Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1989 25 Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra heilsar Einari Ólafssyni formanni Starfsmannafélags ríkisins þegar fundur forráðamanna BSRB og þriggja rðaherra hófst í stjórnarráðshúsinu. Tilbúnir að semja á sama grunni og BSRB - segir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands „Við höfum lýst yfir vi\ja okkar til þess að taka upp samninga- viðræður á þeim grundvelli sem nú liggur á borðum hjá BSRB og jQármálaráðuneytinu," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, eftir að fundi hafði verið frestað í gær. Forsvarmenn ASÍ, VSÍ og VMS munu hittast seinnipartinn í dag í húsnæði ASI, en formlegur fúndur samninganefndanna verður ekki. Miklar hræringar viðræðna ríkisins FUNDUR samninganefiida Bandalags starfsmanna rikis og bæja og Samninganefndar ríkis- ins, sem hófst í fyrrakvöld, stóð alla nóttina til klukkan níu um morguninn er honum var frestað fram yfir ríkisstjórnarfund, sem hófst um það leytið. Útlínur að samkomulagi voru þá fyrir hendi, að þvi tilskyldu að stjórn- völd féllust á verðstöðvun og fast gengi. Þá var samninga- fúndi Bandlags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna og stjórn- valda hætt um tvö leytið í fyrri- nótt, eftir að stjómvöld höfðu reifað tilboð, sem hefði svipaðan kostnaðarauka i för með sér og það sem var í umræðunni við BSRB. Fundum með báðum þessum aðilum var framhaldið eftir hádeg- ið. Forsvarsmenn BSRB töldu þau svör sem samningamenn ríkisins báru þeim af ríkisstjómarfundinum ekki nægilega skýr og því gengu þeir á fund formanna stjómar- flokkanna þriggja á sjötta tíman- um. Þar var þeim tjáð að ríkis- stjómin gæti ekki bundið hendur sínar varðandi gengisskráningu og algerri verðstöðvun hafnað, en því lýst yfir að stjómvöld væm reiðu- búin til þess að ræða þau mál frek- ar. Fréttir af því samkomulagi sem virtist í burðarliðnum í viðræðum BSRB og stjómvalda settu strik í viðræður Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna. Fundur þessara aðila hófst klukkan eitt eftir að þeir höfðu átt fundi með ríkisstjóminni sitt í hvoru lagi um morguninn, þar sem staðan í viðræðunum var kynnt ríkisstjóminni. Fyrirfram hafði verið búist við að það reyndi á hvort samkomulagsgrundvöllur í kjölfar og BSRB væri fyrir hendi, en vinnuveitendur bmgðust ókvæða við þeim launa- hækkunum sem fregnir hermdu að stjómvöld hefðu boðið BSRB. Fundi var frestað um fímm leytið og ætluðu forsvarsmenn fiskvinnsl- unnar að leita eftir skýrari svömm hjá stjómvöldum, en þeir höfðu fengið um morguninn og hitta sjáv- arútvegsráðherra að máli. „Það stendur ekki á okkur að halda áfram út frá þeirri línu sem þar er mörkuð. Það vefst hins vegar fyrir gagnaðilum okkar og þeir telja sig þurfa að fá skýrari svör við ýmsum atriðum af hálfu ríkisvaldsins áður en þeir stigi fleiri skref og við verðum auðvit- að að beygja okkur fyrir þeirri staðreynd. Málið er því í bið- stöðu," sagði Ásmundur. Aðspurður hvort þetta útspil stjómvalda hefði auðveldað eða torveldað samningagerðina, sagði Ásmundur að það væri ekki hægt að meta það fyrr en í dag. ,Við þurfum að sjá betur hvað gagnaðilar okkar em reiðu- búnir til þess að gera. Samning- ar nást ekki nema báðir aðilar verði sammála um það. Við höf- um vonast til þess að að ná samn- ingum án þess að það kæmi til átaka og ég vona það enn.