Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 33 Grænfriðungar mótmæla hvalveiðum íslendinga í 120 borgum í Bandaríkjunum: Virðist aðallega hafa átt að ná athygli Islendinga - segir sendiráðsritarinn í Washington l'ALSMADUK grænfriðunga í Bandaríkjunum segir að hvalveið- um Islendinga hafi verið mótmælt í 120 borgum, víðsvegar um Bandaríkin sl. laugardag, og að mótmælin hafi vakið mikla eftir- tekt ahqennings. Sendiráðsritari íslenska sendiráðsins í Washing- ton segir að frekar litið hafi farið fyrir mótmælunum þar í landi, enda hafi þeim aðallega virst ætl- að að ná athygli íslendinga. Svokallaður þjóðardagur gegn hvalveiðum íslendinga var 25. mars í Bandaríkjunum. Sally Shoup tals- maður grænfriðunga sagði við Morg- unþlaðið, að mótmælt hefði verið í 120 borgum og bæjum um allt landið, og þúsundir tekið þátt í mótmælun- um. Mótmælagöngur voru aðallega við matsölustaði Burger King. Shoup sagði að í New York hefðu um 150 manns mótmælt fyrir framan veit- ingahús sem selja íslenskar vörur og í Washington um 100 manns tekið þátt í mótmælum við Burger King. Þá hefðu verið vel sóttar mótmæla- göngur í nokkrum borgum í Kali- fomíu og Flórída. Hún sagði sjón- varpsstöðina CNN hafa sent fréttir af mótmælunum um allt land, og héraðsútiþú allra stóru sjónvarps- stöðvanna sagt fréttir af þeim. Stefán L. Stefánsson sendiráðsrit- ari í Washington sagði að samkvæmt upplýsingum sendiráðsins hefðu venjulega milli 20 og 40 manns tek- ið þátt í mótmælunum á hveijum stað. Þannig hefði framkvæmdastjóri Burger King matsölustaðarins í Was- hington sagt að um 20-25 manns hefðu tekið þátt í mótmælum þar fyrir utan, en ekki 100 manns eins og grænfriðungar héldu fram. í Los Angeles hefðu um 20 manns tekið þátt í mótmælunum og fjölmiðlar hefðu ekki sýnt þeim áhuga. Ekki hefði verið sagt frá mótmælunum í landssjónvarpi eða stóru blöðunum eins og New York Times og Was- hington Post. Staðarstöðvar hefðu þó sagt fréttir af mótmælunum, aðal- lega á austurströndinni. Þegar þetta var borið undir Sally Shoup sagði hún, að það væri eðli- lega hagsmunir íslenskra stjómvalda að gera eins lítið úr mótmælunum og mögulegt væri. Hún viðurkenndi aðspurð, að það gagnstæða gilti um grænfriðunga, og alltaf væri ágrein- ingur um fjölda þátttakenda í mót- mælum. Hún hefði hins vegar sjálf talið um 80 manns í Washington og síðar hefðu fleiri bæst í hópinn. Stefán sagði -að mótmælin hefðu ekkert verið auglýst áður í blöðum, eins og gert var á síðasta ári. Þeir einu sem vitað hefðu af því hvar átti að mótmæla voru virkir meðlim- ir í Greenpeace og fjölmiðlar. „Maður fær það á tilfinninguna að þeir leggi ekkert upp úr því að fá fólk með í þessar mótmælaaðgerðir, eða vekja áhuga almennings á mótmælunum áður en þau fara fram. Mótmælin eru sniðin að fjölmiðlum, í þeim til- gangi að láta sem mest á þessu bera á Islandi. Þannig munu grænfriðung- ar hafa vitað af íslenskum sjón- varpsmanni í New York, og það hafði greinileg áhrif þar,“ sagði Stefán. Grænfriðungar ætla að halda næsta þjóðardag gegn hvalveiðum Islendinga 12. júní næstkomandi, en þá hefst ársfundur Alþjóða hvalveið- iráðsjns í San Diego í Kalifomíu. Sally Shoup sagði að grænfriðungar ætluðu að ferðast á milli stærstu borga Mið-vesturríkjanna, færa sig vestur á bóginn og enda í San Diego. Samtök físksölufyrirtækja í Bandaríkjunum: Fiskkaupendur hvattir til að leiða herferðina hjá sér SAMTÖK fiskvinnslu- og fisksölu- fyrirtælga í Bandarikjunum hafa sent frá sér dreifibréf þar sem fiskkaupendur eru hvattir til að leiða hjá sér herferð umhverfis- verndarsinna gegn kaupum á íslenskum sjávarafurðum. í sam- tökunum eru um 1000 bandarísk fymtæki. í bréfinu eru raktar ástæður ís- lendinga fyrir hvalveiðum. Þær séu hluti af langtímarannsóknum þeirra Fiskverð á uppboðsmörkuðum 28. