Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1989 Aukinn hlutur íslenskra laxa í sjávarafla nágrannaríkja: Fimmtán merki fundin í vetur Helmingur laxanna úr Laxá í Aðaldal Veiðimálastofnun hafa borist endanlegar tölur um heimtur á löxum merktum á íslandi í netaafla Dana og Grænlendinga við Vestur- Grænland. 7-8% aflans voru athuguð í september og fundust þrír lax- ar með íslenskum örmerkjum. Tveir voru merktir í Laxeldisstöð Ríkis- ins í Kollafirði, en sá þriðji var merktur í Laxá í Aðaldal. Fyrir nokkru var greint frá því að 12 laxar merktir hérlendis hefðu fundist í afla Færeyinga fyrir áramót, en þeirra veiðar standa yfir út apríl. Hefúr aldrei áður fundist jafn mikið af íslenskum laxi í sjávarafla þessara þjóða og um helmingur þessara merktu laxa eru upprunninn í Laxá i Aðaldal, eða sjö talsins. Tumi Tómasson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þessar miklu heimtur á merktum íslenskum löxum úr sjávarveiði vektu spuming- ar, en svara væri ekki að vænta fyrr en séð væri hvert framhald yrði hjá þeim árgöngum laxa sem um er að ræða. íslenskir laxar hefðu áður veiðst við Grænland, en hið mikla magn við Færeyjar væri at- hyglisverðara. Þar gæti ein skýring verið sú, að hinn kaldi sjór við landið hefði hrakið laxinn lengra suður á bóginn en venja væri og svo hefðu Færeyingar teygt sig norðar með veiðar sínar. Einnig gæti þessi mikli fjöldi bent til óvenjulega stórra ár- ganga í hafinu og góðrar afkomu þar, sagði Tumi. Hann lét þess og getið, að þriðji hver lax í afla Færey- inga væri athugaður með tilliti til örmerkja. Tumi sagði það liggja fyrir að sjávarveiðamar hefðu áhrif á laxa- göngur í íslenskar ár og hvað Laxá í Aðaldal viðkæmi þá væri augljós- lega talsvert veiðiálag á laxi úr þeirri á í hafinu. „Það er hægt að reyna að sjá eitthvað út úr þessu, en til þess verður maður að gefa sér ýmsar forsendur sem geta svo svikið þegar til kastana kemur. Við gefum okkur t.d. að helmingur merktra laxa veiðist og í fyrra veiddust í Laxá 60 merktir smálaxar, það hafi því trúlega verið um 60 merktir fisk- ar eftir í ánni. Þessar tölur, bornar saman við heildartölu veiddra smá- laxa, benda til að um 1700 stórlaxar gætu gengið í Laxá á komandi sumri. En þessar sjávarheimtur gætu haft í för með sér að allt að 3-400 laxa vantaði í heildargönguna og miðað við 50% í veiði, þá gæti það dregið heildarveiðina í ánni á komandi sumri niður um 150 til 200 laxa/‘ sagði Tumi. „Eg tel að vangaveltur Tuma séu góðra gjalda verðar, en reikna með að skaðinn verði enn meiri, enda reiknar hann aðeins með veiðum Færeyinga til áramóta. Þeir eiga eftir að veiða út apríl og hafa mo- kveitt í mars, en sem betur fer lítið í janúar og febrúar vegna slæmra gæfta. Og tölumar frá Grænlandi ná aðeins til september 1988, en veiðin þar stendur fram í nóvember. Það hlýtur því að mega reikna með því að miklu fleiri laxar merktir hér á landi hafi veiðst og eigi eftir að veiðast," sagði Orri Vigfússon fram- kvæmdastjóri og formaður Laxárfé- lagsins í samtali við Morgunblaðið. „Það er okkur áhyggjuefni að mikið starf í ræktunarmálum undanfama tvo áratugi og tugmilljóna íjárfest- ing endi að stómm hluta í skipum Færeyinga, Dana og Grænlendinga. Okkar útreikningar benda til þess að á sumri komanda muni vanta um 600 laxa í veiðina í Laxá í Aðaldal af þessum sökum,“ sagði Orri enn fremur. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 Neytendasamtökin: Óska eftir við- ræðum við ali- fiiglabændur NEYTENDASAMTÖKIN hafa óskað eftir viðræðum við fúll- trúa eggja- og kjúklingafram- leiðenda til þess að reyna að leysa ágreining um verðlagn- ingu og framleiðslustjórnun þessara afúrða með samkomu- lagi. Stjóm Neytendasamtakanna hefur ályktað að óhjákvæmilegt sé fyrir neytendur að bregðast við því sem samtökin telja óeðlilega verðlagningu og framleiðslustjórn- un á eggjum og kjúklingum. í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum kemur fram að sam- tökin vilji freista þess að ná sam- komulagi við framleiðendur áður en til aðgerða þurfi að koma af hálfu samtakanna. 43307 _ 641400 íf Efstihjalli - 2ja Góð 55 fm íb. á 1. hæð efst í lokaðri götu. Ákv. sala. V. 3,7 m. Álfhólsvegur - 2ja 55 fm íb. á jarðh. V. 3,0 m. Birkihvammur - 3ja Snotur 78 fm íb. á neðri hæð í tvíb. Góður staður. V. 4,6 m. Álfhólsv. - 5 herb. Falleg 130 fm 5 herb. hæð. Nýtt eldhús. Bílsksökklar. Fráb. útsýni. Daltún - parhús Fallegt 240 fm hús með innb. bílsk. Vandaðar innr. Tunguvegur - raðhús 112 fm hús á tveimur hæðum. Skipti á 4ra herb. íb. í Kópavogi. Reynigrund - raðhús 4ra-5 herb. 127 fm endaraðhús á tveimur hæðum. Ákv. sala. Smáratún - Álftan. Fallegt 220 fm endarað- hús með innb. bílsk. Sérsmíðaðar innr. Ákv. sala. Vesturbær Kóp. - einb. 200 fm hús á tveimur hæðum. Mögul. á íb. á jarðhæð. 30 fm bílsk. Fráb. útsýni. Álfhólsv. - einb./tvíb. 281 fm hús ásamt 30 fm bílsk. Mögul. á séríb. á jarðh. KjörBýli FASTEIGNASALA Nýbýlavegi 14, 3. hæð Sölustj. Viðar Jónsson Rafn H. Skúlason lögfr. RESTAURANT S í M I 17 7 5 9 Síldarvagninn + B-matseðill alla virka daga VESTURGÖTU 10, 101 REYKJAVÍK VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.