Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 60
SJÓVÁ-ALMENNAR Nýtl félag með sterkar rætur MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Indriði H. Þorláksson formaður samninganefiidar ríkisins: Höfiim nefiit hækkanir á bilinu 1-2 þúsund krónur Efast um að verkfall BHMR verði umflúið segir forsætisráðherra Veðrið: Búist er viðhláku BÚAST má við að hlýni nokkuð í veðri næstu daga og hláni. Vill gatnamálastj óri beina þeim til- mælum til fólks að niðurföll á lóðum séu hrein og viðbúin leys- ingarvatni, en víða eru miklir skaflar upp við hús. í dag spá veðurfræðingar mild- ara veðri sunnanlands, með snjó- komu, slyddu og síðan rigningu þegar líður á daginn. Þegar nær dregur helginni er von á nýrri lægð með hlýrra lofti og hláku, sem vara mun í nokkra daga. „Mínir menn eru í viðbragðsstöðu og munu sjá um að opna ræsi og niðurföll þannig að hægt verði að taka við ósköpunum þegar þau dynja yfír,“ sagði Ingi Ú. Magnús- son gatnamálastjóri. „En ég vil einnig mælast til þess að menn sjái til þess að niðurföll á lóðum séu hrein svo að leysingarvatnið eigi greiða leið niður í frárennsliskerf- ið.“ "*"Breiðholt: Hagladrífe á glugga FIMM skota Remington-hagla- byssu var stolið ásamt um 50 skotum úr geymslu í húsi við Vesturberg í Breiðholti um helg- ina. Um hádegi á annan dag páska var tilkynnt til lögreglu að skotið hefði verið úr hagla- byssu á glugga í íbúð á fjórðu hæð í Qölbýlishúsi við Gyðufell. Að sögn rannsóknarlögreglu virðist sem skotið hafi verið beint upp í loft en hagladrífan hafí lent í glugganum og í skyggni yfír svöl- um íbúðar á efstu hæð í húsinu. Á annað hundrað haglaför fundust í skyggninu, einnig sprakk ytra byrði stofuglugga undan höglunum og svalahurð skemmdist. Mál þessi eru í rannsókn og vildi rannsóknarlögreglan ekki fullyrða um hvort tengsl væru á milli byssu- stuldarins og atviksins við Gyðufell. KRAFA Starfsmannafélags ríkis- stofnana um 6.500 króna hækkun allra launa jafngildir 12,5% hækk- un launa að meðaltali og krafan um 50 þúsund króna lágmarks- laun jafngildir 2-3% hækkun launa til viðbótar, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, formanns Samn- inganefndar ríkisins. Hann segir þessar hækkanir fjarri því sem sljórnvöld geti sæst á, í þeirra herbúðum væri rætt um 1-2 þús- und króna hækkun. Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaramálunum á fundi í gær, en engar ákvarðanir voru teknar. Steingrimur Her- mannsson forsætisráðherra sagð- ist í gær efast um að verkfall það sem BHMR hefur boðað frá og með 6. apríl yrði umflúið. í ijármálaráðuneytinu er til at- hugunar að greiða fastráðnum starfsmönnum sem fara í verkfall 6. apríl laun fyrstu fimm daga apríl- mánaðar en ekki mánuðinn allan eins og venjulega. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði í gærkvöldi að í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna stæði skýr- um stöfum að laun eigi að greiða fyrirfram og ef ekki yrði við það staðið hlypi meiri harka í málið. Nokkur hreyfíng komst á viðræð- ur um páskahelgina þegar SFR lagði fram fyrrgreindar hugmyndir um samning til haustsins, sem auk fram- angreinds fól í sér tvær ótilgreindar áfangahækkanir á samningstíman- um og ýmis önnur atriði, svo sem að kaupmáttur yrði eins og hann gerðist bestur á síðasta ári, en til þess þarf 15% hækkun. Viðræðum SFR og ríkisins var fram haldið í gær og þá rætt um ýmis önnur mál en launaliðina, svo