja und- arleg fullyrðing, þegar til þess er litið, að aðeins einn flokkur átti menn í framboði, það er kommúnistaflokkurinn. Hún á hins vegar við rök að styðjast vegna þess hve flokksbroddar lutu víða í lægra haldi fyrir þeim, sem hafa gagnrýnt þá, völd þeirra og klíkuskapinn á æðstu stöðum. Boris Jeltsin, sem vann yfir- burðasigur, þar sem hann bauð sig fram í Moskvu, var síðla árs 1987 rekinn úr stjómmála- ráði flokksins og missti síðan stöðu flokksforingja í Moskvu, barðist opinberlega gegn Jegor Lígatsjov og öðrum harðlínu- mönnum innan flokksins. Sigur Jeltsins er táknrænn fyrir fram- göngu manna af nýja skólanum innan flokksins. Þeir lýsa yfir stuðningi við stefnu Mikhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga flokksins og forseta landsins, en beijast gegn mönnunum, sem hafa veitt Gorbatsjov umboð til for- ystu. Kosningamar breyta engu um það, að Gorbatsjov starfar í umboði valdastéttarinnar en ekki fólksins. Framganga þjóðemissinna í Eystrasaltslöndunum, Eist- landi, Lettlandi og Litháen, er merkilegri en sigur Jeltsins og annarra einstaklinga, sem sóttu fram gegn spilltum og duglitl- um þjónum flokksins. Þótt Moskvuvaldið hafi unnið mark- visst að því um áratugaskeið að uppræta ættjarðarást og sjálfstæðisvilja Eystrasalts- þjóðanna, var það einkenni kosningaúrslitanna í þeim, að fólkið hafnaði talsmönnum ná- innar samvinnu við valdamenn í Moskvu. Þeim vegnaði al- mennt vel, sem vildu auka sjálf- stæði ríkjanna. Hæst bar þetta í Litháen, þar sem frambjóðend- ur þjóðarhreyfingarinnar Saj- udis unnu 30 af 42 sætum. Með fulltrúaþinginu kemur til sögunnar nýtt þing í stað æðsta ráðsins, sem hefur starf- að í rúm 50 ár. Hvorki æðsta ráðið né nýja þingið, þar sem sitja 2.250 fulltrúar er unnt að bera saman við löggjafarþing í lýðræðislöndum. Kommúnista- flokkurinn hefur áfram einokun á pólitísku valdi í Sovétríkjun- um. Hins vegar hefur Gorb- atsjov lýst yfír því, að hann voni að með nýja fulltrúaþing- inu sé stuðlað að því að fjöl- breyttari viðhorf komi fram, almenningur láti sig opinberar ákvarðanir meiru skipta og ábyrgð embættismanna flokks og stjómar gagnvart almenn- ingi aukist. Fulltrúaþingið á að kjósa forseta sem á í senn að vera æðsti embættismaður sov- éska ríkisins, aðalritari flokks- ins og forseti forsætisnefndar endurskipulagðs æðsta ráðs, en það ráð verður nú kosið úr röð- um fulltrúaþingsmanna. Sam- kvæmt stjómarskránni getur Gorbatsjov gegnt stöðu aðalrit- ara flokksins til ársins 1999, ef hann nýtur stuðnings til þess svo lengi. Hann er einnig for- seti Sovétríkjanna og bendir allt til þess að fulltrúaþingið velji hann til að gegna því starfi áfram, eftir að forsetinn hefur fengið aukið vald samkvæmt hirini nýju skipan. Vald Kommúnistaflokks Sovétríkjanna er óskorað, þrátt fyrir kosningamar á páskadag. Staða flokksins hefur á hinn bóginn veikst. Viðbrögð hans verða áreiðanlega ekki á þann veg, að hann slaki á klónni. Hvenær hefur valdaklíka leyst sjálfa sig upp? Þá er ekki að efa, að gífurlega hörð valdabar- átta