Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRLL 1989 Frakkland: Hernaðar- tengsl við Sovétmenn Moskvu. Reuter. JEAN-Pierre Chevenement, vamarmálaráðherra Frakk- Iands, sem hefur verið í fimm daga heimsókn í Moskvu, til- kynnti í gær að Frakkar hefðu tekið upp hemaðartengsl við Sovétmenn á ný. Hann sagði á blaðamannafundi í Moskvu að sovéskir og franskir embættismenn hefðu komist að samkomulagi um gagnkvæmar heimsóknir hermanna, herskipa, blaðamanna er fjalla um vamar- mál og herlækna. Samkomulagið yrði undirritað í júlí, þegar Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi kæmi í heimsókn til Frakklands. Frakkar riftuðu hemaðar- tengslunum árið 1980 til að for- dæma innrás Sovétmanna í Afg- anistan. Eiturlyi]afundur: Sekt upp á 1,6 milljarð ísl. króna Miami. Reuter. STARFSMENN bandarísku tollgæslunnar fundu hátt í tvö tonn af maryuana um borð í Airbus-þotu Air Jamaica. Þot- an var kyrrsett og flugfélagið sektað um 28,8 miiyónir doll- ara, um 1.654 milljónir ísl. króna. Yfirmenn tollgæslunn- ar sögðu að þetta væri hæsta fjárhæð sem flugfélagi hafi verið gert að greiða í sekt fyrir ólöglegan innflutning á eiturlyQum. Starfsmenn toll- gæslunnar hafa 130 sinnum gert upptæk eituriyf í vélum Air Jamaica frá því í október 1980. Tékkóslóvakla: Andófsmað- ur dæmdur Vín. Reuter. TÉKKNESKI andófsmaður- inn Tomas Hradilek hlaut 13 mánuða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að efiia til mótmæla í Prag í janúar. Hradilek, sem er talsmaður mannréttindasamtakanna Charter 77, áfrýjaði dómnum. í öðrum réttarhöldum í Brno i Mið-Tékkóslóvakíu var ann- ar andófsmaður, Eva Vidl- arova, sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. Vidl- arova var ákærð fyrir að hindra opinbera starfsmenn við skyldustörf. Réttarhöldin eru liður í víðtækum aðgerð- um tékkneskra sljómvalda gegn andófsmönnum. Eru EB-lögin æðri landslögum?: Bresk sljórnvöld unnu aðra lotuna Reuter Metverð fyrir Renoir London. Reuter. Málverkið „A skemmtigöngu" eftir franska impressjónistann Pierre- Auguste Renoir var í gær selt ly'á Sotheby’s-uppboðsfyrirtækinu í London fyrir 10,34 milljónir punda eða um 880 milljónir ísl. kr. Er þetta næstum helmingi hærra verð en áður hefiir fengist fyrir verk eftir Renoir. Að auki vom boðin upp verk eftir Picasso, Gauguin, Vincent Van Gogh, Salvadore Dali og Honore Daumier en þau fóra öll fyrir lægra verð. Financial Tiraes BRESKA stjórnin vann fyrir nokkmm dögum sætan sigur fyr- ir áfrýjunarrétti þegar hann hratt þeim úrskurði undirréttar, að taka bæri lög Evrópubanda- lagsins fram yfir bresk Iög. Snýst málið um lög, sem stjómvöld settu til að vernda breskan sjáv- arútveg. Fyrir um þremur vikum komst undirréttur (High Court) að þeirri niðurstöðu, að 95 fiskiskip, sem skráð eru í Bretlandi en aðallega eru f eigu Spánverja, gætu haldið áfram að veiða úr breska fískveiði- kvótanum þar til Evrópudómstóll- inn skæri úr um gildi nýrra laga, sem bönnuðu þessar veiðar frá og með 1. apríl. Nú hefur áfrýjunar- réttur í London hrundið þessum úrskurði en Spánveijarnir, eigendur skipanna, ætla að áfrýja til Lá- varðadeildarinnar, sem er æðsta dómstigið í Bretlandi. Lögin, sem breska stjómin setti til að koma í veg fyrir að annarra þjóða menn ysju úr kvótanum, eru um það, að fískiskip skráð í Bret- landi verði að vera að 75% í eigu breskra ríkisborgara. „Að hoppa á milli kvóta", eins og það er kallað þegar þegnar eins aðildarríkis EB ganga á fískveiði- kvóta annars með því að skrá skip- in sín þar, hefur verið mikið hita- mál innan bandalagsins. Sameigin- lega fiskveiðistefnan frá 1983 er grundvölluð á sérstökum kvótum fyrir hvert ríki en hins vegar er auðvelt að færa fyrir því rök, að bresku lögin nýsettu stangist á við reglur EB um fullt athafnafrelsi innan þess. Hefur framkvæmdanefndin haft þetta mál til meðferðar en hún hef- ur þó ekki farið sér að neinu óðs- lega. Er þó komið frá henni bráða- birgðaálit þar sem bent er á, að breska stjómin hafí mikið til síns máls en að best sé samt að bíða úrskurðar Evrópudómstólsins. Víetnamar frá Kamb- ódíu fyrir lok september