Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 35 Skýrsla fjármálaráðherra: Aukaflárveitingar 1.450 millj- ónir frá 1. október til ársloka FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefiir lagt fram á Alþingi skýrslu um auk- aflárveitingar á timabilinu 1. október til loka síðasta árs. Um leið hefur ráðherra svarað fyrirspurn Friðriks Sophussonar (S/Rvk) um sama efiii. Samkvæmt skýrslunni voru aukaijárveitingar á þessu tímabili 1.450.226.000 kr. Stærstu útgjaldaliðirnir voru niðurgreiðsl- ur (350 m.kr.), útflutningsbætur (327 m.kr.) og hallarekstur heilbrigð- isstofnana árin 1987 og 1988 (229 m.kr.). Á tímabilinu 1. janúar til 30. september á siðasta ári námu aukaQárveitingar 511 m.kr. í skýrslu Ólafs Ragnars Grímssonar íjármálaráðherra segir, að þar sé ijallað um aukafjárveit- ingar sem heimildir til greiðslu á fé úr ríkissjóði umfram ijárlög sam- kvæmt sérstökum ákvörðunum ríkisstjómar, fjármálaráðherra og formlegri afgreiðslu fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Ekki sé því fjall- að um greiðslur umfram fjárlög vegna almennrar leiðréttingar á fjárveitingum til greiðslu á launa- og rekstrarkostnaði og trygginga- bótum, sem stafa af því að verðlags- þróun hefur orðið önnur en áætlað var, eða skuldfærslu ríkissjóðs vegna vaxta og afborgana umfram forsendur íjárlaga. Fram kemur í skýrslunni, að stærsti hluti aukaijárveitinganna stafar af ákvörðunum um ráðstaf- anir í efnahagsmálum, sem teknar voru við myndun ríkisstjórnarinnar á síðastliðnu hausti. Þær nema sam- anlagt 469 m.kr. og eru nærri þriðj- ungur umframíjárveitinganna. Þar er um að ræða auknar niðurgreiðsl- ur (350 m.kr.), endurgreiðslu á söluskatti í fískeldi og loðdýrarækt (30 m.kr.), framlag til Bygginga- sjóðs ríkisins vegna lána til fólks í greiðsluerfiðleikum (75 m.kr.) og aukna niðurgreiðslu í ullariðnaði (14 m.kr.). Önnur stærsta skýringin er tengd búvörusamningum og landbúnaðar- málum, Þær fjárveitingar nema samtals 373 m.kr. Þar er um að ræða auknar útflutningsbætur á mjólkurafurðir (146 m.kr.), aukinn kjötútflutning (121 m.kr.), viðbót- arúthlutun fullvirðisréttar 1987 (60 m.kr.), förgunarbætur vegna-riðu- veiki (31 m.kr.) og aukna endur- greiðslu jöfnunargjalds (15 m.kr.). í þricýa lagi er um að ræða greiðslur til sjúkrahúsa og heil- brigðisstofnana sem reknar eru af öðrum aðilum en ríkinu en fá föst framlög á flárlögum. Þær fjárveit- ingar nema samtals 229 m.kr. en um helmingur þeirra er til greiðslu' á skuldum frá árinu 1987 eða fyrr. í þessum flokki eru meðal annars greiðslur til sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva utan Reykjavíkur (86 m.kr.), flárveiting til Landakots- spítala (75 m.kr.), stofnkostnaður ríkisspítala, sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva o.