fer fram á bak við-tjöldin. Kosningarnar gáfu sovéskum almenningi í fyrsta sinn í rúm 70 ár tækifæri til að skyggnast á bak við þessi tjöld og segja sitt álit á þeim, sem þar beij- ast. Þeir flokksforingjar sem urðu illa úti í þessum kosning- um hafa ekki misst völd sín og áhrif innan flokksins, þeir eiga vafalaust eftir að beijast harka- lega fyrir að halda því, sem þeir enn þá hafa. Menn Lígatsjovs hafa undirtökin í flokknum. Til þeirra sækir Gorbatsjov umboð sitt. Sigur- vegarar kosninganna segjast hins vegar starfa í anda þeirra tillagna, sem Gorbatsjov hefur boðað. Hann er þannig milli steins og sleggju. Á meðan fólk óttast völd kommúnistaflokksins og hinna ráðandi afla eiga þau í fullu tré við almenning. Ef fólkið hættir að óttast er voðinn vís fyrir Kremlvetja. Verði niðurstaða þeirra sú að kosningamar á páskadag dragi úr ótta almenn- ings við alræði flokksins er líklegt að þær verði ekki endur- teknar í bráð. FLESTUM kemur sarnan um að álíka fannfergi og nú er á norðan- verðum Vestfjörðum hafí ekki verið síðustu áratugina. Á ísa- Qarðarflugvelii fengust þær upp- lýsingar að fáa daga frá áramót- um hafí starfsmenn vallarins kom- ist án tafa í vinnuna. Á þeim tima hefúr nokkrum sinnum komið smá bloti þó aldrei hafi verið frost- laust heilan sólahring. Flug í páskavikunni sætti nokk- urri röskun, þó féll flug einungis nið- ur einn dag. Ekkert hefur verið reynt að ryðja aðra vegi en frá Isafírði til Bolungarvíkur og Súðavíkur, og frá Flateyri og Þingeyri á flugvellina. Áætlað var að hefja mokstur á Breiðadals- og Botnsheiði í gær, en það er um 2ja daga verk að opna þær. Þá er verið að huga að mokstri fyrir Dýrafjörð, en þar er nú allt að 6 metra þykkir skaflar á veginum. Ekkert verður reynt við vegina um ísafjarðardjúp til Reykjavíkur þessa viku, en þar þarf að moka 250 km leið frá Isafírði, til Hólmavíkur um Steingrímsfí arðarheiði. Þjónustusvæði lögreglunnar á ísafirði nær úr Amarfirði að Snæ- VEÐUR hefúr verið slæmt á Ströndum allt frá jólum og ófærð þvílík að elstu menn muna ekki annað eins. Ilafa sumir bæjir ver- ið einangraðir frá janúarbyrjun og mannamót legið niðri. Setti þetta svip sinn á hátíðamar og féllu messur niður vegna veðurs. Skólahaid í Finnbogastaðaskóla hefur gengið þokkalega í vetur þrátt fyrir veður þó einhveijar tafír hafí orðið, sérstaklega hjá yngri bekkjun- NÚ ER meiri siyór á Skaga- strönd en elstu menn muna. Hef- ur margt fólk verið í vandræðum og orðið að treysta á vini og ættingja við að moka sig út þar sem hús hafa faríð algjörlega á kaf. Þeir sem eiga bíla undir snjó hafa gripið til þess ráðs að setja niður stöng með veifu til að merkja hvar bíll er undir svo snjóruðningstæki taki þá ekki þegar mokað verður. Allt er nú óljóst með snjómokstur þar sem fé sem áætlað var til þeirra hluta hjá sveitarsjóði er löngu upp- urið. í illviðriskaflanum nú í dymbil- vikunni hefur tvisvar verið kölluð fjallaströnd, en 400 km vegalengd er þar á milli. Síðast var leiðin öll opin um mánaðamótin nóvember desember, en lögreglan