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta -Meftal- Magn Heildar- verft verft verð (lestir) verft (kr.) Þorskur 49,00 30,00 47,25 26,352 1.245.181 Ýsa 58,00 29,00 55,09 14,593 803.923 Karfi 24,00 15,00 22,92 8,229 188.606 Steinbítur 28,00 20,00 21,97 1,275 28.026 Koli 21,00 21,00 21,00 0,548 11.521 Langa 21,00 21,00 21,00 0,929 19.527 Lúöa 215,00 70,00 157,82 0,577 91.125 Ufsi 27,00 18,00 24,88 7,976 198.487 Hrogn 140,00 100,00 135,90 1,855 252.143 Keila 14,00 11,00 13,61 2,820 38.392 Samtals 44,15 65,160 2.876.931 Selt var úr Oddeyri EA, Ljósfara HF og frá fiskvinnslustöðvum í Ólafsvik. í dag verður selt úr Haraldi Böðvarssyni AK og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 50,00 45,00 47,00 69,573 3.270.059 Ýsasl. 69,00 50,00 54,05 70,560 3.813.754 Ýsa ósl. 69,00 69,00 69,00 0,842 58.098 Karfi 28,00 23,00 24,92 57,792 1.440.423 Ufsi 23,00 22,00 22,30 7,714 171.987 Keila 9,00 9,00 9,00 0,060 540 Langa 20,00 18,00 18,31 0,418 7.652 Lúða stór 285,00 240,00 256,91 0,376 96.600 Lúða millist. 310,00 310,00 310,00 0,039 12.090 Lúða smá 240,00 240,00 240,00 0,020 4.800 Skata 62,00 62,00 62,00 0,092 5.704 Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,118 17.700 Skötuselshalar 295,00 295,00 295,00 0,045 13.275 Samtals 42,92 207,649 8.912.682 Selt var úr Þorláki ÁR, Þrym BA og Ásbirni RE. i selt úr Framnesi ÍS borskur 60 t, ýsa 15 t og karfi FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. dag verður 30 t. Þorskur 46,50 38,00 45,90 82,269 3.776.345 Ýsa 71,00 46,00 47,96 48,209 2.311.955 Ufsi 20,00 11,00 14,50 1,262 18.300 Karfi 23,50 14,00 21,82 0,428 9.339 Blálanga 24,00 24,00 24,00 0,135 3.240 Keila 10,00 8,00 9,85 1,320 13.000 Langa 32,00 29,00 29,98 1,785 53.520 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,492 7.380 Lúða 310,00 120,00 234,86 0,391 91.873 Skáta 61,00 52,00 59,83 0,035 2.130 Samtals 46,04 136,627 6.290.238 Selt var úr Hauki GK, Eldeyjarboða GK, Kára GK og Jennýju KE. [ dag verður selt úr dagróðrabátum. SKIPASÖLUR f Bretlandi. 20.-23. mars Þorskur 67,51 443,530 29.942.143 Ýsa 114,91 21,150 2.430.348 Ufsi 37,21 12,710 472.943 Karfi 38,04 9,520 362.160 Koli 152,21 1,050 159.820 Grálúöa 112,75 8,150 918.911 Blandað 66,81 14,923 997.104 Samtals 69,04 511,034 35.283.429 Kambaröst SU seldi í Hull 20.3. 191 tonn fyrir 13 .979.290 kr., meðalv. 73,15. Arnarnes Sl seldi í Grimsby 22.3. 80 tonn fyrir 4.873.852 kr., meðalv. 60,81. Óskar Halldórsson RE seldi í Hull 22.3. 72 tonn fyrir 5.148.407 kr., meðalv. 71,22. Sigurey BA seldi í Grimsby 23.3. 167 tonn fyrir 11.281.881 kr., meðalv. 67,36. á vistkerfi sjávarins umhverfis landið. Bent er á að ísland veiji hlut- fallslega meiri fjármunum til fisk- rannsókna en nokkurt annað land. Alls eru taldar upp sex ástæður fyr- ir því að viðskiptabann á íslenskar afurðir sé ósanngjamt og skaðlegt. Orðrétt segir í dreifibréfinu: „Vísindarannsóknir íslendinga stefna hvalastofnum ekki í hættu. Stofnar eru vel á sig komnir og um ofveiði er ekki að ræða. Fiskur frá íslandi er fullunninn í Bandaríkjunum. Viðskiptabann skaðar því bandaríska verkamenn og sj áv arafurðafyrirtæki. íslenskar sjávarafurðir er mikil- vægur hluti af fískbirgðum í Banda- ríkjunum. Yrðu þær útilokaðar myndi það skaða neytendur. íslendingar hafa leyfi til að fram- fylgja rannsóknaráætlun sinni sam- kvæmt Alþjóða hvalveiðisamþykkt- inni. Að lokinni könnun allra stað- reynda málsins komst Bandaríkja- stjóm