þ.h. (52 m.kr.) og framlag til gæsluvistarsjóðs m.a. vegna SÁÁ (16 m.kr.). Fjórða skýringin sem nefnd er í skýrslu flármálaráðherra eru leið- réttingar á flárveitingum til ein- stakra stórra liða, sem vanáætlaðir voru í flárlögum fyrir 1988. Eru þar nefndar sem dæmi uppbætur á lífeyri opinberra starfsmanna (80 m.kr.), skýrsluvélakostnaður, meðal annars vegna breytinga á skatt- kerfi og tekjubókhaldi (77 m.kr.) og vanreiknuð biðlaun vegna upp- sagna starfsmanna (10 m.kr.) Þessar skýringar taka til flárveit- inga að upphæð 1.238 m.kr. eða um 85% aukaflárveitinganna í heild. Þær 212 milljónir sem eftir standa dreifast á flölmarga einstaka liði. Fyrirspurnir á Alþingi: Hvaða reglur gilda um ísfiskútflutning? - spyr Matthías Á. Mathiesen MATTHÍAS Á. Mathiesen (S/Rn) hefúr lagt fram á Alþingi fyrir- spurn til Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um út- flutning á isfiski í gámum. Spyr þingmaðurinn meðal annars við hvaða reglur utanríkisráðuneytið styðjist við úthlutun leyfa til þessa útflutnings og val á umsækjendum. Þingmaðurinn spyr utanríkisráð- herra einnig hvað hafi verið veitt leyfl fyrir mörgum gámum til út- flutnings á ísflski til Englands og Þýskalands frá áramótum og hveij- ir hafí sótt um slík leyfí. Matthías Á. Mathiesen hefur einnig lagt fram fyrirspumir til Steingríms J. Sigfússonar sam- gönguráðherra um sundurliðun símreikninga og hvenær megi búast við útboði á vegaframkvæmdum á Hafnarfíarðarvegi við Arnames- hæð. Hreggviður Jónsson (B/Rn) og Ingi Björn Albertsson (B/Vl) hafa lagt fram fyrirspurn til Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra. Spyrja þingmennimir hvaða skattar séu Iagðir á íbúðarhúsnæði í löndum OECD í hveiju landi fyrir sig og hve hátt hlutfall skattar þessir séu af verðmæti húseigna í þessum löndum. Enn fremur spyija þeir í hvaða hlutfalli þessir skattar skipt- ist milli ríkissjóða og annarra stjómvalda í hveiju landi. Auður Eiríksdóttir (SJF/Ne) hef- ur nýlega lagt fram þijár fyrir- spumir á Alþingi. Hún spyr Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra hvort eitthvað hafí verið unnið að undirbúningi þess að jafna raforkuverð í landinu eins og fram komi í málefnasamningi ríkisstjóm- arinnar. Hún spyr samgönguráð- herra hvemig verði staðið að jöfnun símkostnaðar í landinu og hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir af- námi flutningsgjalds af vömflutn- ingum til landsins. Öldrunarfræðifélag íslands; Styrkir veittir úr vísindasjóði Sitjandi frá vinstri: Asta Möller, hjúkrunarfræðslustjóri Borgarspít- ala, Sigríður Jónsdóttir, félagsfræðingur Félagsmálastofiiunar, Jóna Eggertsdóttir, félagsráðgjafi Borgarspítala. Standandi frá vinstri: Gunnar Barregaard, læknir, Jón Eyjólfúr Jónsson, læknir, Þór Hall- dórsson, yfirlæknir Landspítala. NÝLEGA var veittur styrkur úr vísindasjóði Öldrunarfræðifé- lags íslands. Styrkþegar voru læknarnir Jón Eyjólfúr Jónsson og Gunnar Barregaard, sem hlutu styrk að upphæð 35.000 til að ljúka rannsókn sinni á sjúkl- ingum sem komu á dagspitala öldrunarlækningadeildar Lands- pítala 1985-1986. Vísindasjóður öldmnarfræðifé- lagsins var stofnaður 1981 og hefur tvisvar áður verið veitt úr honum. Tilgangur og markmið sjóðsins er Selfoss: Unggrísakjöti Haftiar vel tekið Snorri Agnarsson. Snorri Agn- arsson nýr prófessor í tölvunarfræði NYR prófessor í tölvunarfræði við Háskóla íslands, Snorri Agn- arsson, var skipaður frá 1. des- ember síðastliðnum. Snorri er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann útskrifaðist sem stúdent úr stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík vorið 