Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 57 Trúin á kraftaverk og ræður presta Á stundinni Til Velvakanda. Ég set mig sjaldan úr færi að lesa það sem séra Kolbeinn Þorleifs- son skrifar. í grein hans, er birtist 9. marz, er ein setning sem ég nam staðar við. Hann segir: „Útstrikun kraftaverksins er kjarnaatriði í frjálslyndu guðfræðinni." Ég geri ráð fyrir að hann eigi hér við þá guðfræðistofnun sem einnig var kölluð nýguðfræði um það leyti sem ég og mínir jafnaldrar vorum við nám. Mér hefir stundum fundist í seinni tíð að ekki sé tekið nægilegt tillit til þess, að frjálslynda guð- fræðin okkar er að ýmsu leyti allt öðruvísi en t.d. þýska nýguðfræðin. Trúin á kraftaverkið hafði dvínað þegar á seinni hluta 19. aldar. En það þarf ekki annað en að kynna sér predikanir sér Haraldar Níels- sonar, og fleiri frjálslyndra guð- fræðinga, s.s. Ásmundar Guð- brandssonar biskups og séra Jóns Auðuns, til að komast að raun um að það voru ekki síst þeir sem lögðu auknar áherslur á kraftaverk og aðra skylda atburði. Þar vorum við jákvæðari en flestir hinna útlendu „flokksbræðra“, ef ég má nota það orð í þessu sambandi. Annað já- kvætt atriði í guðfræði þess tíma var sú áhersla sem lögð var á hið mannlega eðli Jesú, þó að við hefð- um vafalaust getað tekið undir orð postulans: „Þekking vor er í mol- um.“ (I. Kor. 13.9.) Úr því að ég hefi farið að setja þessi orð á blað get ég ekki stiílt mig um að minna íslenska guð- fræðinga á að hagnýta sér þær heimildir sem felast í predikana- söfnum presta. Á ég þar ekki að- eins við prentuð ræðusöfn, heldur handrit sem kunna að vera varð- veitt víðs vegar um landið. Guð- fræðistofnun Háskóla íslands ætti að leggja drög fyrir það, að prestar arfleiddu hana að ræðusöfnum sínum. Þar geymist mikill fróðleikur um þróun guðfræðilegrar hugsun- ar, sem ekki fer alltaf saman við það, sem menn kunna að álykta af kennslubókum. Jakob Jónsson Til Velvakanda. Mér eru hugleikin skáldin okkar, sem stækkuðu himinhvolfið yfir okkur fyrir um það bil 100 árum, þjóðin gaf þeim gætur og þeir sáu sýnir, í náttúru Islands, í íslenzkri þjóð. Marga rekur vonandi enn minni til kvæða um Dettifoss, spak- viturra mynda, og nefni ég Einar Ben., Matthías Jochuínson, Kristján Jónsson. Matthías segir: „Undrast þig minn andi, almættisins teikn.“ Fréttir í morgun um mikla ánægju um áfangasigur í EFTA-málum. Þjóðin virðist finna máttinn funa í æðum, gild í stórfljótum viðskipt- alífs „of heim allan“. En jafnhliða þessum fréttum flugu um huga minn þessi kvæði og þessi skáld. Og ég minnist erindis í ljóði Matt- híasar: „Þó af þínum skalla, þessi dynji sjár, fínnst mér meir er falla, fáein ungbamstár!“ Á augabragði er hinn fijói andi hans floginn milli efnis og anda. Hæfileiki, sem þeim er æskilegur er til forsjár veljast, einnig þeim er að öðmm leiðum ná stöðu í þeim hópi. Mér er minnis- stæð ræða, sem séra Sigurður Stef- ánsson á Möðruvöllum'í Hörgárdal flutti. Mig minnir að hann væri þá víslubiskup í Hólastifti — leiðréttið þá, ef rangt er munað, þótt ekki skipti máli um efnisatriði ræðunn- ar. Óljós er mér í minni fagur sum- ardagur, er ég nam þetta í ræð- unni: Hann var eitthvað að tala til frönsku þjóðarinnar og spurði: Hvar er konan? Vitnaði í sögu Frakka, þar sem þessi orð hefðu verið hróp, ákall! Og taldi þá, er þessi ræða var flutt enn tímabært ákall: Hvar er konan? Mér verður oft hugsað til Alþingis. Sextíu og þriggja manna. „Finnst mér meir er falla, fáein ungbarnstár!" Ég tel það van- helgun á orðum Matthíasar að leita afsökunar í síbylju um barnavernd, dagheimili o.s.frv. jafnvel