hefur notið aðstoðar landhelgisgæslunnar þegar stærri mál hafa komið upp líkt og á Flateyri um helgina. Reynt hefur verið að halda aðal- leiðum innan ísaflarðar opnum, en húsagötur hafa sumar verið ófærar síðustu vikumar. Engar truflanir hafa orðið á raf- magni á orkuveitsvæði Orkubús Vestfjarða, aðrar en að loka þurfti háspennulínu milli Bolungarvíkur og Breiðadals, þar sem óttast var að hluti línunnar færi undir snjó. Á meðan fengu Bolvíkingar rafmagn um Ísaíjörð. Fólk er almennt orðið þreytt á ótíðinni, en strax og eitthvað hefur birt upp hafa menn flykkst á skíði á Seljalandsdal, en mikil áhersla hefur verið lögð á að halda veginum að skíðasvæðinu opnu. Fjöldi aðkomumanna var á ísafírði um páskana að venju og verður ekki annað sagt en að Guð hafí bænheyrt fólkið um nógan snjó í skíðavikunni. — Úlfar um. Skólinn lagði land undir fót í febrúar, og fóru eldri deildin og ungl- ingadeildin til Reykjavíkur í náms- og kynnisferð. Menn eru ekki brattir á sálinni í þessari tíð því allt hefur þetta lam- andi áhrif en fréttaritara telst svo til að snjósleðaeign sveitarinnar hafí aukist um 600% í vetur og er þó ekki gott um vik að nota slík tæki vegna hengifluga og hliðarhalla. Einar út björgunarsveit að sama húsinu til að moka ofan af þaki þess. Einn- ig hefur stór beltagrafa verið notuð í þessi bæði skipti, en samt er hús- ið enn á kafí. Skíðamenn sem famir voru að gleðjast yfír góðum skíðasnjó hjá skíðalyftunni eftir þriggja til fjög- urra ára snjóleysi eru nú heldur daprir, því lyftan er gjörsamlega horfin undir snjó. Skíðamenn verða að reyna að reikna út hvar skíða- lyftan er út frá háspennulínu, sem liggur ekki langt frá, en uppundir hana er ekki nema um einn og hálfur metri á löngum kafla. Arneshreppur; Þrennt á sjúkrahús eftír árekstur í Ölfusi Selfossi. TVÆR konur og einn karlmaður voru flutt í Sjúkrahús Suður- lands eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Ölfúsi á skirdag. Eftir aðhlynningu á sjúkrahúsinu voru konuraar fluttar með þyrlu Landhelgis- gæslunnar til Reykjavíkur en karlmaðurinn varð eftir í Sjúkrahúsi Suðurlands. Ferat varí bifreiðunum, tvennt í hvorri, en einn slapp ómeiddur úr árekstrinum. Bifreiðirnar eru taldar ónýtar. Á skírdag lenti fólksflutningabif- reið útaf veginum í Ölfusinu, skammt vestan Kögunarhóls þegar hún lenti í snörpum vindstreng. Bifreiðin var full af fólki en engan sakaði. Að frátöldum þessum atvik- um gekk umferð ágætlega yfír hátíðamar að sögn lögreglu. Veður var nokkuð gott, þó var sumstaðar blint á skírdag vegna skafrennings og svo aftur um tíma á páskadag. Þrátt fyrir það gekk umferð nokk- uð greiðlega þó svo færð væri ekki upp á það besta einkum í uppsveit- um. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem þyrla Landhelgisgæsl- unnar er fengin til sjúkraflutninga með slasað fólk frá Selfossi. í hvor- ugt skiptið var ráðlegt að flytja fólkið með sjúkrabílum vegna færð- ar á vegum. — Sig. Jóns. Skagaströnd; Skíðalyftan á kafí MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 31 ffiifti?