Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 15 Rauðar flaðrir og rauð spjöld Gudjónsson, Gussi og Eiríkur Ein- arsson, Konni, voru öll lipur í hreyfingum með hæfilega ýkta framsögn. Friðborg Jónsdóttir fer með hlutverk írisar og gerði það einkar snyrtilega, en galt þess umfram aðra hvað tilsvörin sem henni eru lögð í munn eru létt- væg. Helen Símonardóttir var ágæt sem Kata pjattrófa og Svava Helga Carlsen gerði margt snot- urlega sem móðir Kjartans. Leik- stjóri hefði mátt sýna meiri hug- vitssemi í atriðinu, þar sem faðir- inn horfir á sjónvarpið og móðirin stússar við blómið sitt, það varð vandræðalegt og langdregið. Her- mann Hermannsson hafði „ föður- lega“ framkomu en skorti á að framsögnin væri nógu skóluð. Heilladísimar Bryndís Dúa Guð- mundsdóttir, Hallfríður Þorgeirs- dóttir og Þuríður Aðalsteinsdóttir, svo og Anna Sigrún Baldursdóttir sem Unnur gerðu eins vel og efni stóðu til. Þó svo að strætóatriðið væri að mínum dómi út í hött sem partur af þessu leikverki er sjálf- sagt að geta þess að Þuríður skil- aði gömlu konunni ágætlega. Leikstjóm Hjálmars Hjálmars- sonar er dálítið brotakennd, og staðsetningar hans ekki nógu vandlega unnar. Leikmyndagerð- armanns er ekki getið t leik- skránni, en hún var um margt góð. Eg get ekki neitað því að mér fannst textinn rýr, vanta í hann kjama og hvað höfundur var að fara og pælingamar em grunn- fæmislegar og dálítið bamalegar. Málfar unglinganna náðist þó oft ágætlega en óþarfi er að ætla krökkum þótt ung séu að sýna jafn mikinn einfeldningshátt og gætti í sumum atriðum. Allt um þaðjeftir undirtektum áhorfenda á frumsýningu að dæma féll sýn- ingin í framúrskarandi góðan jarðveg og þá er auðvitað tilgang- inum náð. eftír Óla H. Þórðarson Dagana 7. til 9. apríl hyggst Lions-hreyfingin á íslandi selja sínar góðu kunnu rauðu fjaðrir. Eg hef eins og margir aðrir fylgst með Lionsmönnum á undanfömum ámm og hvemig þeim hefur tekist að virkja hver annan og fá almenning til þess að leggja góðum málefnum lið. Margir njóta góðs af og sama á við um líknarmál fjölmargra ann- arra félaga og samtaka. Hvemig væri þjóðfélagið annars ef fómfúst fólk hefði ekki ámm saman unnið Skattaupp- gjör um mán- aðamótin júlí-ágúst SKIL á skattskýrslum hefur ver- ið með þokkalegra móti i ár að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar forstöðumanns staðgreiðslu- deildar rikisskattstjóra. Nú er verið að fara yfir skýrsl- umar og miðar því verki eftir áætl- un. Skúli sagði að opinber gjöld yrðu lögð á í lok júlí og þá yrðu staðgreiddir skattar færðir á móti álagningu og greiðslustaða ákvörð- uð. Mætti fólk því búast við skatta- uppgjöri um mánaðamótin júlí- ágúst. að velferðarmálum? Stjórnvöld mættu stundum huga að því. En ástæðan til þess að ég tek mér nú penna í hönd er sú að í ár er landssöfnun Lions-manna mér skyld. Byggja skal vistheimili fyrir ijölfatlaða og ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að slíku heimili sé ekki unnt að finna betri stað en að Reykjalundi. Þar vinnur þraut- þjálfað fólk að endurhæfingu, undir stjóm Hauks Þórðarsonar yfirlækn- is, og þeir em ófáir er snúið hafa frá Reykjalundi með aukinn styrk á líkama og sál. Já, söfnunin er mér skyld. Ég verð að horfast í augu við þá döpm staðreynd að margir þeir einstakl- ingar sem fá þann dóm að verða fjölfatlaðir koma úr röðum skjól- stæðinga minna — úr umferðinni. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við en svona er það nú samt. í fjöl- miðlum er sagt frá umferðarslysum og að meðaltali 20 til 25 sinnum á ári að fólk hafí látið lífið. Stundum er sagt að fólki líði eftir atvikum og er um teygjanlegt hugtak að ræða. Sem betur fer birtir til hjá flestum og þeir komast að fullu út í lífið á ný, m.a. með hjálp ósér- hlífins starfsfólks á spítölum og endurhæfíngarstofnunum. En nokkrir em ár hvert dæmdir úr leik. Ekki aðeins að þeir fái gula spjald- ið og megi hefja lífsdansinn á ný eftir skamma útivem — nei, spjald- ið er rautt og merkir að hefðbundið líf er að baki. Við tekum æfilöng dvöl á stofnunum og þó þær séu í sjálfu sér ágætar og allt sé þar gert fyrir viðkomandi þá em þær ekki heimili. Einmitt þess vegna viljum við búa fjölfötluðum fallegt vistleg heimili í skjóli fagmanna á Reylqalundi. Óli H. Þórðarson „Eg- verð að horfast í augu við þá döpru stað- reynd að margir þeir einstakiingar sem fá þann dóm að verða Qöl- fatlaðir koma úr röðum skjólstæðinga minna — úr umferðinni.