sem samskipta- mál. Þá voru í gærkvöldi fundir með viðræðunefnd þeirra félaga BHMR sem boðað hafa verkfall og Hinu íslenska kennarafélagi, þar sem kanna átti hug þeirra til lausnar af því tagi sem SFR hefur lagt til. Páll Halldórsson sagði að ekkert hefði komið fram á fundinum sem yki líkur á samkomulagi. Indriði sagði að stjórnvöld hafi annars vegar ákveðna hliðsjón af þeim hækkunum sem séu umsamdar í samningum iðnaðarmanna, 2% 1. maí og 1,5% síðar í sumar, en samn- ingur þeirra gildir til haustsins, og hins vegar því sem undirstöðuat- vinnuvegir geti þolað án þess að gripið sé til sérstakra ráðstafana. „Við höfum nefnt hækkanir á bilinu 1-2 þúsund krónur í tveimur áföng- um miðað við samning til haustsins." Samninganefndir ASÍ, VSÍ og VMSS komu saman til stutts fundar í gær. Viðræðumar eru í biðstöðu vegna samninga opinberra starfs- manna en nefndimar ákváðu að hitt- ast aftur á föstudag. íslenskur læknir tekur þátt í fyrsta hjarta-ogbrisflutningnum ÍSLENSKUR læknir, Jóhann Jónsson, átti þátt í merkiun áfanga I læknavísindum á laugardaginn var er nýtt fajarta og briskirtill voru í fyrsta skipti grædd í sama sjúkling. Aðgerðin fór fram í Washington Hospital Center í Washington-borg í Bandaríkjunum. í samtali við MorgunbJaðið sagði Jóhann að sjúklingnum hefði heilsast vel í gærmorgun og væru taldar 80% líkur á að hann lifði a.m.k. í eitt ár eftir aðgerðina. Fyrsti hjarta- og brisþeginn í heimin- um heitir Berry Katz, 45 ára gam- all. Hann er virtur vísindamaður og er einn helsti ráðgjafí banda- rískra stjómvalda hvað geimvamir snertir. Að sögn Jóhanns hefur Katz verið sykursjúkur í 25 ár. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að brisið framleiðir ekki insúlín, hormón, sem stjómar niðurbroti sykurs. Venjulega geta sjúklingar lifað eðlilegu lífi ef þeir fá insúlín reglulega. Katz var hins vegar með sykursýki á það háu stigi að hjart- að var farið að gefa sig. Hann var lagður inn á Washington Hospital Center á föstudaginn langa, þungt haldinn, og var honum ekki hugað líf. Þegar líffæri buðust úr manni sem fórst í bílslysi og var í sama blóðflokki og Katz og í svipuðum vefjaflokki var ákveðið að freista þess að bjarga lífi sjúklingsins. „ígræðslan sjálf tók 6S4 tíma en áður hafði tekið 5 klukkustundir að fjarlægja líffærin úr hinum látna," sagði Jóhann. Auk Jóhanns sáu læknamir Jimmy Light og Hans Sollinger um brisflutninginn en John Macoviak um hjartaflutn- inginn. „Katz heilsast nokkuð vel, hann er kominn úr öndunarvél og í morgun sat hann í stól og spjall- aði við menn. Hann hefur ekki þurft neitt insúlín frá þvi aðgerð-, inni Iauk,“ sagði Jóhann. Að sögn hans hafa brisflutningar verið framkvæmdir áður en ekki hefur fyrr verið ráðist í hjarta- og bris- flutning. Jóhann er 35 ára gamall og útskrifaðist frá læknadeild Há- skóla íslands árið 1979. Undanfar- in 6 ár hefur hann lært almennar skurðlækningar í Washington Hospital Center með áherslu á líffæraflutninga. Fyrir skömmu starfaði Jóhann um tíma við sjúkrahús Wisconsin-háskólans en þar eru menn framarlega í bris- flutningum. Jóhann býr í Was- hington ásamt eiginkonu sinni, Sigurveigu Víðisdóttur, og þremur bömum. Um þessar mundir er Jó- hann að ljúka sémámi og segist hann búast við að starfa í Banda- ríkjunum næstu árin að minnsta kosti. Foreldrar Jóhanns em Jón K. Jóhannsson læknir og Ólafla Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.