“ Ásmundur sagði að sam- kvæmt þeim upplýsinum sem hann hefði um þann samning sem væri í burðarliðnum milli BSRB og stjómvalda, svaraði hann til 9-10% launahækkunar. Steftit í efiiahagslegt stórslys - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins „Ég undrast það ábyrgðaleysi sem komið hefur fram og birtist í þeim samningsdrögum sem okkur er tjáð af Alþýðusambands- forystunni að fyrir liggi milli Qármálaráðherra og samtaka opin- berra starfsmanna. Ef þær launatölur sem þar eru nefndar eru framreiknaðar fyrir þjóðfélagið allt til heils árs erum við að tala um eitthvað sem er af stærðargráðunni 15 þúsund milljónir. Þessar milljónir eru ekki til og þetta getur ekki leitt annað yfir okkur en mjög mikla aukningu á verðbólgu, samfara hækkun vaxta og frekari gjaldþrotum íslenskra fyrirtækja. AUt leiðir þetta til þess að atvinnutækifærum hlýtur að fækka,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgun- blaðið eftir að samningafúndi með ASÍ hafði verið frestað seinni- partinn í gær. „Þetta er slys, þetta er efna- hagslegt stórslys sem hér er stefnt í, framkallað af ábyrgðarleysi og undir því getum við ekki starfað. Við treystum okkur ekki að taka fyrir nefíð og henda okkur úti þann damm, sem þarna hefur verið grafínn. Sjávarútvegsfyrir- tækin innan okkar raða eru rekin með halla upp á 3% og ef þau eiga að hækka laun um þetta án þess að það sé borið uppi af geng- isbreytingu, þýðir þó ósköp ein- faldlega rekstrarstöðvun, “ sagði Þórarinn. Hann sagði að atvinnufyrirtæk- in og launþegar í landinu stæðu undir skattheimtu ríkisins. Það væri ekki hægt að sættast á að ríkisvaldið markaði tekjustefnu gagnvart sínum starfsmönnum með öðrum hætti en gerðist á al- mennum vinnumarkaði. Atvinn- ulífið stæði ekki undir þessum launahækkunum og það væri hans skoðun að ef atvinnulífið gæti það ekki, þá gæti ríkissjóður það ekki heldur. „Ríkissjóður hefur að sönnu skattheimtuvaldið og hefur beitt því ótæpilega á þessu ári gagn- vart einstaklingum og fyrirtækj- um. Hafi það orðið niðurstaða fjármálaráðherra að eitthvað hafí verið misreiknað í forsendum fjár- laga, þannig að þar hafi reynst duldir sjóðir, þá hefði verið nær að deila því út til allra launa- manna, en ekki bara sumra." Aðspurður hvort hann kynni einhverja skýringu á þessu útspili fjármálaráðherra, sagði Þórarinn: „Það er ekkert nýtt að stjóm- málamönnum hafi brostið pólitískt þrek til þess að fram- fylgja ábyrgri launastefnu. Þessi fjármálaráðherra hefur að vísu síðustu vikumar sýnst ætla að hafa þrek til að fást við þau erf- iðu viðfangsefni sem felast í því að gera ábyrga samninga um kaup og kjör. En einhverra orsaka vegna virðist það þrek skyndilega hafa bilað.“ Hraðfrystihús Stöðvargarðar; Eiginfjárstaða nei- kvæð um 192 millj. kr. EIGINFJARSTAÐA Hraðfrysti- húss Stöðvarfjarðar hf. var nei- kvæð um 192 milijónir króna um síðustu áramót en í árslok 1987 var hún neikvæð um 86 milljónir króna, að sögn Björns Hafþórs Guðmundssonar, nýkjörins stjórnarformanns fyrirtækisins og sveitarstjóra Stöðvarhrepps. Bókfært tap Hraðfrystihúss StöðvarQarðar var 71 milljón króna árið 1988 á móti 1,6 miHj- óna króna hagnaði árið 1987. Fimm mánaða greiðslustöðvun fyrirtækisins lýkur 22. apríl næstkomandi. öðmm togara Hraðfrystihúss Stöðvarfyarðar, Álftafelli SU, sem strandaði á milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar 27. febrúar síðast- liðinn. Skipið hefði farið suður til viðgerðar á laugardaginn fyrir páska og áætlað væri að 4 til 6 vikur tæki að gera við það. Sjávarútvegsráðherrar Norðurlandanna. Frá vinstri eru Arnfinn Kallsberg Færeyjum, Ule Norrdak Finnlandi, Bjarne Mork Eidem Noregi, Halldór Ásgrímsson, Lars