bæði á Alþingi og þó tekur út yfir í svo- nefndum fjölmiðlum! Áminning Matthíasar er: Gleymið ekki mann- inum í ofbirtunni af glampa gulls- ins! Ég minni á orðin í ræðu séra Sigurðar á Möðruvöllum: Hvar er konan? Jónas Pétursson skrifar Víkveiji Víkveiji fagnaði því, þegar hann sá í Morgunblaðinu á skírdag, að ný tilhögun hefði verið tekin upp við afgreiðslu á erlendum bókum til einstaklinga á vegum Póst- og símamálastofnunar. Ekki eru nema fáeinar vikur síðan því var lýst hér í dálkinum í hvílíkum raunum þeir gátu lent, sem voru að sækja bæk- ur í pósthúsið við Ármúla, þar sem tollafgreiðslan er til húsa. í þeirri breytingu, sem nú hefur verið kynntt felst tvennt. í fyrsta lagi þurfa menn nú ekki að borga sölu- skatt af bókum sem eru að verð- mæti undir 33 SDR eða 2300 krón- um en þessi fjárhæð var 500 krón- ur áður. í öðru lagi á nú að senda gíróseðla til þeirra, sem þurfa að borga skattinn og geta þeir fengið bækur sínar afhentar á hverfispóst- húsi gegn því að framvísa gíróseðl- inum og greiða þá fjárhæð, sem á honum stendur. Jóhann Hjálmarsson, blaðafull- trúi Póst- og símamálastofnunar, sagði í Morgunblaðssamtali af þessu tilefni, að með hinni nýju til- högun væri verið að afnema skrif- ræði. Víkveiji tekur undir það með honum og vonandi tekst vel til við framkvæmdina. Skrifræöið sem hér hefur ríkt á þessu sviði hefur getið af sér hið sama og opinber ofsljórn almennt: óánægða viðskiptavini, viðskiptahömlur og sérréttinda- hópa. Þeir sem hafa notið sérrétt- inda eru til dæmis starfsmenn Há- skóla Islands, en af einhveijum ástæðum þurftu þeir ekki að leggja það á sig að sækja bækur í Ármúl- ann. xxx Hin ámælisverða skipan við af- greiðslu erlendra bóka til ein- staklinga kom til sögunnar á sama tíma og pósthúsið við Ármúla var opnað. Af því tilefni var vakið máls á því að það væri líklega einsdæmi í skattasögunni, að innheimta á söluskatti færi eftir húsnæðisað- stöðu tollheimtumanna. Þetta gerð- ist þó á sínum tíma hér, þegar Al- bert Guðmundsson var fjármíaráð- herra á árunum 1983 til 1985 og Ármúla-pósthúsið var opnað. Þann- ig hefur baráttan fyrir viðunandi afgreiðsluháttum staðið í um það bil fimm ár. Hljóta allir sem hafa ekki getað sætt sig við hin úreltu vinnubrögð að fagna niðurstöðunni óg skulu Póst- og sfmamálastofnun og fjármálaráðuneyti færðar þakkir fyrir að taka tillit til réttmætrar gagnrýni í þessu máli. xxx Frelsi í viðskiptum milli þjóða er efst á baugi hjá fiestum, að minnsta kosti þeim sem búa við lýðræðislega stjórnarhætti og óttast ekki að missa völd sín, ef glufa myndast í virkisvegginn sem þeir hafa reist í kringum ríki sitt. Þreng- ingarnar í Ármúlanum hafa minnt á þær aðgerðir, sem ríki geta grip- ið til í því skyni að halda aftur af innflutningi, það er að segja að gera almenningi svo erfitt að nálg- ast innfluttar vörur, að hann kjósi að leggja það ekki á sig. Hér skal því þó ekki haldið fram, að það hafi verið markmið hinna stöðnuðu afgreiðsluhátta á erlendum bókum að hindra innflutning þeirra, þótt áhrifin hafi orðið þau. í bókinni Þjóð í hafti eftir Jakob F. Ásgeirsson geta menn kynnst hafta- og skömmtunarskeiðinu í íslensku efnahagslífi, sem ekki hef- ur að fullu runnið sitt skeið, þar sem ríkisforsjáin og höftin ráða enn of miklu í bankastarfsemi og gjald- eyrisviðskiptum. nmnmn Það hafa bersýnilega gerst einhver undur hér í tilraunastofunni... Með morgimkaffíriu Ég er að niðurlotum kom- in. Búin að strapja gardín- ur síðan snemma í morg- un... HÖGNI HREKKVÍSI „ ERU þ>EII? GÖMVU GÖPU i KV'ÖLP-'"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.