Bangkok. Reuter. VÍETNAMAR lýstu því yfir í gær að víetnamskir hermenn yrðu flutt- ir brott frá Kambódiu fyrir lok septembermánaðar og buðu þeir Indveijum, Pólveijum og Kanadamönnum að skipa sérstaka nefiid, sem hefði eftirlit með brottflutninginum. Þeir hvöttu einnig Kínveija og fleiri þjóðir til að hætta að veita skæmliðum í Kambódíu hernað- araðstoð fyrir septemberlok og sögðu að nefiidin ætti einnig að hafa eftirlit með því að stuðninginum yrði hætt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem kambódíska fréttastofan SPK birti í nafni allra ríkjanna þriggja í Indókína, Víetnam, Kambódíu og Laos. Víetnamar hétu því í desem- ber að allir víetnamskir hermenn í Kambódíu, sem eru tæplega 50.000, yrðu fluttir á brott að því tilskildu að endi yrði bundinn á hemaðaraðstoðina við skæruliða- samsteypuna í Kambódíu, sem er undir forystu Norodoms Sihanouks prins. Í yfirlýsingunni em engir skilmálar settir fyrir brottflutning- inum, en tekið er fram að stjóm Kambódíu áskili sér rétt til að leita aðstoðar erlendra ríkja stafi henni ógn af áframhaldandi aðstoð við skæmliða. í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að ríkin í Indókína vænti þess að Kínveijar og aðrar þjóðir hætti að veita skæmliðum aðstoð og tryggi að Rauðu -khmerarnir komist ekki til valda á ný. Vestræn ríki hafa sagt að Rauðu khmeramir, sem em í skæruliðasamsteypunni, hafi myrt rúmlega milljón manna á valdatíma Pols Pots ámnum 1975-78. í yfírlýsingunni segir ennfremur að ríkin þijú styðji öll fyrirhugaðar viðræður Huns Sens, forsætisráð- herra Kambódíu og Sihanouks prins, þar sem leita á leiða til sætta hinar stríðandi fylkingar. Sihanouk lýsti því yfir um helgina að hann væri tilbúinn til að ræða við Sen I Jakarta 2. maí eftir að Sen hafði fallið frá hluta af þeim skilmálum sem hann hafði sett fyrir viðraéðun- Palme-málið: Noregur: Lífsbjörg í norðurhöf- um sýnd í næstu viku Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttarit- ara Morgunblaðsins. NORSKA ríkissjónvarpið, NRK, ætlar að sýna 15 mínútna útdrátt úr íslensku heimildarmyndinni Lífsbjörg í norðurhöfúm í fréttaskýr- ingaþættinum Antenne ti á þriðjudag í næstu viku. Ráðgert er að Magnús verði í sjónvarpssal þegar myndin verður sýnd. Þá hefur fulltrúum grænfriðunga einnig verið boðið að vera viðstaddir sýninguna og ræða við kvikmyndagerðamann- inn að sýningu lokinni. Grænfriðungar höfðu ekki gefið svar í gær hvort þeir æt- luðu að þekkjast boðið en þeir hafa beitt flestum ráðum til að stöðva sýningu myndarinnar í norska ríkissjónvarpinu. Hafa þeir meðal annars hótað að hefja málsókn á hendur þeim sjón- varpsstöðvum sem sýna mynd- ina en forsvarsmenn norska ríkissjónvarpsins hafa vísað rök- .semdafærslum grænfriðunga á bug. * Akæra á næsta leiti ERLENT PHILIPS ADG 662 uppþvotta- vélin er fyrir 12 manna borð- búnað, er hljóðlát, ótrúlega rúmgóö og þægileg i notkun - Við eigum örféar vélar til á lager á þessu sérstæða verði. Upphaflegt verð kr: 50.890/nú kr. 46.190 KR. STGR. t Opið, í dag, laugardag: Kringlan 10-16 Sætún 10-13 Heimilistæki hf • SOfiUUKQUJH Stokkhólml. Frá Erik Liden, fréttaritara TALIÐ er nú víst, að gefin verði út opinber ákæra á hendur manninum, sem gmnaður er um að hafa myrt Olof Palme. Hefúr hann nú verið í gæsluvarðhaldi í tæpa Qóra mánuði eða frá 14. desember sl. í fréttatilkynningu frá embætti ríkissaksóknara segir, að á þessum tíma hafí bæst við æ fleiri vísbend- ingar um sekt mannsins og er búist við, að honum verði birt ákæran fyrir 20. þessa mánaðar. Hinn grun- aði á að baki 20 ára langan af- Morgunblaðsins. brotaferil en talið er, að alvarlegur heilaskaði, sem hann hlaut árið 1962, eigi sinn þátt í ógæfunni. Hinn grunaði neitar þó statt og stöðugt að vera sekur um morðið á Palme og byssur, sem fundust í fórum hans, eru ekki morðvopnið. Fimm vitni bera hins vegar, að þau hafí séð hann við kvikmyndahúsið, sem Palme og Lisbet, kona hans, sóttu kvöldið örlagaríka, 28. febrú- ar 1986, en ekkert þeirra getur fullyrt, að það hafi verið hann, sem skaut Palme. ” Góðan daginn! co
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.