Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 Heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta veitt á Seltjamamesi Verkfall hefur óveruleg áhrif á aðrar stöðvar Neyðarþjónustu verður aðeins sinnt á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi á meðan á verkfalli háskólamenntaðra þjúkrunar- fræðinga stendur. Verkfallið kemur harðast niður á heilsugæslu- stöðinni á Selfjarnarnesi, þar sem nær allir hjúkrunarfræðingar þar eru háskólamenntaðir og aðilar að BHMR. Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrun- arfræðingur á Heilsugæslustöð Seltjamamess sagði að öll heilsu- vernd félli að mestu leyti niður, það er að segja mæðraeftirlit, ungbamaeftirlit og heimahjúkrun. Aðeins þeim, sem að mati hjúk- runarfræðinga eða lækna þurfa nauðsynlega á þjónustu að halda, verður sinnt. Dregið verður úr allri annarri þjónustu. Kvöld- og helg- arþjónusta stöðvarinnar fellur nið- ur á meðan verkfall stendur yfír. Þess í stað er skjólstæðingum stöðvarinnar bent á kvöld- og helg- arþjónustu á heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Uti á landi hefur verkfall há- VEÐUR skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga óveruleg áhrif þar sem hjúk- runarfræðingamir eru flestir sjálf- krafa á undanþágum vegna stjóm- unarstarfa. Verkfallið tekur ekki til hjúkr- unarfræðinga á heilsugæslustöðv- um Reykjavíkurborgar þar sem hjúkrunarfræðingar eru í Starfs- mannafélagi borgarinnar. Það sama gildir um hjúkrunarfræðinga á Borgarspítalanum. Að undanf- ömu hefur verið unnið að því að Félag háskólamenntaðra hjúk- runarfræðinga fái samningsum- boð háskólamenntaðra hjúkruna- rfræðinga Reykjavíkurborgar, en að því hefur enn ekki orðið. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Björgvin Angantýsson var fluttur yfir á Vífilsstaðaspítala í gær, en hann er undir læknishöndum vegna blóðtappa í lunga. 120 sjúkrarúmum lok- að á Landspítalanum „MÉR FINNST þessi uppákoma vægast sagt hlægileg. Menn eru að karpa út af nokkrum krónum á meðan hið opinbera greiðir háar / DAG kl. 12.00: Heímild: Veðurslofa Islands / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 6. APRIL YFIRLIT í QÆR:Á vestanverðu Grænlandshafi er kyrrstæð 990 mb lægð sem grynnist en yfir N-Grænlandi er 1.022 mb hæð. Yfir Skandinavíu er 1.033 mb hæð sem þokast austur. Hiti breytist lítið. SPÁ:Í dag verður austan- og suðaustan gola eða kaldi á landinu. Rigning eða súld á Austur- og Suðausturlandi en slydduél á annesj- um vestanlands, annars skýjað en þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FÖSTUDAG: Austan- og norðaustanátt, rigning eða súld við norður- og austurströndina, en slydduól á annesjum vestan- lands. Öllu bjartara inn til landsins. Hiti á bilinu 1—6 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðaustanétt um land allt og kólnandi veður. Slydduól um landiö norðan- og austanvert, en þurrt í öðrum landshlutum og sumstaðar lóttskýjað. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýað Alskyjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, 5 Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að fsl. tíma hltl veöur Akureyrl 2 rigning Reykjavík 2 skýjað Bergen 7 heiðskfrt Helsinkl 8 léttskýjað Kaupmannah. 