“ Ég skora á landsmenn að taka virkan þátt í því göfuga starfi sem að er stefnt með sölu rauðu fjaðrar- innar í ár. Vel fer á að þeir sem fengið hafa rauða spjaldið í lífinu öðlist skjól á ný með því að fólk kaupi rauða fjöður. Megi „Vonar- lundur" Qölfatlaðra sem fyrst verða að vemleika. Fyrirfram þakka ég þér stuðning — lesandi góður. Höfundur er framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Ruth Slenczynska Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju tónleikamir á vegum Evrópusambands píanókennara vom haldnir í íslensku ópemnni sl. mánudag og kom þar fram píanósnillingurinn Ruth Slenc- zynska. FVrst á efnisskránni vom 32 tilbrigði í c-moll eftir Beethoven, sem ásamt öðmm 16 tilbrigða- verkum fyrir píanó vom gefin út án ópusmerkingar. C-moll-tilbrigðin em samin 1806 og talin feikna góð æfinga- viðfangsefni en form og úrvinnsla tónhugmyndanna í verkinu em nær því sem gerist að vera ein- kennandi fyrir „chaconnur" bar- okktímans en klassísk tilbrigði. Annað verkefnið er eftir Lutosl- awski og nefnist Bukoliki, áferð- arfallegt smáverk unnið yfir þjóð- lög. allar fjórar Ballöðumar eftir Chopin vom þar eftir á efnis- skránni og eftir hlé Jeux d’eau, eftir Ravel og Sinfónísku æfin- gamar op. 13, eftir Schumann. Ruth Slenczynska er stórbrot- inn píanóleikari og túlkun hennar og öll mótun viðfangsefna mjög persónuleg. Hrynræn skerpa og vítt styrk- leikasvið, sem einkennir leik henn- ar, er ótrúlegt en auk mikillar tækni er það þó mótun blæbrigða, sterkt formskyn og djúpstæð skáldleg tilfinning, sem gefur leik hennar ótrúlegt seiðmagn. Á þann hátt endurskapar hún tónverkin sem hún leikur, eins og t.d. mátti heyra í Ballöðunum eft- ir Chopin og ekki síst í Sinfónísku æfingunum eftir Schumann. í raun er slíkur píanóleikur, eins og heyra má hjá Ruth Slenc- zynska, við mörk mannlegrar getu og vaknar sú spuming hvort ekki sé þar komið eins og í íþróttunum, að aðeins verði jafn vel gert en varla miklu betur og því sé eina leiðin að gera hlutina „öðmvísi", sem oft leiðir til breytinga, breyt- inganna vegna. Hvað sem því líður, þá er það Guðbjörn Guðbjörnsson meiriháttar upplifun að heyra slíkan leik, eins og hjá Ruth Slenc- zynska og ef til vill ekki óviðeig- andi að vitna til ummæla er Clara Schumann viðhafði eitt sinn, eftir að hafa hlustað á Liszt, „Hann vekur manni ótta og undmn." Ruth Slenczynska að tónleikum loknum. GLÆSILEGT „DEBUT“ Guðbjöm Guðbjömsson tenór- söngvari „debuteraði" sl. þriðju- dagskvöld í íslensku ópemnni og naut til þess aðstoðar Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara. Á efnis- skránni vom lög eftir Áma Thor- steinsson, Eyþór Stefánsson, Sig- valda Kaldalóns, Jón Þórarinsson og Gunnar Reyni Sveinsson. Þá vom níu „Lieder“-lög, fimm eftir Schubert og fjögur eftir Brahms, og tónleikunum lauk með ópera- aríum eftir Verdi, Massenet, Tsjaj- kovskíj og Puccini. Það er eftirtektarvert við söng Guðbjöms hversu hann leggur sig eftir „bel canto“-söngtækni enda var söngur hans glæsilegastur í Le reve úr ópemnni Manon, eftir Massenet og Che gelida manina úr La Bohéme, eftir Puccini. í Le reve var söngur hans blátt áfram dýrðlegur. f Lunga da lei úr La Traviata eftir Verdi var söngur hans einnig mjög góður og gaman var að heyra hann syngja aríu úr ópemnni Eugene Onegin, eftir Tsjajkovskíj. Af íslensku lögunum var Heimir eftir Kaldalóns best sungið en sem aukalag söng Guð- bjöm Sáuð þið hana systur mína, eftir Pál ísólfsson, hreint út sagt frábærlega vel. Það var margt fallega gert i „Lieder“-lögunum en þar mátti heyra Guðbjöm vera að útfæra það, sem hann er um það bil að ná valdi á en leikur sér ekki með eins og hann t.d. gerði í ópemaríun- um og sumum íslensku lögunum. Guðbjöm er sannarlega stórkost- legt efni og að hafa svo ungur sem hann er náð slíku valdi á rödd sinni og túlkun í söng gefur fyrirheit um glæsilega framtíð honum til handa. Segja má að nú standi Guðbjöm á þeim þröskuldi er skilur á milli þess að vera nemandi eða fullgildur starfandi listamaður, vel búinn til ferðar um langan og erfiðan veg í leit að húsakynnum listagyðjanna. Þrátt fyrir „smá slys“ í í nótt kom vorið, seinna laginu eftir Gunnar Reyni, og ósamtaka byrjun í Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórar- insson var samleikur Guðbjöms og Jónasar mjög góður og auðheyrt að Jónas lagði sig sérstaklega eftir því að styðja vel við söng Guð- bjöms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.