#* iimimtfimnimmfnffrm Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Hríseyjarfeijan Sævar og báturínn Særún sóttu vistir fyrir eyjarskeggja til Akureyrar á skírdag. ÓlafsQörður varð mjólkurlaus fyrir hátíðina og fengu íbúar þar einnig sendar til sín nyólkurvörur og annan nauðsyiyavarning sjóleiðina, enda gersamlega ófært landleiðina. Húsin víða á kafí o g sam- göngur ganga erfiðlega GRÍÐARLEGUR siyór er nú yfir öllu Norðurlandi og hefúr vart fest svo mikinn sqjó svo lengi sem menn muna. Þeir sem Morgun- blaðið ræddi við í gær voru sam- mála um að svo mikið magn af siyó hefði varla sést í þeirra heimabyggð um langan tíma. Hafa menn orðið að grípa til skóflunnar æði oft undanfaraa daga og va- skar hendur hafa vart undan að moka menn annað hvort inn eða út úr híbýlum. Samgöngur hafa raskast nýög og hafa menn því orðið að fara sjóleiðina til að flytja vistir til staða við Eyjafjörð. Öxna- dalsheiðin var opnuð í gærmorgun og bílalest mikil hélt þá frá Akur- eyri suður á bóginn. Á Siglufírði er geysimikill snjór í bænum og í gær voru vörubílar í óða önn að ferja snjóinn burtu og höfðu hjólaskóflur sér til aðstoðar. Matt- hías Jóhannsson fréttaritari Morgun- blaðsins á Siglufírði sagðist ekki muna annan eins snjó í bænum frá 1938. Unnið var við það í gær að opna leiðina milli Siglufjarðar og Sauðárkróks og var búist við að hún yrði fær um tíuleytið í gærkvöld. Sóttist snjóruðningstælqum seint verkið vegna snjóþunga og sagði Matthías, sem brá sér á vettvang, að á verstu köflunum hefðu tækin verið um klukkustund að komast yfír eins kílómetra vegarkafla. Bátar sóttu mjólk í Ólafsfírði var svipaða sögu að segja. Unnið var við að opna Múl- ann, en þar sem ágætis veður var í Ólafsfirði í gær og hláka var nokkur hætta á að snjóflóð féllu. Biynjar Sæmundsson lögreglumaður sagði að búið væri að ryðja allar götur bæjarins, en ekki byijað að aka snjónum burtu. Hann sagði undan- tekningu ef ekki væru snjóskaflar upp undir þakskegg húsa. Bærinn var mjólkurlaus er páskahátíð gekk í garð, en að kveldi skírdags kom bátur færandi bæjarbúum mjólkur- vörur og aðrar nauðsynjar. Á milli klukkan tíu og ellefu um kvöldið þustu Ólafsfirðingar til mjólkur- kaupa, en verslanir voru þá opnaðar til að afgreiða varninginn. Hríseyingar þurftu einnig að grípa til þess ráðs að fara sjóleiðina eftir nauðsynjavamingi fyrir hátíðina. Á skírdag sigldi Hríseyjarfeijan Sævar og báturinn Særún til Akureyra'r og sóttu vörur fyrir eyjarskeggja. Ekki var því við komið að senda vörurnar vgnalega leið frá Akureyri að Ár- skógssandi, hvar Hríseyjarfeijan leggur að. Guðjón Bjömsson sveitar- stjóri sagði að ekki hefði þurft að senda báta eftir vistum fyrir eyjar- skeggja í um 20 ár, eða frá því ein- hvern tíma í kringum 1970. Mikill snjór er í Hrísey og fennti eitt hús- anna algjörlega í kaf. Víða em þriggja til fjögurra metra háir skafl- ar í eyjunni. Búið er að ryðja götur með dráttarvél og er þokkalega fært gangandi mönnum um eyjuna. Hestarnir í flotbúning? Á Árskógssandi og