6 léttskýjað Narssarssuaq +14 léttskýjað Nuuk +9 snjóél Oslð vantar Stokkhólmur 4 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 5 alskýjað Barcolona 16 léttskýjað Berlln 3 rignlng Chlcago 5 alskýjað Feneyjar 12 rignlng Frankfurt 3 rígnlng Glasgow 6 rígnlng Hamborg 4 skýjað Las Palmas 19 skýjað London 2 rígnlng Los Angeles 19 léttskýjað Lúxemborg 0 snjókoma Madrfd 9 hétfskýjað Malaga 14 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal 6 skýjað New York 11 þokumóða Orlando 21 þokumóða Parls 6 rigning Róm 17 hálfskýjað Vln 13 hélfskýjað Washlngton 16 skýjað Winnipeg +1 skýjað upphæðir fyrir flutning á fólki fram og aftur af sjúkradeildum. Menn vifja greinilega frekar henda inilljónum króna í kostnað en að láta undan kaupkröfum," sagði Björgvin Angantýsson í sam- • tali við Morgunblaðið i gær skömmu áður en hann var fluttur af Landspítalanum og yfir á Vifilsstaðaspítala. Björgvin starfar sem sjómaður. Hann vár fluttur á sérhæfða deild Landspítalans fyrir lungnasjúklinga síðastliðinn laugardag með blóðtappa í lunga og þarf hann á frekari sjúkra- húsvist að halda. Laust upp úr há- degi í gær var hann síðah fluttur á Vífilsstaðaspítala þar sem hann verð- ur næstu daga. „Þar þarf ég að kynn- ast bæði sjúklingum og starfsfólki upp á nýtt. Hér á deild Landspítalans þekki ég nú vel flesta og líkar vistin vel. Hér fínn ég til öryggis, en nú bytjar sama sagan aftur.“ Sunna Guðmundsdóttir kom á Landspítalann á mánudaginn frá Hveragerði þar sem hún er búsett. Hún var útskrifuð í gær, en sagðist þurfa að koma aftur eftir rúman mánuð til frekari rannsókna. Hún væri með magasár. „Mér finnst þetta ástand, sem skapast hefur, ömur- legt. Þetta hlýtur að koma sér mjög illa fyrir fársjúkt fólk og aðstandend- ur. Sérstaklega held ég að þetta sé erfitt fyrir einstæðinga og tek ég sjálfa mig sem dæmi. Það væri óskandi að fólkið fengi það mikla launauppbót að þetta þyrfti ekki að koma fyrir aftur,“ sagði Sunna. Eygló Guðmundsdóttir, deildar- hjúkrunarfræðingur á handlæknis- deild, sagðist stórlega efast um að samningsaðilar gerðu sér fulla grein fyrir því hvað þeir væru að gera með því að draga samningana á langinn. „Ég álasa ekki hjúkrunarfræðingum. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa að flytja meðvitundarlausa og jafnvel dauðvona sjúklinga á milli deilda. Mestar áhyggjur hef ég þó af krabba- Sunna Guðmunclsdóttir hafði komið á haudlækningadeild vegna magarannsóknar. meinssjúklingunum, sem sitja heima og bíða eftir hjálp. Almenningur ætti að setja sig í spor sjúklinganna og aðstandenda þeirra. Alagið hlýtur að aukast enn frekar við flutning í nýtt umhverfí, þar sem bæði þarf að kynnast nýju hjúkrunarfólki-og nýjum sjúklingum," sagði Eygló. Um það bil 120 sjúklingar Lands- pítalans voru fluttir af handlækn- inga-, lyflækninga- og bamadeildum í gær. Ýmist voru sjúklingarnir út- skrifaðir eða fluttir á aðrar deildir eða önnur sjúkrahús. Að sögn Eygló- ar hefur flutningurinn mikla röskun í för með sér fyrir sjúklingana og ekki síst aðstandendur. Samt sem áður munu sjúklingar hafa tekið umstanginu með jafnaðargeði. Eins og kunnugt er hófst verkfall háskóla- menntaðs hjúkrunarfólks, sem aðild eiga að BSRB, á miðnætti í gær. Eina sjúkrahúsið, sem ríkið fer með samningsumboð fyrir, er Land- spítalinn, svo að verkfalls gætir ein- ungis þar. Borgarspítalinn mun á morgun, föstudag, taka að sér bráðavakt, sem annars átti að vera á Landspítalan- um. Morgunblaðið/Bjami Margrét Ólafsdóttir var lögð inn á Landspítalann með lungnabólgu fyrir skömmu. Sonur hennar, Sigvaldi Þór Eggertsson, sótti móður sína í gær og flutti heim vegna verkfallsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.