1975, og úr Háskóla Islands með B.S. gráðu í stærðfræði vorið 1978. Hann fór til framhaldsnáms í tölvufræði til Rensselaer Polytechnic Institute í Bandaríkjunum og lauk þar M.S. prófi 1983, og varði Ph.D. ritgerð sína árið 1985. Ritgerðin nefnist Packages as Substitutions og fíallar um stærðfræðilega undir- stöðu einingaforritunar. Snorri hóf störf við Raunvísinda- stofnun Háskólans haustið 1985 sem sérfræðingur í reiknifræði- stofu. Árið 1986 var Snorri settur lektor í tölvunarfræði. Snorri hefur einkum starfað að rannsóknum í forritunarmálum, sérstaklega þeim þáttum forritun- armála sem tengjast einingafor- ritun. Snorri hefur, með hjálp nem- enda og fyrrverandi nemenda í tölv- unarfræði við Háskóla íslands, hannað og þróað íslenskt forritun- armál sem er sérhannað fyrir ein- ingaforritun. Snorri er kvæntur Júlíönu Sigur- veigu Guðjónsdóttur hjúkmnar- fræðingi, og eiga þau eina dóttur. að styrkja vísinda- og rannsókna- starfsemi á málefnum aldraðra, sem framkvæmd er á vegum félagsins eða einstaklinga. Fjárskortur hefur hamlað starf- semi sjóðsins en úr því rættist að nokkm, er Rauði kross íslands færði yísindasjóðnum gjöf að upp- hæð 250 þúsund krónur á aðalfundi ÖFFÍ sem haldin var 21. mars síðastliðinn. Stefnt er að því að veita styrki úr sjóðnum einu sinni á ári og er miðað við 1. desember ár hvert. Stjóm sjóðsins skipa: Ásta Möll- er, hjúkmnarfræðslustjóri Borg- arspítala., Sigrfður Jónsdóttir, fé- lagsfræðingur Félagsmálastofliun- ar og Þór Halldórsson, yflrlæknir Landsítalap. Stýrimannaskól- inn í Reykjavík: Lok 30 rúm- lesta rétt- indanáms 20 nemendur luku nýlega 30 rúmlesta réttindanámi við Stýri- mannaskólann i Reykjavík. Auk hefðbundins náms við Stýri- mannaskólann í siglingafræði, stöð- ugleika, siglingareglum, flarskipt- um, skyndihjálp og kynningu á sigl- inga- og fiskileitartækjum auk veð- urfræði, fengu nemendur 15 stunda kennslu í Slysavamaskóla sjó- manna, Sæbjörgu, samtals 115—120 kennslustundir, Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Guðmundur Geirmundsson kjö- tiðnaðarmaður í kjötvinnslu Hafnar hf. með tvo svína- skrokkshelminga. Eins og sjá má er unggrísinn mun minni. Selfossi. „ÉG HELD ég hafi aldrei sett kjöt á markað sem hefúr fengið jafii gott start og jákvæðar und- irtektir í þyijun,“ sagði Björn Ingi Björnsson hjá Kjötvinnslu Hafiiar hf. á Selfossi um ung- grísakjötið sem Igötvinnslan setti nýlega á markað. Unggrísakjötið var sett á mark- að nýlega. Það eru innleggjendur í Höfn, Höfn hf og kjötborðin í Hagkaup, þar sem kjötið er selt, sem standa að þessarj markaðs- setningu. Grísunum er slátrað tveimur mánuðum fyrr en venja er og skrokkamir eru 36 kíló eða minna. „Þetta kjöt er mikið fínna í sér og magrara en annars og með þessu erum við að auka úrvalið á markaðnum,“ sagði Bjöm Ingi Bjömsson. Hann sagði fyrstu sendingarnar hafa selst vel og svo virtist sem steikurnar af unggrís- unum hentuðu fólki betur. Kjötið er selt á kynningarverði sem er það sama og er á venjulegu svína- kjöti en unggrísakjötið er skráð 10% dýrara. — Sig. Jóns. 20 nemendur luku nýlega 30 rúmlesta réttindanámi við Stýrimanna- skólann í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.