að þeirri niðurstöðu að rann- sóknaráætlun íslendinga hafi ekki skaðleg áhrif á alþjóðlegu hvalvemd- aráaætlunina. íslenska rannsóknaráætlunin er víðtæk fjögurra ára áætlun sem felur í sér marga þætti sem ekki krefjast hvalveiða. Þeim þætti rannsóknar- innar sem krefst hvalveiða verður lokið á þessu ári og ekki eru fyrir- liggjandi áætlanir um framhaldið." I dreifibréfínu, og öðru bréfi sem undirritað er af Lee J. Weddig fram- kvæmdastjóra samtakanna og sent hefur verið til ýmissa aðila, er þess einnig getið, að það sé hræsni að Bandaríkjamenn vilji beita þjóð, sem er þúsund sinnum minni, viðskipta- þvingunum, á meðan hvalveiðar séu stundaðar í Bandaríkjunum. Bent er á, að Bandaríkjastjóm styði veiðar frumbyggja í Alaska á sléttbak sem sé í útrýmingarhættu. Samtökin munu halda þing 9.-13. apríl í Las Vegas, þar sem herferð grænfriðunga gegn íslendingum verður rædd, og hvemig fiskiðnaður- inn eigi að taka á slíkum málum. Menntamála- ráðherra á Austurland Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, mun heim- sækja Egilsstaði, Reyðar- Qörð og NorðQörð dagana 29. til 31. mars. Miðvikudagskvöld 29. mars. verður haldinn opinn fundur með skólafólki og áhugafólki um skólamál í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun verð- ur Menntaskólinn á Egilststöð- um heimsóttur, síðan verður farið til Reyðarfjarðar, Eski- flarðar og Norðfjarðar og þar heimsóttir skólar og aðrar stofnanir sem undir ráðuneytið heyra. Um kvöldið verður fund- ur með skólafólki í Neskaup- stað. Eiðar verða heimsóttir á föstudagsmorgun og Hallorms- staður, ennfremur skólar og stofnanir á Egilsstöðum. Fulltrúa- ráðsfundur sveitarfélaga SAMBAND íslenskra sveitar- félaga heldur fulltrúaráðs- fund á Hótel KEA á Akur- eyri, dagana 30. og 31. mars nk. Slíkir fiindir eru haldnir árlega. Auk venjulegra fundarstarfa verður á þessum fundi ijallað um nokkur sveitarsljómarmál- efni, sem nú eru ofarlega á baugi, þ.e. staðgreiðslukerfið, frumvörp til laga um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga. Formaður Sambandsins, Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjamamesi, setur fundinn með ávarpi klukkan 13.30 á fimmtudag, en ráðgert er að fundinum ljúki síðdegis á föstudag 31. mars. Félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, sem jafn- framt er ráðherra sveitarstjóm- armála, mun flytja ávarp á full- trúaráðsfundinum. Endurhœfingastöd hjarta- og lungnasjúklinga, Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík. Kt. 460189-1529, sími 84999. Um næstu mánaðamót tekur til starfa í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra á Háaleitisbraut 11-13, Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúkl- inga. Að henni standa Landssamtök hjartasjúklinga, Hjartavernd og SIBS. Viðhaldsþjálfun fyrir fyrrverandi hjartasjúklinga undir eftirliti sjúkraþjálfara og lækna verður í fjórum hópum, sem þjálfa þrisvar í viku. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Seld eru mánaðarkort á 4.500 krónur. Pantanir fyrir aprílmánuð verða tekn- ar milli kl. 13-16 virka daga í mótttökunni hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (sími 84999). Skipting í hópa er þannig: Hópur A: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 18-19 (upppantað). Hópur B: Mánudaga kl. 19-20, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-19 (upppantað). Hópur C: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 19-20. Hópur D: Mánudaga kl. 18-19, miðvikudaga og föstudaga kl. 19-20. Upplýsingar og skráning fyrir lungnasjúklinga eru á sama stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.