Hauganesi hafa menn orðið fyrir umtalsverðu tjóni vegna snjóanna. Sökum ófærð- ar komust menn hvergi er flytja átti m.a. lifur til vinnslu í Fóðurstöðinni á Dalvík. Hjallar þar sem búið var að hengja upp talsvert magn af haus- um fóm á kaf í snjó og er talið að þeir séu að stóram hluta ónýtir. Valdimar Kjartansson útgerðarmað- ur á Hauganesi sagði að ufsi sem hann hefði átt í hjöllum væri að mestu ónýtur og bjóst hann við að fleiri hefðu orðið fyrir því sama. Ekki er búið að ryðja götur í þorpun- um tveimur', en þokkalega fært um aðalgötuna niður að höfn. Valdimar hafði á orði að er hlánaði þyrfti hann sennilega að færa hesta, sem hann hefur í húsi skammt frá þorpinu, í flotbúning. Ó1 bamið heima Ása Marínósdóttir ljósmóðir í Kálfsskinni á Árskógsströnd var köll- uð út aðfaranótt skírdags, en þá hafði kona á Hauganesi tekið létta- sótt. Lenjustórhríð var út og gersam- lega ófært bifreiðum, svo Ása brá sér á bak vélsleða sínum og bmnaði að Hauganesi. Laust eftir miðnætti föstudagsins langa kom í heiminn 16 marka stúlkubarn og sagði Ása í samtali við Morgunblaðið að hún hefði vitjað móður og barns alla páskadagana á snjósleðanum. Lækn- ir frá Dalvík náði í hús skömmu eft- ir að fæðingin var um garð gengin. „Við áttum um það að velja að láta konuna fæða heima eða senda hana með snjóbíl til Akureyrar, en yfirleitt er ekki ráðlegt að flytja konur sem þannig er ástatt fyrir á þann hátt,“ sagði Ása. Um 34 kílómetrar em frá Hauganesi og til Akureyrar. Móður og barni heilsast vel. Mjúkt og milt á Raufarhöfh „Hér er nú ekki óskaplega mikill snjór, en mðningar allháir við allar götur,“ sagði Helgi Ólafsson frétta- ritari Morgunblaðsins á Raufarhöfn. Aðalgötunum í þorpinu er haldið opnum, en víða er torfært. Helgi sagði að veðrið hefði verið svipað frá áramótum og snjór vissulega með mesta móti. Ofært er fyrir Melrakka- sléttu og gengur illa að halda henni opinni. Aðalsamgönguleið Raufar- hafnarbúa er því í lofti. Áberandi vömskortur hefur ekki hijáð þorps- búa, en Helgi sagði heimamenn ekki óvana því að vika og upp í tíu dagar liðu á milli mjólkurferða. í gær var ágætis veður á Raufarhöfn og grá- sleppukarlar vitjuðu neta sinna, sem þeir lögðu fyrst á laugardag. „Þetta er í sjálfu sér ósköp mjúkk og milt allt saman,“ sagði Helgi. Orti í ófærðinni Magnús Gíslason og hans fólk í Staðarskála í Hrútafírði var að und- irbúa komu þyrstra og svangra ferðalanga þegar Morgunblaðið tal- aði við hann í gærdag. Mikill straum- ur fólks var á leiðinni Akureyri- Reykjavík og er talið að um tvö hundmð bílar hafí verið á ferðinni á þessari leið í gær. Magnús sagði veðrið skínandi gott og hið ákjósan- legasta ferðaveður. Hins vegar hefði leiðindaveður sett strik í ferðaáætl- anir manna fyrir hátíðina og hefðu margir snúið frá og hætt við norður- för vegna þess. Hann sagði mjög djúp snjógöng vera yfir Holtavörðu- heiðina og hefði verið illt við þau að eiga þar sem sífellt skóf ofan í þau. Ekki hefur mikið verið um að menn yrðu veðurtepptir í Staðarskála, ein- ungis ein kona