Gammelgárd Danmörku, Kaj Egede Grænlandi og Karl Jörgen Álandseyjum. Sjávarútvegsráðherrar Norðurlanda staðfesta samstarfsáætlun: Rætt um afstöðu tíl viðskiptaþvingana Sjávarútvegsráðherrar Dana og Finna segjast geta stutt takmarkað- ar vísindaveiðar á hvölum ef þær leggja til vitneskju um stærð stofii- anna. Sjávarútvegsráðherrar Norðurlandanna staðfestu á fundi í Reykjavík í gær samstarfsáætlun Norðurlandaráðs um sjávarútvegs- mál og í áætluninni er m.a. gert ráð fynrir að veija 3 milljónum dan- skra króna til rannsókna sem tengjast vistkerfi hafsins, m.a. á sel og öðrum sjávarspendýrum svo sem hvölum. „Hagnaður af rekstri Hraðfrysti- húss Stöðvaríjarðar árið 1988 var 15,6 milljónir króna eftir afskriftir, en fyrir fjármunatekjur og fjár- magnsgjöld, á móti 10,8 milljónum króna árið 1987. Fyrirtækið á inni umsókn hjá Hlutafjársjóði en það er ekki búið að taka hana fyrir ennþá,“ sagði Bjöm Hafþór í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að Guðjón Smári Agnarsson hefði látið af störfum sem framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarð- ar á aðalfundi fyrirtækisins, sem haldinn var um síðustu mánaða- mót, og stjórn þess leitaði nú að öðmm manni í starfið. Bjöm Hafþór sagði að Stálsmiðj- an hefði boðið lægst í viðgerðina á Halldór Ásgrimsson sjávarútvegs- ráðherra lagði fram á fundinum til- lögu um að Norðurlöndin tækju sam- eiginlega afstöðu til viðskiptaþving- ana, sem beinst hafa gegn einstökum löndum Norðurlanda vegna veiða á sjávarspendýrum. Ekki fékkst niður- staða og verður málið rætt frekar á næsta fundi ráðherranna. Svíar, Danir og Finnar hafa verið á móti vísindaveiðum íslendinga í Alþjóðahvalveiðiráðinu, en á blaða- mannafundi eftir fund norrænu sjáv- arútvegsráðherranna sagðist Halldór Ásgrímsson telja að afstaða Norður- landanna til þessara mála væri líkari en margir héldu. Það væri sameigin- leg skoðun þeirra að vernda þyrfti dýratofna. Og sameiginlegur áhugi væri á að auka rannsóknir á sam- spili sjávarspendýra og fiskistofna. Hins vegar væri ljóst, að skiptar skoðanir væm um hvalveiðar, sem í mörgum tilfellum stafaði af því að vitneskju vantaði um stofnstærð hvalategunda, og margir héldu þvi að einstakar tegundir væm í útrým- ingarhættu. Lars Gammelgárd, sjávarútvegs- ráðherra Danmerkur, sagði að ágreiningur væri milli einstakra Norðurlanda um þessi mál. Meiri- hluti dönsku þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar að ekki ætti að veiða hvali og seli. Því gæti danska stjómin ekki stutt hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagði þó aðspurður að hann hefði ekki á móti hvalveiðum í í vísindaskyni, ef þær veittu ótvíræðar vísindalegar upplýsingar. Ule Norrdak, sjávarútvegsráð- herra Finnlands, sagði að fínnska ríkistjómin væri á móti hvalveiðum. Hins vegar teldu Finnar mikilvægt að fá meiri upplýsingar um sjávar- spendýr, og styddu vísindaáætlanir sem miðuðu að því. Aðspurður sagði Norrdak, að hann skildi vel, að Is- lendingar teldu einhveijar hvalveiðar í vísindaskyni nauðsynlegar. Þannig leyfðu Finnar veiðar á 5 selum í ár í vísindaskyni, þótt selir væm alfrið- aðir í landinu, þar sem líffræðilegar upplýsingar skorti. Samstarfsáætlunin um sjávarút- veg gerir ráð fyrir auknu samstarfi milli landanna á sviði sjávarútvegs- mála, rannsókna sem tengjast sjáv- arútvegi, markaðsmáum og fiskeldi. Af hálfu Grænlendinga kom fram tillaga um samstarf í markaðsmálum fyrir sjávarafurðir, og verður sú til- laga skoðuð nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.