Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍU 1989 . Leitið tíl okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300 y\V3 X\eW ' 3\OS^n’ wm®ss' w ,oðV99' k\oQa' jweV« chen? PA PETTA!! KOMATSU og BÍLABORG hf. bjóða öllum íslend- ingum, sem verða á BAUMA ’89 á sýningarsvæði KOMATSU nr. 107 þriðjudaginn 11. apríl kl. 16:00, þiggja þar léttar veitingar og kynnast öllum þeim stór- kostlegu nýjungum, sem KOMATSU kynnir á sýning- unni. Láttu ekki þetta tækifæri til að kynnast framtíð- arvélunum frá KOMATSU fram hjá þér fara!! Jlséktóli m t - ® w w%WW B § W . mmm •Hkomatsu _ i MUNCHEN 10.-16. 4. __ __ :§ bQumo 69 BILABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI 68 12 99 Draumar í gráu? _________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leiklistarklúbburinn Aristofa- nes í FjölbrauUirskólanum í Breiðhölti frumsýndi Draumar í lit eftir Valgeir Skagflörð Umsjón tónlistar: Hjálmar Hjálmarsson Söngur: Jóhann G. Jóhannsson og Olafía Hrönn Halldórsdóttir Ljósamaður: Hákon Ö. Hákon- arson Leiksfjóri: Hjálmar Hjálmars- son Leiklistarstarfssemi í skólum er þroskandi fyrir nemendur, það er kunnara en frá þurfi að segja og einatt þykir mér til vansa að fjölmiðlar sinni þessum þætti ekki meira en raun ber vitni um. Sú vinna sem innt er af hendi er ómæld og áhorfendum ekki alltaf ljós, þegar komið er að sléttri og felldri frumsýningu. Það má alltaf deila um hversu vel hafi til tek- ist, og árangur ekki alltaf í takt við undirbúning en það ber að virða þetta starf og gott til þess að vita hve forystumenn fram- haldsskólanna sýna því yfirleitt mikinn skilning og áhuga. Leiklistarklúbburinn Aristofa- nes hefur fengið Valgeir Skag- fjörð til að skrifa „Drauma í lit“ sérstaklega fyrir sig. Leikritið fjallar um menntaskólakrakka, það er verið að undirbúa menning- arkvöld og stúlkan íris sem er driffjöðurin í menningamefndinni ákveður að leita til Kjartans, sem er aðaltónlistarfrömuður skólans og skáld að auki og fá hann til að flytja eitthvað efni. Vinir Kjart- ans eru ekki trúaðir á að henni takist að telja hann á að gera þetta, en svo fer nú að Kjartan fellst á að koma fram. Um kvöld- ið er afmælis- og dópveisla í bílskúrnum hjá hljómsveitinni sem Kjartan er í og allt endar með ósköpum, rifrildi, fyllerí og svo til að kóróna allt er mótorhjólatöff- arinn tekinn af löggunni. Heima fyrir stríðir Kjartan við skilnings- lausa og leiðinlega foreldra, sem sýna honum engan áhuga nema helst til að setja út á hann. Nætur- stund með írisi, helgarfyllerí full- orðna fólksins heima hjá Kjart- ani, svo að hann flýr af hólmi og leitar til írisar, en þá er kominn köttur í ból bjamar. Kjartan eigr- ar út í nóttina og það er ekki að vita hvernig honum reiðir af, höf- undur lætur hér staðar numið. Inn í þetta er blandað nokkmm atrið- um, þar sem heilladísimar þijár eða nornir koma og vilja vísa Kjartani til vegar með æði skrítinni niðurstöðu, atriði á strætóstoppistöð þar sem gömul kona mælir spaklega við Kjartan og vandséð hvemig þessi heilladísaatriði skipta máli, þar sem þau vantar alltaf samhengi við aðra hluta verksins. Strætó- stoppistöðvaratriðið virðist helst vera þama til að höfundur geti viðrað eigin hugleiðingar, en verð- ur einnig til að ijúfa samfellu, þar sem það kemur ekkert málinu við. Margir koma við sögu, Jóhann G. Jóhannsson leikur Kjartan og sýnir tilþrif og áhuga í leik sínum. En leikstjóri hefði nú mátt hafa hann aðeins upplitsdjarfari þótt hann sé að stríða við ótal margt, hann hlúnkaðist stundum um sviðið eins og öldungur og varð bara ankannalegur í sálarstríðinu svo að mæðan og togstreitan komust ekki til skila. Valdimar Halldórsson var ágætur sem Felix mótorhjólagæi og hinir félagamir í hljómsveitinni, Margrét Rún Guðmundsdóttir, Sigga, Sævar - Leitið til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SfMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.