varð veðurteppt og gisti skálann. Kvað Magnús þar skáld hafa verið á ferð og var tíminn notaður til að yrkja. Dalvík; Bátur sótti mjólkina Dalvik. SVO má heita að allt sé á kafi hér á Dalvík og muna elstu menn vart meiri sqjó í bænum. Heita má að allar götur séu ófærar og mun það verða mikið verk og kostnaðarsamt að ryðja þær og gera ökufærar. Mikil ofankoma með skafrenningi hefur verið alla dymbilvikuna og bætti á þann mikla snjó sem kominn var. Laugardaginn fyrir páska slot- aði og gerði þá hið besta veður sem margur nýtti til skíðaiðkana. Skíðin hafa reyndar komið í góðar þarfir þessa vikuna því heita má að þau hafi ásamt snjósleðum verið einu farartækin sem hægt hefur verið að nota. Fella varð niður messuhald í Dalvíkurkirkju á föstudaginn langa vegna veðurs og ófærðar og þá hef- ur ekki heldur verið hægt að messa í kirkjunum þremur í Svarfaðardal yfir hátíðina. Á laugardag var þó sótt ir\jólk í sveitina og fór jarðýta á undan mjólkurbílnum. Félagar úr Björgunarsveit SVFÍ stóðu vaktir alla vikuna og höfðu nóg að gera* við að aðstoða fólk. Hið sama er að segja um Hjálparsveit skáta. Vegna ófærðar fór bátur á föstudaginn langa til Akureyrar að ná í mjólkur- vömr og fólk sem þurfti að komast til Dalvíkur fyrir páska. Fréttaritari Fyrrum sóknarprestar aðstoðuðu kvefeðan kór Hnausum í Meðallandi HÉR hefúr verið samfelldur vet- ur lengi og má því segja að ekk- ert páskahret hafi komið þótt aðeins hafi hreyft snjó. Mikill sqjór er í Skaftártungu, Álfta- veri og Út-Meðallandi, sérstak- lega þó i Skaftártungu. Séra Sighvatur Emilsson í Ásum þjónar nú þessum fímm sveitum milli Sanda. Hann messaði í öllum kirkjum og fermdi að minnsta kosti sums staðar. Hér í Langholtskirkju messaði hann á annan í páskum og var Vel liðað við þá athöfn því auk séra Emils vom þama tveir fyrrverandi sóknarprestar, séra Hanna María Pétursdóttir og séra Sigurður Ámi Þórðarson. Sungu þau með kirkjukómum og kom það sér mjög vel því kvef hefur gengið í sveitinni og kórfélagar ekki allir sloppið við það. Áll mikið mun hafa komið af ferðafólki í þessar sveitir um pá- skana. Þó er líklegt að ótíðin hafi eitthvað dregið úr því að menn kæmu. Öm sást hjá bænum í Króki nú fyrir páskana. Sat hann þar skammt frá bænum en þegar farið var að horfa á hann flaug hann upp og settist nokkuð austar við bæj- inn. Hávarður Hávarðsson, bóndinn á bænum, sagðist ekki hafa tekið eftir því að öminn væri hvítur í stéli og er því líklegt að þetta hafí verið ungur fugl. Nú í all mörg ár hefur öm ekki haft vetursetu hér við Eldvatnið en lengi var hér öm á vetmm. Hann var alltaf einn og stundum vetrarlangt. Vilhjálmur Reykhólasveit; Mjólkurbíll veðurteppt- ur frá þvi á páskadag Miðhúsum, Reykhólasveit. VEÐUR hafa verið hér válynd um langan tíma og má segja að byggðin hafi oft á tiðum verið einangruð. Mjólkurbíll komst hingað á páskadagsmorgun, og hafði hann ekki komist hingað síðan 17. mars. Sá bíll var enn veðurtepptur í gær en þá átti að opna Gilsfjörðinn. Ómar Ragnarsson, fréttamaður, flutti með flugvél sinni örlítð af mjólk í Reykhóla á skírdag, sem bætti úr brýnni þörf. Margir fram- leiðendur áttu í erfíðleikum með mjólk sína, og vom farnir að skilja hana. Margur hefur átt í erfiðleikum með að komast til og frá byggð, t.d. tók það fólk heilan sólarhring að komast heim til sín frá Búðardal fyrir páskana og var farartálminn aðallega í Gilsfirði. Margur, sem lagt hefur af stað í allgóðu veðri frá Reykjavík, trúir vart sínum eigin augum, þegar veð- ur fer að spillast í Borgarfírði. Ef símsvari, með upplýsingum um færð, væri til staðar, þá gæti fólk fengið upplýsingar um veðurútlit að morgni og svo aftur þegar vitað er með nokkurri vissu hvemig færðin er. Hingað er ekki áætlunarflug, en nokkrir farþegar hafa komið með flugvélum hingað í Reykhóla. Eng- inn póstur hefur komið síðan 17. mars, en væntanlega rætist úr þessu á næstunni. Hér um slóðir er mikið um snjóalög og líkir gamalt fólk þessum vetri einna helst við veturinn 1920. Ferma átti 7 börn á Reykhólum á páskadag, en þeirri athöfn var frestað til sunnudagsins 30. april. - Sveinn Yngsta kynslóðin lætur ekki fapnfergið á sig fá, heldur rennir sér á snjóþotum niður af þökum húsa, sem varla sést i fyrír siýó. Öxarfjörður á „gleymda landshorninuu; Allir innilokaðir í sínum ffrenium Skinnastað. MIKIÐ vetrarríki með vaxandi snjóþyngslum hefúr verið á norðausturhorninu síðan í jan- úarlok og stendur enn. Sam- göngur hafa verið stirðar og samkomuhald erfitt. Síðustu daga hafa allir setið hér innilokaðir hver í sínu greni síðan á pálmasunnudag. Messufall varð í mörgum kirkjum. Þó vom vegir ruddir miðvikudag fyrir skírdag, en fljótt fennti í slóðirnar. Eru þetta einhver mestu snjóþyngsli síðan á hafísámnum 1965—1969. Ótíðin byijaði á bóndadag 20. janúar og hefur staðið nær óslitið síðan með hríðarskotum, hvas- sviðri og skafrenningi. Fannfergi er orðið mikið og sumstaðar í miklum haugum. Kauptún og sveitabæir em meira og minna á kafi í fannfergi á öllu svæðinu. Póstsamgöngur eru að sjálfsögðu slitróttar og samkomu- hald stopult. Samkvæmt reglum vegagerðar- innar á að ryðja með ströndinni frá Akureyri til Vopnafjarðar tvisvar í viku, og er það gert er fært þykir. En í slíkri veðráttu lokast vegir oft samdægurs. Óljós- ar fregnir eða alls engar er oft að hafa hjá Veg^gerðinni af þessu stóra svæði og sama er hjá Qöl- miðlum. Hefur það komið ferða- mönnum í bobba og stundum kost- að hrakninga. Veður og færð á suðvestur- hominu, Snæfellsnesi og Vest- fjörðum er oft rækilega tíunduð í ljósvakastöðvum, en lélegastar fregnir af hinu víðlenda norðaust- urhomi. Það er greinilega gleymda landshomið. Þar em þó um 9 kauptún, mörg þýðingarmiklir út- gerðarstaðir, og um 16-17 sveita- hreppar. Þar býr því fólk sem ekki þarf síður á upplýsingum um samgöng- ur að halda en t.d. þeir sem ferð- ast um Snæfellssnes svo að dæmi sé tekið. Úrbætur væm því æski- legar. Nú vænta menn þess á gleymda landshominu, að áhlaupum linni og að bráðum fari að vora í dölum. - Sigurvin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.